Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚNI 1976 JMtotgntilifiifeUt Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Ríkisstjórnin á tímamótum egar núverandi ríkis- stjórn Sjálfstaeðisflokks og Framsóknarflokks tók við völd- um haustið 1 974, setti hún sér þrjú megin markmið. í fyrsta lagi að tryggja öryggi og varnir landsins, í öðru lagi að færa fiskveiðilögsögu Islands út í 200 sjómílur og afla víður- kenningar annarra ríkja á þeirri lögsögu og í þriðja lagi að koma efnahagslífi þjóðarinnar á traustan grundvöll á ný, en stjórn efnahagsmála fór ger- samlega úr böndum I tíð vinstri stjórnarinnar og hefur reynzt býsna erfitt að koma þeim í réttan farveg á ný Senn er kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar hálfnað og er fróðlegt að athuga þann árangur, sem hún hefur náð á þessum tæpum tveimur árum, í framkvæmd þessara þriggja höfuð stefnumála Þegar á fyrstu starfsmánuðum ríkis- stjórnarinnar haustið 1974, náði hún því markmiði að tryggja öryggi og varnir lands- ins með sérstöku samkomu- lagi, sem gert var við Banda- ríkjastjórn. Þar með var eytt þeirri miklu óvissu, sem ríkt hafði um frambúðarskipan öryggismála þjóðarinnar í rúm- lega þrjú ár eða frá þvi, að vinstri stjórnin tók við völdum á miðju sumri 1971 og lýsti yfir því, að hún hygðist gera ráð- stafanir til að varnarstöðinni í Keflavík yrði lokað. Sú ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að tryggja varnir landsins áfram með varnarsamningi við Bandaríkin var í fullu samræmi við úrslit þingkosninganna og undir- skriftasöfnun Varins lands, er um 55 þúsund íslendingar rit- uðu undir áskorun þess efnis, að varnir landsins yrðu áfram tryggðar. Nú u.þ.b. einu og hálfu ári eftir, að ríkisstjórnin kom í framkvæmd þessu helzta stefnumáli sínu hefur henni tekizt að tryggja framgang annars helzta markmiðsins. Fiskveiðilögsaga íslendinga var færð út í 200 sjómílur hinn 1 5. október 1975 og hinn 1. júni sl tókst með samningum að afla viðurkenningar Breta á 200 mílna fiskveiðilögsögunni. Nú er svo komið, að íslend- ingar hafa náð fullri stjórn á öllum fiskveiðum innan 200 mílna markanna. Þær erlendar þjóðir, sem enn halda uppi fisk- veiðum á þessu hafsvæði gera það allar samkvæmt samningum við íslenzk stjórn- völd og aflamagn erlendra þjóða á íslandsmiðum hefur verið stórlega skert og raunar svo mjög, að á þessu ári munu fiskiskip útlendinga aðeins veiða hér um 55 þúsund tonn af þorski. Af þessu má Ijóst vera að ríkisstjórninni hefur tekizt að hrinda í framkvæmd tveimur helztu stefnumálum sínum og þeim sem mestu varða um sjálfstæði og framtíðarhag þjóðarinnar, öryggismálum og landhelgismálum. Þetta eitt út af fyrir sig er geysilegur ávinningur og ætti að duga til þess að halda nafni þessarar ríkisstjórnar á lofti þegar fram í sækir. Þessi árangur, sem Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur hafa sameigin- lega náð, með sameinuðu átaki, við afar erfiðar aðstæður, gerir það að verkum, að stjórn- arsamstarfið hlýtur að styrkjast mjög og flokkarnir tveir, sem að ríkisstjórninni standa, verða betur i stakkinn búnir til þess að takast nú af fullum krafti á við þriðja megin markmið nú- verandi ríkisstjórnar, sem er að koma efnahagslifi þjóðarinnar á réttan kjöl. í þeim efnum hefur vissu- lega verið við ramman reip að draga. Ríkisstjórnin tók við rúmlega 50% verðbólgu á árs- grundvelli. Flún hefur átt við margvíslega erfiðleika að etja og hún hefur orðið að gripa til margra óvinsælla ráðstafana i efnahagsmálum. Á fyrsta heila starfsári sínu, árinu 1975, tókst henni að hægja mjög verulega á hraða verðbólg- unnar og á þessu ári er gert ráð fyrir, að verðbólguaukningin muni nema um 25% eða verða helmingi minni en hún var þegar ríkisstjórnin tók við völd- um. Hér er því um ótviræðan árangur að ráeða. Þegar litið er til baka er því Ijóst, að ríkisstjórninni hefur í tveimur meginmálum tekizt að ná merkum árangri og full ástæða er til að ætla, að áður en starfstíma hennar lýkur muni henni einnig hafa auðnazt að ná verulegum árangri við framkvæmd þriðja megin stefnumáls síns. Þegar á þetta er litið hljóta allir stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að fagna þeim árangri, sem náðst hefur. Ríkis- stjórin sjálf stendur á nokkrum tímamótum. Hun hefur átt við mótbyr að etja það sem af er, en hún mun hafa meðbyr á næstu misserum. Verndum og nýtum sigurinn sjálfan HÉR fer á eftir ræða sú, sem Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra flutti á almennum fundi Sjálf- stæðisfélaganna f Reykja- vík í fyrra kvöld. Fundarstjóri, ágætu fundar- menn. I upphafi máls míns, vil ég rifja það upp, að við síðustu kosningar höfðu Sjálfstæðismenn fyrst og fremst þrjú markmið á stefnu- skrá sinni. Hið fyrsta var, að tryggja öryggi og varnir landsins. Hið annað var að færa fiskveiði- lögsögu tslands út í 200 mílur og í þriðja lagi var það á stefnuskrá okkar að koma öruggum grund- velli undir efnahagslíf lands- manna. Segja má, að þegar á fyrstu starfsmánuðum rikisstjórnarinn- ar hafi verið unnið að öryggis og varnarmálum og árangri í þeim efnum náð. Þá þegar var undir- búningur hafinn að útfærslunni í 200 mílur og reglugerð þar um útgefin 15. júlí á s.l. ári, er gekk i gildi þann 15. október s.l. Varð- andi þá ákvörðun var aldrei neinn vafi á því, að við mundum lenda í útistöðum við aðrar þjóðir. Það var sömuleiðis ávallt stefna okkar Sjálfstæðismanna að leysa slikar deilur, ef mögulegt væri, með friðsamlegum hætti, með sam- komulagi við aðrar þjóðir, ef kost- ur yrði með sæmandi kjörum. Ég orðaði það svo við útfærsluna: Annað hvort semjum við til sigurs eða við berjumst til sigurs. Og við höfum gert hvorutveggja. Nú standa svo sakir, að við höfum náð samkomulagi við allar þær þjóðir, sem veiða innan 200 mílnanna, og aðrar þjóðir virða útfærsluna í reynd. Tvö hundruð mílurnar við ísland eru stað- reynd. Viðhorf Breta könnuð Á landhelgisnefndarfundi 12. maí s.l., þegar síðasta fundi Haf- réttarráðstefnunnar var lokið, vakti ég máls á því, að ástæða væri til að kanna, hvort afstaða Breta hefði breytzt. Eg þarf ekki að rekja hér allar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að ná samkomulagi við Breta og ég ætla mér ekki heldur að rekja baráttuna við Breta á hafinu. En á þessu stigi málsins, er enn hafði tekist að ná þeim árangri i upp- kasti að hafréttarsáttmála, að vernda einhliða rétt strandríkis til þess að nýta 200 mílurnar, þá þótti ástæða til að vita, hvort Bretar litu ekki raunsærri augum á deiluefnið milli þjóðanna heldur en áður hafði verið. Land- helgisnefndarmenn voru allir, hvar í flokki sem þeir stóðu, ann- að hvort beinlfnis með berum orð- um eða þögninni samþykkir því, að slík könnun færi fram. Þessi könnun leiddi í Ijós breytt viðhorf andstæðings okkar, Breta, og var upphaf þess, að samningsgrund- völlur skapaðist og að lokum þeir samningar, sem nú hafa séð dagsins ljós. Hver er ávinn- ingurinn? Hver er ávinningurinn af þessu samkomulagi? t fyrsta lagi er það ótvíræð viðurkenning Breta á út- færslunni i 200 mílur. Stjórnar- andstaðan dregur i efa, að um hreina og beina viðurkenningu sé að ræða. Ég þarf út af fyrir sig engum orðum að bæta við það, sem sjávarútvegsráðherra sagði um þetta efni í ræðu sinni, í stað þess að Bretar töldu sig vera að frjálsum fiskveiðum á úthafinu, játast þeir nú undir að veiða ekki á þessu sama svæði, nema með leyfi okkar. I stað þess að Bretar skirskotuðu til sögulegs réttar sins til að veiða hér við land, þá skuldbinda þeir sig nú til að veiða ekki hér við land nema sam- kvæmt samkomulagi við íslenzku ríkisstjórnina. Ötvíræðari viður- kenningu er ekki hægt að fá. Af þessu leiðir að við eigum ekki aftur yfir höfði okkar, eins og þrisvar áður, að herskip sigli inn i eigin fiskveiðilögsögu okkar til þess að stofna lífi og limum manna í hættu. Andstæðingarnir segja, að þess- ir samningar séu óþarfir, vegna þess að sigurinn hafi legið á borð- inu. Vist horfa málin vel við á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og við væntum þess, að séð verði fyrir endann á henni, þegar næsta fundi lýkur, 17. september n.k. En samt sem áður verður samkomulagið aldrei undirritað, þótt eins vel gangi eins og hugsanlegt er, fyrr en um eða eftir næstu áramót. Samning- ur til sex mánaða getur því engu spillt að þessu leyti, þvert á móti tryggir hann stöðu okkar þennan tíma. Mótsögn í mál- flutningi andstæðinga Andstæðingarnir segja i senn, að samningar séu óþarfir vegna þess að allt liggi á borðinu og gagnrýna hins vegar samninginn fyrir það, að ekki sé nógu tryggi- lega gengið frá málum við lok samningstímans. Slfk mótsögn dæmir málflutninginn út af fyrir sig. Andstæðingarnir reyna að tor- tryggja, hvað muni taka við eftir 6 mánuði og segja, þegar þeir hrekjast úr því vigi, að hér sé ekki um beina viðurkenningu að ræða, að það hafi þó ekki fengist fram, að Bretar afsali sér þvi að óska eftir fiskveiðiréttindum innan 200 mílnanna að samnings- tímanum loknum. En hvernig í ósköpunum getum við ætlast til þess að Bretar afsali sér því að bera slíka ósk fram? Við viljum ekkj einu sinni sjálfir afsala okk- ur þvf, að bera fram ósk um að fá að veiða innan þeirra 200 mílna fiskveiðilögsögu, þegar hún geng- ur í gildi á næstunni. Við höfum þar hagsmuna að gæta og við vilj- um á þeim tima taka afstöðu til fiskveiðiréttinda okkar annars staðar og fiskveiðiréttinda ann- arra þjóða hjá okkur eftir þvi sem hagsmunir íslands bjóða. Það er sú eina viðmiðun, sem við munum hafa að þessum samningstíma loknum, og þessi samningur tryggir okkur rétt til þess að taka ákvörðun, er byggist eingöngu á þvi, hvernig við metum okkar hagsmuni. Bókun 6 og sá ágreiningur varð- andi hana, sem hér hefur verið skýrður, er nefndur til dæmis af andstæðingunum sem annmarki á þessum samningi, og undir það get ég út af fyrir sig tekið. En í augum manna eins og Lúðvíks Jósepssonar, sem hingað til hafa viljað gera afskaplega litið úr gildi bókunar 6 fyrir okkur, getur þetta ekki verið annmarki. Við hin, sem teljum bókun 6 hafa verulegt gildi fyrir Island og Is- lendinga til þess að afla afurðum okkar aukinna og betri markaða, bendum hins vegar á, að við get- um aldrei verið annað en betur sett eftir 6 mánuði en nú þegar bókun 6 er ekki i gildi. Samningurinn segir, að hún taki gildi, komist í framkvæmd, og það er erfiðara að hætta framkvæmd- inni en koma henni á. Hættunni bægt frá Það er ekkert launungarmál, að einn helzti ávinningur þessa samnings í mínum huga er að hættunni er bægt frá á íslands- miðum. Ég held, að það séu engar ýkjur, að mörgum okkar hafi ver- ið þannig innanbrjósts við upphaf hvers fréttatíma útvarps, að okk- ur datt í hug, að vofeifilegar, sorg- legar fréttir gætu verið þjóðinni Ræða Geirs fluttar. Við skulum ekki gleyma því, að það er fyrsta og helzta skylda stjórnvalda og samfélags- ins i heild að tryggja líf og limi þjóðfélagsþegnanna. Og ég er ekki feiminn við að viðurkenna, að þetta er ein helzta ákvörðunar- ástæðan fyrir því, að ég tel, að samkomulag sé farsælasta lausn þessarar deilu. Það eru að vísi' til menn, sem betur fer sárafáir, sem hafa eins og óvita börn sagt, að við skyldum grípa til byssunnar I þeirri von, að stóri strákurinn grípi ekki líka til hennar. Við höfum heyrt ályktanir, sem mæla gegn friðsamlegu samkomulagi frá samtökum, sem skreyta sig með nafni eins og Menningar- og friðarsamtök íslenzkra kvenna. Slík samtök og slíkar ályktanir eru ómerkar og til óvirðingar bæði fyrir kvenþjóðina, friðinn og menninguna. Þá er það ekki óverulegur ávinningur við þetta samkomu- lag, að dregið er stórlega úr afla brezkra togara hér við Iand. Það er sama, hvort við berum saman aflamagn Breta með samningum á síðasta ári eða aflamagn Breta undir herskipavernd, bæði eins og unnt er að gera sér grein fyrir því undanfarið og hvað verða mundi f þeim efnum á næstu 6 mánuðum. Hér er um stórfelldan samdrátt að ræða, samkvæmt þessu samkomulagi. Hér er um stórkostlegan, fjárhagslegan ávinning fyrir fslenzkan þjóðar- búskap að ræða. Og þá er það ekki síður ávinningur að tryggja það, að friðunarsvæðin verða virt og stjórnun veiða við Island er f okkar höndum. Það er á okkar ábyrgð og okkar valdi að vernda fiskstofnana við fsland. Engum vafa er heldur bundið, að með þessum samningum styrkjum við okkur í lokasókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.