Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNl 1976 3 Varað við bensin- mengaðri steinolíu sem er í umferð OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur h f hefur um langt skeið selt steinolíu i tveggja litra brúsum. Rökstuddur grunur hefur komið fram um að i maímánuði hafi farið i dreifingu til útsöluaðila félagsins nokkurt magn brúsa með bensinmengaðri steinolíu. Tekizt hefur að innkalla rneginhluta þessa magns nú þegar, en þar sem ekki er enn víst nema einhverjir brúsar með slíku bensínmenguðu innihaldi hafi verið seldir og komizt þannig i umferð, vill félagið að höfðu samráði við Brunamálastofnun ríkisins koma þeirri áríðandi aðvörun á framfæri við alla þá, sem hafa undir höndum stein- oliubrúsa merkta félaginu að skilá þeim á næsta útsölustað félagsins. Tekið skal fram, að leiki minnsti vafi á um innihald brúsa eru aðilar eindreg- ið hvattir til að skila þeim inn en treysta ekki á að lyktarskyn skeri úr um innihald þeirra Deilur um einkunnagjöf í samræmdum greinum — 5.9 gerir 7 en 5.8 gerir 6 0 MIKLAR deilur hafa nú risið vegna þeirrar einkunnagjafar sem tekin var upp á samræmdu gagn- fræða- og landsprófi nú í vor. Sam- kvæmt hinu nýja kerfi er eingöngu miðað við afstöðu nemenda hvers til annars þannig að nemandi sem svar- ar e.t.v. helming spurninga rétt á það á hættu að vera lækkaður í einkunn ef meirihluti hinna, sem prófið þreyta, skilar betri úrlausnum. Á sama hátt má hugsa sér, að nemandi, sem svarar einungis litlum hluta prófsins rétt, verði hækkaður upp vegna þess að hinir gátu enn minna. Hér er sem sagt um að ræða svokallað „normal dreif ingarkerl i" sem miðast eingöngu við hópinn inn- byrðis. Samkvæmt þessu ræðst því vitnisburður nemandans ekki ein- göngu af því hvað hann kann sjálfur heldur einnig af því sem hinir kunna. Q Þetta kerfi hefur hlotið harða gagnrýni fræðimanna erlendis nú á síðari árum en var, eins og áður segir, tekið upp \ samræmdu grein- unum, þ.e. íslenzku, ensku, dönsku og stærðfræði, hér á landi í vor. Mætti það þegar mótspyrnu fjöl- margra kennara í viðkomandi grein- um og má nefna, að enskukennarar við 10 gagnfræðaskóla á Reykja- víkursvæðinu hafa sent mennta- málaráðherra bréf þar sem varað er við notkun þessa kerf is. Mbl hafði samband við Jóhönnu Friðriksdóttur kennara í ensku og dönsku við Víghólaskóla í Kópavogi og innti hana álits á hinu nýja einkunna- kerfi: ,,Ég tel þetta kerfi mjög varhugavert í einkunnagjöf því að það gefur ekki rétta mynd af raunverulegri kunnáttu nemenda. Annars er erfitt að tala um þetta svona almennt því að þetta kerfi er það flókið að til að útskýra það er nauðsynlegt að hafa úrlausnirnar fyrir framan sig til að geta áttað sig á samanburðinum. En ef við tökum ein- falt dæmi í dönsku t.d. að þá gæti 5.9 gert samkvæmt hinu nýja kerfi einkunnina 7 en 5.8 myndi verða einkunnin 6 Og þetta eina stig sem lækkar um einn heilan i einkunn getur verið svo lítilvæg villa að það nánast taki því ekki að telja hana með Á sama hátt má hugsa sér að 8 stig geri einkunnina 8 en 8.1 stig sé hækkað upp i 9. Það gefur náttúrulega auga leið að slíkt kerfi gefur ekki rétta mynd af kunnáttu nemenda, — það mætti alveg eins gefa bara vitnisurðinn: stenzt eða stenzt ekki " Hörður Lárusson deildarstjóri hjá skólarannsóknum hafði þetta um málið að segja: „Að mínum dómi er ekki rétt að taka þessar breytingar á einkunnagjöfinni einar út af fyrir sig og gagnrýna þær, þvi hér er aðeins um að ræða lið í gagngerum breytingum á öllu grunn- skólastiginu. Þetta verður því að skoðast í víðara samhengi þar sem margir þættir spila inn í. Þessar breyt- ingar á grunnskólastiginu eru nú að ganga yfir og það á eftir að fara ofan í saumana á þeim og þá væntanlega lagfæra það sem miður fer. Annars má bæta þvi við að nú á næstunni er væntanleg greinargerð frá okkur um tæknileg atriði þessara breytinga og þá skýrist málið væntanlega nánar." Aðspurður um gagnr'ýni skólamanna erlendis á notkun þessa einkunnakerfis sagði Hörður að sú gagnrýni hefði einkum komið upp i Svíþjóð og beind- ist hún fyrst og fremst að notkun kerfisins í litlum skólum eða i litlum heildum Notkun þessa grundvallaðist hins vegar á stærri heildum og hér væri miðað við landið allt þ e. um 4000 nemendur. Þá lagði Hörður áherzlu á, að jafnhliða þessum breyt- ingum á einkunnagjöf yrði að taka inn í myndina að dregið hefði verulega úr samræmingu prófa hér á landi sem hefði i för með sér aukna ábyrgð skólanna sjálfra varðandi vitnisburð þannig að hér væri ekki um einhliða einkunnargjöf að ræða. „Menn verða einnig að hafa í huga", sagði Hörður að lokum, „að hér verður lika að koma til breytt hugarfar gagn- vart hugtakinu einkunn, sem þýðir samkvæmt hinu nýja kerfi ekki það sama og áður. Nemandi sem fær 6 á prófi á ekki að miða það við einhvern ákveðinn atriðafjölda sem hann hefur skilað rétt, heldur veit hann, að það er ákveðinn hundraðshluti fyrir ofan og ákveðinn hluti fyrir neðan hann í vitnis- burði Minnisblað lesenda... NÚ FER I hönd önnur mesta umferðarhelgi ársins, hvíta- sunnan. Að því tilefni hefur Morgunblaðið safnað saman nokkrum upplýsingum, sem handhægt getur verið fyrir les- endur blaðsins að grípa til. Um leið og Morgunblaðið óskar landsmönnum gleðilegrar hátíðar, fer það þess á leit við þá, að þeir sýni fullt tillit við náungann í umferðinni. Tak- markið er að komast hjá slys- um og öhöppum. Lögreglan i Reykjavik sími 11166, í Kópavogi 41200 og i Hafnarfirði 51166. Slysadeild Borgarspltalans er opin allan sólarhringinn, sími 81212. Slökkviliðið i Reykjavik simi 11100 og í Hafnarfirði 51100. Sjúkrabifreið í Reykjavik simi 11100 og i Hafnarfirði 51100. Læknavakt laugardaga og helga daga, opið allan sólar- hringinn, sími 21230. Nánari upplýsingar i sima 18888. Slysavarnafélag tslands. — neyðarsimi: 27111 Almannavarnir sími 11150. Lyf javakt, sjá Dagbók. Messur um hvítasunnuna — sjá á öðrum stað í blaðinu. Útvarps- og sjónvarpsdagskrá — sjá annars staðar í blaðinu. Vegaþjónusta. Staðsetning vegaþjónustu bifreiða FlB um hvitasunnuna verða svo sem hér segir: FÍB 1. Staðsettur við Valhöll óg mun fara út frá þeim stað eftir þörfum, en skilaboðum er hægt að koma til bílsins um söluskálann i Valhöll. FÍB 4. Staðsettur við Botns- skálann i Hvalfirði og þangað er unnt að koma skilaboðum til bilsins. FlB 11. Staðsettur við Þrastarlund og skilaboðum til bílsins er unnt að koma um Þrastarlund. Þá mun Gufunesradíó taka við skilaboðum i sima 22384. Talstöðvarbifreiðar, sem eru margar á ferð um þjóðvegi landsins, geta einnig komið skilaboðum áleiðis og hlusta viðgerðarbílarnir á rásum 2790 Khz og 27185 Mhz. Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda vill minna bifreiðaeig- endur á að hafa meðferðis helztu varahluti i bifreiðum sínum, t.d. platinur, kerti, kveikjulok, viftureim og góðan varahjólbarða. Félagsmenn FÍB fá viðgerð f hálfa klukku- stund án endurgjalds og eftir hana greiða þeir 1.500 krónur fyrir hverja klukkustund. Skulu þeir framvisa félagsskír- teinum. Utanfélagsmenn greiða lágmarksgjald 3.000 krónur og hið sama fyrir hverja klukku- stund. Utsýn er eina íslenzka ferðaskrifstofan með reglubundið leiguflug til Lloret de Mar, sem flestir telja glaðværasta og skemmtilegasta baðstað Spánar. Ágætur aðbúnaður í nýjum íbúðum Zodiaco, og góðum hótelum Gloria og Dex Verð frá kr. 46.600- í 2 vikur Fáein sæti laus á bezta tíma sumarsins. 18.júní, 2. og 16. júlí, 20. og 27. ágúst, 3. og 10. september. Ferðaskrifstofan Kostakjör á Costa Brava EINKAUMBOO Á ÍSLANDI ^TJÆREBORG REJSER AUSTURSTRÆTI 17 SÍMI 26611 EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI -----—------------- AIMERICAN EXPRESS ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.