Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULl 1976 Á veiðisvæðinu er rúm fyrir allmarga hjólastóla „Mjög hressandi Opnuð veiðiaðstaða fyr- ir fatlaða við Elliðavatn UTBUIN hefur verið á vegum Reykjavíkurborgar aðstaða fyrir fatlað fólk til að stunda silungs veiði. í vetur kom fram tillaga í Veiði og fiskiræktarráði frá Ólafi Jenssyni um að útbúa einhvers staðar á vatnasvæði Elliðaánna aðstoðu, þar sem þeir, sem fatlað ir eru, geti komizt að vatninu i bílum sinum og ekið í hjólastólum að veiðistaðnum. Byrjað var á þessu verki i vor og sáu um það Jóhannes Kristjánsson hjá garð- yrkjustjóra og fiskiræktarfulltrúi Reykjavikur, Jakob Hafstein yngri. Hugmyndin er sú að koma upp fleiri slikum stöðum og eru mögu- leikar til þess víða i landi Reykja vikur, m.a. í Ulfarsá, og gefa þeim fötluðu tækifæri til að veiða á fleiri stöðum ef fiskur skyldi reyn- ast litill f Elliðavatninu. Hjónin Guðríður Ólafsdóttir og Viðar Guðnason ásamt dóttur sinni, Kristinu Björk. Hjónin Guðríður Ólafsdóttir og Viðar Guðnason voru að koma til veiða ásamt litilli dóttur sinni, þegar Morgunblaðsmenn litu þar við „Við höfum stundað þetta tölu- vert," sagði Guðríður þegar hún var spurð hvort þau gerðu mikið að þvi að veiða ..Okkur finnst þetta mjög hressandi og höfum við m a veitt i Svínavatni við Blönduós." ..Þar var svo þýft," sagði Viðar, ,,að við gátum ekki veitt þar hjálpar- laust, en hjálp höfum við yfirleitt þurft þegar við höfum ætlað að stunda veiðar Við höfum nú ekki lagt út í laxveiðar ennþá enda þýðir það varla, maður getur ekki elt lax- inn Annars er mjög hentugur staður til þessara veiða i Kollafirði. þar gátum v.ð komið bílnum alveg að ánni " Þau kváðust vera mjög ánægð með þá aðstöðu sem þarna væri komin og sögðu að hún myndi ger- breyta högum þeirra sem eru fatlað- ir, en Viðar var ekki mjög bjartsýnn á veiðina,'sagði að þarna væru eins til tveggja punda silungar Þá nefndu þau að þyrfti að koma upp skúrum eða einhverjum skýlum til að menn hefðu afdrep í rigningu. Þau hjón voru sammála um að veiðar væri mjög þægileg íþrótt og emnig hefðu þau áhuga á kroket og væri rétt verið að byrja á að athuga stað fyrir þá íþrótt Þarna var líka staddur við veiðarn- ar Arnór Pétursson, sem er formað- ur íþróttafélags fatlaðra Við mntum hann eftir starfsemi félagsms ..Þetta er ungt félag, u þ b fvegg)9 ára, og höfum við fram að þessu eingöngu verið með inni- íþróttir, en reynt að vera samt eitt- hvað úti á sumrin Hugmyndin um þessa aðstöðu var kynnt fyrir okkur og fylgdist ég með öllum undirbún- íþrótt” ingi og lagði á ráðin eftir því sem ég gat Við ætluðum að vera með fleiri íþróttir í gangi í sumar, svo sem kúluvarp og spjótkast, en það er skemmst frá því að segja að þátttak an er það lítil að við ætlum að einbeita okkur að veiðinm í sumar " Arnór nefndi, að í jþróttafélagi fatlaðra væru um 100 manns og vonaðist hann eftir því, að allir þeir, sem ættu eitthvað erfitt um hreyf- ingu, notfærðu sér þessa aðstöðu, það væri ekki bundið við félaga í íþróttafélaginu Hann sagði að þeir hefðu kynnt þetta fyrir ýmsum félög- um fatlaðra og lamaðra, Sjálfsbjörg og blindrafélaginu Þegar Morgunblaðsmenn yfirgáfu Elliðavatnið voru fleiri komnir og var að sjá að veiðiáhugi væri mikill og þeir sem þarna voru luku upp einum munni um að þarna væri komin góð veiðiaðstaða, sem þeir hvettu sem allra flesta til, að notfæra sér Þarna voru einmg félagar í Veiði og fiski- ræktarráði, svo sem Kristján Gísla- son fyrrum verðlagsstjóri og Jakob Hafstem eldri, og voru þeir að leið- beina fólkmu við veiðiskapinn Arnór Pétursson, formaður íþróttafélags fatlaðra. Gjaldeyrisskammturinn: Farþeginn fær 90 pund en ferðaskrifstofan 65 pund GJALDEYRISNEFND bankanna hélt í gær fund með forráðamönnum ferðaskrifstofanna, þar sem rædd var tilhögun gjaldeyrismála vegna skemmtiferða, og meðal annars um hvernig haga skyldi skiptingu gjaldeyris- yfirfærslunnar milli far- þega og ferðaskrifstofanna vegna hótelkostnaðar. Að sögn Ingólfs Þorsteinssonar hjá gjaldeyrisdeildinni er skipt- ingin vegna suðurlandaferða í að- alatriðum sú, að farþeginn fær sem næst 57 % i sinn hlut, en ferðaskrifstofan um 43% af ferðamannagjaldeyrinum. Spán- arfarþegar fá þannig um 11 þús- und peseta, þar sem heildar- skammturinn er 18.500 pesetar. ítalíufarar fá 420 þýzk mörk, en þar er heildarskammturinn 700 mörk, farþegar til Júgóslaviu og Portúgal fá 160 dollara, þar sem heildarskammturinn er 280 doll- arar. Sé þetta umreiknað í pund er hlutur farþegans sem næst 90 pund en ferðaskrifstofan fær 65. Varðandi ferðir til V- Evrópulanda er skiptingin nokk- uð önnur, því að þar er tekið tillit til dýrari hótela, þannig að hlutur farþegans verður um 85 pund en ferðaskrifstofan fær nokkuð meira en í suðurlandaferðunum, auk þess sem veitt er yfirfærsla vegna langferðabifreiða til siíkra ferða. Ekki hefur endanlega verið tek- ið ákvörðun um, hvort leyfð verð- ur yfirfærsla vegna kynnisferða eða hvernig henni verður háttað, ef leyfð verður. Hins vegar kvað Ingólfur ferðaskrifstofurnar eiga að geta komið kynnisferðum í kring við núverandi aðstæður á grundvelli þeirra ákvæða sem væru um yfirfærsiu vegna lang- ferðabifreiðanna, enda hefðu nokkrar skrifstofur raunar þegar hotfært sér þennan möguleika. Sein afgreiðsla heyvinnuvéla TÖLUVERÐ brögð hafa verið á þvf á þessu sumri, að bændur I Eyjafirði hafi ekki fengið af- greiddar heyvinnuvélar, sem þeir pöntuðu á sl. hausti og liðnum vetri. Sláttur er nú vfða kominn vel á veg og hafa nokkrir bændur lent i vandræðum af þessum sök- um. Vitað er um bændur sem hafa afpantað vélar, þar sem þeir telja sig ekki hafa þörf fyrir þær á þessu sumri úr þvf sem komið er. Þá hefur einnig borið á skorti á varahiutum f heyvinnuvélar og eru þess dæmi að bændur hafi orðið að kaupa nýjar sláttuvélar, þvf að engir varahlutir fengust I nýlegar vélar af þvl tagi. Gylfi Guðnason hjá véladeild Kaupfélags Eyfirðinga, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að hér væri um mjög alvarlegt ástand að ræða og hér gilti hið sama um alla innflytjend- urna. Sagði Gylfi, að svarið sem hann hefði fengið síðustu mánuði hefði jafnan verið á þá leið, að vélarnar eða varahlutirnir kæmu í næstu viku, en siðan hefði sú vika liðið og þá fengist enn sömu svör. Tók Gylfi sem dæmi, að véla- deild SÍS hefði enn ekki leyst úr tolli vélar sem þeir væru búnir að fá greiðslur fyrir og Globus hefði ekki leyst út vélar sem bráðlá á fyrr en i síðustu viku. Hvað vara- hlutina snerti rikti sama ástand, varahlutir sem pantaðir hefðu verið hjá umboðunum fyrir sunn- an, hefðu ekki borizt og hefði véladeild KEA, sem flytur inn nokkuð af varahlutum sjálf, orðið að selja varahluti til Suðurlands. Hjá Globusi gaf Árni Gestsson forstjóri Morgunblaðinu þær upp- lýsingar að sala í bindivélum og traktorum væri svipuð og í fyrra og sala í heyvinnuvélum væri jöfn allt sumarið. Hann sagði að hey- skapurinn í ár hefði byrjað mun fyrr en í fyrra og væri það aðal- ástæðan fyrir því að afgreiðsla gengi e.t.v. hægar nú, en einnig sú að bændur gerðu oft sínar pantanir of seint. Fjórðungsmót norðlenzkra hestamanna: NOS í SÉRFLOKKI í UNDANRÁSUNUM FJÓRÐUNGSMÓT norðlenzkra hestamanna er haldið um helgina á Melgerðismelum I Eyjafirði. Mótið verður fomlega sett kl. 14 I dag, en gær og í fyrradag fóru fram dómar kynbótahrossa og sfð- degis I gær fóru fram undanrásir I kappreiðum. 1 undanrásum bar það helzt til tfðinda, að Nös Jóns Óiafssonar frá Urriðavatni var f sérflokki hvað árangur snerti f 350 metra stökki og náði beztum tíma — 26,5 sek., en hið kunna hlaupahross, Loka, sem verið hef- ur nær ósigrandi á þessari vega- lengd í sumar, varð að láta sér nægja fjórða sætið. En það skal tekið fram að Nös og Loka hlupu ekki f sama riðli og Loka náði slæmu starti. Mótið er haldið á nýju félags- svæði hestamannafélaganna Létt- is og Funa, og er aðstaða þar mjög skemmtileg nema hvað hlaupa- brautin er enn fullgljúp og laus í sér, og því tæpast að vænta að árangur í hlaupum verði góður. Mótsgestir nutu í gær mótshalds- ins í steikjandi sólarhita og blíðu. Hópar ríðandi manna hafa komið viða að til mótsins en lengst er að kominn hópur úr Reykjavík undir forustu Þorláks Ottesen, fyrrver- andi formanns F’áks. Einn stóðhesturinn sýndur með Framhald á bls. 31. r Aætlunar- flug FÍ hefst í dag til Diisseldorf FLUGFÉLAG Islands hefur í dag áætlunarflug til Dússeldorf (Þuslaraþorps) f Vestur- Þýzkalandi. Flogið verður þangað síðdegis á laugardögum. Þetta er önnur borgin, sem Flugfélag Is- lands hefur áætlunarflug til í Þýzkalandi, hin er Framkfurt am Main. Brottför til Dússeldorf er kl. 15.30 og kemur þotan aftur til Keflavfkur kl. 22.30 um kvöldið. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugleiða, tjáði Morgunblað- inu i gær, að sifellt fleiri Þjóð- verjar ferðist til íslands. Hann kvað Flugleiðirhafa unnið mjög mikið að markaðsmálum í Þýzka- landi og að undirbúningi áætlun- arflugs til Dússeldorf. Loftleiðir hefðu opnað þar skrifstofu árið 1971 til að vinna að kynningar- og sölustarfsemi. Auk þess hefðu bæði íslenzku flugfélögin um langt árabil haldið uppi öflugri starfsemi í Þýzkalandi og haft skrifstofur í Hamborg og Frank- furt am Main. í sambandi við opnun hinnar nýju áætlunarleiðar eru nú hér á landi í boði Flugleiða þýskir blaðamenn og ferðaskrifstofu- menn. í gærmorgun fóru þeir eld- snemma upp í Hvalfjörð til að sjá hvalskurð og þeir munu einnig ferðast um Suðurland og til Vest- mannaeyja. mMmm~— "HVAPA TAUÓAVEIKLON ER ÞETTA, MAOOR9 HVAOA SAMBÖND HAFA SVONA MENN?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.