Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.06.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚNI 1976 19 SIGURGRÍMUR JÓNSSON í HOLTI — ÁTTRÆÐUR í dag þann 5. júní á áttræðisaf- mæli einn af kunnustu forystu- mönnum Sunnlendinga s.l. hálfa öld, Sigurgrímur Jónsson, bóndi, í Holti í Stokkseyrarhreppi. Sigurgrímur hefur á langri ævi markað svo djúpt spor í þróun sinnar samtíðar að mér sem þess- ar linur ritar þvkir við hæfi að hans sé getið í víðlesnasta blaði landsins á þessum merku tíma- mótum í ævi hans. Sigurgrimur Jónsson er fæddur í Holti og hefur alið þar allan sinn aldur, voru foreldrar hans hjónin Ingibjörg Grímsdóttir og Jón Jónsson, er þar bjuggu lengi. Fað- ir Sigurgríms, Jón Jónsson í Holti, var gildur bóndi, þekktur sjósóknari og um fjölda ára odd- viti Stokkseyrarhrepps. Sigurgrímur ólst upp við störf á búi föður sins eins og íslenskir bændasynir fyrr og síðar. Þá fór hann og til sjóróðra er hann hafði aldur til að hætti annarra ungra manna og var alls við sjósókn 6 vertiðir frá verstöðvunum, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Sand- gerði. Á uppvaxtarárum Sigurgrims höfðu þegar hafist þeir miklu mannflutningar úr sveitum lands- ins í þéttbýlið við Faxaflóa sem síðan hafa staðið linnulaust. Ekki þarf að efa að maður með hans atgjörvi hefði átt vissan frama og góða lífsstöðu ef hann hefði ung- ur brugðið á það ráð að flytja í þéttbýlið og hefja langskólanám. En Sigurgrímur tók aðra stefnu. Þá að gerast bóndi á föðurleifð sinni og um leið forystumaður í sveit sinni og héraði og meðal stéttarbræðra sinna bændanna. Hann lauk prófi frá Bændaskól- anum á Hvanneyri vorið 1915. Var kennari í Stokkseyrarhreppi á árunum 1915—’17 og 1921—’22. Sigurgrímur gekk á unga aldri til liðs við ungmennafélagshreyfing- una sem á þessum árum var i örum vexti og var mörgum ungum mönnum hollur og þroskandi skóli í félagsstarfi. Var hann þar kvaddur til forystu og var um tveggja ára skeið formaður Hér- aðssambandsins Skarphéðins sem er Samband ungmennafélaga á Suðurlandi. Árið 1921, þann 25. júni, kvænt- ist Sigurgrimur og var kona hans Unnur Jónsdóttir frá Jarlsstöðum í Bárðardal. Unnur hafði i 4 vetur numið við Kvennaskólann í Rvk en síðan verið barnakenn- ari í 6 vetur 1915—’18 á Siglu- firði og 1918—’21 í Gaulverja- bæ. Þeim Unni og Sigurgrimi var það mikill hamingjudagur er þau gengu i hjónaband en þau bjuggu saman í meira en hálfa öld, eða þar til Unnur ar.daðist þann 3. april, 1973. Þau höfðu barna- lán mikið, eignuðust 9 börn, 3 dætur og 6 syni, er öll lifa og hafa stofnað eigin heimili, búa 5 þeirra hér í fæðingar- sveit sinni en 4 i þéttbýlinu, vestan heiðar, eru systkinin frá Hoiti öll einkar mannvænleg bæði í sjón og reynd og hvert um sig sómi sinnar stéttar. Væri það i raun fulHcomið ævistarf að hafa komið svo stórum barnahóp til þroska. Sama ár og Sigurgrímur kvænt- ist tók hann við búi í Holti af föður sínum og bjó þar í meira en hálfa öld eða til 1973, síðustu tvo áratugina með sonum sínum þremur sem síðan tóku að öllu við búskap, þar eð Sigurgrímur dró sig í hlé frá búsforráðum. Á árun- um um og eftir 1930 var þröngt i búi hjá islenskum bændum og er ekki að efa að þurft hefir bæði hagsýni og dugnað til forsjár svo stórri fjölskyldu sem var í Holti á þeim tíma. En fjölskyldan var samhent og börnin lögðu fljótt fram krafta sina til styrktar og er tæknivæðing hélt innreið sína í sveitum landsins hófst stórbú- skapur í Holti, lagðar voru við heimajörðina 4 nálægar jarðir sem fallið höfðu i eyði og stór flæmi lands brotin til ræktunar svo nú er í Holti heyskapur einn hinn mesti sem um getur á einni jörð á landinu. 1 Holti eru risin þrjú vegleg íbúðarhús og þar eru nú hin siðustu misseri I byggingu hús yfir fóður og fénað svo stór í sniðum að fáar eða nálega engar hliðstæður mun eiga í íslenskum sveitum. Búskapurinn í Holti er góð fyrirmynd þess hvað gera má í íslenskum sveitum ef saman fer stórhugur og góður félagsþroski þeirra er saman vinna. Þótt Sigurgrímur hafi nú dreg- ið sig í hlé frá búsforráðum þá er i Holti byggt á þeim grunni sem hann lagði. Hann visaði veginn til stórra framkvæmda og félagslegr- ar uppbyggingar búskaparins. Sigurgrimur Jónsson var fliótlega kvaddur til starfa í þágu félags- samtaka ba-nda. Hann var í stjórn Búnaðarfélags Stokkseyr- arhrepps rúma þrjá áratugi og þar af formaður í 14 ár og i fjölda ára fulltrúi félagsins á aðalfund- um Búnaðarsambands Suður- lands. Deildarstjóri Sláturfélags Suðurlands i sveit sinni allmörg ár og fulltrúi á aðalfundum þess félagsskapar. Fulltrúi á aðalfund- um Stéttarsambands bænda og einnig Sambands Islenskra sam- vinnufélaga um skeið. Sat hann og á þremur Búnaðarþingum sem fulltrúí Sunnlendinga. Er þó ótalið merkasta starf hans i þágu bændasamtaka en það er forysta hans í málefnum Mjóikur- bús F'lóamanna. Var hann einn hvatamanna að stofnun þess fé- lagsskapar og þar í stjórn 43 ár samfleytt eða frá 1929 til 1972, síðustu árin sem stjórnarformað- ur. Voru störf hans þar heilla- drjúg og til þess fallin að skapa samstöðu félagsmanna um þetta stórmerka fyrirtæki sem er undir- staða lífsafkomu flestra sunn- lenskra bænda og eitt af mestu og traustustu fyrirtækjum landsins. Sigurgrimur var um áratugaskeið fulltrúi Sunnlendinga á aðalfund- unt Mjólkursamsölunnar og í stjórn hennar frá 1961—’72, en hafði áður verið i varastjórn 1935—’61. Má hiklaust telja Sig- urgrím einn af helstu forystu- mönnum við uppbyggingu nútíma mjólkuriðnaðar hér á landi. Af öðrum störfum sem Sigur- grímur var kvaddur til má nefna að hann var formaður fasteigna- matsnefndar Árnessýslu 1938 —'42 og starfaði aftur í sömu nefnd 1965—’72. Einnig umboðs- maður Brunabótafélags íslands i Stokkseyrarhreppi siðan 1936. Sigurgrimur Jónsson hefir haft forystu i málefnum Stokkseyrar- hrepps lengur en nokkur annar þeirra manna sem nú lifa. Hann átti sæti þar i sveitarstjórn i 30 ár eða frá 1928—’58 og var oddviti hennar frá 1934—’42 og starfaði aftur i sörnu nefnd 1965—’72. Einnig umboðsmaður Brunabóta- félags Islands i Stokkseyrar- hreppi síðan 1936. Sigurgrímur Jónsson hefir haft forystu í málefnum Stokkseyrar- hrepps lengur en nokkur annar þeirra manna sem nú lifa. Hann átti sæti þar í syeitarstjórn i 30 ár eða frá 1928—’58 og var oddviti hennar frá 1934—'38 og aftur 1946—’58 eða 16 ár alls, auk þess átti hann sæti i fjölda nefnda á vegum sveitarfélagsins og stofn- ana þess sem hér yrði of langt upp að telja. Þróun atvinnulífs og við- skiptahátta hér á suðvesturlandi allt frá 1920 og fram yfir miðja öldina var Stokkseyringum óhag stæð. Fólk fluttist mjög úr þorp- inu til Reykjavikur og einnig til Vestmannaeyja og siðar Selfoss í leit að betri og tryggari atvinnu. Hafnleysi stóð sjávarútvegi fyrir þrifum á Stokkseyri og verslun héraðsbúa fluttist með bættum landsamgöngum frá strandþorp- unum til Selfoss og Reykjavíkur. Þrátt fyrir að straumur þjóðfé- lagsþróunar lægi með þessum hætti andstætt Stokkseyringum vannst þó þar margt til framfara á nefndu tímabili sumt fyrir beint atfylgi sveitarstjórnar annað með samvinnu hennar við yfirvöld fjármála og framkvæmdavalds í landinu. Meðal framkvæmda er Sigurgrímur hafði beina forystu um eða studdi að má nefna þess- arr Reist var barnaskólahús fyrir Stokkseyri sem enn er notað ásamt skólastjórabústað. Veitt Framhald á bls. 22 unum Ormsson. Það sýnir fram- sýni Þórðar að hann skuli hafa sem ungur sveitapiltur valið þessa ungu iðngrein, sem sjálf- sagt hefur ekki verið mikið þekkt i hans heimahögum fyrir 1930. En rafvirkjafagið, með sínum marg- breytileika og öru þróun, hefur átt vel við Þórð, því eftir að hann lauk venjulegu iðnskólaprófi hef- ur hann alla tið fylgzt vel með nýjungum, með lestri erlendra bóka i rafmagnsfræði. Hann sá það snemma, að ef menn fylgjast ekki með nýjungum yrðu þeir fljótt einangraðir við auðleyst- ustu verkefnin, en það hefur ekki átt við hann. Hann hefur viljað glima við erfiðleikana. Fljótlega eftir að hann f;er meistararéttindi, ræðst hann til Þórður Finnbogason rafverktaki - sjötugur Þórður er fæddur 5. júni 1906 að Skarfanesi á Landi i Rangár- vallasýslu. Hann ólst upp i stórum systkinahóp, næst elstur af 10 systkinum. Ekki gekk hann menntaveginn, sem kallað er. enda sjálfsagt nóg' að starfa heima. En rúmlega tvítugur rifur hann sig upp og fer til Reykjavík- ur í rafvirkjanám hjá Bræðr- ísafjarðar, tekur að sér breyting- ar vegna nývirkjana þar. Fyrst á vegum Kaupfélagsins, en setur siðan upp sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Er með vinnustofu og verzlun á Isafirði til 1946, er hann flyzt búferlum til Reykjavikur og setur hér upp vinnustofu, Hana hefur hann rekið ætið síðan. Framhald á bls. 35 VIÐ BJÓÐUM ÞÉR SKEMMTILEGAN FERÐ/C FÉLAGA í BÍLINN. VIÐ FESTUM HANN FYRIR ÞIG UNDIR EÐA í MÆLABORÐIÐ. ÞÚ ÝTIR Á TAKKA OG HANN SEGIR ÞÉR NÝJUSTU FRÉTTIRNAR. ANNAN TAKKA OG HANN SPILAR TÓNLIST EFTIR ÞÍNU VALI. HÁTT EÐA LÁGT — ALLT EFTIR ÞÍNUM ÓSKUM. HANN HEITIR PHILIPS OG ER BÍLÚTVARPSTÆKI. LANGDRÆGUR OG HLJÓMGÓÐUR OG GEFST EKKI UPP ÞÓTT VEGURINN SÉ SLÆMUR. SEM SAGT ÁKJÓSANLEGUR OG ÞOLINMÓÐUR FERÐA- FÉLAGI. HANN ER TIL SÝNIS OG SÖLU í VERSLUNUM OKKAR.^ PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI heimilistœki sf Hafnarstræti 3, s. 20455 Sætúni 8, s. 1 5655.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.