Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNl 1976 47 Ian Ure hvatti sína menn til dáða gegn Þrótti í gærkvöldi, FH sigraði 2:0. Fjórði tapleiknr Þrótt- ar — nú 0:2 gegn FH UTLITIÐ er ekki gæfulegt hjá Þrótturum eftir að þeir hafa leikið 4 leiki í 1. deildinni, töpin eru orðin jafn mörg og leikirnir og Þróttarar hafa fengið á sig nfu mörk, en aðeins skorað tvívegis. I gærkvöldi tapaði Þróttur fyrir FH með engu marki gegn tveimur og voru þau úrslit sanngjörn eftir gangi leiksins. Nýliðunum tókst sjaldan að skapa sér marktækifæri en áttu hins vegar nokkur góð langskot. FH-liðið óð í „sjensum“, eins og sagt er, á tímabili í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora úr helmingi marktækifæra sinna. Fyrra mark leiksins kom á 9. mínútu leiksins eftir að Viðar Halldórsson hafði gefið frábæra sendingu á Ólaf Danívalsson upp kantinn. Sumir sögðu að visu að Ólafur hefði verið rangstæður, en hvað með það, hann gaf knöttinn fyrir markið og þar var hart barist. Jóni Þorbjörnssyni tókst ekki að halda knettinum þó hann hefði hendur á honum og að lok- um batt Magnús Teitsson endi á baráttuna við markteiginn með því að senda knöttinn í netið. Siðara mark sitt í leiknum skor- uðu FH-ingar þegar aðeins 4 mín- útur lifðu af leiktímanum. Ólafur Danívalsson átti mestan heiður- inn af þvi marki. Hann gaf fasta sendingu frá endamarkalínu fyrir markið og eftir að þremur FH- ingum hafði mistekizt, tókst Jó- hanni Ríkharðssyni loksins að koma knettinum í netið. Hvað varnarmenn Þróttar voru að hugsa þarna er ekki gott að vita. Þróttarliðið er lið sem á að geta leikið mun betur en það gerði í gærkvöldi og sömuleiðis í flestum öðrum leikjum liðsins í mótinu, en það sem vantar helzt i leik liðsins er betra leikskipulag. Ekki vantar viljann og auk þess eru sumir leikmenn liðsins bráðlagnir með knöttinn en það er bara ekki nóg, auk þess sem reynsluleysið háir liðinu mjög. FH-ingarnir Jóhann, Leifur og Ólafur áttu all- ir góð tækifæri í þessum leik, tókst þó ekki að nýta þau. Það skipti þó ekki sköpum í þessum leik því tvívegis kom FH-liðið knettinum i net andastæðingsins. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugar- dalsvöllur 4. júní. Þróttur — FH 0:2 (0:1). Mlörk FH: Magnús Teitsson á 9. mínútu og Jóhann Ríkharðsson á 86. inínútu. Áminning: Jóhanni Hreiðars- syni var sýnt gula spjaldið í leikn- um. —áij. LIÐ ÞRÓTTAR: Jón Þorbjörnsson 2, Ottó Hreinsson 2, Gunnar Ingvarsson 1, Leifur Harðarson I, Guðmundur Gíslason 2, Erlend- ur Björnsson 1, Daði Harðarson 1, Þorvaldur Þorvaldsson I, Baldur Hannesson 1, Jóhann Hreiðarsson 2, Sverrir Brvnjólfsson 2, Halldór Arason (varam.) 1. LIÐ FH: Ómar Karlsson 2, Viðar Halldórsson 2, Andrés Krist- jánsson 2, Gunnar Bjarnason 2, Janus Guðlaugsson 2, Magnús Teitsson 1, Helgi Ragnarsson 2, Pálmi Sveinbjörnsson 1, Leifur Helgason 2, Ólafur Danivalsson 3, Asgeir Arinbjarnarson (varam.) 1. DÓMARI: Ragnar Magnússon 2. Bergur og Jóhann hcetta í stjórn HSÍ ÁRSÞING Handknattleikssam- bandsins verður haldið 18. og 19 1. deild kvenna BREIÐABLIK gerð jafntefli við Islandsmeistara FH I 1. deild kvenna í knattspyrnu I fyrrakvöld. Urslitin urðu 0:0 og voru þau úrslit nokkuð sanngjörn eftir atvikum. UBK sótti meira undan vindi f fyrri hálfleiknum og átti þá m.a. tvö skot I slá. 1 seinni hálfleiknum sótti FH meira en gekk illa að skapa sér marktækifæri. A sunnudaginn lék Fram gegn Víði úr Garði og sigruðu Vfðisstúlkurnar 4:3 eftir mikinn baráttuleik. þessa mánaðar og meðal mála sem væntanlega verða lögð fyrir þing- ið má nefna fjölgunartillögu i 1. og 2. deild eins og frá hefur verið greint f Morgunblaðinu. Þrír stjórnarmenn eiga að ganga úr stjórninni á þinginu, þeir Jón Magnússon, Bergur Guðnason og Jóhann Einvarðs- son. Mun Jón ætla að gefa kost á sér til endurkjörs, en þeir Bergur og Jóhann hins vegar ekki. Jóhann telur sig ekki hafa þann tíma sem hann óskaði til að sinna stjórnarstörfum í HSl og vill því heldur hætta en sitja áfram. Bergur Guðnason mun hins vegar vera óánægður með ýmis- legt innan stjórnarinnar og þá einkanlega framvindfu mála í sam- bandi við landsliðið og þjálfara- málin. Aukin samskipti kylfinga við erlenda félaga sína ÍSLENZKIR kylfingar munu í sutnar taka þátt í fleiri mótum á erlendri grundu en oftast áður, jafnvel þó Golfsambandið sjái sér ekki fært að taka þátt i Evrópumeistaramóti unglinga í sumar eins og undanfarin ár. Núna 19. og 20. júní bjóða Svíar tveimur Islendingum til Kalmar í Svíþjóð þar sem sterkir kvlfingar, áhugamenn, frá átta löndum að minnsta kosti verða meðal keppenda. Ekki er fullákveðið hverjir verða fulltrúar tslands í þessari keppni, en ekki er ólíklegt að íslandsmeistarinn Björgvin Þorsteinsson verði annar þeirra. Af þátttöku Islendinga í öðr- um mótum erlendis má nefna að ísland og Luxemborg munu heyja landskeppni i golfi ytra 3. og 4. júlí. íslendingar hafa aldrei unnið Luxemborg í landskeppni fullorðinna, en hins vegar nokkrum sinnum í unglingaflokki. Þá hefur Golf- sambandinu verið boðið að senda þátttakendur á Eisen- howermótið, sem fer fram i Portúgal í október. Kostnaður er mikill við þessa keppni, sem segja má að sé Olympíukeppni golfmanna, en stefnt er að því að senda landsliðið í keppnina. en sennilega verða þeir sem fara að greiða nokkurn hluta kostnaðar sjálfir. Norðurlandamótið í golfi fer að þessu sinni fram í Stafangri í Noregi í byrjun september og verður spennandi að sjá hvað þar gerist. Síðasta Norður- landamót var haldið hér á landi og segja má að þar hafi allir orðið sigurvegarar! Norðmenn urðu Norðurlandameistarar — í fyrsta skipti. Danir unnu Svía — í fyrsta skipti á Norður- landámóti. Sviar áttu leikmann sem setti vallarmet. Islending- ar unnu Finna — í fyrsta skipti. Og loks áttu Finnar svo leik- mann sem sló holu í höggi. I sambandi við Norðurlandamót- ið fer væntanlega fram lands- keppni á milli Islendinga og Finna að Norðurlandamótinu í Stafangri loknu. Stjórn Golfsambandsins efndi til fundar með frétta- mönnum i gær þar sem þessar lýsingar komu fram og greint var frá helztu mótum innan- lands i sumar. Landsmótið í golfi fer fram í Grafarholti í býrjun ágúst, en í sambandi við það verður í fyrsta skipti haldið sérstakt mót fyrir yngri kylf- ingana i byrjun júlí. Fer það mót á Nesvellinum, en þau sterkustu í yngri flokkunum, sem hafa forgjöf 7 eða minna, geta eftir sem áður keppt með þeim fullorðnu. I sumar verður i fyrsta skipti efnt til „Opins islenzks meist- aramóts" (Icelandie Open). Fer mót þetta fram í seinni hluta ágústmánaðar. Er meiningin í framtiðinni að á mót þetta mæti erlendir kylfingar auk ís- lenzkra meistaraflokksmanna, sem sennilega verða einir um hituna i sumar. Mótabók Golfsambandsins kom út i gær og eru þar golf- klúbbarnir 9 kynntir. Yngsti golfklúbburinn er klúbbur Esk- firðinga, en í Vik í Mýrdal er unnið að stofnun golfklúbbs. Skrá er yfir mót sumarsins i bókinni, helztu viðburða siðasta árs er getið og fleira mætti Framhald á bls. 26 Ég óska eftir Breyt yfirferð og Nafn_____________________________________________ stillingu. Látið Breytbílinn koma við hjá mér. Heimilisfang_______________________________Sími Vinnustaður ORDSENDING lil Broyl eigenda Þann 12. júní kemur sérstakur viðgerða- og þjónustubíll frá Breyt verksmiðjunum til lands- ins. Bíllinn, ásamt norskum sérfræðingi mun ferðast um landið og veita Broyt eigendum ókeypis yfirferð og stillingu á vélum þeirra. Ferðin hefst á Seyðisfirði. Skrifið eða hringið í Velti h/f, Suðurlandsbraut 16, sími 35200, og pantið Breytbílinn til ykkar. Sérfræðingurinn metur ástand vélarinnar, fer yfir og stillir vökvakerfið, og gerir við. Við- gerðir og varahlutir eru gjald- skyld, en yfirferð og um það bil 50-90 stillingaratriði eru ó- keypis. Pantið Breytbílinn til ykkar strax í dag, svo að hægt sé að senda bílinn og sérfræðinga á vinnustað ykkar! VELTIR Hr. Suðurlandsbraut 16*Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.