Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 35
— Afmæli Þórður . . . Framhald af bls. 19 Hann hefur verið mjög traustur og ábyggilegur rafverktaki, sem sést m.a. á því að mörg fyrirtæki hafa skipt við hann árum eða jafnvel áratugum saman. Þetta allt hefur leitt tíl þess að Þórður hefur oftast verið með eitt af stærstu rafverktakafyrirtækjum landsins. Þórður hefur verið lánsamur á fleiri sviðum en hvað atvinnu- rekstur snertir. Hann á ágæta konu, Ingibjörgu Jónsdóttur. sem hefur búið honum bráðmyndar- legt heimili og þau hafa átt barna- láni að fagna, eiga tvö uppkomin börn. Elisabetu menntaskóla- kennara og Örlyg, lögfræðing og rafvirkja, er starfar nú sem fram- kvæmdastjóri hjá Samb. ísl. raf- veitna. En þrátt fyrir mikil umsvif i atvinnurekstri hefur Þórður gefið sér tíma til ýmissa annarra hluta. Hann hefur gerzt víðreistur er- lendis og flestar beztu laxveiðiár landsins hefur hann sótt heim. Þeir munu vera ótaldir laxarnir er hann hefur dregið á land. Hann hefir verið mikill skóg- ræktarmaður, eins og sést bezt á svæðinu við Hafravatn, ér hann ásamt bróður sinum hefur ræktað upp. Þá eru ótaiin félagsmálin. til- efni þessarar afmæliskveðju er einmitt að þakka honum öll þau störf, er hann hefur unnið f.vrir rafverktakasamtökin. Hann sat i stjórn og varastjórn Lands- sambands fsl. rafverktaka yfir 20 ár, lengi sem gjaldkeri. Einnig hefur hann gegnt mörgum öðrum trúnaðarstörfum, bæði íyrir F.L.R.K. og L.Í.R. Um fjölda ára hefur hann verið fulltrúi F.L.R.R. á aðalfundum Vinnuveitendasam- bands íslands. Þá mun hann hafa verið í stjórn Rafvirkjadeildar- innar h.f. frá upphafi. Eg vil færa Þórði beztu kveðjui og þakkir Rafverktakasamtak anna, fyrir öll hans störf í þeirrs þágu. Eg sjálfur vil þakka Þörði góða viðkynningu, ég hef ósjaldan leitað ráða hjá honum, þegar vandleyst mál hafa komið upp í félagsmálunum. Þá hefur verið gott að koma til hans og ræða málin yfir kaffibolla hjá honum og Ingibjörgu konu hans. Eg býst ekki við að Þórður færi mér neinar þakkir fyrir að hlaupa í blöðin með þessa kveðju, en það verður þá að hafa það. Vonandi fyrirgefur hann það, þótt sfðar verði Eg veit það verða margir er vilja taka í hönd Þórði í dag, og óska honum gæfu og gengis. Við hjónin sendum þér, Þórður, og þinni konu okkar beztu árnað- aróskir á þessum merku timamót- um ævi þinnar. Gunnar Guðniundsson. noiei » Akranes Rabsodía II. í hvítasunnu Opið til kl. 1. ALLAR VEITINGAR. Fjörið verður á hótelinu í kvöld AUGI.ÝSINGAS1M1NN ER: 22480 JtUrgunblatiU) MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNl 1976 35 Tónabær Tónabær JlEXICD leikur í Tónabæ 2. í hvítasunnu ARMANN INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR í KVÖLD HG-KVARTETTINN LEIKUR SÖNGK. MATTÝ JÓHANNS Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 7. Sími 12826. GÖMLU DANSARNIR II. Hvítasunnudag kl. 9 Söngvari Gunnar Páll. BINGÓ II Hvítasunnudag kl. 3. TJARNARBÚÐ Hljómsveitin Eik leikur annan í hvítasunnu frá kl. 9 — 1. Aldurstakmark 20 ár. Munið nafnskirteinin. Paradís Annan í hvítasunnu LEiKHusKjniLnRinn leika fyrir dansi til kl. 11.30 Borðapantanir i sima 19636. Kvöldverður frá kl. 18. Spariklæðnaður áskilinn 18936 SIMI Frumsynir 2 i Hvitasunnu Stórmyndina Funny lady Afarskemmtileg heimsfræg amerísk stórmynd í litum og Cinema Scope. Með úrvalsleikurun- um: _ , Barbara Streisand, Omar Sharif, James Caan Sýnd kl. 6 og 9 Ath breyttan sýningatíma Austurbæjarbíó Frumsýnir: NJÓSNARINN ÓDREPANDI Jean-Paul Belmondo — Jacqueline Bisset fslenskur texti Sýnd á annan i hvitasunnu kl. 5, 7, og 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.