Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNI 1976 25 efnum, enda gerist þess ekki þörf, vil ég minna á þá stefnumörkun, sem forystumenn Sjálfstæðis- flokksins eiga öðrum fremur heið- urinn af, og upp var tekin fyrir 30 árum, þegar landgrunnslögin voru sett. í því sambandi vil ég aðeins nefna okkar mætu látnu forystumenn, Ölaf Thors og Bjarna Benediktsson. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að beita sér fyrir útfærslu i 200 mílur var tekin og framkvæmd á réttum tíma. Skýrsla fiskifræðinga renndi stoðum undir nauðsyn hennar og enginn vafi er á því, að útfærslan hefur þegar, með því samkomulagi sem tekizt hefur og þeirri baráttu, sem háð hefur ver- ið, haft stórkostlega þýðingu varð- andi verndun fiskstofna við land- ið. Þá er rétt að við undirstrikum, að þetta samkomulag sem við fögnum r.ú í dag, hefði ekki verið unnt að gera með svo hagstæðu efni, sem raun ber vitni, ef frammistaða landhelgisgæzlunn- ar og starfsmanna hennar hefði ekki verið með þeim ágætum, sem við öll þekkjum. Vegna þeirrar frammistöðu höfum við ekki þurft að taka við neinum nauðungarsamningum. Vegna þeirrar frammistöðu höfum við unnið þann sigur fyrir málstað Islands, sem raun ber vitni. inu, ef önnur ríki skipuðu okkur þar fyrir verkum. Lýðræðið gerir ráð fyrir því, að við menn sé rætt með rökum, á friðsamlegan hátt en ekki með fyrirskipunum. Þetta er þáttur Atlantshafsbanda- lagsins og þátttökuríkja þess gagnvart Bretum. Þessi þáttur hefur vafalaust ráðið miklu um stefnubreytingu Breta. Því ber að fagna, að við fórum ekki að ráðum ýmissa stjórnar- andstæðinga, sem kröfðust þess, að við einangruðum okkur, að við fórnuðum öryggi okkar og vörn- um fyrir fiskveiðihagsmuni okkar, eins og þeir vildu. Slíkar kröfur hafa valdið kvíða vegna þess að öryggi og varnir okkar tryggja sjálfsákvörðunarrétt okkar, tryggja sjálfstæði okkar. Sjálfsákvörðunarrétturinn er for- senda þess, að við höfum getað hafið og haldið áfram sókn okkar í landhelgismálinu, forsenda þess, að við höfum einhliða getað fært út fiskveiðilögsögu okkar án þess að spyrja um annað en hags- muni Islands. Við Sjálfstæðismenn höfum sagt: I fiskveiðideilunni þarf ekki og á ekki að velja á milli öryggis og varnarhagsmuna annars vegar og fiskveiðihagsmuna hins vegar. Við þurfum á hvorutveggja þessu að halda og hvorutveggja verður að tryggja. Þetta samkomulag og framganga okkar öll í landhelgis- Hallgrímssonar, forsætisráðherra élaganna í Reykjavík okkar á Hafréttarráðstefnunni. Við sláum vopnin úr höndum and- stæðinga okkar, sem vilja smeygja gerðardómsákvæði inn í Hafréttarsáttmálann þ.e.a.s. ef ágreiningur er um fiskveiði- réttindi, þá skuli gerðardómur skera úr um hann. Þetta vopn höfum við slegið úr höndum and- stæðinga okkar, með því að það liggur fyrir, að Island, sem var brautryðjandi útfærslu í 200 míl- ur við norðanvert Atlantshaf, hef- ur staðið þannig að framkvæmd útfærslunnar, að samkomulag hefur verið gert við allar þjóðir, sem gert hafa kröfur um fisk- veiðar f 200 mílunum, og aðrar þjóðir virða þær 200 mílur. Ég vil lika láta það koma fram, að það styrkir mjög stöðu Islendinga í alþjóðaviðskiptum og alþjóðasamskiptum, að hafa kom- ið friði á um útfærsluna i 200 mílur, áður en Hafrétjarráðstefn- unni lýkur. Það skapar okkur að ýmsu og flestu leyti sterkari samningsstöðu við aðrar þjóðir, því að við þurfum auðvitað að semja við aðrar þjóðir um marg- víslega hluti, það liggur í hlutarins eðli. Samskipti þjóða hljóta að vera svipuð og milli einstaklinga innan hvers lands, sem eiga margvísleg skipti sín á milli með samningum og vinsam- legum hætti. Frammistaða Landhelgisgæzlu Það er rétt á þessum merku og mikilvægu tímamótu, að við bein- um aðeins huganum að því, eins og sjávarútvegsráðherra reyndar gerði hverju og hverjum það er að þakka, hvað áunnist hefur. Og án þess, að ég vilji endurtaka of mik- ið af því, sem hann rakti í þeim Við hljótum einnig að þakka þróun hafréttarmála almennt þann sigur, er við fögnum. Sú þróun hefur mótast á all löngu timabili. Margar þjóðir og margir einstaklingar eiga þátt í henni, en við getum þvi fremur glaðst yfir þróuninni, að við höfum sjálfir. Islendingar átt þátt f að flýta henni með aðgerðum okkar á alþjóðavettvangi. Og þá vil ég einnig þakka þátt- töku okkar og málsmeðferð fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, í Norðurlandaráði og ekki sizt innan Atlantshafsbandalagsins þann árangur, sem við höfum náð. Það má e.t.v. segja, að kæru okkar fyrir öryggisráðinu hafi ekki i sjálfu sér borið áþreifanlegan árangur, en þær hafa vakið athygli á málstað okkar og verið lóð á vogarskálina málstað okkar til hagsbóta. Samþykkt Norður- landaráðs hafði heldur ekki úrslitaþýðingu eðli málsins sam- kvæmt vegna starfssviðs Norður- landaráðs, en engum vafa er bundið, að ályktun þess vakti athygli og gerði okkur stórkost- legt gagn. Þáttur Atlants- hafsbandalagsins Ég nefndi Atlantshafsbandalag- ið, og það er ástæða til að fara örfáum orðum um þátt þess i þessari deilu. Við höfum stundum verið óþolinmóð og ætlast til þess, að bandalagið taki afdrifaríkari ákvarðanir á þessu sviði, en kunngerðar hafa verið: Á sama tima höfum við ekki áttað okkur á því sem skyldi, að lýðræðið er stundum seinvirkt. Við vildu/n ekki vera í Atlantshafsbandalag- málinu hefur verið þannig, að i dag njótum við í senn öryggis og varnir, sjálfstæðis og sjálfs- ákvörðunarréttar og verndum fiskveiðihagsmuni okkar. Ég skal ekki tíunda þátt einstakra þátt- tökurikja Atlantshafsbanda- lagsins, en vil þó itreka það, að Norðmenn hafa staðið við hlið okkar sem ráðunautar, vinir og velgjörðarmenn, eins og raunar flest önnur þátttökuriki í Atlants- hafsbandalaginu, þótt samband við þau hafi verið mismunandi mikið. Og einkum og sér í lagi hafa þessi tengsl verið við Norðmenn og Bandaríkjamenn, Þjóðverja og nú að vissu marki siðustu mánuð- ina Frakka. En Norðmenn hafa hrein- skilningslega sagt: Auðvitað stöndum við með ykkur, vegna þess að við erum vinir ykkar og frændur, en við leynum ykkur þvi ekki heldur, að við gerum þetta i eiginhagsmunaskyni. Við berj- umst fyrir sameiginlegu takmarki í fiskveiðilögsögumálum og við höfum sameiginlegra hagsmuna að gæta i varnar- og öryggismál- um. Og það skulum við hafa hug- fast, Islendingar, að í samskiptum við aðrar þjóðir, tryggir engin ein þjóð hagsmuni sina án þess að hafa i huga sameiginlega hags- muni með örðum. Gott samstarf Nú þegar sótt er að ríkisstjórn- inni og stuðningsflokkum hennar vegna þessa samkomulags, þá er gott til þess að vita, að samstarfið milli stjórnarflokkanna í þessu máli hefur verið gott og þing- menn þeirra standa fast að baki rikisstjórninni. Ég hygg þess vegna, að það líði ekki á löngu og sé raunar þegar komið í ljós, að andstaða stjórnarandstæðinga muni koðna niður og verða að engu. Reynslan mun og sýna, að vel var ráðið, þegar gengið var frá því samkomulagi, sem nú er stað- reynd. Það er talað um stjórnarskrár- brot og vitnað í ákveðna grein stjórnarskrárinnar þar að lútandi, sem segir, að eigi megi gera samninga við önnur ríki, er hafi í för með sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi, nema sam- þykkt Alþingis komi til. Við skul- um láta það liggja milli hluta, hvort þetta er samningur um land eða landhelgi, þvi að greina má á milli landhelgi, sem er 4 mílur núna og við stefnum að, að verði 12 mílur að lokinni Hafréttarráð- stefnunni, og fiskveiðilögsögu, sem við höfum fært út í 200 milur. Við skulum líka sleppa þvi, hvort hér sé um afsal eða kvaðir að ræða. Miklu fremur felur þessi samningur í sér aukin réttindi en kvaðir. Látum þetta liggja á milli hluta. Það er enginn ágreiningur um það, að samningurinn verður lagður fyrir Alþingi, og það er rétt og sjálfsagt að gera það stjórnskipulega. Ágreiningurinn er eingöngu um það, hvenær það skuli gert, og það mál verður skoðað nánar. En það er til dæmis um veikan málstað stjórnarandstæðinga, að í raun og veru er þetta eina ástæðan, þessi formlega ástæða, sem þeir nú bera fyrir sig i umræðum manna á meðal. Mikilvægur ár- angur í tveimur málaflokkum Ég hef talað hér eins og aðrir um sigur I landhelgismálinu, en ég vonast til þess, að menn hafi ekki skilið mig svo, að ég ræddi um sigur yfir Bretum. Því að ég álit, að það sé rétt, sem Anthony Crosland, utanrikisráðherra Breta, sagði: Hér er um sigur skynseminnar að ræða. Ég held, að þetta verði ekki eingöngu sigur Breta i þeim skilningi, sem ég hef áður skýrt, að þeir hafi sigrast á sjálfum sér og gömlum og úrelt- um fordómum. Heldur og sigur Breta í þeim skilningi, að þegar til lengdar lætur, mun útfærsla þeirra sjálfra i 200 milur verða þeim langtum ábatameiri heldur en áframhaldandi rányrkja þeirra á íslandsmiðum. En það er svo með sigur, að hann vinnst sjaldan í eitt skipti fyrir öll. Verkefni okkar núna er að vernda ávexti sigursins, vernda og nýta sigurinn sjálfan. Það er enginn vafi á því, að þetta samkomulag, sem gert hefur ver- ið styrkir ísland út á við og Is- lendinga inn á við. Það styrkir okkur ekki eingöngu í skynsam- legri hagnýtingu fiskstofnana við landið, þeirrar auðlindar, sem líf Islendinga hefur löngum byggst á. Það mun styrkja okkur i barátt- unni við önnur vandamál, sem við er að glíma. Ég gat þess í upphafi, að við Sjálfstæðismenn hefðum sett okk- ur þrjú markmið i siðustu kosningarbaráttu, að tryggja öryggi og varnir landsins, færa fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur og treysta efnahag landsins. Mikilvægur árangur hefur náðzt í tveimur fyrstnefndu mála- flokkunum, og það mun styrkja okkur i þvi mikla verki, sem nú verður að snúa sér að af öllu afli, að tryggja efnahag landsins. Við skulum ganga með sigur af hólmi í þeirri baráttu sem hinum fyrri. Ný mynd um ísl. hestinn á skjánum FÁKAR nefnist 54 minútna löng mvnd, sem íslenzka sjónvarpið hefur látið gera um íslenzka hest- inn. Myndin verður frumsýnd á hvitasunnudag að loknum frétt- um, klukkan 20.20. Unnið hefur verið að gerð myndarinnar frá árinu 1970 og hefur Þrándur Thoroddsen stýrt töku hennar að mestu leyti en í fyrstu var unnið að gerð myndarinnar undir stjórn Magnúsar Bjarnfreðssonar. I myndini Fákum er leitazt við að sýna notkun íslenzka hestsins í dag ásamt fvafi af gömlum heimildum um notkun hestsins. Mynd þessi er tekin í litum og hefur Sjónvarpið látið gera sér- staka stytta útgáfu fyrir erlendan markað, og verður hún m.a. sýnd á alþjóðlegri sjónvarpsmynda- sýningu i Stokkhólmi í sumar. Unglingasveit TR teflir við Austfirðinga UM HVlTASUNNUNA, 5.-7. júní, fer 18 manna unglingasveit frá Taflfélagi Reykjavíkur austur til Egilsstaða til keppni við Skák- samband Austurlands. Unglingasveitin hefur verið valin og verða í henni meðal ann- arra 5 landsliðsmenn, þar á með- al Helgi Ólafsson, skákmeistari Reykjavikur, Margeir Pétursson og Ómar Jónsson og fleiri. Mun sveitin tefla fjöltefli á ýmsum stöðum austanlands, m.a. á Egils- stöðum, Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði. Fjölteflin munu fara fram 6. júni. Hraðskákkeppni milli Skáksam- bands Austurlands og T.R. fer fram á Egilsstöðum 5. júní, en aðalkeppnin verður síðan á Reyð- arfirði mánudaginn 7. júní. íhugar að senda mann til Spánar FÍKNIEFNADÓMSTÓLLINN hefur nú til athugunar að senda einhvern starfsmanna sinna til Spánar til að verða viðstaddan yfirheyrslur yfir ungmennunum tveimur, sem sitja þar f fangelsi vegna fikniefnasmygls. Eins og kom fram I fréttum, átti að smygla hassinu til íslands og er því Fíkniefnadómstóllinn einnig með málið til meðferðar. Ásgeir Friðjónsson fikniefna- dómari sagði Mbl. i gær, að ákvörðun yrði tekin um það á næstunni hvort maður yrði sendur utan. Guðmundur í 3. sæti Havana 4. júní. Reuter. GUÐMUNDUR Sigurjónsson er nú i 3. sæti á Capablancaskákmót- inu á Kúbu eftir 13 umferðir með 7V4 vinning. Jafnir og efstir eru Sovétmennirnir Gulko og Razuvaev með 8 vinninga. Beliavski frá Sovétríkjunum og Peev frá Búlgariu eru með 7 vinn- inga og Ulf Anderson frá Sviþjóð með 6V4 vinning. I fréttaske.vtinu kom ekki fram við hvern Guð- mundur tefldi i 13. umferð né hverjir aðrir tefldu saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.