Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNl 1976 23 Dönsku blöðin lý sa létti sínum vegna mála- loka í fiskveiðideilunni Frá Lars Olsen, fréttaritara Mbl. i Kaupmannahöfn. VIÐBRÖGÐ danskra blaða við friðsamlegum málalyktum í fisk- veiðideilu Breta og tslendinga bera fyrst og fremst vott um létti. Almennt hafa Danir óttazt þann möguleika, að Íslendingar kynnu að segja sig úr Atlantshafsbanda- laginu vegna deilunnar, og marg- ir hafa haldið fram þeirri skoðun, að ekkert gæti komið í stað is- lands í bandalaginu. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru skrif róttæka vinstri blaðsins í Holbæk-amti. Þessi skrif blaðs- ins eru sérstaklega eftirtektar- verð af því að venjulega lætur róttæki flokkurinn sig varnarmál- in ekki miklu varða, en blað þeirra í Holbæk segir svo: ,,í raun og veru var það NATO, sem varð sigurvegarinn í þorska- stríði Breta og íslendinga. Afstað- an til varnarbandalagsins skiptir Breta svo miklu, að þeir sáu þann kost vænstan að veita íslending- um óhjákvæmilegar tilslakanir. Nú er allt útlit fyrir, að friður ríki á Norður-Atlantshafi, alla vega til 1. desember, þegar samningurinn rennur út. Þá munu vonandi taka við alþjóðareglur. Reiði brezkra sjómanna er ofur skiljanleg, en á hinn bóginn var ástand, þar sem brezk flotavernd var forsenda fiskveiðanna, orðið óþolandi. Sú staðreynd, að deiluaðilar voru tvö NATO-ríki, auk þess sem íslendingar hótuðu því að loka varnarstöðinni, jók að sjálfsögðu enn á vandann, sem við var að eiga.“ Aðalmálgagn frjálslyndra, blað Friðriksborgar-amts, hefur sömu skoðun hvað viðkemur NATO, og segir að full ástæða sé til að þakka Norðmönnum fyrir að hafa haft frumkvæði um lausn málsins. „Loks tókst að binda enda á þorskastríð Breta og Islendinga, en meðan á því stóð ógnaði það margsinnis hinu vestræna varnar- bandalagi, sem bæði ríkin eru að- ilar að. Það var frumkvæði Norð- manna að þakka að loks tókust sættir — i bili — og ástæða er til að þakka Norðmönnum, og þó einkum og sér í lagi Knud Fryd- enlund utanríkisráðherra fyrir að hafa haft forgöngu um lausn málsins. Að deilunni lokinni er ástæðu- lítið að koma sökinni á annan hvorn deiluaðila, og meðal utan- aðkomandi aðila er líka ástæðulít- ið að slá þvi föstu að annar hvor aðilinn hafi unnið þorskastríðið. Við teljum, að ekki séu það ein- ungis báðir deiluaðilar, sem töp- uðu í deilunni, heldur einnig hin mörgu ríki, sem eiga við þau sam- vinnu og tengjast þeim með milli- ríkjasamningum. Mikilvægasti lærdómurinn, sem við getum öll lært af þessu máli, er sá, að þróunin krefst þess, að allir sýni aukinn sveigjanleika.“ Berlingske tidende, sem er út- breiddasta morgunblað í Dan- mörku, telur, að báðir aðilar eigi sökina: „Þorskastríðinu er lokið. Bretar segja, að árangur samningavið- ræðnanna i Osló sé sigur skyn- seminnar, en Islendingar tala um sigur. Báðar niðurstöðurnar eru réttar. Endalok þorskastriðsins komu ekki á óvart. Þótt samningstima- bilið sé aðeins eitt misseri, eru litlar horfur á nýju þorskastriði. íslendingar höfðu flest trompin á hendi, en höfðu þó ekki réttinn sín megin, svo framarlega sem hægt er að ræða um nokkurn rétt í þessu sambandi. Þorskastríðið var tilgangslaust vegna þess að málalyktir voru fyr- irsjáanlegar, og hefðu einnig átt að blasa við Bretum. En þorska- stríðið hefði einnig átt að vera tilgangslaust, séð af íslenzkum sjónarhóli, þvi að íslendingar hefðu átt að bíða eftir þróun mála enn um hríð. islendingar eru algjörlega háð- ir fiskveiðum, og það setti þeim þröngar skorður, en nú hafa þeir sett öðrpm þjóðum slæmt for- dæmi. Brezka stjórnin jók enn á það slæma fordæmi með því að slaka ekki til fyrr, eins og Anthony Crosland varð að gera i Framhald á bls. 26 Tónllst Á LISTAHÁ TÍÐ eftir JÓN ÁSGEIRSSON Flower Shower, sem ætti raunar að heita blómabað hér á íslandi, þó gott sé að hafa nöfn passandi fyrir erlendan mark- að er all ekki óáheyrilegt og á köflum skemmtilegt. Það væri fróðlegt að bera saman þessa uppfærzlu og þá fyrstu frá því Unnur Marfa Ingólfsdóttir. Fyrstu tónleik- ar listahátíðar Efmsskra: Atli Heimir Sveinsson Flower Shower Richard Wagner Forleikur úr Lohengrin Felix Mendelssohn Fiðlukonsert í e-moll Dimitri Sjostakovits Sinfónfa nr. 5 Einleikari: Unnur María Ingólfsdóttir um árið, svo meta mætti mis- mun þessara uppfærzlna. For- leikur Wagners að 3. þætti óperunnar Lohengrin er stuttur en áhrifamikill. Þarna má heyra annað mat á samsetningum tóna, en hjá Atla Heimi, semí efnisskrá segir; að ætlun hans hafi verið að „gera tónlist handan þekktra hugtaka um form, laglínu, riþma, lit, þróun og andstæður.“ For- leikurinn var þó nokkuð Stjórnandi: P.D. Freeman vel spilaður og hefur Paul Douglas Freeman skemm- tilega en nokkuð leikaralega framkomu og kann auðsjáan- tega vel til verka. Unnur María Ingólfsdóttir er efniieg- ur fiðluleikari . Þó henni tækist ekki að vinna stóran sigur að þessu sinni, er víst, að hún á eftir að láta heyra betur til sín seinna. Fiðlukonsert Mendeissohn er einn af allra Framhald á bls. 26 Að Viggo Kampmann látnum Viggo Kampmann tók við embætti forsætisráðherra Danmerkur að II. C. Hansen látnum, en hann andaðist í febrúar 1960. Myndin er tekin daginn eftir lát Ilansens. A mvndinni sjást Viggo Starcke, Viggo Kantpmann, sem var f jármálaráðherra og Jörgen Jörgensen, menntamálaráðherra. Daginn eftir að þessi mvnd var tekin var Kampmann formlega skipaður forsætisráðherra. unnið sér traust samstarfs- manna sinna og danskra kjós- enda. Viggo Kampmann var tæp- lega fimmtugur þegar hann varð forsætisráðherra, fæddur 21. janúar 1910 á Friðriksbergi. Hann missti kornjungur föður sinn og ólst hann upp að mestu hjá föðursystur sinni. Hann tók stúdentspróf og hóf háskóla- nám í hagfræði átján ára gam- all og lauk prófi sex árum síðar. Næstu árin vann hann að hag- fræðistörfum á vegum stjórnar- innar og f ýmsum stjórnskipuð- um nefndum og ávann sér fljótt mikið álit einkum sem sérfræð- ingur í skattamálum. Þegar Torkil Kristensen varð fjármálaráðherra árið 1945 kvaddi hann Kampmann sér til ráðuneytis og vann Kampmann við áætlanagerð á.ýmsum svið- um efnahagsmála um hríð. En vorið 1946 var stofnað embætti sérstaks hagfræðiráðunautar við þá deild fjármálaráðu- neytisins, sem annaðist um skattamál. Tók Viggo Kamp- mann við þessari stöðu og fékk mikinn orðstír fyrir. Kampmann varð ráðuneytis- stjóri í efnahagsmálaráðuneyt- inu árið 1947 og árið 1950 tók hann við stöðu fjármálaráð- herra og þótti til þess flestum hæfari. Sú stjórn, sem var und- ir forystu Hedtoft var skammlff og Kampmann vann sem banka- stjóri næstu þrjú ár eða þar til 1953 að hann varð á ný fjár- málaráðherra. Hann gegndi því starfi þar til hann tók við sem forsætisráðherra við vaxandi traust. Viggo Kampmann kallaði sjálfan sig talnamanninn. Hann kvaðst hafa leikið sér að tölum allt frá barnæsku, en aldrei orð- ið þræll þeirra. Landar hans höfðu á honum mikið dálæti og hafa kallað hann „vinsælasta fjármálaráðherra'* Danmerkur. Hann gegndi starfi forsætisráð- herra í rösk tvö og hálft ár og beitti sér þá meðal annars fyrir farsælli lausn handritamálsins eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á sinum tíma. Hann hafði einnig mikinn áhuga á landhelgismálum og þróun f þeim efnum. Kampmann kom nokkrum sinnum til íslands og eignaðist hér ágæta kunningja. Hann starfaði einnig á sviði Norður- landaráðs og þótti hvarvetna leggja gott til málanna. Honum var svo lýst að hann væri for- dómalaus, frjálslegur og al- þýðulegur og þótti hafa sérstak- lega skemmtilegt og næmt skopskyn. Þessir eiginleikar ásamt með prýðilegum forystu- hæfileikum, skarpri greind og alhliða þekkingu urðu til þess að hann var mikils metinn og það harmað þegar hann sagði af sér störfum forsætisráðherra vegna heilsubrests 1962, þá á bezta aldri. Eftir að hann hætti afskiptum af stjórnmálum fékkst hann töluvert við rit- störf og sendi frá sér nokkrar bækur. VIÐ FRAFALL II. C. Hansens árið 1960 þótti flestum eðlilegt að Viggo Kampmann t.æki við starfi hans. Hann hafði gegnt embætti f jármálaráðherra í nokkrum ríkisstjórnum og lát- ið mjög að sér kveða innan Jafnaðarmannaflokksins og á- Viggo Kampmann og Eva kona hans. Þau giftust ,árið 1942 og eignuðust þrjár dætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.