Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1971 Útgsfandi hf. Árvakur, Reykj'avik. Framkvaamdastjóri Hsraldur Sveinaaon. Ritstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónston. Aðatoðarritatjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundsson. - Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraati 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstrasti 6, simi 22-4-80. Askriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. eintakið. SAMSTAÐA ER NAUÐSYN jgnginn vafi leikur á því, að eitt sterkasta vopn okkar í þeirri baráttu, sem fram- undan er til þess að tryggja viðurkenningu annarra þjóða á yfirráðarétti íslendinga yfir landgrunnsmiðunum er sam- staða þjóðarinnar í þessu mikilsverða lífshagsmuna- máli. Standi Íslendingar sam- an sem órofa heild í land- helgismálinu mun sigur vinn- ast. Forystumenn stjórnarand stöðuflokkanna hafa hvað eft- ir annað lýst yfir vilja sín- um til samstöðu og þrátt fyr- ir þann ágreining um vinnu- brögð, sem upp kom í kosn- ingabaráttunni í vor, hefur nú þegar mikið áunnizt í því að samræma sjónarmið stjómmálaflokkanna um málsmeðferð, sbr. þá afstöðu ríkisstjórnarinnar að fallast á þá skoðun Sjálfstæðisflokks ins að leggja beri uppsögn samkomulagsins frá 1961 fyr- ir Alþingi. í viðtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag var Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, spurður um þetta atriði og hann sagði m. a.: „Ég vil gjarnan að það komi fram að ég tel, að Sjálf- stæðisflokkur og Alþýðuflokk ur hafi sýnt skilning á nauð- syn hennar (þ. e. þjóðarein- ingar) með því að tilnefna formenn sína sem fulltrúa í landhelgisnefndinni og þó að skoðanamunur kunni að vera um einstakar athafnir held ég að menn séu sammála um lokamarkmið, útfærslu land- helginnar í 50 mílur.“ í forystugrein, sem Þórar- inn Þórarinsson, alþm., ritaði í Tímann sl. miðvikudag tók hann mjög í sama streng er hann sagði: „Þótt núverandi stjómarandstöðuflokkar lýstu ekki beinu fylgi sínu við þessa stefnu, gáfu þeir í kosn- ingabaráttunni enga þá yfir- lýsingu, sem hindrar þá í að veita henni nú fullt brautar- gengi. Þvert á móti héldu þeir öllum dyrum opnum í þeim efnum. Þeir lögðu meira að segja áherzlu á, að nauðsynlegt gæti orðið að færa fiskveiðilögsöguna út fyrr en 1. september 1972. Ef ekki kemur neitt nýtt til sög- unnar eða ný ágreinings- atriði verða fundin upp, ætti alger samstaða að geta orðið um þá stefnu í landhelgismál- inu, sem þjóðin sjálf markaði í kosningunum 13. júní síðastl.“ Þessi ummæli utanríkis- ráðherra og fuliltrúa Fram- sóknarflokksins í landhelgis- nefndinni benda ótvírætt til þess, að Framsóknarflokkúr- inn vilji fyrir sitt leyti stuðla að samstöðu í landhelgismál- in. Hins vegar er því ekki að leyna, að meiri efasemdir eru uppi um vilja Alþýðubanda- lagsins og ráðherra þess til þess að stuðla að þjóðarein- ingu í landhelgismálinu. Fyr- ir aðeins viku lét Lúðvík Jósepsson hafa sig til þess í viðtali við Þjóðviljann að væna ónafngreinda forystu- menn í stjómmálum um óheilindi í landhelgismálinu. Vonandi eru þau ummæli Lúðvíks ekki vísbending um, að Alþýðubandalagið hyggist koma í veg fyrir þjóðarein- ingu í landhelgisimálinu. Þótt enn kunni að vera nokkur skoðanamunur milli manna um vinnubrögð og málsmeð- ferð er ljóst, eins og utan- ríkisráðherra undirstrikaði í viðtalinu við Morgunblaðið, að allir, jafnt stjórnarflokk- ar sem stjórnarandstæðingar em sammála um lokamark- mið. Utanríkisráðherra og varnarmálin í forystugrein Tímans í gær er fjallað um varnarmál- in, bersýnilega í því skyni að bera blak af utanríkisráð- herra vegna furðulegra at- hafna hans í þeim málum. Ummæli Tímans hagga í engu þeirri staðreynd, að utanríkis- ráðherra hefur enn ekki lát- ið hefja könnun á því hvaða afleiðingar það hefur fyrir öryggi landsins ef það verður látið varnarlaust og að hann hefur sýnt hættulegt skiln- ingsleýsi á nauðsyn þess fyrir sjálfistæða þjóð að tryggja öryggi sitt með einhverjum hætti. Tristana eftir Bnnuel verður sýnd von bráðar um. Þar skal fyrst talin „Trist ana“, nýjasta meistaraverk Bunuels, sem sýnd verður von öráðar. Þá eru þrjár sænskar myndir — Made in Sweden eftir ungan sænskan leikstjóra Johan Bergenstr&hle að nafni, en Kái'lekshistoria eftir Roy Andersson og Misshandlingen eftir Lasse Forsberg, sem er frumraun hans og hefur sem slík vakið mikla athygli, Er hún af pólitískum toga spunn in og sama má raunar segja sýninga á svonefndum „list- rænum myndum". Blaðamað- ur Morgunblaðsins átti stutt viðtal við Friðfinn Ólafsson, forstjóra kvikmyndahússins, til að forvitnast um reynsluna af þessari nýbreytni og hvað væri helzt framundan. „Við byrjuðum með mánu- dagsmyndirnar í júríí 1970 og fyrsta myndin var Rocopag. Alls sýndum við 10 myndir á mánudögum þessa sjö mánuði ársins 1970. Reynslan af þess ari nýbreytni hefur verið ágæt, og leitt í Ijós að þetta var nauðsynlegt framtak. Hér lendis er það mikill fjöldi, sem vill sjá myndir af þessu tagi, að sérstakar sýningar fyrir það eru vel réttlætanlegar. — Og þá má kannski segja, að það standi Háskólabíói næst að koma slíkum sýningum á. Hins vegar hefur þetta enga fjárhagslega þýðingu fyrir kvikmyndahúsið, en hins ber jafnframt að geta að það hef ur ekki heldur verið umtals- vert tap á þessum mánudags- myndum. Við höfum þann háttinn á, að við sýnum mánudagsmynd irnar aldrei sjaldnar en tvisv ar sinnum og aldrei oftar en þrisvar sinnum — annars tök um við þær inn á almennar sýningar. Það má e.t.v. segja að þetta sé ekki mikil nýting á myndunum, en með þessu móti getum við sýnt allt að 20 myndir á ári, og skapar það óneitanlega mikla fjölbreytni Antonio das Mortes verður fyrsta myndin eftir Glauber Rocha sem við fáum að sjá hérlendis. Góð reynsla f engin á mánudagsmyndirnar Pasolini næstur á dagskrá Margar athyglisverdar myndir væntanlegar OÞOKKINN Accatone eftir Pier Paolo Pasolini verður næsta mánudagsmynd Há- skólabíós. Óþarft á að vera að kynna Pasolini fyrir íslenzk- um kvikmyndaunnendum, en í þessari myndi lýsir hann hversdagslífinu á byggða- svæði því, sem er í næsta ná- grenni stórborgar, en getur þó varla talizt til sveitar lengur. Að dómi Pasolinis er þetta i myndavali,“ sagði F«riðfinn- ur. Víst er að fjöldi fólks kann vel að meta þetta framtak Há skóiabíós, og ótrúlega stór hóp ur gætir þess dyggilega að láta ekki neina mánudags- mynd fram hjá sér fara. Til að gleðja þennan hóp fengum við upplýsingar hjá Friðfinni um mánudagsmyndir, sem sýndar verða á næstu mánuð- um mynd Bergenstráhle. — Frönsku nýbylgjuhöfundarnir eiga þarna ágæta fulltffúa — sýnd verður Conjugale eftir Truffaut, La Boucher eftir Chabrol og Mascoline Femin en eftir Godard, önnur mynd eftir Pasolini „Porcile" er einn ig á dagskrá. Síðast en ekki sizt sýnir Háskólabíó Antonio das Mortes og e>r það fyrsta myndin eftir Glauber Rocha, sem sýnd er hérlendis. Rocha er höfuðleikstjóri „þriðja heimsins“ — braselískur kvik myndagerðarmaður og einn af höfuðpaurum Cinema Nova hreyfingarinnar svonefndu. Hann e,r marxisti og myndir hans eðlilega mjög pólitískar. Ýmsar áhugaverðar myndir eru einnig væntanlegar á al- mennar sýningar Háskólabíós. Von bráðar verða sýndar myndir eins og The Stranger, sem gerð er eftir sögu Camus, Tales og Beatrice Pctter, eins konar brúðumynd með kynd- ugum fígúrum, Loot of Enter taining Mr. Slome, sem gerðar eru eftir leikritum Joe Ortons, eins efnilegasta leikritaskálds Breti, sem myrtur var í blóma lífsins af „elskhuga“ sínum í afbrýðiskasti. Þá má nefna Raging Moon eftir For- bes og Smashing Tirne. Há- skólabió hefur fyrir skömmu gert 17 mynda samning við Paramount og þar á meðal e>ru nokkrar athyglisverðar mynd ir, svo sem Catch 22, gerð eft ir sögu Joseph Heller með A1 an Arkin i aðalhlutverki en Mike Nicols stjórnar. Bara- bellu eftir Vadim með Jane Fonda í aðalhlutverki, Steril Cuckoo, WUSA, Tell me that you love me, Julie Moon og ll Conformista, sem Bertolucci hefur gert eftir sögu Alberto Moravia, sem fengið hefur mjög lofsamlega dóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.