Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 48
METSÖLUBÆKUR Á ENSKU í VASABROTI LAUGARDAGUR 5. JUM 1976 HfiDR9SfmEKI HF. 00 0000004I4***** SKULAGÖTU 61 - S: 13560 »>»>» <}SOG Við opnun listahátíðar f Listasafni tslands í gær: Forsetafrú, Halldðra Eldjárn, Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, Selma Jðnsdóttir, forstöðumaður Listasafnsins, frú Margrét Þorkelsdóttir, mennta- málaráðherrafrú, Hedvig Wolfram, sendiherra Austurrfkis, forseti tslands, hr. Kristján Eldjárn, og austurrfski listamaðurinn Hundertwasser. Listahátíð fellur eðlilega að hugblæ, er fylgir ísl. vori — sagði menntamálaráðherra við opnun 4. listahátíðar í Reykjavík LISTAHÁTlÐIN er að hefjast, sagði menntamálaráðherra Vil- hjálmur Hjálmarsson, er hann setti listahátfð sfðdegis f gær með því að opna sýningu á verkum austurrfska listamannsins Hund- ertwassers f Listasafni tslands, að viðstöddum forseta tslands og forsetafrú og fjölda gesta. — Þetta er fjðrða listahátíðin sem efnt er til f Reykjavfk, sagði menntamálaráðherra. — Það er komið vor, bjartar eru nætur og eftirvænting f brjóstum, sem geta fundið til. Þetta er það sem skal 9 búrhveli hafa veiðzt NlU búrhveli voru f gær kom- in á land hjá hvalstöðinni f Hvalfirði, að þvf er Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri, tjáði Morgunblaðinu f gær. Fremur óhagstætt veður hef- ur verið á miðum hvalbátanna en þeir hafa verið úti af Látra- bjargi. Vinna í hvalstöðinni er nú komin í fullan gang og vinnur þar svipaður fjöldi manna og undanfarin ár. Hval- veiði hófst sem kunnugt er um sl. helgi. — og kemur — hvert eitt sinn, þegar vetur vfkur frá. Listahátfð fellur eðlilega og sjálfkrafa að þeim hugblæ, sem fylgir fslenzku vori, björtum nóttum. Með gleði og eftirvæntingu göngum við á vit þeirra snillinga, sem færa fram list sína f litum, máli og tónum á þeim hátfðisdögum, sem í hönd fara. Þar með er hafin listahátíð, sem standa mun yfir í næstum 13 daga, með sjö sérstökum listsýn- ingum, sem opnár eru allan tím- ann og margvíslegum listflutn- ingi, tónleikum, leiklist, danssýn- ingum, ljóðaflutningi, mímulist o.fl., víðsvegar um bæinn, þar sem erlendir og innlendir lista- menn leggja fram krafta sina. í gærkvöldi voru hljómleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands undir stjórn Pauls Douglas Freemans og í dag verða opnaðar aðrar list- sýningar og listflutningur hefst. En dagskrá er birt annars staðar í blaðinu. Við opnunina í Listasafni Is- lands í gær þakkaði forstöðumað- ur safnsins, Selma Jónsdóttir, rik- isstjórn Austurríkis fyrir að hafa boðið þessa stóru og fjölbreyttu sýningu Hundertwassers. Þetta er farandssýning og er Bruno Kreisky kanslari verndari hennar á listahátið. Hún gat þess að lista- maðurinn vildi hafa trjágróður á sýningu sinni og tré hefðu þvi verið fengin að láni hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur. Þá talaði sendiherra Austurríkis, frú Hed- vig Wolfram, og kvað það mikinn heiður sínu landi að listahátíð 1976 skyldi byrja með þessari austurrísku sýningu. En sýningin, sem er mjög stór og að efniviði fjölbreytt, er í öllu safninu. — Af dagskrá listahátíðar má ráða að margt er í boði og ekki Framhald á bls. 26 Skúrir syðra sólríkt nyrðra Töluverð umferð úr borginni í gær Lögregluvörður við áfengisútsölur VEÐURGUHIRNIR virðast ekki ætla að verða Sunnlendingum né Vestlendingum sérlega hagstæðir yfir þessa ferðahelgi en lánið leikur við Norðlendinga sem oftar. Eftir því sem Markús Einarsson, veðurfræðingur, tjáði Morgunblaðinu 1 gær er útlit fyr- ir að suðlæg átt verði ríkjandi á landinu f dag og á morgun mejl skúraveðri um sunnan- og vestan- vert landið, sumsstaðar þokuloft á annesjum á Austurlandi en þurrt og hlýtt veður ætti að vera um norðanvert landið. Sæmilega hlýtt veður ætti að vera um norðanvert landið. Sæmilega hlýtt ætti að vera um allt land en þó hlýjast fyrir norðan. Þrátt fyrir að ekki sé útiit fyrir sólskin sunnanlands virðast þó margir hafa í hyggju að nota þessa frídaga til ferðalaga og upplýftingar. Var töluverður straumur úr Reykjavík strax í gærdag en að sögn lögreglunnar var ekki vitað að fólk ætlaði að fjölmenna á ákveðna staði enda hafa hópsamkomur hvergi verið auglýstar að þessu sinni. Lög- reglan mun að vanda hafa viðbúnað á vegum úti, þar sem búast má við mikilli umferð í ná- grenni Reykjavíkur um helgina. Þá hélt lögreglan vörð um allar áfengisútsölur i Reykjavfk fyrir helgina, því að oft hefur viljað brenna við fyrir langar frihelgar, að unglingar sæki fast að áfengis- útsölum f þeirri von að fá keypt þar fyrir sig vin. Er því talið vist að ekki hafi verið teljandi brögð að því að unglingar hafi komizt yfir vin á þennan hátt að þessu Hundertwasser vill gefa út mál- verk Dunganons AUSTURRÍSKI listamað- urinn Hundertwasser hef- ur óskað eftir því við stjórn listahátíðar að hann fái að gefa út í bók litprentuð málverk Dunganons. En listaverkabækur hans sjálfs eru sérlega vandaðar. Kom lista- maðurinn á sýninguna f gær- morgun og var þar í hálftíma. Hann varð mjög hrifinn af verk- um Dunganons og var þar aftur í 3 tíma í Bogasalnum. Síðan óskaði hann eftir því að leitað væri eftir að hann fengi að gefa verkin út í litprentaðri bók. ROLEGHEIT A MIÐUNUM RÓLEGHEIT voru á miðunum umhverfis landið f gær. 24 brezkir togarar voru í fiskveiði- lögsögunni, flestir úti af Vest- fjörðum, en 4 fyrir austan á Hval- bakssvæðinu. Tvö eftirlitsskip eru með togurunum, svo sem gert er ráð fyrir í samkomulagi Islendinga og Breta. Þá voru að veiðum við landið í gær 15 vestur-þýzkir togarar.einn Beigi og einn Færeyingur. Mikil röskun á útvarpsdagskrá: Yfirvinnubann hjá útvarpi — sjónvarps- fólk íhugar aðgerðir „Lögbrot að neita að vinna yfirvinnu” segir ráðuneytið STARFSMANNAFÉLAG út- varpsins hefur sett yfirvinnu- bann á stofnunina og tók bannið gildi f gær. Taka allir starfsmenn útvarpsins þátt f þessum aðgerð- Forsætisráðherra efnir til funda víðs vegar um landið GEIR Hallgrfmsson forsætisráð- herra hefur ákveðið að efna til funda með íbúum f hinum ýmsu kjördæmum landsins. Mun for- sætisráðherra halda ræður og svara fyrirspurnum fundargesta. Ákveðið hefur verið að halda fyrsta fundinn með fbúum Norðurlandskjördæmis vestra og verður hann haldinn á Sauðár- króki miðvikudaginn 9. júnf kl. 20.30 f félagsheimilinu Bifröst og annar fundurinn verður f félags- heimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 10. júní kl. 20.30 Sfðan heimsækir forsætisráð- herra Norðurlandskjördæmi eystra og heldur fundi á Húsavfk föstudaginn 11. júnf og á Akureyri laugardaginn 12. júnf. 1 boðsbréfi, sem forsætisráð- herra hefur látið gera kemur fram, að hann hyggst halda fundi með íbúum í hinum ýmsu kjör- dæmum landsins, nú þegar kjör- tímabilið er senn hálfnað. Forsætisráðherra hyggst með fundum þessum kynnast viðhorf- um landsmanna til hinna ýmsu þjóðmála og svara fyrirspurnum, sem fundargestir kunna að bera fram. Þessi fundarmáti var fyrst tekinn upp þegar Geir Hallgríms- son var borgarstjóri í Reykjavík. Átti hann þá fundi með íbúum í hinum ýmsu hverfum Reykjavfk- ur og hyggst hann nú taka upp svipað fundarform úti á lands- byggðinni, nú þegar hann er orð- inn forsætisráðherra. um nema þulirnir. Yfirvinnu- bannið er sett til að knýja á um kjarasamninga og röðun f launa- flokkaog mun bannið standa þar til viðunandi samningar hafa tek- izt, að þvf er Dóra Ingvadóttir, formaður Starfsmannafélagsins, sagði við Mbl. f gær. Yfirvinnu- bannið mun hafa í för með sér mikla röskun á starfsemi útvarps- ins, að sögn Guðmundar Jónsson- ar framkvæmdastjóra. t gær- kvöldi var t.d. enginn fréttaauki á eftir almennum fréttum og ekk- ert gat orðjð úr beinni útsend- ingu frá opnunarhljómleikum Listahátfðar í gærkvöldi. Voru f staðinn leiknar hljómplötur. Þá má nefna, að engar fréttir verða f útvarpinu á hvftasunnudag og annan f hvftasunnu og útvarps- messa verður engin á hvftasunnu- dag. Þá er allt útlit fyrir að út- varpið geti sáraiftið flutt af efni frá Listahátfð, hvorki f beinni út- sendingu né af böndum seinna meir, en áætlað var að taka upp eevsimikið efni á Listahátfð. Dóra Ingvadóttir sagði í samtali við Mbl., að samningar milli ríkis- ins og Starfsmannafélags útvarps- ins hefðu gengið ákaflega stirð- legá. Aðeins lægi fyrir ramma- samningur BSRB og ríkisins en varla gæti heitið að viðræður hefðu farið fram um sérkröfur og Framhald ábls. 26 Frá landshapp- drætti Sjálf- stæðisflokksins (JTDRÁTTUR f Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins fór fram f gærkvöldi hjá borgar- fógeta. Vinningsnúmer verða birt n.k. miðvikudag. Sjálf- stæðisflokkurinn þakkar öll- um þeim fjölmörgu, sem þátt tóku í stuðningi við flokkinn með kaupum á happdrættis- (fréttatilkynning). miðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.