Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. JUNI 1976 Bjarni Jónsson og Þóra Árnadóttir: Nokkrar dagsetn- ingar úr réttarsögu landsins UNDANFARIÐ hafa orðið nokkrar umræður um dómsmál á íslandi og sýnist sumum, að þar sé pottur brotinn. Finnst mönn- um, að mörg mál drafiist úr hófi fram hjá dómstólum ofi er ýmsum fietum að því leitt hvað valdi. Nú er það aufiljóst, að rannsókn yfirfiripsmikilla filæpamála, sem teygja anga sína víða, getur verið tímafrek ef réttlætið á að ná fram að ganfia. Hitt er jafn augljóst mál, að það er ekkert réttlæti að láta einföld mál, sem ligfija í aug- um uppi, veltast fyrir dómstólum árum saman að þarflausu. Nú er það háttur málflytjenda, sem enga efnisvörn hafa í máli, að reyna að flækja það með forms- atriðum og taka frest á frest ofan að óþörfu í þeirri von að hinn aðilinn þreytist á þófinu. Það er dómarans að setja skorður við slfku málþófi. Geri hann það ekki bregst hann réttlætinu. Með nokkrum dagsetningum viljum víð rekja hér gang eins máls. Á árunum 1964 ofi 1965 byggð- um við hús nr. 8 við Gnitanes. V'ar þá í gildi skipulafisuppdráttur af hverfinu, sem samþykktur hafði verið 18. febrúar 1959 og var það fyrsta húsið, sem bygfit var við þá götu. 1970 var reist hús á næstu lóð fyrir sunnan, nr. 10 við Gnitanes. Kom þá í Ijós, að nýtt skipulag hafði verið samþykkt fyrir götuna þ. 25. janúar 1967, en mjög hafði sú samþykkt farið hljótt. Leyfi fyrir þessari byggingu var veitt af byggingarnefnd Reykjavíkur þ. 14. maí 1970. Þegar þetta mannvirki hafði verið steypt upp, kom í Ijós að ekki hafði þar verið farið eftir byfigingarsamþykkt Reykjavíkur eða skipulagsuppdrætti fyrir hverfið og skilmálum skráðum á hann. Leituðum við álits húsa- meistarans, sem teiknað hafði hús okkar og fannst honum að ekki hefði verið farið að réttum regl- um við byggingu bílskúrsins að Gnitanesi 10. OG NU upphófst MÁLIÐ. 1) 15. okt. 1970 skrifar húsa- meistarinn bréf til byggingarfulltrúans í Reykjavík, benti á annmarka á byggingu og staðsetningu bílskúrsins og fór þess á leit, að byggingarleyfi fyrir skúrnum yrði numið úr gildi. Ljósrit af þessu bréfi var sent borgarstjóra. 2) 5. nóv. 1970 skrifar byggingar- fulltrúi borgarstjóra bréf út af tilmælum arkitektsins og sendi borgarstjóri ljósrit af því bréfi til okkar. 3) 21. jan. 1971 staðfestum við kröfur okkar vegna bílskúrs- byggingar að Gnitanesi 10 í bréfi til borgarstjóra og hafði þá annað okkar (B.J.) átt tal við hann um málið. Urðu þau viðtöl fleiri og voru staðfest í bréfum til hans dags. 20. febr. 1971 og25. maí 1971. 4) 2. márs 1971 skrifar Páll Lin- dal, formaður byggingar- nefndar Reykjavíkur, borgarstjóra bréf með um- sögn um fyrrgreind bréf okkar. 5) 16. mars 1971 sendir Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri, borgarstjóra minnisblað út af nefndum bréfum. 6) 11. júní 1971 er kæra okkar send byggingarnefnd. Þá er hringurinn lokaður. Þeir sem standa að meintu broti eru beðnir um úrskurð í málinu. Er þá í raun verið að skipa ákærða dómara í sjálfs sín sök. Það þykir fleirum en okkur lítið réttlæti í því, að hver da'mi i eigin máli. Ingi- mundur Sveinsson, húsa- meistari skúrsins, sagði í við- tali við Þjóðviljann þ. 11. febr. 1976: ,,Þá er þess að geta, að ekki er talið rétt, að menn dæmi í eigin málum." Munu margir ef ekki flest- ir, vera sama sinnis. 7) 6. ágúst 1971 tilkynnir Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri borgarstjóra, okkur í bréfi að byggingarnefnd hafni mála- leitan okkar og staðfesti sem álit sitt bréf borgarlögmanns, Páls Líndals, dags. 2. mars 1971, nema að síðasta máls- grein falli níður. Upphaf á þessari síðustu málsgrein, sem niður var felld, hljóðar svo: ,,A það má þó fallast með bréfritara, að æskilegt væri að bifreiðageymslan yrði stytt um 3 m....“ Um leið sendir Jón G. Tómasson okkur ljósrit af greinargerð skipulagsstjóra Reykjavíkur, Aðalsteins Riehters, dags. 18. júní 1971 og bréfi Páls Líndals dags. 2. Bílskúr við Gnitanes mars 1971, þar sem síðasta málsgrein er felld niður. 8) 15. okt. 1971, athugasemdir okkar við greinargerð skipu- lagsstjóra Reykjavíkur og við úrskurð byggingarnefndar sendar borgarstjóra. Á skípulagsuppdrætti frá 1959 voru 5 lóðarskikar fyrir bílskúra austan megin göt- unnar og voru þeir seldir með byggingarlóðunum. A deiliskipulagi frá 1967 voru þessir skikar þurrkaðir út og teknir af lóðareigendum að þremur þeirra forspurðum. Enn hafði götustúfurinn framan við hús nr. 10 verið lagður við þá lóð, en ekki hafði sú breyting verið gerð á gatnateikningu. Laugardag- inn 25. sept. 1971 var hafist handa að grafa upp götuna framan við Gnitanes 10. Mánudaginn 27. sept. átti ég simtal við gatnamálastjóra og sagði honum frá þessum framkvæmdum. Að athuguðu máli sagði hann, að ekki hefði verið breytt teikningu af Gnitanesi og væri lóðar- eigandi eða hver annar óheimildarmaður að því að grafa upp götur borgarinnar. Ennfremur talaði ég við Jón G. Tómason, skrifstofustjóra, sem svaraði mér í fjarveru borgarstjóra. Sagði hann að gatan hefði ekki verið lögð við lóðina nr. 10 og væri allt rask á þessum götuhluta óheimilt nema með sérstöku leyti borgaryfirvalda. Um hádegi sama dag komu svo menn frá borginni og færðu götuna aftur í fyrra horf. 9) 19. okt. 1971 sendir Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri, okkur tillöguuppdrætti Ingi- mundar Sveinssonar, arki- tekts, af hugsanlegri breyt- íngu á bílskúr við Gnitanes 10. Voru þær tillögur ómerki- legar, en það er athyglisvert, að húsameistari skúrsins skyldi koma á framfæri breytingartillögum við 16) 18. jan. 1972 skrifum við athugasemdir við minnisblöð skipulagsstjóra rikisins og afhendum ráðherra þær. 17) 18. jan. 1972 skrifum við bréf til borgarverkfræðings, Gústafs E. Pálssonar, út af skipulagsuppdrætti af Skildinganesi, sem um þær mundir var auglýstur til athugunar fyrir hlutaðeig- endur í skrifstofu hans. Þar segir m.a.: „Hvað viðvikur Gnitanesi sýnist mér þessi nýi upp- dráttur vera öldungis eins og sá sem samþykktur var 18.2. 1959. Hins vegar stangast hann í veigamiklum atriðum á við deiliskipulagsuppdrátt frá 1967.“ Ennfremur: „Nú hafa tvö hús verið byggð við Gnitanes, en ekki er grunnflötur þeirra teiknaður á þennan nýja uppdrátt. Byggingarreitir við Gnita- nes eru á þessum nýja upp- kvæmt þessari grein hljóti hús og bifreiðageymsla að vera sambyggð. Er það og skilningur dr. Jakobs. Hann segir: „Mér virðist auðsætt að orðin „við hús eða fram úr því“ hljöti að merkja að geymslan sé áföst við húsið, annaðhvort til hliðar eða fram úr því, enda er því bætt við i greininni, að slík skipun skuli sýnd á mæliblaðinu, og þar virðast allar bifreiða- geymslur vera teiknaðar í húsunum eða áfastar við þau.“ 19) 27. júlí 1972 sendir félags- málaráðuneytið byggingar- nefnd Reykjavíkur kærubréf Bjarna Jónssonar, dags. 5. nóv. 1971, til umsagnar svo og síðari bréf kæranda til ráðuneytisins um sama efni. 20) 16. ágúst 1972 kveður félags- málaráðherra upp úrskurð og fellir úr gildi byggingarleyfi hússins Gnitaness 10 að því byggingu, sem hann og byggingarnefnd höfðu fram að þessu kaldhamrað að væri að réttum reglum. 10) 23. okt. 1971 óskum við f bréfi til Jóns G. Tómassonar eftir endanlegum úrskurði eins fljótt og verða má. 11) 5. núv. 1971 tjáir borgarstjóri okkur í bréfi, að ekki verði frekar úrskurðað um þetta mál nema að við skjótum því til félagsmálaráðherra. 12) 5. nóv. 1971 skjótum við málinu til félagsmálaráð- herra, Hannibals Valdimars- sonar, með bréfi afhentu honum samdægurs. 13) 16. nóv. 1971 seridum við félagsmálaráðherra greinar- gerð um málið. 14) 16. nóv. 1971 er borgarstjóra tilkynnt, að við höfum skotið málinu til félagsmálaráð- herra. 15) 9. des. og 13. des. 1971 skrifar skipulagsstjóri ríkisins minnisblöð til félagsmála- ráðuneytisins, að beiðni ráð- herra. drætti allt annan veg og miklu minni en þeir, sem markaðir eru á deiliskipu- lagsuppdrátt frá 1967. Sýnist hér vera um tvo ólíka skipulagsuppdrætti að ræða. Vil ég beina þeirri spurningu til yðar, hr. borgarverkfræðingur — og æskja svars við henni — hvor uppdrátturinn á að vera í gildi, því augljóslega geta þeir ekki verið það báðir.“ 18) 20. mars 1972, bréf frá dr. Jakob Benediktssyni, orða- bókarritstjóra. I skilmálum skráðum á skipulagsuppdrátt 1967 fyrir Skildinganes segir í 4. gr.: „Bifreiðageymsla skal að jafnaði vera í húsinu. Leyfi- legt er þó að staðsetja hana við hús eða fram úr því, þar sem svo er sýnt á mæliblaði." Byggingarnefnd „túlkaði“ þetta ákvæði svo, að bílskúr mætti vera einhvers staðar í nágrenni hússins. Hverjum manni læsum á íslenskt mál er ljóst, að sam- er varðar bifreiðageymslu við húsið. „Breytingum þessum skal lokið innan sex mánaða frá dagsetningu þessa úrskurðar að telja. sign. Hannibal Valdimars- son sign. Hallgrímur Dalberg.“ Fyrr í úrskurðinum segir: „I bréfi ráðuneytisiris var tekið fram, að þess væri vænzt, að byggingarnefndin tæki mál þetta fyrir á fundi sfnum þann dag, þ.e. 27. f.m„ og afgreiddi umsögn sína um málið á þarnæsta fundi sin- um eftir hálfan mánuð og sendi hana ráðuneytinu. Byggingarnefnd hefur ekki orðið við þessari beiðni ráðu- neytisins og verður því málið tekið til úrskurðar án þess að ráðuneytinu hafi borizt hin umbeðna umsögn nefndar- innar.“ 21) 16. ágúst 1972 sendir félags- málaráðuneytið úrskurðinn til byggingarnefndar Reykja- vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.