Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 5
Endirinn skyldi í upphafi skoðu. Athugið áður en þið leggið af stað: öll öryggistæki, s.s stýri, hemla og hjólabúnað, einnig olíu, loftþrýsting hjólbörðum, kælivatn, rúðuþurrkur og rúðusprautur. Algengasta bilun í ferðalögum er í rafkerfinu. Hafið helztu vara.hluti með ykkur, s.s. kerti, kveikjulok, kveikjuhamar, platínur og þétti. Takið einnig viftureim með. Gerið ykkur grein fyrir burðarþoli bílsins og varizt ^ að ofhlaða hann. fi/ÍY Það sem sízt má þó vanta í ferðina er góða ferðaskapið. Ökuhraðinn. í 49. gr. umferðarlaganna segir m.a.: „ökuhraða skal ávallt miða við gerð og ástand ökutækis, staðhætti, færð, veður og umferð og haga þannig að aksturinn vafdi ekki hættu eða óþægindum fyrir aðra vegfarendur, né geri þeim óþarfa tálmanir. Óeðlilega hægur akstur er því talinn óæskilegur, enda valda svokallaðir „lestarstjórar” mikilli hættu á þjóöveg- um. Hverjum þeim, sem verður var við að bílalest safnast fyrir aftan hann, er skylt að hleypa þeim bílum þegar fram fyrir sig, eins og lýst er í sérstökum kafla hér á síðunni. 50. gr. umferðarlaganna fjallar um ökuhraða. Kynnið ykkur hana vel. En hvað vinnst með auknum ökuhraða? Svörum því með auðskildu dæmi: Milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er 10 km leiö. Spurning: Hvað vinnst mikill tími með því að auka með- alhraðann á þessari vegalengd? Svar: frá 60—70 vinnast 86 sek frá 70—80 vinnast 64 sek frá 80—90 vinnast 50 sek frá 90—100 vinnast 40 sek frá 100—110 vinnast 33 sek Er hraðaaukningin þessara sekúndna virði? Framúrakstur. Framúrakstur er með hættulegri og erfiðari athöfnum sem framkvæmdar eru í umferóinni. Margt þarf að vega og meta á svipstundu, s.s. vegalengdir, eigin hraða og hraða mótaðilans, útsýnisfjarölægð o.m.fl. Sem dæmi má nefna að sé ekið á 80 km hraða fram úr bíl á 60 km hraða þá þarf sá ökumaöur sem það gerir að fullvissa sig áður um að engin hindrun sé á veginum á næsta 350 metra kafla og að enginn bíll sé að koma á móti á 700 metra kafla framundan! Bill A 80 km/klst = 22 m/sek Óryggisfjarlægó fyrir framurakstur 50m Aekur 50+40m lengra en B við fraViúrakStur = 90 m. 90 m : 5,5m/sek (hraðamismunur) = framúrakstur varir i 16 sek. x 22 m (hraði A) = 350metrar. Hins vegar skiptir það mestu máli að ökumaður fremra bílsins sinni því bæði fljótt og vel þegar hann verður var við að hinn vill komast fram fyrir. Honum ber að draga mjög úr ferðinni, jafnvel stanza, og víkja svo vel sem kostur er út á hægri vegarbrún. Bíll B 60 km/klst Hraðamismunur nemur 5,5m/sek = 16,5m/sek Öryggisfjarlægó eftirframúrakstur 40m Verðlaunagetraun I haust gengst Umferðarráð fyrir verðlaunagetraun urr umferðarmál, sérstaklega þjóðvegaakstur. Spurninga verða úr því efni sem hér birtist, svo og úr öðru efni serr birt verður í dagblöðum í sumar. Heildarverðmæti verðiauna mun nema kr. 400.000.— Fylgist því með frá byrjun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.