Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JtJNI 1976 ÞA VORUMVIÐEKKI LENGUR AÐILAR AÐ MALINU. Urskurður félagsmálaráðherra, sem er æðstur yfirmaður skipu- lagsmála, hafði gengið okkur í vil. Nú var það mál félagsmálaráðu- neytisins að sjá um, að þeim úr- skurði yrði fylgt fram. En þó við værum ekki lengur aðilar, skipti það okkur miklu, að úrskurðinum yrði framfylgt án óeðlilegra tafa. 22) 31. ágúst 1972 samþykkir byggingarnefnd Reykjavíkur að hafa að engu úrskurð ráð- herra. 23) 16. júlí 1973 sendir félags- málaráðuneytið yfirsaka- dómara úrskurð félagsmála- ráðherra með ósk um, að úrskurði ráðuneytisins verði framfylgt. Hafði þá málinu dvalist nærri 3 ár hjá borgar- yfirvöldum og ráðuneyti, en nú komst það til dómstóla og hefur verið þar jafnlengi. 24) 23. nóv. 1973 sendir saka- dómur Reykjavíkur sak- sóknara ríkisins til ákvörð- unar skýrslu rannsóknar- lögreglunnar í Reykjavík varðandi kæru um ólöglega byggingu að Gnitanesi 10 hér í borg. 25) 9. apríl 1974 skrifum við bréf til félagsmálaráðherra Björns Jónssonar, með fyrir- spurn um hvað líði fram- kvæmd úrskurðar fyrir- rennara hans í embsétti, dags. 16. ágúst 1972. 26) 8. maí 1974 krefst ríkissak- sóknari að fram fari í saka- dómi Reykjavíkur rannsókn í málinu. 27) 3. júlí 1974 eru þeir Gestur Ólafsson, arkitekt, og Karl Ómar Jónsson, verk- fræðingur, kvaddir til af sakadómi að láta í té álits- gerð um byggingu bílskúrs að Gnitanesi 10 og var þeim gefinn skilafrestur til ágúst- loka. 28) 25. okt. 1974 skila þeir áliti sínu, nærri 2 mánuðum eftir eindaga þeim settan. 29) 8. nóv. 1974 kemur Haraldur Henrýsson, sakadómari, með rannsóknarlögreglumanni að Gnitanesi 8 til þess að skoða bílskúrinn að Gnitanesi 10 og staðsetningu hans. Við það tækifæri fékk hann í hendur athugasemdir okkar við álits- gerð Gests Ólafssonar og Karls Ómars Jónssonar. 30) 18. nóv., 22. nóv., 5. des. og 13. des. 1974 og 8. jan. 1975 voru vitnaleiðslur í sakadómi Reykjavíkur og vorum við viðstödd þær allar. Sýndist þá flest vera upplýst, sem máli skipti. 31) 10. apríl 1975 gefur ríkissak- sóknari út ákæru á hendur Arnbirni Óskarssyni, kaup- manni, Gnitanesi 10, til þess að sæta brottnámi ólöglegrar bifreiðageymslu sinnar. 32) 5. ágúst 1975 eru þeir Gísli Jónsson, prófessor, og Daði Ágústsson rafmagnstækni- fræðingur, kvaddir til þess af sakadómara „að fram- kvæma athugun og láta dóminum i té álitsgerð varðandi sól og birtu á hús nr. 8 við Gnitanes og þá eink- um á þá hlið hússins er snýr að bílskúrsvegg húss nr. 10 við sömu götu. Er þess óskað, að látið verði í ljós álit á því, hvort framangreind hlið hússins nr. 8 sé aðalsólarhlið þess...“ Var þeim gert að skila álits- gerðinni ekki síðar en 10. sept. 1975. 33) 22. okt. 1975 spyrst ég (B.J.) fyrir um það hjá sakadómara hvernig gangi fram málið og fékk þau svör, að enn væri ókomið álit Gisla Jónssonar og Daða Ágústssonar, þó kominn væri hálfur annar mánuður fram yfir eindaga. 34) 29. nóv. 1975 tala ég aftur við sakadómara og var sagt, að enn væri ókomin'álitsgerðin. Tiáði ég honum, að mér þætti þessi dráttur ekki með felldu hvað sem ylli. 35) 10. febr. 1976 átti ég enn tal við sakadómara. Tjáði hann mér, að álitsgerð Gísla og Daða væri enn ókomin. Voru þá liðnir liðlega 6 mánuðir frá því þeim var falið verkið ög réttir 5 síðan þeir áttu að hafa lokið því. Sagðist saka- dómari samt ætla að taka málið fyrir þ. 16. febr.. þá þyrftu þeir að leggja fram greinargerð sína. að öðrum kosti sagðist hann fá aðra menn til þess að fjalla um það atriði. Síðan sagðist saka- dómari gefa verjanda frest í 3—4 vikur til varnar, en væntanlega mætti kveða upp dóm um miðjan mars. 36) 14. febr. 1976 tjáir saka- dómari mér í símtali, að réttarhaldi fyrirhuguðu 16. febr. yrði frestað um hálfs- mánaðar tima vegna fjarvist- ar verjanda, Benedikts Sveinssonar (hann fór í skíðaferð til Austurríkis). Féllst sakadómari á þennan frest, þó með því fororði, að frestur verjanda til þess að skila vörn lengdist ekki frá því, sem ákveðið hafði verið áður og þyrfti hann að skila vörn um miðjan mars hið síðasta. 37) 8. mars 1976 fer fram sam- prófun Páls Líndals, borgar- lögmanns, og Zóphóníasar Pálssonar, skipulagsstjóra ríkisins. Höfðu þeir ekki ver- ið á einu máli við fyrri vitna- leiðslur, en hvorugur vildi breyta framburði sinum. Þá var og lögð fram álits- gerð Gisla Jónssonar, prófessors, og Daða Ágústs- sonar, rafmagnstækni- fræðings, dags. 13. febr. 1976. Voru þá liðnir 7 mánuðir síðan þeim var falið að semja það álit, en 6 mánuðir síðan þeir höfðu átt að skila því. 38) 14. mars 1976 voru settar á blað nokkrar athugasemdir við álitsgerð Gísla Jónssonar og Daða Ágústssonar og afhentar sakadómara áður en hann fór á hafréttarráð- stefnuna i New York. 39) 15. mars 1976. Haraldur saka- dómari Henrýsson hafði óskað eftir því, að hann og meðdómendur, sem hann hafði kvatt i dóminn, þeir Skúli Norðdahl, arkitekt, og Páll Hannesson, verk- fræðingur, gætu séð úr húsinu Gnitanesi 8, hvernig umhorfs væri og skoðað af- stöðu bílskúrs á Gnitanesi 10. Hafði hann tilkynnt komu þeirra þann dag (15. mars) kl. 14. Kl. 14.15 hringdi saka- dómari og sagði, að verjandi hefði ekki skilað vörn í málinu eins og fyrir hann hefði verið lagt, heldur óskað eftir fresti meðan Gísli Jóns- son prófessor, og Daði Ágústsson, rafmagnstækni- fræðingur, athuguðu hver áhrif það myndi hafa á birtu og sólfar á suðursvölum og suðurvegg Gnitaness 8 EF Gnitanes 10 hefði verið byggt að fullu út i byggingarreit a lóðinni (þá væri byggt eftir skipulagi 1967 hvað byggingarreit snertir) og EF það hefði verið af sömu hæð og Gnitanes 8 (þá væri byggt eftir skipulagi 1959 hvað hæð snertir). Sakadómari sagðist vera á förum til New York á hafréttarráðstefnuna og gæti því dómur ekki gengið fyrr en hann kæmi heim aftur í maíbyrjun. 40) 19. maí 1976 tjáir sakadómari mér, að verjandi, Benedikt Sveinsson, óski eftir greinar- gerð Gísla Jónssonar, prófessors, um annað tveggja: 1) Hvernig birta væri á Gnitanesi 8, EF Gnitanes 10 væri jafnhátt frá jarðvegi og Gnitanes 8 og stæði við nyrðri mörk á byggingarreit. eða 2) Hvernig birta væri á Gnitanesi 8 EF b.vggt hefði verið á lóð nr. 10 hús,a „split- level" og væri þá vesturhluti þess í raun tveggja hæða hús (byggt eftir skipulagi, sem ekki er til). Dómurinn tók fyrri kostinn og gaf Gísla Jónssyni, prófessor, frest til 1. júní 1976 til þess að skila áliti. Raunar hafa komið fram tillög- ur um skipulagsbreytingar frá skipulagsnefnd Reykjavíkur og var þeim mótmælt af okkar hálfu við Borgarráð Re.vkjavíkur með bréfi dags. 22. mars 1976 hvað Gnitanesi viðvíkur, sbr. grein í Morgunblaðinu þ. 27. mars 1976 undir heitinu: Fimm hús — fern skipulagsákvæði? Okkur hefur enn ekkí borist svar Borgarráðs við aðfinnslum okkar. Og hefur því kveikja þessara breytingatil- lagna ekki verið látin uppiská. Ef litið er til viðbragða byggingarnefndar Reykjavíkur við úrskurði uppkveðnum af f.vrr- verandi félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarssyni, rifjast upp orð núverandi ráðherra félagsmála, Gunnars Thorodd- sens, í Visi þ. 2. sept. 1975. Þar stendur: ,,i lögum um byggingarmál- efni Reykjavíkur og í bygginga- samþykkt, sem byggingarnefnd og borgarstjórn hafa samið, og staðfest er af stjórnarráði. er hverjum þeim borgara, sem þykir rétti sínum hallað með ályktun byggingarnefndar, veittur réttur til að skjóta þeirri ályktun til stjórnarráðsins, sem fellir fullnaðarúrskurð (leturbreyting okkar). Þegar einhver notar þennan áfrýjunarrétt, getur ráðu- neytið ekki skotið sér undan því að skera úr deilunni. Það getur ekki sagt, að það vilji ekki skipta sér af málinu, vegna þess að byggingarnefnd og borgarstjórn eigi að ráða þessu ein. Það er þvert á móti skylda ráðuneytisins samkvæmt lögum að taka kæruna til meðferðar, eins og ella, þegar málum er áfrýjað, kanna alla málavöxtu og kveða upp úrskurð." Og enn segir: „I félagsmálaráðuneytinu er nú unnið að undirbúningi nýrrar lög- gjafar um að flytja verkefni frá ríkisvaldinu til sveitarfélaga, treysta fjárhag þeirra og efla sjálfsforræði þeirra. En um leið og að þessu er unnið má hitt aldrei gleymast að trvggja rétt borgaranna gagnvart hinu opin- bera valdi. í tillögum ráðuneytis- ins mun ekki verða neitt, sem miðar í þá átt að svipta einstakl- inga möguleikum til þess að leita réttar síns, ef þeim þvkir á sig hallað af hálfu hins opinbera, hvort sem þar eiga f hlut sveitar- stjórnir eða ríkisvald. (allt letur- breyting okkar). (En eins og mönnum mun kunnugt er núverandi félags- málaráðherra Gunnar Thoroddsen, sem svo mælir, fyrr- verandi prófessor í lögum við Háskóla íslands og gegndi embætti hæstaréttardómara áður en hann tók við embætti félags- málaráðherra). Við tökum undir þau orð, að aldrei megi gleymast að tryggja rétt borgaranna gagnvart hinu opinbera valdi. Ef flytja á til sveitarstjórna allt vald um innan- sveitarmál, er hætt við að mörg- um kotbóndanum þyki þröngt fyrir dyrum. Víst er um það, að hefði sveitarstjórn Revkjavikur haft óskorað vald í byggingarmál- um sínum, hefði það mál, sem hér er vikið að, kafnað I fæðingu. Byggingarnefnd Reykjavíkur úrskurðaði sjálf, að hún hefði ekkert af sér brotið. Akærði dæmdi í eigin máli. Þar sem svo er háttað, þar er ekki um réttar- ríki að ræða og verður að reisa traustar skorður við því í þeirri löggjöf, sem nú er á döfinni að slíkt geti komið fyrir. Þessi orð eru sett á blað þeim til fróðleiks, sem þurfa að sækja rétting mála sinna í greipar opin- bers valds, en hinum til viðvör- unar, sem ekki hafa orðið fyrir þeirri reynslu. Reykjavík, 29. maí 1976 BjarniJónsson Þóra Árnadóttir. HÖGGDEYFAURVAL FJAÐRIR KÚPLINGSDISKAR KÚPLINGSPRESSUR SPINDILKÚLUR STÝRISENDAR VIFTUREIMAR KVEIKJUHLUTIR FLEST I RAFKERFIÐ HELLA aðalluktir, lukta- gler, luktaspeglar og margs konar rafmagns- vörur BOSCH luktiro.fi. S.E.V. MARCHALL luktir CIBIE luktir. LJÓSASAMLOKUR BÍLAPERUR allar gerðir RAFMAGNSVÍR FLAUTUR 6—24 volt ÞURRKUMÓTOR 6—24v ÞURRKUBLÖÐ ÞURRKUARMAR BREMSUBORÐAR BREMSUKLOSSAR ÚTVARPSSTENGUR HÁTALARAR SPEGLAR i úrvali MOTTUR HJÓLKOPPAR FELGUHRINGIR AURHLÍFAR MÆLAR alls konar ÞÉTTIGÚMMÍ OG LÍM HOSUR HOSUKLEMMUR RÚÐUSPRAUTUR FELGULYKLAR LOFTPUMPUR STÝRISHLÍFAR KRÓMILISTAR BENSÍNLOK TJAKKAR 1Ý2—30T VERKSTÆÐISTJAKKAR FARANGURSGRINDUR BÖGGLABÖND ÞOKULJÓS DEKKJAHRINGIR RÚÐUKÍTTI ÞVOTTAKÚSTAR BARNAÖRYGGIS STÓLAR 4 tegundir BARNABÍLBELTI BÍLBELTI HNAKKAPÚÐAR ÖSKUBAKKAR MÆLITÆKI f. rafgeyma SWEBA sænskir úrvals rafgeymar ISOPON OG P 38 beztu viðgerða- og fylliefnin PLASTI KOTE spray lökkin til blettunar o.fl. Athugiö allt úrvaliö l^^naust h.t Siðumúla 7—9 Simi 82722 ALLT MEÐ p 1 EIMSKIP IÁ næstunni lá ferma skip vor til semp Islands hér segir: ANTWERPEN: Urriðafoss 8. júní Tungufoss 1 6. júní Grundarfoss 21. júní Urriðafoss 28. júni ROTTERDAM: Urriðafoss 9. júní Tungufoss 1 7. júní Grundarfoss 22. júní Urriðafoss 29. júní FELIXSTOWE: Dettifoss 8. júní Mánafoss 1 5. júní Dettifoss 22. júni Mánafoss 29. júní HAMBORG: Dettifoss 1 0. júni Mánafoss 1 7. júni Dettifoss 24. júni Mánafoss 30. júni PORTSMOUTH: Selfoss 8. júní Goðafoss 21. júní Bakkafoss 21. júni Brúarfoss 8. júli. HALIFAX: Brúarfoss 1 4. júli WESTON POINT: Kljáfoss 1 5. júni Kljáfoss 29. júní KAUPMANNAHÖFN írafoss 8. júni Múlafoss 1 5. júni írafoss 22. júni Múlafoss 29. júní GAUTABORG írafoss 9. júní Múlafoss 1 6. júní írafoss 23. júní Múlafoss 30. júní HELSINGBORG: Hofsjökull 8. júní Álafoss 2 1. júni KRISTIANSAND: Hofsjökull 9. júni Álafoss 22, júní GDYNIA/GDANSK: Fjallfoss 1 2. júni Reykjafoss 30. júní VALKOM: Fjallfoss 10. júni Reykjafoss 28 júni VENTSPILS: Lagarfoss 7. júni Reykjafoss 29. júni. J Reglu bundnar vikulegar hraðferðir frá: ANTWERPEN, FEUXSTOWE, GAUTABORG, HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, ROTTERDAM ílSx~ • GEYMIÐ auglýsinguna ALLTMEÐ /1 /OKUN / EKKI áUTANVEGA LANDVERND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.