Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 31 Kortið sýnir hvernig torfurnar voru þegar fsinn lagðist yfir þær. — Fjöldi báta Framhald af bls. 32 manneldis og fæst fyrir hana mjög gott verð eða 60—80 kr. is- lenzkar fyrir hvert kíló. Þá símaði fréttaritari Mbl. í Siglufirði í gær og hafði hann það eftir Haraldi Ágústssyni, skip- stjóra á Sigurði, að loðnuveiðin fyrir norðan færi batnandi með degi hverjum, en Sigurður fékk t.d. i fyrradag 200 tonna kast þar nyrðra og kom inn til Siglufjarðar í gær með fullfermi, um 930 tonn. Lætur nærri að Sigurður muni afla í þessari viku fyrir um 14—15 milljónir. Síldarverksmiðjan i Siglufirði er nú rekin með fullum afköstum eða 800—900 tonn á sólarhring. Meðan þessu fer fram er mikil vinna í frystihúsinu, svo að nú hefur það gerzt í fyrsta sinn í sögu verksmiðjunnar, að nokkrar konur hafa verið ráðnar til starfa í verksmiðjunni. ,,Það er geysileg vinna hérna núna,“ sagði Matt- hias fréttaritari, „og þetta er farið að minna á gömlu góðu sildardag- ana.“ í viðtali við blaðamann Morgun- blaðsins á Akureyri gerði Hjálm- ar nokkra grein fyrir síðasta leið- angri Bjarna Sæmundssonar nú siðustu vikur. Þeir á Bjarna Sæm- undssyni lögðu upp í þennan leið- angur 22. júli sl. og byrjuðu þá að leita loðnu vestur af Vestfjörðum, aðallega norðan 66. gr. og frá landgrunnshorninu vestur að Dormbanka. Þar fannst dálítið af loðnu en hún var yfirleitt of dreifð til að hún væri veiðanleg nema í smáum stíl. Þá var leitað á svæðinu norður af Vestfjörðum og þar fannst mik- ið af loðnu kringum 55—65 sjm. undan landi á svæðinu frá Horni vestur um að norðvestri frá Straumnesi. Loðnan þarna var i flestum þeirra sýna sem tekin voru stór og falleg, meðallengd um 15 sm., en sumstaðar nokkuð biönduð smærri* einstaklingum meðallengd 12,5 sm., og var það einkum áberandi suðvestast á svæðinu. Hjálmar sagði, að lo'ðn- an þarna hefði ekki verið veiðan- leg í nót, þar sem hún stóð djúpt og tilraun til að veiða hana hafði ekki borið neinn varanlegan ár- angur þegar is lagðist yfir svæðið. ,,Að þvi er ég bezt veit liggur ís ennþá yfir þessu svæði og er það mjög bagalegt, því að þarna hefði gefizt tækifæri til að leita betur fyrir sér. Þegar leiðangurinn fór af Vestfjarðamiðum upp úr mán- aðamótum á leiðinni austur á bóginn var leitað á svæðinu við Kolbeinsey og Grimsey en árang- urslaust. Hjálmar sagði, að þegar þeir á Bjarna færðu sig norðaust- ar hefði Sigurður RE fundið loðnutorfur um 125 sjm. réttvís- andi norður af Skagatá og náði hann þar strax loðnu. Loðnan á þessu svæði, sem þessa dagana er aðalveiðisvæðið, var fyrst yfirleitt í smáum torfum, þannig að afli í kasti var fremur lftill, en afla- brögðin hafa farið batnandi, og nefndi Hjálmar sem dæmi, að i fyrstu hefði tekið 3 sólarhringa að fylla Sigurð RE, en nú tæki það rétt liðlega sólarhring. Hjálmar var spurður að þvi hversu mikið mætti auka loðnu- veiðina fyrir Norðurlandi. „Loðn- an sem veiðist nú fyrir Norður- landi er loðna sem hrygnir á næsta vetri og enda þótt við höf- um ekki þekkingu til að áætla stærð loðnustofnsins með neinni nákvæmni er ljóst, að hann þolir miklu meiri veiðar en hægt er að stunda á tímabilinu janúar-apríl. Loðnuveiðar eru nú bannaðar til 15. þ.m. og það bann var sett á sínum tíma vegna þess að loðnan var mögur fram eftir sumri, en þessi loðna sem nú veiðist er oró- in vel feit. Ég sé þvi ekki ástæðu til að viðhalda því banni,“ sagði Hjálmar. -Þess má aó lokum geta, að nú stunda fjögur skip loðnuveiðar og hefur veiðin hingað til fengizt í nót enda torfurnar verið alveg upp við yfirborð og auðvelt að ná þeim.“ — Amin Framhald af bls. 1 # Búizt var við að í umræðunum myndu tsraelsmenn gera örlög frú Dora Bloch, 73 ára gamallar brezk-ísfaelskrar ekkju, sem var meðal gfsla flugvélarræningj- anna, að sérstöku umtalsefni. Frú Bloch var flutt á sjúkrahús f Kampala tveimur dögum fyrir árás tsraelsmanna, en sfðan á sunnudagsmorgun hefur ekkert til hennar spurzt. Embættismenn f Uganda segja að hún hafi verið útskrifuð frá sjúkrahúsinu og þeir viti ekkert um afdrif hennar. Hins vegar hermdu diplómatfsk- ar heimildir f Kampala á mið- vikudag að tveir óeinkennis- klæddir lögreglumenn hefðu dregið frú Bloch út úr sjúkra- rúmi hennar s.l. sunnudag, — daginn eftir árásina á Entebbe, og hefðu þeir kæft hana með svæflum. Fulltrúi Bretlands í Ug- anda, James Hennessy, ræddi í dag við Amin forseta um afdrif frú Bloch, en ekkert hefur verið látið uppi um skýringar Amins. Seint f kvöld sagði talsmaður for- setans þó að Amin hefði falið innanrfkis- og heilbrigðisráðu- neytum Uganda að kanna mál þetta og yrði niðurstöðum þeirrar könnunar komið til brezkra stjórnvalda. • Gagnkvæmar hefndir Kenýa og Uganda Blaðið Daily Nation í Nairobi í Kenýa segir í frétt i dag sem höfð er eftir áreiðanlegum heimildum, að nærri 245 Kenýumerin hefðu verið drepnir í Uganda i hefndar- aðgerðum Idi Amins eftir árásina á Entebbe-flugvöll, en Amin hef- ur sakað Kenýa um að hafa unnið með ísraelsmönnum við árásina. ísraelsku herflugvélarnar tóku eldsneyti i Nairobi eftir árásina á leið heim, en israelsstjórn hefur neitað því að nokkurt annað riki hafi haft fyrirfram vitneskju um árásina. Daily Nation segir að í kjölfar árásarinnar hafi fylgt „mikil ringulreið og hreinsanir" innan Ugandahers, og síðan „fjöldaleit að Kenýumönnum." 1 Nairobi var hins vegar skýrt frá þvi í dag af opinberri hálfu, að Tíkisstjórn Kenýa hefði sett nýjar takmarkanir við flutning á varn- ingi gegnum Kenýa til hinn- ar mikilvægu hafnarborgar Mombasa. Reglur 'þessar, sem ganga í gildi 22. júlí, fela það í sér að Uganda verður að greiða i kenýönskum gjaldeyri fyrir alla flutninga með járnbrautinni á þessari leið. Þetta mun valda Ugandamönnum miklum erfið- leikum, þar eð nú þegar er mikil gjaldeyrisþurrð þar í landi. Útvarpið í Uganda skýrði frá þvi í gær að bensínskömmtun væri hafin i landinu, að því er virðist vegna gjaldeyrisskorts og efnahagsörðugleika. Skömmtunin verður þó aðeins i gildi i skamm- an tíma, að þvi er útvarpið sagði. • Umræðurnar f öryggisráðinu Ekki er búizt við því að umræð- urnar I öryggisráðinu sem hófust i kvöld muni leiða til beinna að- gerða gegn annað hvort israels- mönnum, Uganda eða hermdar- verkastarfsemi. En vitað er að fulltrúi israels, Chaim Herzog mun byggja málflutning sinn á ákæru á hendur Amin um að hann hafi haft fulla samvinnu við palestínsku og þýzku flugvélar- ræningjana, og sagði ráðgjafi Rabins forsætisráðherra í örygg- ismálum í kvöld að Ísraelsmenn hefðu „nægar sannanir" fyrir þvi að Amin hafi verið i vitorði með ræningjunum. Hins vegar mun Uganda og önnur Afríkuriki leggja áherzlu á að árás israels- manna verði fordæmd og Uganda yrðu greiddar fullar bætur fyrir allt það tjón sem hún hefði valdið. Bandarískir embættismenn sögðu í dag að Bandarikin myndu beita neitunarvaldi sinu gegn öllum ályktunum sem fordæma Ísrael. — Elliða- vindur Framhald af bls. 32 um hér heima til að brúa þetta bil, enda þótt fyrir lægi að þarna væru um vindur að ræða sem væru þegar seldar. Ég get t.d. nefnt, að í fyrra átti ég einu sinni i innheimtu hjá Landsbankanum i kringum 7 milljónir króna og fór ég því fram á að fá eitthvert lán út á þetta hjá bankanum, en var synjað. Fyrir tveimur mánuðum síðan seldi ég siðan til Noregs fyrir tæpar 3 milljónir króna og ég lét strax fara með þann víxil í bankana í von um að fá eitthvað út á þessa pöntun, en hef ekkert svar fengið ennþá." Elliði sagði, að af þessum sök- um væri ekki nokkur leið fyrir fyrirtæki hans að sinna stórum pöntunum eriendis frá og hann væri til þess knúinn að reyna að leita fyrir sér í öðrum löndum. Elliði hóf framleiðslu á vindum sínum 1968, og siðan má heita að þessar vindur séu komnar um borð i hvert fiskiskip hérlendis sem stundar handfæri á annað borð, því að hann hefur selt hátt í 3 þúsund vindur hér heima fyrir. Einnig hefur töluvert verið flutt út af vindunum sem nefnast Elektra enda þótt hér séu þær oftast kenndar við Elliða sjálfan. Hann gat sér þess til, að verk- stæði hans væri samtais búið að flytja út fyrir um 20 milljónir króna og þá aðallega á síðustu 3—4 árum. Framleiðslan hefur verið um 50 vindur á mánuði, en Elliði kvaðst hæglega getað tvö- faldað eða þrefaldað framleiðsl- una. Hver vinda kostar um 102 þúsund krónur. Aðallega hefur verið selt til Noregs, Færeyja og Kanada, en vindurnar hafa þó verið sendar út um allan heim þó að í minna mæli sé en til þessara þriggja landa. Elliði kvaðst nú íhuga fyrir al- vöru að koma sér upp útibúi er- lendis til að annast erlendu fram- leiðsluna, og yrði það þá fyrst og fremst samsetningarverksmiðja. Hefur hann einkum hugleitt tvo staði undir slíkt útibú — í Nova Scottia eða Glasgow, þar sem aðstaðan til fyrirtækjareksturs af þessu tagi væri allt önnur og hag- stæðari. t Glasgow væri honum t.a.m. boðið húsnæði til 20 ára, sem hann gæti hvort sem hann vildi keypt eða leigt á mjög sann- gjörnu verði, en siðan væru veitt lán sem næmu um 60% af stofn- kostnaði. í Kanada hins vegar væru boðnir 5 þúsund doilarar á ári í rekstrarfé fyrir hvern mann sem fyrirtækið útvegaði at- vinnu og þar að auki óafturkræft lán er næmu um 25% af stofn- kostnaði. Elliði kvaðst nú vera að byggja yfir fyrirtæki sitt hér heima, en hann hefði siðan fullan hug á því að ráðast í að koma upp útibúi af þessu tagi strax og mögulegt væri. — í sérflokki Framhald af bls. 2 afkvæmum á mótinu var Svartur 777 frá Syðra-Laugalandi, eign Búnaðarfélags Öngulstaðahrepps í Eyjafirði. Svartur er undan Svip 385 frá Akureyri og Hrafntinnu frá Sauðárkróki, en hún er dóttir Síðu Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki. í flokki stóðhesta 6 vetra og eldri eru sýndir 8 hestar og eru þeir flestir ungir. Fimm vetra stóðhestarnir á mótinu eru 12 og í flokki fjögurra vetra eru sýndir 9 hestar. Rúmlega 60 hest- ar eru sýndir á mótinu og þar af 7 með afkvæmum. Ef ætt kynbótahrossa og gæð- inga, sem sýndir eru á mótinu er skoðuð, kemur í ljós, að Sörli 653 frá Sauðárkróki á flest afkvæmin eða 15, Glæsir 656 frá Sauðár- króki á 10 afkvæmi og Eyfirðing- ur 654 frá Akureyri á 8 afkvæmi. i undanúrslitum kappreiða sem fram fóru í gær náði Sleipnir Harðar G. Albertssonar beztum tíma í 250 m stökki, 20,1 sek, en næst koma Fluga Sigurðar Stein- grímssonar, Hofi við Höfðaströnd, á 20,4 sek. Eins og áður segir sigraði Nös Jóns Ólafssonar á 26,5 í 350 m stökki, en næst komu Gróa Harðar G. Albertssonar og Fluga Kristínar Ólafsdóttur, Keldudal, Skagafirði, báðar á 27,4 sek. I 800 m stökki náðu beztum tíma Geysir, eign Helga og Harðar Harðarsona, en hann fékk tímann 64,1. í dag verða milliriðlar í hlaup- um og keppt verður i 1500 metra brokki og 250 m skeiði. i skeiðinu mæta til leiks þeir Fannar og Óð- inn, en sem kunnugt er slasaðist Fannar fyrir skömmu og gat af þeim sökum ekki keppt á fjórð- ungsmótinu á Hellu. Mótinu lýk- ur á sunnudagskvöld með úrslit- um kappreiða. — Veðurguðir Framhaid af bls. 32 yfir V-Evrópu, sú sem hefur átt mestan þátt i þurrkunum þar, hefur verið að mjaka sér hingað norður og vestur eftir og er nú komin norður fyrir ísland. í sama tima ganga lægðir þvert fyrir sunnan landið og þær beina hing- að þessu heita lofti sem verið hef- ur yfir Evrópu. Sem sagt — smjörþefurinn af evrópskri hita- bylgju. — Heyskapur Framhald af bls. 32 fremur óstillt. Ólafur gat sér þess tib að bændur þar nyrðra hefðu þegar heyjað um helming þess sem þeir þyrftu fyrir veturinn. — Olympíuleikar Framhald af bls. 1 var haldinn eftir að meirihluta ólympfuliðs Formósu var meinað að fara inn f Kanada af kanadfsku rfkisstjórninni. Kanadastjórn hefur, undir þrýstingi frá Alþýðulýðveldinu Kfna neitað að hlevpa Formósuliðinu inn f land- ið nema það láti nafnið Lýðveldið Kfna niður falla. Killanin lávarður, forseti IOC, kallaði framkvæmdanefndina saman til skyndifundar, og i yfir- lýsingu hennar sagði ennfremur: „Nefndin fordæmir einróma af- stöðu kanadisku ríkisstjórnar- innar, sem hefur snúizt gegn komu liðs ólympíunefndar ríkis, sem ber nafn, er IOC hefur viðurkennt samkvæmt settum reglum, og þannig brotið sam- komulag sem formlega var gert við IOC er kanadiska ríkisstjórn- in lýsti stuðningi sinum við um- sókn Montreal um að halda ólympiuleikana." Þá tilkynnti verkalýðsfélag starfsmanna við Teleglobe Canada, sem sér um allar útvarps- og sjónvarpssendingar út um heim, utan Bandarikjanna, að verkfall væri yfirvofandi ef ekki yrði komið til móts við kaupkröf- ur. Ef af verkfallinu verður kann svo að fara að engar beinar út- varps- eða sjónvarpssendingar verði frá Ólympíuleikunum utan Kanada og Bandaríkjanna. — Líbanon Framhald af bls. 1 einkum undir forystu hermanna úr falangistaflokknum, Frjáls- lynda þjóðarflokknum og „Risa- herdeildinni“, sem Tony Franjieh, sonur Suleiman Franji- ehs forseta, er fyrir. Einnig njóta þeir liðstyrks frá harðskeyttum kristnum fjallahermönnum úr ná- grenninu. Talsmaður Palestinumanna sagði að þrátt fyrir bakslag her- sveita þeirra væri það mikilvægt að bardögunum væri haldið áfram í héraðinu því að ella gætu sveitir hægri manna þar flutt sig að flóttamannabúðunum Tel Al- Zaatar, sem verið hafa í umsátri i meir en tvær vikur. Sýrlendingar vísuðu því á buas dág að sýrlenzku hersveitirnar í Líbanon berðust með sveitum falangista og kristinna í borgara- styrjöldinni. Þeim væri aðeins ætlað að stilla tii friðar, og styddu hvorugan striðsaðilann. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- hreyfingar Palestínu, PLO, sagði i gær í bréfi til Anwar Sadats Egyptalandsforseta, að hann ætti von á innrás Sýrlendinga i Beirút þá og þegar. Að sögn UPI- fréttastofunnar telja flestir fréttamenn og diplómatar í Bei- rút að sýrlenzku sveitirnar hafi a.m.k. hindrað birgðaflutninga og herflutninga Palestínumanna og þar með óbeint stutt kristna. — Minning Sverrir Framhald af bls. 23 Kristur fór forðum yfir brúna, en hann kom aftur til þess að segja öllum, sem bíða, hvað væri hinum megin. „Breiðist, Guð, þín blessun yfir börnin þfn, sem harmar þjá. öllum hrelldum, særðum, sjúkum, sértu góði faðir, hjá.‘‘ Guð blessi afann og „sólargeisln" hans. Hann gefi syrgjandi ástvinunum huggun og frið sinn. Jón Kr. ísfeld. — Eru þeir að fá’ann? Framhald af bis. 3 hefði verið miklu minni það sem af er en sl sumur. Ekki vissi hann nákvæmar tölur, en nefndi að um daginn, 3—4 júli og 5—6 , hefðu komið 26 laxar á land á 4 dagsstengur og fyndist einhverjum það sjálfsagt gott en menn I Laxá á Ásum væru svo góðu vanir að þeim fyndist það enginn afli. Laxá í Kjós Okkur tókst ekki að ná sambandt við Jón Erlendsson veiðivörð. sem veit atlt um veiðina þar í ár og undanfarin ár, en stúlkurnar í vetði- heimilinu sögðu okkur að vetðtn hefði verið sæmileg undanfarið og einhver ganga verið í henni í fyrra- dag. Vissu þær um 15 laxa sem veiddust þann dag — ihj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.