Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1976 Hagnaður SIS 136 millj. króna 18,8 millj. kr. tap af kaupfélögunum TEKJUAFGANGUR af rekslri Sambands ísl. samvinnufélaga á sl. ári nam kr. 235,7 milljónum króna en endanleg nióurslaóa rekstrarreiknings varó hagnaóur aó fjárha-ó 136,1 milljón króna. Rekslrarkoslnaóur ha-kkaói á árinu um 977,3 millj. króna mió- aó vió árið 1974 eða um 41,7%. Ileildarvelta Sambandsins 1975 nam 22.189 millj. króna og jókst um 7.116 millj. frá árinu á undan eða um 47,2%. Fastráðnir starfs- menn Sambandsins voru í árslok 1537. Starfandi Samhandsfélög voru í árslok 44. og fjöldi félagsmanna þeirra var 39.779 eóa um 18,4% þjóðarinnar. Heildarvelta félag- anna nam 32.276 millj. kr. og hafðí aukizt um 46% frá fyrra ári. A árinu sýndu 26 þessara félaga hagnað samtals að upphæð 69,4 millj. kr. en 17 félög sýndu halla rekstrarfjárþörf hændanna væri miklu meiri en rekstrarlán þeim til handa. Þetta hil hefðu kaup- félögin reynt að hrúa, sem aftur leiddi til þess, að skuld þeirra við Samhandið yrði meiri. Ef tekið væri meðaltal átta mánaða tíma- hils, mars-október, síðustu tvö ár- in, væri fjárbinding kaupfélag- anna hjá Sambandinu 422 millj. kr. 1974 en 752 millj. kr. 1975. Meðalfjárbinding hækkaði um 330 millj. kr. eða um 78% frá 1974 til 1975. I lok ræðu sinnar vék Erténdur Einarsson að þróun efnahagsmála hér á landi og kvað vart fara á milli mála, að viðsjárverðir tímar væru framundan í þeim efnum. Allir væru sammála um, að undir- rót efnahagsvandans væri öhófleg verðbólga, en ekki hefði reynzt unnt að'sameina þjóðina um leiðir til að halda henni í skefjum. P? i'L/t1 £ Tyi v'3 I * r f8> s' r * þr'IUtO f ’4 ítl að upphæð 88,1 míllj. kr. Var því halli allra félaganna 18,8 milljónir kr en afskriftir þeirra nema 228 millj. króna. Verzlanir félaganna voru alls 199 í árslok, þar af 106 kjörbúðir og starfs- menn þcirra voru 2631. Heildar- launagreiðslur þeirra til verzlunar- og skrifstofufólks námu 1.267 milljónum króna, hækkuðu um 298 milljónir króna á árinu eða um 31 %. Þetta kom fram á aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga sem haldinn var að Bifröst í Borgarfirði á fimmtudag og föstu- dag, og er gert ráð fyrir að fundinum ljúki siðdegis í dag. Fundinn sækja um 100 fulltrúar rúmlega 40 Sambandsfélaga. Eysteinn Jónsson, formaður Sam- bandsstjórnar, setti fundinn og Ágúst Þorvaldsson var kjörinn fundarstjóri. 1 skýrslu Erlends Einarssonar forstjóra um rekstur- inn kom fram að þrátt fyrir að árið hafi verið atvinnurekstri að mörgu leyti erfitt, hafi tekist að halda rekstri Sambandsins vel í horfinu og afkoman i heild hafi verið nokkru betri en árið áður. Heildarveltan sem áður er getið skiptist þannig niður á einstakar deildir Sambandsins: Sjávar- afurðadeild var með 6.456 millj. kr. veltu, innflutningsdeild 5.336 millj. búvörudeild 4.312 millj., Iðnaðardeild 3.054 millj., Véla- deild 1.782 millj., Skipadeild 867 millj og smærri starfsgreinar 382 millj. I yfirlitsræðu sinni minntist Erlendur Einarsson m.a. á. hve árstíðasveifla í stöðu kaupfélag- anna við Sambandið væri mikil og yrði sífellt erfiðara vandamál. Or- sakir þessarar sveiflu væru fyrst og fremst fólgnar í því, að Launastéttirnar þyrftu að gera sér glögga grein fyrir því, að í verðbólgu á borð við þá, sem hér hefði ríkt, ætti sér stað gifurleg eignatilfærsla í þjóðfélaginu. Þetta ástand skapaði einmitt þá miklu hættu, að þeir ríkú sem eiga miklar fasteignir verði ríkari, en hinir fátæku sem eiga litlar eða engar fasteignir verði fátækari. Segja mætti, að verð- bólgan væri markvisst að grafa undan velferðarþjóðfélagi okkar. Eriendur lagði áherzlu á, að þeir sem stjórnuðu efnahagsmálunum mættu ekki gefast upp við að finna leiðir til að hafa hemil á verðbólgunni. Hætta væri á, að menn sigldu værukærir ofan á verðbólgusjónum og ráðstafanir í efnahagsmálum miðuðust við það, að þjóðfélagið laðaði sig að mikilli verðbólgu í stað þess að draga úr henni. Að loknum skýrslum Eysteins Jónssonar, stjórnarformanns, og Erlends Einarssonar forstjóra var tekið til meðferðar aðalumræðu- efni fundarins — Atvinnulýðræði og hafði Axel Gislason, fram- kvæmdastjóri skipulags- og fræðsludeildar, framsögu um það. Skiptar skoðanir reyndust vera meðal fundarmanna um atvinnu- lýðræði og gildi þess en samþykkt var ályktun sambandsstjórnar um að heimilt skuli að veita tveimur fulltrúum starfsmanna sæti á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétti. Þá voru samþykktar ályktanir um nauðsyn nýrrar stefnu varðandi rekstrarlán land- búnaðarins og öfluga sókn gegn verðbólguvandanum. Stjórn Sambandsins skipa nú: Eysteínn Jónsson, Valur Arnþórs- son, Ölafur E. Ólafsson, Olafur Sverrisson, Ragnar Ólafsson og Þórarinn Sigurjónsson. Úr Sturlungu, Flugumýrarbrenna. Sumarsýning opnuð í Ásgrímssafni MANUDAGINN 7. júní, 2. dag hvítasunnu, verður hin árlega sumarsýning Ásgrímssafns opnuð, og er hún 43. sýning safnins síðan það var opnað al- menningi árið 1960. Sýning þessi er yfirlitssýn- ing, nær hún yfir 60 ára tíma- bil. Eru þá m.a. hafðir í huga erlendir gestir sem safnið skoða á sumrin. Skýringartexti á ensku fylgir hverri mynd. Nokkrar af myndum safnsins eru nú sýndar í fyrsta sinn i húsi Ásgríms Jónssonar, vatns- litamyndir og nokkrar teikning- ar i heimili hans, oliumyndir í vinnustofunni. Asgrímssafn hefur látið prenta kynningarrit á ensku, dönsku og þýzku um Ásgrim Jónsson og safn hans. Einnig kort í litum af nokkrum lands- lagsmyndum í eigu safnsins ásamt þjóðsagnateikningum. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, verður opið alla daga i júní, júlí og ágúst, nema laugardaga, frá kl. 1,30—4. Aðgangur er ókeypis. Leiklistarskóli íslands útskrifar 11 nýja leikara LFIKLISTARSKÓLA lslands var slitið sl. mánudag og voru þá brautskrártir frá skólanum 11 ný- ir leikarar. Fru þart fyrstu nem- endurnir, sem skólinn brautskrá- ir, en ails voru nemendur skólans í vetur 42 í 4 bekkjardeildum. Nemendurnir, sem nú útskrifurt- ust eiga art baki fjögurra vetra nám i leiklist en námirt hófu þeir í leiklistarskólanum SÁL og fóru sírtan í Leiklistarskóla Islands, þegar hann var stofnaður. I vetur hafa hinir nýju leikarar starfað í svokölluðu Nemenda- leikhúsi og færðu þeir upp leikrit- ið Mjólkurskógur og þann 20. þessa nánaðar frumsýna þeir nýtt leikrit, Undir Suðvesturhimni. Texti þessa nýja leikrits er eftir Sigurð Pálsson og annast hann jafnframt uppfærslu verksins. Tónlistina hefur Gunnar Reynir Sveinsson samið. Skólastjóri Leiklistarskólans, Pétur Einarsson, sagði i samtali við Mbl. að mjög brýnt væri að finna lausn á húsnæðismálum skólans fyrir næsta skólaár. í vet- ur var skólinn til húsa í húsnæði því, sem Fósturskólinn hafði áður til umráða í gamla Búnaðarfélags- húsinu við Lækjargötu. Húsnæði þetta er mjög hljóðbært auk þess, sem það hentar illa þar sem kennslustofurnar eru of litlar. Pétur sagði það von sina að finna mætti lausn á þessum málum fyr- ir næsta vetur. Kennarar við skól- ann i vetur voru fjórtán en aðeins einn starfsmaður, skólastjórinn, er fastráðinn. Nýir leikarar hafa ekki útskrifast frá leiklistarskóla hér á iandi síðan árið 1972< Færeyjaferð- ir Norræna félagsins NORRÆNA félagið efnir til fjögurra Færeyjaferða í sum- ar. Farið verður héðan 27. júní, 11. og 25. júli og 8. ágúst. Fargjaldið er 16.900 krónur, en þátttakendum er einnig séð fyrir gistingu á farfuglaheim- ili, tveimur máltíðum á dag og skoðunarferðum um eyjarnar. Kostar það 800 færeyskar krónur fyrir vikuna. Þátttak- endur geta dvalið á eyjunum í hálfan mánuð og er þá síðari vikan óskipulögð og frjáls. Ferðirnar innan eyjanna verða þannig að farið verður í bilum um Straumey og Austur- ey, siglt til Klakksvíkur og gist þar eina nótt, síðan verður far- ið þaðan til Viðeyjar um jarð- göng sem samtals eru á fjórða km. löng. Þá verður heilsdags- ferð til Sandeyjar, siglt þangað en ekið í bílum um eyjuna og loks verður farið í siglingu til Nolseyjar. Þátttakendur þurfa að hafa með sér svefnpoka eða annan útbúnað til að sofa við. Þeir sem hafa huga á að taka þátt í ferðinni 27. júní þurfa að bregða skjótt við og panta far strax, aðrir hafa aðeins meiri umhugsunarfrest. Nýútskrifaðir leikarar frá LeiklLstarskóla tslands ásamt Pétri Einars- syni skólastjóra (lengst til vinstri á mvndinni).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.