Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 Þrír Reynis- piltar í lands- liði 14-16 ára KNATTSPYRNUMENN úr Reyni hafa ekki leikið 1 landsliði hingað til. Á þriðjudaginn í næstu viku mun verða breyting á, því þrfr piltar úr Reyni hafa verið valdir til að leika 1 unglingalandsliði 14—16 ára gegn Færeyingum ytra. Eins og kunnugt er verður haldið hér á landi Norðurlanda- mót fyrir pilta 14—16 ára og munu Þjóðverjar einnig eiga lið í þessari keppni. Það lið, scm ung- lingalandsliðsnefndin undir for- ystu Helga Danfelssonar hefur nú vaiið verður væntanlega kjarninn f liði íslands, sem þátt tekur f þvf móti. Liðrð sem leikur f F’æreyjum skipa eftirtaldir: Jón Örvar Arason Reyni Pálmi Jónsson FH Tómas Tómassón UBK Páll Ólafsson Þrótti Ómar Jóhannsson ÍBV Hákon Gunnarsson Reyni Benedikt Guðbjartsson FH Ágúst Hauksson Þrótti Sæbjörn Guðmundsson KR Arnór Guðmundsson Víkingi Lárus Guðmundsson Víkingi Kristinn Helgason KR Ingólfur Ingólfsson Stjörnunni Halldór Ólafsson KR Jón Guðmann Pétursson Reyni Örn Bjarnason FH Fararstjórar með liðinu verða Gfsli IVlár Ólafsson og Lárus Loftsson. HVAÐ MEÐINGA BJORN? VAR SPURT í FORUNDRAN ____■___________________ LANDSLIÐIÐ SEM LEIKUR GEGN FINNUM VALIÐ LANDSLIÐSHÖPURINN sem leikur gegn Finnum á Ólympfu- leikvanginum f Helsinki á mið- vikudaginn í næstu viku var til- kynntur á fundi með fréttamönn- um í hádeginu f gær. Kom val liðsins vægast sagt á óvart og Unglingalandsleikur í Laugardal á þriðjudag Á Laugardalsvellinum fer fram á þriðjudaginn unglingalandsleik- ur í knattspyrnu milli Islendinga og Færeyinga. Piltarnir sem leika eru á aldrinum 16—18 ára og er íslenzka liðiA nýtt, ef svo má segja, þar sem enginn leikmanna liðsins hefur áður leikið í lands- liði í þessum aldursflokki. Nokkr- ir þeirra eru þó þegar fastir leik- menn með meistaraflokkum fé- laga sinna og það vekur athygli að í liðinu er Helgi Helgason frá Húsavík, en Völsungur hefur ekki áður átt leikmann í landsliði. Liðið skipa eftirtaldir leik- menn: Rúnar Sverrisson Þrótti Guðmundur Baldursson Fram Guðmundur Kjartansson Val Sverrir Einarsson Þrótti Ottó Hreinsson Þrótti Einar Ólafsson ÍBK Þórir Sigfússon ÍBK Óskar Sigurðsson Fram Ársæll Kristjánsson Þrótti Rafn Rafnsson Fram Magnús Jónsson KR Jón Árni Guðmundsson UBK Óskar Færseth ÍBK Gísli Gíslason KR Helgi Helgason Völsungi Ulfar Hróarsson Val. Leikur Islendinga og Færey- inga hefst á nýja Laugardalsvell- inum klukkan 20 á þriðjudags- kvöldið. Leikurinn er liður í und- irbúningi íslenzka liðsins fyrir Evrópukeppnina í haust, en þar leika íslendingar í riðli með Norð- mönnum. Verðlaun fyrir unglinga- meistaramótið og holu í höggi í Nesinu í dag UNGLINGAMEISTARAMÓTINU i golfi lýkur á Nesvellinum á Sel tjarnarnesi i dag og er ekki að efa að unga fólkið mun berjast allt fram á siðustu holu. Miklar sviptingar hafa verið i keppninni og erfitt að segja um hverjir sigra Verðlaunaafhend- ing verður i skála Nesklúbbsins um klukkan 18 i dag, en keppnin i drengjaflokki hefst klukkan 10 f.h. i dag, en unglingarnir fara af stað klukkan 14 Á fimmtudaginn bar það til tiðinda að Hannes Eyvindsson ur GR fór holu i höggi. Vann hann þetta afrek á 6. braut. Hannes byrjaði keppnina illa og var i 11. sæti eftir fyrsta dag, en með góðri frammístóðu í fyrradag fór hann upp i 4.—5. sæti. óhætt er að segja að fréttamenn hafa ekki f langan tfma verið eins óánægðir með val landsliðs eins og núna. Tony Knapp landsliðs- þjálfari hefur þó áður sætt gagn- rýni, en staðið af sér allar árásir eins og herforingi og náð betri og betri árangri með hverjum leik. Hópurinn sem heldur til Finn- lands á mánudaginn verður skip- aður eftirtöldum leikmönnum, landsleikjafjöldi í svigum: Markverðir: Árni Stefánsson Fram (7) Sigurður Dagsson Val (13) Aðrir leikmenn: Ásgeir Elíasson Fram (22) Jón Pétursson Fram (15) Marteinn Geirsson Fram (30) Árni Sveinsson ÍA (7) Jón Gunnlaugsson ÍA (3) Teitur Þórðarson ÍA (21) Guðmundur Þorbjörnsson Val Ólafur Sigurvinsson ÍBV (21) Halldór Björnsson KR (6) Viðar Halldórsson FH (1) Óskar Tómasson Víkingi (3) Jóhannes Eðvaldsson Val (17) Guðgeir Leifsson Charlesroi (30) Matthías Hallgrímsson Halmía (40) Helztu breytingar frá siðustu leikjum eru þær að hvorki Ásgeir Sigurvinsson né Gísli Torfason leika leikinn gegn Finnum, en báðir hafa þeir verið sjálfsagðir menn í landslið um nokkurt skeið. Ásgeir fékk ekki leyfi frá Stand- ard Liege til þessa leiks og Gísli Torfason var ekki valinn þar sem hann hefur ekki leikið með Kefla- vikurliðinu um nokkurt skeið að sögn Tony Knapp. Þá er það athyglisvert að Hall- dór Björnsson, baráttujaxlinn úr KR, er nú að nýju í landsliðshópn- um og kemur það ekki á óvart eftir góða leiki Halldórs í sumar. Halldór mun eiga að taka stöðu Gísla sem afturliggjandi tengilið- ur. Fari svo að Árni Sveinsson, sem hefur átt við meiðsli að striða að undanförnu, geti ekki farið til Finnlands, mun Gísli Sigurðsson úr Breiðablik taka stöðu hans. ÍIVAÐ MEÐ INGA BJÖRN? Á blaðamannafundinum í gær spunnust talsverðar umræður um val á einstökum leikmönnum. Spurðu menn í forundran hvers vegna Ingi Björn Albertsson væri ekki valinn í liðið. Sömuleiðis var spurt að því hvort Valsframlinan, Guðmundur Þorbjörnsson, Ingi Björn og Hermann Gunnarsson, sem skorað hafa í sameiningu 26 mörk i 1. deildinni í sumar, væri ekki hættulegasta framlinan sem hægt væri að stilla upp í lands- leiknum gegn Finnum. Svaraði Tony Knapp þessum spurningum á þá leið að þó Ingi Björn og Hermann væru dýrmætir sínu liði þá þyrfti það ekki að þýða að þeir myndu standa sig vel með lands- liðinu. Valur léki aðra leikaðferð en landsliðið og leikmennirnir þyrftu tíma til að aðlaga sig breyttu kerfi. Elmar Geirsson kom til tals á fundinum og var spurt hvort landsliðsnefndin hefði haft sam- band við hann. Svaraði landsliðs- nefndin því til að svo hefði ekki verið gert. Ekki væri leikið í Þýzkalandi um þessar mundir og Elmar væri því líklega ekki i æf- ingu. Um atvinnumennina Jóhannes og Guðgeir sagði Knapp að þeir hefðu verið á æfingum hjá sér að undanförnu og þó þeir væru ekki í 100% æfingu þá treysti hann þeim til að ieika landsleikinn gegn Finnum, sem fram fer á Ólympíuleikvanginum í Helsinki á miðvikudaginn. Fararstjórar i ferðinni verða þeir Tony Knapp þjálfari, Jens Sumarliðason, Árni Þorgrimsson og Gylfi Þórðarson. 55>LYMPIULEIKAR /r>M/o oD/> iZ/4/W /bjT? t> í A-V/ Fy/isr/t ouí-o/1> . /l'ffVV S/D/TAD/ / fi/ií S Tol/*C/ SFotf* /f í( /r) . S/GU'/l. OD/S /Tfíí //>/19 J~/>Po//f/U/r1 / />/>OTT/C> />)O/S/SU/r) /T7////C // /AT////U&. &/>/ STO/fU/D U/)/lZ> þ/S//2/t/> //£■/, ? T/t <S/l&/U o a /bs//t U///ZJ ouct-/i> / ^os /t/ZGeciFS / OCD /1F TU/t- / ae/tt/A/ /c/ S/*AU t//S/lJ> S/D/t/i / //S//T>SST'//túó'o&//( t/c /?D sro-du/4 g/au/t oó'-/su fce/st/i/) STEFÁN Halldórsson skorar fyrra mark Víkings f leiknum við Val í fyrrakvöld. Sigurður Dagsson, markvörður Vals virðist vera að fara kollhnls en Dýri bjargar sér frá falli mcð þvf að grfpa f Magnús Bergs. Engin kæra VIÐ óskum eftir þvi að það kolni skýrt fram, aðfrétt Morgunblaðs- ins um, að Þór hafi kært leik sinn við Siglfirðinga er tilhæfulaus með öllu, sagði Þóroddur Hjalta lin, forráðamaður hjá Þór á Akur- eyri, er hann hafði samband við Morgunblaðið í gær. — Siglfirð- ingar virðast hafa misskilið það eitthvað að við gerðum athuga- semd við völlinn áður en leikur- inn hófst, enda er völlurinn i Siglufirði of iitill að okkar mati. En um kæru var alls ekki að ræða. Kærufresturinn er lika út- runnmn nuna. Leiðrétting VILLA er i einkunnagjöf Morgun blaðsins fyrir leik Vals og Vikings á Laugardalsvellinum I fyrra- kvöld, þeirri er birtist i blaðinu i gær. Ingi Bjöm Albertsson, Val, fékk 4 i einkunnagjöf blaðsins, en ekki 3 eins og stóð i blaðinu. Leiðréttist þetta hér með. Eitt landsmet EITT landsmet var sett á Norður- landameistaramóti unglinga i sundi, sem hófst í Laugardals sundlauginni i gær. Finnska stúlkan Maarit Váhassari setti finnskt met í 200 metra fjórsundi sem hún synti á 2:31,5 min. Hún varð þó að gera sér annað sætið i sundinu að góðu, þar sem sænska stúlkan Karolina Eriksson sigraði á 2:30.2 min. Eftirtaldir unglingar urðu Norðurlanda- meistarar á mótinu i gær: 100 metra flugsund stúlkna: Ingelle Havaas. Sviþjóð, 1:09,5 mín. 100 metra flugsund pilta: Lars Lindkvist. Sviþjóð. 1:06,0 min. 200 metra fjórsund drengja: Lars Lindkvist, Svíþjóð, 2:22,5 min. 800 metra skriðsund stúlkna: Susanne Ackum, Sviþjóð, 9:32,0 mín. 1500 metra skriðsund drengja: Morten Hausborg, Danmörku. 17:16,8 min. Norðurlandamótinu verður fram haldið kl. 11 í dag og þá keppt í boðsundum og kl. 16 hefst svo keppnin að nýju í einstaklingsgreinum og verður einnig keppt á sama tima á morg- un. Upplýsingar frá Don Revie TONY Knapp landsliðsþjálfara barst i fyrradag bréf frá Don Revie landsliðseinvaldi t Eng landi. i þvi voru nákvæmar upp- lýsingar um leikmenn og leik- skipulag Hollendinga. En islenzka landsliðið mætir Hollendingum hér i byrjun september. Upplýs ingar sinar byggir Revie á leik Júgóslava og Hollendinga, sem Revia sá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.