Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 1
32 SIÐUR OG LESBOK 148. tbl. 63. árg. LAUGARDAGUR 10. JtJLÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. m* ffi mm—mi -r-.. „l.r það réÉflTaðT hverl þaA sinn som sólin allur kajdfKingur hiifuóbort’ariiNMMÍH buskann «K efíír fíjigf IMNiilflmMKÍsi^eyjar á iirttllum baófölum?" Svo viróisl m.U. - ef dæmaláfcfiNf myndefni datjblaðanna eflir #sélaidaua. Fti farí karlmenn ekki Ifka f sólbaó? Sjá nánar inni f blaóinu. mmmmmm^^^^^^^^^^^mmmmmmm^^^mmtmmmmmmm IJósm-Kmtlfa Náðun í Angóla synjað l.uanda. 9. júll. NTB AGOSTHIO Neto forseti staðfesti f dag dauóadóma yfir þremur brezkum málaliðum og einum bandarfskum sem tóku þátt f borgarastrfðinu f Angóla. Ekki er vitað hvenær aftökur fará fram. Elfsabet drottning og brezka stjórnin höfóu beóið Neto að náóa málalióana. Bandarfska utanrfk- isráðuneytió mun einnig hafa skoraó á vfirvöld f Angóla aó náða þá. Amin segist ætla að kanna hvarf frú Bloch Sameinuðu þjóðunum, Nairohi og vídar 9. júlí AP-Reuler — NTB • FULLTRÚAR Israels og Ug- anda skiptust á fordæmingum hver f annars garó vegna atburó- anna á Entebbe-flugvelli er fundur öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hófst seint f kvöld um málið. Búizt er vió að umræðurnar f ráðinu muni standa alla næstu viku, og meir en 40 rfki, sem ekki eiga fulltrúa í þvf, hafa óskað eftir að fá að taka þátt í þeim. Talið er að umræðurnar muni verða þær grimmustu sem verið hafa . öryggisráðinu frá því styrjöldinni Mið-Austurlöndum árið 1973. Afrfku- og Arabalönd, sem hafa fordæmt aðgerðir lsraelsmanna, binda vonir við að umræðurnar muni einvörðungu snúast um að- gerðir ísraelsmanna, en vest- ræn lönd hafa einsett sér að fjalla um málið í samhengi flugrána og alþjóðlegrar hermdarverkastarfsemi almennt. Standa þar Bretar, Bandarfkja- menn, Frakkar og Vestur- Þjóðverjar fremstir f flokki, og hafa þeir síðastnefndu jafnframt hvatt til sérstakrar S.Þ.-ráðstefnu gegn hermdarverkum. V- Þjóðverjar hafa óskað eftir að fá að taka þátt í umræðunum, — f fyrsta sinn frá þvf landið gekk f samtökin. Framhald á bls. 31. Landbúnaðar- ráðherrar fjúka einn af öðrum í Sovétríkjunum Moskvu 9. júií — Reuter. TVEIR aðstoðarráðherrar i so- vézka landbúnaðarráðuneyt- inu hafa verið leystir frá störf- um, — að þvf er virðist i áframhaldandi hreinsunum innan ráðuneytisins vegna hinnar slæmu kornuppskeru ás siðasta ári. Af opinberri hálfu var sagt að annar þessara ráð- herra, Ignaty Kuznersov, hefði verið fluttur í aðra stöðu, en ekkert var sagt um afdrif hins, Rostislav Sidaks. Fyrrverandi yfirmaður þeirra Dimitry Polyansky, var sviptur emb- ætti landbúnaðarráðherra í marz, en hafði áður misst sæti sitt í framkvæmdastjórn kommúnistafiokksins. í janúar hafði varalandbúnaðarráð- herrann, Leonid I. Khitrun, verið sviptur embætti. Land- búnaðarráðuneytið varð fyrir mikilli gagnrýni á flokksþing- inu í ár vegna uppskerunnar 1975 sem var aðeins 140 milljónir tonna, — sú versta í áratug. Pat Nixon enn alvar- lega veik Long Beach 9. júlí. — Reuter. PAT Nixon, eiginkona Nixons fyrrum Bandarfkjaforseta, liggur enn alvarlega veik á sjúkrahúsi I Long Beach I Kali- fornfu eftir hjartaáfali sem hún fékk á miðvikudag og olli lömun um mikinn hluta lfkam- ans. Hins vegar sögðu taismenn sjúkrahússins að Hðan hennar færi ekki versnandi. Dr. Jack Mosier, sem rannsakaði frú Nixon eftir að hún kom á sjúkrahúsið ( gær, sagði að enn væri lömun að hluta f vinstra fótlegg hennar og handlegg, svo og vinstra heimingi andlits- ins. Hann sagði að hún ætti erfitt með gang hjálparlaust, og að lyfta glasi með vinstri hendi, og hún talaði enn ógreinilega. Ógerlegt væri á Pat Nixon. þessu stigi að spá um hvort hún mundi ná sér að fullu. Richard Nixon, eiginmaður Pat, kom með henni til spítal- ans frá heimili þeirra í San Clemente, en hún fékk hjarta- áfailið er hún var við lestur þar síðdegis á miðvikudag. Sjálfur lá Nixon á þessu sama sjúkra- húsi árið 1974 vegna hættulegs blóðtappa. Julie Eisenhower, dóttir þeirra, kom einnig með þeim á sjúkrahúsið, og eldri dóttirin, Tricia Cox, kom flug- leióis frá New York i gær- kvöldi. Talið er að frú Nixon þurfi að dveljast a.nt.'k. 10 daga á sjúkrahúsinu. Nær allt Kourahérað heíur verið „frelsað” segja kristnir menn í Líbanon Beirút 9. júll AP— NTB KRISTNIR falangistar héldu áfram sókn sinni f dag 1 héraðinu Koura ( norðurhluta Lfbanons, sem vinstri menn höfðu áður haft á valdi sfnu, en um 1500 manns hafa farizt 1 hinum heiftúðlegu bardögum sem þar hafa verið háðir sfðustu fimm daga. Útvarps- stöð falangista skýrði frá þvf að sveitir kristinna hægri manna hefðu farið fram hjá bændum Chekka, sem þær fyrir tveimur dögum náðu aftur úr höndum Palestínumanna. Sveitir Palest- (numanna og múhameðstrúar- manna eru 1 herkvf f bænum Enfe, 3 km norður af Chekka, og sögðu heimildir meðal kristinna, að um 10.000 hermenn kristinna manna hefðu umkringt bæinn. Að þvf er útvarpsstöð kristinna segir, hefur allt héraðið, sem byggt hefur verið kristnum mönnum, verið „frelsað", nema hvað varðar umsátrið um Enfe. „Nú getum við beitt kröftum okk- ar til að frelsa aðra hluta Lfban- ons frá palestfnskum innrásar- mönnum og vinstri mönnum", sagði útvarpið. Hins vegar hélt palestfnskur talsmaður þvf fram að enn væru harðir bardagar um- hverfis Chekka og höfuðborg hér- aðsins, Amouin. Strfðsaðilar hafa skipzt á gagnkvæmum ásökunum um f jöldamorð og limlestingar. Umsátri kristinna um Enfe er Framhald á bls. 31. Olympíuleik- arnir í hættu Montreal 9. júli AP— Reuter. ALÞJÓÐA Óiympfunefndin, IOC, gaf f skyn f kvöld að Ólympíuleik- arnir í Montreal kynnu að falla niður ef ekki næst samkomuiag f hinum heitu deilum um þátttöku Formósumanna í leikunum. í yfirlýsingu eftir fund fram- kvæmdanefndar Ólympfu- nefndarinnar sagði: „Til að reyna að koma í veg fyrir að þetta leiði til þess að IOC eigi einskis annars úrkosti en að hætta við 21. Ólympfuleikana er framkvæmda- nefndin fylgjandi skjótum við- ræðum við kanadísk stjórnvöld og einnig við fuiltrúa Ólympfu- Killanin lávaróur — finnst lausn í dag? nefndar lýðveldisins Kfna (For- mósu).“ Fundur nefndarinnar Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.