Morgunblaðið - 05.06.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 05.06.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNÍ 1976 7 Lesandi minn. Ásunnu- daginn var horfðum við mót hvítasunnu. Ég minnti þig á það, að menn gerðu það mis jöfnum huga. Sumur horfðu aðeins mót „langri fríhelgi." Aðrir hugsuðu þó, sem betur fer, dýpra og væru ekki búnir að gleyma þvi, að hvítasunn- an er kirkjuleg hátíð með ákveðinn boðskap, sem hún vill bera inn í líf kristins manns. En hverer hann? Mér finnst alltaf gott að leita til upphafsins, þegar um slík málefni erspurt. Og þarsé ég mikla gleðihátíð meðal frumkristninnar. Hvítasunn- an var hinni fyrstu kristnu kynslóð tákn um uppfyllingu allra stærstu loforða Krists. Hann hafði sagt dauða sinn fyrir, og lærisveinar hans óttuðust mjög að þurfa að vera án hans. En þá kom loforðið um upprisuna Það var gleðilega efnt á páskum. Þá hófst nýtt tímabil, sem þeir fundu, að gat þó ekki varað endalaust. Það hlaut að vera óeðlilegt að ætlast til þess, að hann birtist um aldir á sama hátt og hann gerði fyrstu vikurnar eftir páska. Fjölgun i fylgjendahópnum hlaut að skapa þar vand- kvæði, þ.e.a.s. þegar þar var orðið fleira en svo, að allir gætu fylgst með og notið þess, sem slíkar opinberanir hans gáfu. En þá kom nýtt loforð, um huggarann, and- ann heilaga, sem átti að kenna þeim, styrkja þá, Ijúka uppfyrir þeim ritningunum og minna þá á allt, sem Krist- ur hafði sagt. Andinn átti að íklæða þá krafti frá hæðum. Það var erfitt að trúa þessu eins og svo mörgu öðru, sem Jesús hafði sagt, en læri- sveinunum var þó vart annað fært, því án hans hjálpar, án styrks fundu þeir sig enga menn til að sinna því hlut- verki, sem Kristur hafði falið þeim. Þeim var sagt að biða í Jerúsalem eftir þessum styrk. Og þeir biðu milli von- ar og ótta. Postulahópurinn varekki stór, 1 1 menn, en rétt fyrir hvitasunnu kusu þeir Matt- hías ril postula i stað Júdas- ar, þannig að þá voru þeir aftur 1 2. Þeim fylgdi að vísu allmikill flokkur, sennilega eitthvað á annað hundrað mannsa m.k. En þessirfá- tæku, lítt menntuðu menn þeir þekktu sín takmörk. Þeir fundu vanmátt sinn til að hefja þá hreyfingu, sem varð að koma af stað i hugum mannanna, ef Kristur átti að vinna þar lönd. Slíkt var þeim ekki mögulegt, nema Kristur gripi þar sjálfur inn í á sinn hátt eins og hann hafði lofað. Og það gerðist á hvitasunnudag. Ýmsir hafa dregið í efa sannleiksgildi frásagnanna af hinum ytri táknum þessa at- burðar. En Postulasagan er rituð, meðan enn eru á lífi fjölmargir, sem lifðu þessa atburði, og því eru alvarlegar missagnir þar harla óliklegar. Hitt er jafnframt öruggt og óumdeilanlegt, að hvita- sunnuundrið var þess eðlis, að það hafði geysisterk áhrif á lærisveinana. Þeir gengu fram til baráttunnar sem nýir menn. Þeir voru djarfari og öruggari en áður Þá skorti hvorki kjark né áræði. Sann- færingarkrafturinn geislaði af þeim. Andinn, sem þeirvarsend- ur, tendraði innra með þeim eld áhuga og bjartsýni. Hann kallaði fram og virkjaði allt hið besta, sem í þeim bjó Þess vegna reyndist hið ótrú- lega mögulegt. Fáeinir óskólagengnir alþýðumenn komu af stað sterkustu and- legu vakningu, sem á jörð okkar hefur orðið. í minningu þessara hluta höldum við hvítasunnuhátíð, og þess sem af leiddi, að fyrsti kristni söfnuðurinn varð til fyrir u.þ.b. 1940árum. Það er kannski ekkert und- arlegt, þótt slíkir hlutir fyrnist svo í hugum okkar, að hvita- sunnan verði í augum okkar margra aðeins „löng frí- helgi". Það er margt breytt á langri leið. Andinn erekki eins og hann var í hugum frumkristninnar. Ég er þó ekki talsmaður þess, að slíkt sé okkur að öllu leyti sorgar- efni eða eftirsjá. Þá komu fram ýmis einkenni trúarlífs, sem Kristur minntist aldrei á og virtist því ekki telja nauð- synlega hluti. Ég sakna því ekki tungutals eða ýmissa annarra andagáfna, sem frumkristnin vir^ist hafa ver- ið rík af. Það eru aðrir hlutir. sem mér finnst vera kjarni þessa máls og nútíminn ekki mega missa af eða gleyma. Og vegna þess eins má hátíð andans aldrei verða að and- lega snauðri „langri fríhelgi" Hver vaxinn maður hefur hlutverki að gegna. Hann á yfirleitt fyrir heimili að sjá, gegnir ákveðnu starfi, oft mjög ábyrgðarmiklu Og þetta er ekki alltaf auðvelt. Við finnum okkur ekki alltaf menn til að leysa þau vanda- mál, sem upp koma á heimil- um okkar eða í starfi okkar. Viðfinnum a.m.k vanmátt okkar til að gera það eins vel og skyldi. Slíkt veldur mörg- um meðbræðrum okkar mikl- um áhyggjum, sem lama lífs- þrótt þeirra eða valda því, að þeir hopa af hólmi á einhvern hátt. Öll eigum við hér ein- hvern hlut að máli. En við menn í slíkum aðstæðum á hvítasunnuboðskapurinn brýnt erindi. Hann segir; Það er ekki von, að þú getir stað- ið einn eða óstuddur. Það er engum manni fært og enda engum ætlað. Öllum mönn- um er boðinn styrkur. Þeim er boðinn kraftur frá Guði. Á máli trúarinnar nefnist hann heiiagurandi Guðs. Hann birtist þér sem aukinn eða endurnýjaður máttur, sem meiri kjarkur og sem ný úrræði til lausnará málefn- um morgundagsi.ns. Allt þetta er fyrir hendi, segir hvítasunnuboðskapur- inn, ef þú aðeins vilt þiggja það, ef þú vilt opna líf þitt fyrir þeim krafti, sem Guð vill gefa þér. Og lykillinn, sem opnar mannssálirnar fyrir krafti Guðs, hann er nærtækur. bænin opnar þá leið sem aðrar. Sá, sem leggur öll sín efni fram fyrir Guð i bæn og einlægu trausti til hjálpar hans, hann hefur alltaf feng- ið og mun alltaf fá þá hjálp, sem nægir honum til að sigra þá erfiðleika, sem að honum steðja. Einlæg bæn í einrúmi dag- lega ætti að vera kristnum manni jafnsjálfsögð og það að neyta likamlegrar fæðu. En eins og honum verður Ijúfara og jafnvel hollara að néyta hennar í samfélagi við aðra, eins verður bænarsam- félag í guðsþjónustu kirkj- unnar oft enn áhrifameira. Þess vegna minni ég einnig á kirkjuna. Látum hana ekki gleymast á hátíð andans. Þá á lika að minnast stofnunar kirkjunnar Notum okkar löngu frihelgi því lika til að vitja hennar, til að leita þar i bæn andans, sem hátiðin er við kennd. Verði það í ein- lægni gjört, mun örugglega blessun af hljótast, blessun sem skapar meiri varanlega gleði en venjuleg „löng fríhelgi " Gleðilega hátíð Blómstrandi Petuníur (tóbakshorn) Lávaxnar Dalíur og önnur sumarblóm í úrvali. Gróðrarstöðin Birkihlið Nýbýlavegi 7, Kópavogi. Orösending til áskrifenda aö Dýraríki íslands eftir Benedikt Gröndal Bókin er komin út. Sökum mikillar eftirspurnar eru áskrifendur beðnir að vitja bóka sinna sem allra fyrst. Vinsamlegast tilgreinið áskriftar- númer, þegar bókin er sótt. Örn og Örlygur Vesturgötu 42 sími 25722 Falleg — vönduð ARGERÐ 1976 TJÖLDí EVRÓPU VÖNDUÐUSTU HJÓLHÚSA- ENGINN VAFI! AUKIÐ NOTAGILDI HJÓLHÚSANNA OG TVÖFALD IÐ FLATARMÁLIÐ MEÐ AÐEINS 10% VIÐBÓTAR KOSTNAÐIH SÉRSTAKLEGA HENTUG VIÐ ÍSLENZKAR AÐSTÆÐ UR. 4JA ÁRA REYNSLA HÉRLENDIS ÚTVEGUM TJÖLD Á ALLAR GERÐIR HJÓLHÚSA. LEITIÐ UPPLÝSINGA OG PANTIÐ TÍMANLEGA. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGOTU 1—3 HAFNARFIRÐI — SIMI 51919 SIMI 83155 SIMI 83354 Húsbyggjendur VÖRUKYNNING OPIÐ sunnud. 30. maí kl. 14.—16. Hafið meðferðis teikningar. TILBOÐ — SAMNINGAR húsbyggjendum að kostnaðarlausu Sameiginlegur vöru- Sérhæfðir á sviði bygg- sýningarsalur og sölu- ingariðnaðar. Allt frá skrifstofa um 40 fyrir- steinsteypu — upp í tækja. teppi. Gjörið svo vel — Allt á einum stað IÐNVAL Byggingaþjónusta Bolholti 4 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.