Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNl 1976 f Faðir hans, Alexander Melville Bell, kennari í mælskulist við Lundúnaháskóla, var höfundur hins fræga verks „Visible Speech" (Sjónrænt mál), sem var eins konar hljóðskrift, þar sem táknin sýndu þá meðferð vara og hreyfingar þeirra sem voru í samræmi við eðlilegan tón hverju sinni. — Þetta var kerfið, sem átti að kenna þeim heyrnarvana að mynda rétt hljóð og tala eðlilega, — og var hið sama kerfi sem prófessor Melvitle Bell notaði til upp- fræðslu kennaraefna slíkra við Lundúnaháskóla. Alexander Melville Bell hafði eignazt þrjá syni, en misst tvo þeirra úr berklum. Sá þríðji, Alexander Graham, var einnig haldinn tæringu og læknar töldu að hann ætti skammt eftir ólifað. — Prófessor Bell brá þá á það ráð að yfirgefaLundúni og prófessorsstöðu sína þar og góða afkomu, en fluttist til þorpsins Bradford í Ontaríó- fylki í Kanada, ef það mætti verða til að bjarga lífi þessa sonar hans í heilnæmara lofts- lagi þar, — og kraftaverkið gerðist. Tilefni þessarar frásagnar er það baksvið, að eiginkona Alex- anders Graham Bell var heyrnarlaus frá tveggja ára aldri, og gildar likur eru fyrir því, að einmitt samvist hans við heyrnarlausa hafi leitt til þess að hann fann upp talsímann, — með því að lif hans allt var leit að þráðlausu sambandi við þessa samferðamann. Talsíminn átti aldarafmæli á sl. ári og flestir munu í dag kannast við bandaríska risa- Kennari daufdumbra. Alexander Graham Bell, talar I uppfinningu sína. talslmann, er linan mílli New York og Chicago var opnuð 1892. Til vinstri sést hann meðeiginkonu sinní hinni heyrnarlausu Mabel Hubbard (I9o9). John Warcup Cornforth, hinn heyrnarlausi Nóbelsverðlaunahafi I efna- fræði 1975 fyrirtækið „Bell Thelephon System“. Alexander Graham Bell er höfundur ótal uppfinn- inga, hann var einn af braut- ryðjendum flugsins, — hann teiknaði fyrsta vatnsaflsbátinn og hann á margar merkari uppfinningar á sviði læknavís- inda, m.a. fann hann upp tæki til leitar að málmflísum í lík- ama manna og hannaði undan- fara stállungans, — þá hreins- aði hann drykkjarvatn úr sölt- um sjó. Þó að vísindin tækju áhuga hans þá gleymdi hann ekki hinu lífræna og hafði áhuga á kvikfjárrækt og stund- aði lengi. En alla tíð hélt hann þó áfram því starfi að kenna þeim daufdumbu að lesa og tala. Takmark hans var að að- hæfa þá venjulegum störfum á hverju sviði og hann skipulagði t.d. nám hinnar viðþekktu Helenar Keller, sem sýndi og sannaði hve langt er hægt að ná í lífinu, þrátt fyrir áföll blindu og heyrnarleysis, og jafnvel sem nær meðfædda vöntun. Og það var með virðuleik og stolti sem Alexander Graham Bell svaraði spurningum um starf sitt á þessa leið: „Ég er kennari heyrnarlausra!“ Við þessa frásögn er því einu að bæta, að Bell lifði mjög hamingjusömu hjónabandi með sinni ágætu en heyrnarvana eiginkonu Mabel Hubbard og þau skrifuðu hvort öðru eldheit ástarbréf væru þau fjarvistum þó ekki væri nema fáeina daga (hann beið hennar raunar ár- um saman á biðilsbuxum), — áttu þau saman þrjár dætur. Mikilmennið lét ekki áfall konu sinnar hafa áhrif á sig né for- dóma gróma tilfinningar sínar. — Að lokum vil ég víkja að því, að í Stokkhólmsdvöl minni sumarið 1973 vakti það sérstaka athygli mína hve rík tillitssemi við hindraða kom þar víða fram við aðgang að hvers konar opín- berum söfnum jafnframt hag- ræðingu fyrir þá til að njóta safnanna sem bezt — og til jafns við aðra safngesti. Samanburður í þessu efni i heimahögum, þ.e. um tillits- semi og hagræðingu, t.d. varð- andi aðgang og skoðun Þjóð- minja- og Listasafns Islands virðist mér harla óhagstæður okkur þar sem hið gagnstæða kemur fram. — Já, því miður stöndum við hér höllum fæti og verðum að viðurkenna rang- stöðu okkar, því fávíslegt væri að ætla að hindraðir hafi minni áhuga á listum en fólk almennt, og um rétt þeirra verður ekki deilt. — En hér er víðtækt svið sem einungis verður gerð til- raun til að opna til aukins skiln- ings og umhugsunar. Opinn hugur og fordómaleysi er það þroskastig samfélagsins sem í ríkum mæli getur'veitt hindruðum lífsfyllingu sem virkum þjóðfélagsþegnum til allra dáða — og að þeirri þróun mála ber heilshugar að keppa. r Samstillt virkjun hugar og handar svo sem best má gerast er markmið hins framsækna þjóðfélags. Hér er andleg mót- un og huglæg formun ekki síð- ur mikilvægt atriði en svipmik- il hlutlæg hönnun. — Þetta kom mér í hug er ég las at- hyglisvert viðtal við Dagbjörtu Einarsdóttur fóstru, í Morgun- blaðinu 18. mars sl. Einkum varð mér þessi fyrirsögn við- talsins minnisstæð: „Fái barn lækningu í geðdeild, breytir það ævi þess í 70 ár“. — Nú hefur undirritaður mjög takmarkaða þekkingu á málefnum og vandamálum slíkra, nema að því er mynd- ræna tjáningu áhrærir, og hef- ur um langt skeið haft mikinn áhuga á sjónrænu listskyni hinna þroskaheftu og geðsjúku Hann hyggst ekki blanda sér í þær áhugaverðu umræður um málefni þroskaheftra og geð- sjúkra er fram hafa farið í fjöl- míðlum. en hins vegar skal í þessu sambandi lítillega vikið að ríkjandi vanmati á starfs- hæfni þeirra, er vegna áfalla af völdum sjúkdóma og slysa hafa misst skilningarvit eða skaðast á einn eða annan hátt, en halda þó fullum gáfum og andlegu atgervi. Fyrir rúmu ári flutti undir- ritaður óundirbúið erindi í lok- uðum klúbbi um þetta efni og var menntamálaráðherra þar viðstaddur. Erindið vakti al- menna athygli og þar sem skyld mál eru í brennidepli um þess- ar mundir virðist tækifæri til að leggja hér orð í belg (grein þessi var rituð á Dymbylviku). Sú staðreynd er fyrir hendi, að fái einstaklingur, er einhver slík áföll hefur hlotið, tækifæri og aðstöðu til að þroska eðlis- Iæga greind og hæfileika sína, getur hann ekki einungis náð ótrúlegum árangri miðað við gefnar aðstæður syo að til afreka telst, og í betra falli, orðið mætur og virkur þjóð- félagsþegn, heldur og einnig f einstaka tilviki afburðamaður svo sem Helen Keller, en hennar sögu þekkja flestir eða t.d. John Warcup Cornforth.er hlaut Nóbelsverðlaun í efna- fræði árið 1975, ásamt dr. Vladimir Prelog frá Sviss. Lisl og hönnun eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Dr. John Warcup Cornforth er fæddur árið 1917 og missti heyrn á unga aldri. Eftir missi heyrnarinnar hélt hann þó áfram námi og skólagöngu i heimaborg sinní Sydney í Ástraliu. Síðan lá leið hans til Oxford í Englandi þar sem hann lauk námi í efnafræði með doktorsgráðu áríð 1941. Frá árinu 1962 hefur dr. Corn- forth verið yfirmaður efna- rannsókna við tilraunastofnun í ensku borginni Sittingbourne. Að sjálfsögðu hefur heyrnar- vöntunin valdið Cornforth nokkrum erfiðleikum við nám og störf, en þessi hæfileikamað- ur er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera giftur konu, sem einnig er efnafræðingur að námi og verið hefur hans styrka stoð, m.a. kennt samstarfsmönnum hans að ræða við hann á vara- máli (sem raunar er auðvelt og á flestra færi ef vilji er fyrir hendi og varahreyfingar óþvingaðar). Á námsárum Cornforths í Oxford var hann uppáhaldsnemandi prófessors Roberts Robinsson, en sá hlaut Nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 1947. Þegar dr. Cornforth fékk til- kynninguna um Nóbelsverð- laun sín var hann í miðju rann- sóknaverkefni við háskólann i Brighton og komst svo að orði að þetta kæmi sér á óvart, „en ég er mjög ánægður með að deila verðlaununum með hin- um mikilhæfa prófessor Pi elog“. — Þetta mun að vísu í fyrsta skipti, sem mSður sem misst hefur heyrn hlýtur Nóbelsverð- laun frá stofnun þeirra (1895), en sýnir og sannar hve langt verður náð við aðlagaðar að- stæður, skilning og raunhæft mat á möguleikum þess sem í hlut á hverju sinni, þrátt fyrir það sem tapað er og ekki verður endurheimt. í Kanada stjórnar blindur maður virðulegum tón- listarskóla og ferst það vel úr hendi, og fjölmörg hliðstæð dæmi mætti nefna, en fram að þessu hefur einkum verið um dugmikla einstaklinga að ræða, sem af eigin rammleik hafa haslað sér völl og unnið frá- bæra sigra. Þó skal því ekki gleymt, að þeir hafa oftast notið þeirrar gæfu að hljóta rétta að- stoð og alast upp við réttan skilning á högum þeirra, því að i flestum tilvikum reynist hér vanmat ásamt rótgrónum for- dómum og viljaleysi samfélags- ins, það sem lokar leiðum og er þyngsta þrautin og er ósjaldan snöggtum meiri hindrun en meinið sjálft. Erlendis hafa framfarir við skólun og margþætta fræðslu tekið risaskref á undanförnum áratugum, og einnig hefur hér- lendis einarðlega verið sótt fram. Sem dæmi má nefna að ytra hafa hindraðir á sjón og heyrn náð tilskildum námsár- angri til lokaprófs við gildar æðri menntastofnanir til jafns við aðra nemendur. Sá dagur kemur að ekki telst til afreka af þeirra hendi að Ijúka menntaskóla- eða háskólaprófi, en við núverandi aðstæður mun það vafalitið mikið afrek hérlendis, og sjálf- sagt verður það alltaf í hinum erfiðari tilfellum. Það ætti að vera auðskilið að menn missa ekki gáfur né hæfi- leika á mörgum sviðum við tap sjónar eða heyrnar frekar en t.d. við tap handar eða fótar, hins vegar skerpist ósjaldan næmi á öðrum sviðum og bætir að nokkru hið tapaða. Hér kem- ur einmitt inn í myndina það atriði, að réttur skilningur ásamt skilyrðum til athafna getur skipt sköpum um þroska og lífshamingju þessa fólks. — Það er eftirtektarvert, hve ófá mikilmenni hafa verið leið- sögumenn og kennarar hindraðra, og mig fýsir að minnast hér eins þeirra, Alexanders Graham Bell (1843 — 1922), sem nefndur hefur verið Leonardo da Vinci seinni tíma. Hann var lærður kennari daufdumbra með þá sérgrein að kenna þeim að mynda hljóð. Virkjun 1 staðvanmats j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.