Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JUNI 1976 Listahátíð í Norræna húsinu: Gaman og alvara frá Færeyjum Úr slðustu sýningu Sjónleikarhússins f Þórshöfn, atriði úr f hvaóa kápu á ég að fara. pabbi? eftir Jens Pauli Heinesen. Frá vinstri Oliver Næss, Sverrir Egholm og Annika Hovdal. Listahðtíð ÍJ 1976 A Listahátíðinni verða tvö færeysk kvöld I Norra*na hús- inu, en þar munu leikararnir Annika Hoydal, Eyðun Johannessen og Finnbogi Johannesen gítarleikari skemmta með flutningi skáld- skapar í bundnu máli og óhundnu, gamalt og nýtt efni, gaman og alvara, sem lýsir menningarsögu og nútlmalífi F'æreyinga. Þremenningarnir sem f'lytja færeyska efnið eru komnir hingað óg við hittum þau að máli vestur á Grenimel 24 þar sem þau húa. Þetta er efni frá mörgum höf- undum, sögðu þau í spjalli við blaðamann Morgunblaðsins, en við höfum sett þessa dagskrá saman. Þetta verður í nokkurs konar kaharettformi. mikið af söngvum, ljóðum, gamni og alvöru og hluta úr nýjum leik- ritum munum við flytja, en alls verður dagskráin um l’A tími i flutningi. Þetta er aiveg ný dag- skrá og frumflutt á Lístahátið- inni, en mögulega flytjum við hana einnig heima i Færeyjum á Ólafsvökunni. Annar leikþátturinn sem við flytjum er úr nýju leikriti eftir Steinbjörn Jacobsen, Skipið heitir það og fjallar um nútima sjómannslíf um borð í skipi, en hinn þátturinn er úr leikriti Jens Pauli Heinesen rithöf- undar og það heitir Hvönn stakkin skal ég fara í, papí? — I hvaða kápu á ég að fara í, pabbi? Þá tökum við stuttan þátt um gesti á Ólafsvöku, en í því sam- bandi kemur ýmislegt spaugi- legt og framandi upp. Annars er góður húmor i Færeyjum um þessar mundir og við drögum eitthvað dám af þvi. Þá spurðum við Eyðun leik- hússtjóra í Þórshöfn að því hvað væri helzt að frétta úr leiklistarlífi Þórshafnar. Við eigum afmæli á þessu ári, sagði Eyðun, það eru 50 ár liðin frá því að Sjónleikarhúsið var opnað og af því tilefni fáum við í heimsókn leiksýningar frá öll- um Norðurlöndunum. Þjóðleik- húsið kom í april, Lilla Teatern frá Finnlandi er i Þórshöfn á leið til Islands. I tilefni af- mælisins frumsýndum við í vet- ur nýtt leikrit eftir Jens Pauli Heinesen, tveggja tíma leikrit, sem atriði verður sýnt úr á Listahátíð í Reykjavík. Þá vann hópur leiklistarnema í Þórs- höfn saman að uppsetningu leikrits í vetur og var rauði Annika Hoydal I hlutverki í leikriti Jens Pauli I Þórshöfn. þráðurinn í því efni í tilefni kvennaárs, enda hét verkið Ósæmandi. Það var sýnt í apríl í Þórshöfn og verður væntan- lega sýnt einnig á Ólafsvöku. Þá er einnig á dagskrá hjá Sjónleikarhúsinu að frumflytja nýtt verk í haust í tilefni afmælisins, en það mun fjalla um bæjar- og mannlífssögu Þórshafnar í gamni og alvöru. Höfundur þessa verks er Eyð- un, en hann vinnur nú að samn- ingu þess, en Eyðun er fjölfróð- asti og reyndasti leikhúsmaður Færeyja, leikhússtjóri, sviðsmaður hefur hann verið, leikstjóri, leikari, leiktjalda- málari og nú síðast höfundur. Eyðun kvað vanta tilfinnan- lega góða leikhúsaðstöðu í Þórs- höfn, en úr því myndi sennilega rætast á næstu árum, því ákveð- ið væri að byggja þar Norrænt hús og yrði á næstunni sam- keppni um teikningar af hús- inu, en jafnframt væri ákveðið að halda áfram með grunnbygg- ingu Sjónleikarhússins í Þórs- höfn og ljúka því eins fljótt og unnt væri þannig að í sjónmáli eru tvö góð leiksvið í Þórshöfn. — á. j. A Grenimelnum f góða veðrinu: Frá vinstri: Eyðun Johannessen, Annika Hovdal og Finnbogi Johannesen. Helgi Tómasson og mótdansari hans Anna Aragno komu i Keflavtkurflug- völl f gærmorgun I roki og rigningu. svo erfitt reyndist að hemja blómvóndinn frá listahátiSarnefnd. sem móttókustjórinn Geirlaug Þor- valdsdóttir færði þeim við flugvélina. Ljósm. Emilía. Rok og rigning mætti balletdöns- urunum — Það er alltaf gaman að fá tækifæri til að koma heim, en það er bara alltof sjaldan, sagði Helgi Tómasson, balletdansari er hann steig út úr flugvélinni i rokið og rigninguna á Keflavíkurflugvelli í gær. Balletdansmærin Anna Aragno, sem dansar á móti honum í Þjóðleikhúsinu, átti sýnilega fullt í fangi með að hemja balletkjólpokann sinn, sem rokið þreif i eins og segl. Helgi sagði að i þetta sinn hefði verið erfitt að koma þvi við að dansa á listahátíð, þar sem svo mikið er að gera hjá New Þessi mynd var tekin nýlega, þegar Helgi Tómasson var að æfa nýjan ballett eftir Jerome Robin við tónlíst eftir Leonard Bernstein, en höfund- amir eru fyrir aftan hann á myndinni. York City ballettinum og hann verður að fara aftur strax á mánudag. Nú er tveggja mánaða sýningar með hefðbundinni sýningarskrá, en i júli fer flokkurinn að venju til Saratoga. En eftir það kvaðst Helgi fara á eigin vegum til Spánar og Frakklands, þar sem hann mun dansa á móti Violet Verdi sem aðaldansari með ballettflokki Spurður um nýja balletta, sem Robbins og Ballanshine voru að semja fyrir N.Y City Ballet, sagði Helgi að einn ballett Ballanshine væri kominn fram, „Union Jack,,", sem settur hefði verið upp í tilefni 200 ára landnámsafmælis Bandartkj- anna. Þetta er ballet fyrir 70 dansara flokk og dansar Helgi þar hlutverk. Helgi kvaðst vera búinn að ná sér eftir meiðsli.i fæti og slæmsku í baki, sem gerði það að verkum að hann þurfti að vera frá dansi um tíma. Anna Aragno, sem er ítölsk að uppruna og hefur verið sólódansari við Metropolitan óperuna sagði fréttamanni Mbl á flugvellinum að hún hefði getað komið til íslands og dansað á móti Helga, þegar hann bað hana um það, vegna þess að hún hefði losað sig úr föstu starfi þar eð hún á nú tvær litlar dætur. Hún er gift óperubassasöngvaranum fræga Justion Diaz. Hún dansar þó víða í Ameríku og fer í sýningarferðir, dansar mest á móti Fdmund VHIa Þau Helgi og Anna Aragno sögðu að báðir „tvídansarnir," sem þau dansa í sýningunum á laugardags- og sunnudags- kvöld séu hefðbundnir dansar, sem þau oft sýni og séu því i æfingu, en þeir eru úr Hnetubrjótnum við tónlist Tchaikovskys og Don Quiquote við tónlist Leons Minkusar. Þannig var hægt að koma því við að skreppa til íslands um helgi til að dansa á listahátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.