Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Aðalstræti 6. slmi 10100 Aðalstræti 6. slmi 22480. hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1000.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 50,00 kr. eintakið. Vísindanefnd Nato, sem stendur fyrir ráðstefnu um umhverfismál í Reykjavík um þessar mundir, var sett á legg fyrir 18 árum Eins og fram kom í máli framkvæmdastjóra ráðstefnunnar, við opnun hennar, eru starfsþættir vís- indanefndarinnar í höfuðatrið- um fimm: 1) veiting rannsókn- arstyrkja, 2) veiting styrkja til sérnáms og þjálfunar, sem stjórnvöld í hverju landi út- hluta, 3) veiting.ferðastyrkja til eldri vísindamanna, 4) starf- ræksla sumarháskóla, þar sem eldri vísindamenn miðla þeim yngri af þekkingu og starfs- reynslu og 5) verkefnanefnd- um á sviði haffræði, vistfræði, samskipta sjávar og lofts, á sviði kerfarannsókna og loks á sviði mannlegra samskipta. Fulltrúi íslands í visinda- nefndinni, dr. Guðmundur Sig- valdason jarðefnafræðingur, gat þess í viðtali við Morgun- blaðið sl. fimmtudag, að vís- indanefndin hefði styrkt marg- háttuð verkefni á íslandi. T.d. væri jarðskjálftamælinganetið, sem hér hefði verið sett upp, mikið til fjármagnað með styrk til tækjakaupa frá nefndínni, svo og gróðurrannsóknir, sem Yngvi Þorsteinsson hefði unnið að, og raunar hefði fjöldi ís- lenzkra vísindamanna hlotið styrki frá nefndinni til einstakra verkefna. gæði mannlífsins; heldur í þeirri víðu merkingu að við- halda umhverfinu í heild: frjó- semi jarðvegsins, jafnvægi vatnsins, framleiðni plantn- anna, erfðafræðilegri fjöl- breytni; þ.e. verkhæfni hinnar stórkostlegu náttúrulegu hring- rásar, sem allt lif byggist á, þar á meðal líf mannsins." Þetta undirstöðuverkefni þjóðanna tengist þeim viðblas- andi vanda á næstu árum og áratugum, að fæða ört vaxandi mannkyn svo vel sé, án þess að skerða eða skemma lífkeðju þess umhverfis, sem við hrær- umst í, og tilvera mannanna grundvallast á. Fram kom í erindi forseta ráðstefnunnar, sem hér .var vitnað til, að mannfjöldinn í heiminum þess að auka nýtingu á frumaf- rakstri jarðarinnar Þeir hlutar jarðar, sem hafa viðráðanlegt loftslag, nægar vatnsbirgðir, frjósaman jarðveg og eru lausir við umhverfis- streitu, þ.e. tempraða beltið, hefur þegar verið byggt um árþúsundir. Og þar væri komið að því hagnýta gildi, sem ráð- stefnan hefði fyrst og fremst. Meginverksvið og tilgangur ráðstefnunnar væri að rann- saka -og benda á leiðir um, hvern veg halda megi við frjó- seminni, ríkidæminu, á landi og í vatni í tempraða beltinu, sem hrörnað hefði fyrir mis- notkun á liðnum árum. Mark- mið ráðstefnunnar væri I stuttu máli að rannsaka hvað vísindi vistfræðinnar geti sagt okkur Hringrás, sem allt líf byggist á Umhverfisráðstefna Nato, sem haldin er hér á landi þessa dagana, fjallar ! raun um eitt veigamesta verkefni mann- kynsins. Forseti ráðstefnunnar, skilgreindi verkefni ráðstefn- unnar svo: „Þessi ráðstefna er, í vissum skilningi, um verndun. Ekki í þrengstu merkingu orðsins, þegar það er notað um vernð- un villidýra og plantna, svo mjög sem þ>að hefur áhrif á myndi sennilega tvöfaldast og hugsanlega fjórfaldast, áður en þróuninni, menntuninni og læknavísindum tekst í samein- ingu að koma á jafnvægi. Leið- irnar til að leysa vandann fæl- ust m.a. í: að taka nýtt land til ræktunar, að nýta betur sjávar- afurðir, ræktun nýrra plantna og dýra, að vinna efni úr jurt- um, sem menn eða dýr gætu ekki nýtt nú, og með því að breyta mataræði mannsins til um þá þætti, sem ákvarða sam- setningu og framleiðni vistkerf- isins og viðbrögð þess við trufl- un af hendi mannsins. Tilgang- urinn er að forðast i ríkari mæli þér eftir en hingað til að valda tjóni í hringrás lífríkisins, og snúa til betri vegar afleiðingum af skaða, sem þegar væri orð- inn. Leitást verður við að niður- staða ráðstefnunnar verði vel skýrður hugmyndarammi um það, hvern veg á að nálgast vandamál vistfræðinnar, leita að leiðbeiningum með almennt gildi. Að því stefnir sú viðleitni, sem felst í fjármunum og fyrir- höfn, sem að baki ráðstefnu- haldsins stendur. Það er á margan hátt einkar vel til fundið að halda ráð- stefnu sem þessa hér á íslandi. ísland hefur aðdráttarafl fyrir vísindamenn, einkum í jarð- fræðilegum skilningi; og hnatt- staða landsins á „mörkum hins byggilega heims'' skapar vist- fræðilega sérstöðu. íslenzkir vísindamenn sinna margháttuðum viðfangsefnum við að „endurbæta” lífkerfið i islenzkri náttúru. — Enda þótt Morgunblaðið hafi öðrum blöð- um fremur hvatt til aðhalds og samdráttar í opinberum kostn- aði, vegna aðsteðjandi efna- hagsvanda þjóðarinnar, hefur það jafnframt vakið á því at- hygli, hvaða þýðingu vísinda- legar rannsóknir hafa fyrir sam- tíð og framtið þessarar þjóðar, einkum á sviði jarðfræði, vist- fræði láðs og lagar, og nýtingu innlendra orkugjafa, og að fáar ef nokkur siðmenntuð þjóð ver jafn litlum hluta þjóðartekna sinna til rannsókna og íslend- ingar, sem hafa þó til svo mik- ils að vinna í þeim efnum. Fagna ber umhverfisráð- stefnu Nato og þakka forstöðu- mönnum hennar, innlendum og erlendum. Nart pólitískra öfgamanna út í ráðstefnuna, einungis af þeim sökum að aðildarriki Atlantshafsbanda- lagsins standa að henni, ber vott um þá mengun hugarfars- ins, sem hefur engu minni hættur í för með sér en hlið- stæð fyrirbrigði í lífríki jarðar. IBM-skákmótið í Hollandi: Skák eftir JON Þ. ÞOR Mér varð heldur hverft við, er ég fékk í hendur skeytið með skákunum og úrslitun- um úr 4. umferð IBM- mótsins i Amsterdam. Tvö töp fyrir mönnum, sem þeir Friðrik og Guðmundur ættu að ráða við að öðru jöfnu. Við skulum bara vona, að þetta hafi verið sérstaklega slæmur dagur og þeír félagar harðni við andstreymið. En hér koma skákirnar: Hvítt Istvan Faragó (Ung- verjal.) Svart: Guðmundur Sigur- jónsson Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7, 4. Bf4 (Rólegur leikur, sem hefur það markmið að hindra eða tefja framrás svarta e- peðsins). 4. — 0-0, 5. Rf3 — d6, (Hér gat svartur brugðið sér út í Grúnfeldsvörn með 5. — d5). 6. e3 — c6, 7. Be2 — a6, (Boleslavski mælir með 7 — Da5 og t'elur svartan þá eiga auðveldara með að jafna tafl- ið). 8. 0-0 — b5, 9. Hc1 — Rbd7, 10 Dc2 — Bb7, 11. e4 — Da5, (Mótspil svarts á drottningar- vængnum verður hvorki fugl né fiskur. Til greina kom 1 1. — Rh5, eða 11. — bxc4, 12. Bxc4 — Rb6 ásamt Rfd 7). 12. h3 — b4, 13. Ra4 — e5, 14. dxe5 — dxe5, 15. Be3 — Rxe4? (Hér teygir Guðmundur sig of langt. Hvítur fær óstöðvandi sókn fyrir peðið. Gott var t.d. 15. — c5 ásamt Bc6). 16. Dxe4 — Dxa4, 17. c5! (Rýmir c4 — reitinn fyrir biskupinn og lokar svarta biskupinn inni á b7). 17. — Rf6, 18. Dh4 (Sterkara en 18. Dxe5 — Rd5 o.sv.frv.). 18. — Rd5, 19. Rg5 (Riddarinn leggur nú upp f langt og árangursrikt ferða- iag) 19. — h6, 20. Re4 — f5, 21. Rd6, — g5, (Svarta peðafylkingin lítur ógnandi út, en er þó hættu- legri svarta kónginum en þeim hvíta). 22. Dh5 — Bc8, 23. Bc4 — Be6, 24. h4 — f4, 25. hgx5 — hgx5, 26. Re4! (Nú verður fátt um varnir hjá svarta kónginum). 26. Bf7, 27. Dxg5 — fxe3, 28. Rg3! — Ha7, (Eða 28 — exf2+ 29. Hxf2 og svartur á enga vörn). 29. fxe3! (Og nú bætist hrókurinn í sóknina). 29. — Da5, 30. Rf5 — Be6, 31. Rh6+ — Kh8, 32. Hxf8+ — Bxf8, 33. Dxe5+ Bg7, 34. Dxe6 — Dxc5?? (Hroðalegur afleikur, en stað- an vartöpuð). 35. Dg8 mát. Og þá kemur skák Friðriks. Hvftt; H. Böhm Svart: Friðrik Ólafsson Colle byrjun I. d4 — d5, 2. Rf3 — Rf6, 3. Bg5 — e6, 4. e3 — c5, 5. c3 (Colle byrjun á 1a Jóhann Þórir). 5. — Db6! (Friðrik hefur vafalaust ætlað að notfæra sér að hvíti biskupinn var farinn að heim- an, en þessi leikur er þó hæpinn. Öruggara var 5. — Be7). 6. Bxf6 — gxf6, 7. Dc2 — Rc6, 8. Rbd2 — Bd7, 9. Be2 — f5, 10. 0-0 — Hc8, (Svartur vill auka þrýstinginn á miðborðið, en hvítur verður fyrri til). II. Hac1 — Bd6(?) (Betra var 11. — Be7). 12. c4! (Nú hlýtur miðborðið að opn- ast hvitum í hag, þar sem svarti kóngurinn verður ber- skjaldaður). 12. — cxd4, 13. cxd5 (Ekki 1 3. c5 vegna Rb4). 13. — exd5, 14. exd4 — Rxd4, (Djarft teflt en Friðrik átti fárra góðra kosta völ). 15. Dd3 — Hxc1, 16. Hxc1 — Re6, 17. g3 — f4, (Svartur reynir mótspil, en kóngsstaðan er of veik). 18. Dx5 — fxg3, 19. Re4! — gxf2 + (Eða 19 — Be7, 20. Re5 og svartur fær varla varizt lengi). 20. Kf 1 — Ke7, (Nú vinnur hvitur mann og þá er eftirleikurinn auðveld- ur). 21. Hdl — Hg8, 22. Dxd6 — Dxd6, 23. Hxd6 — Bc6 (Ekki 23. — f5, 24. Hxd7). 24. Rfd2 — Hg1, 25. Kxf2 — Hh1, 26. Bf3 — Ha1, 27. a3 — f5, 28. Hxe6 — Kxe6, 29. Rc5+ — Ke5, 30. Rc4 — f4 og gafst upp um leið. Önnur úrslit í 4. umferð urðu sem hér segir: Donner vann Velimirovic, Ree vann Langeweg, Ligterink — Gip- slis jafnt., Szabó — Ivkov jafnt., Kortsnoj —- Sax biðsk., Milesvann Kuraica. Staðan að loknum 4 um- ferðum er þessi: 1. — 2. Faragó og Miles 3 v., 3. Ligterink 2,5 v., 4. Kortsnoj 2 v. og biðsk., 5. — 13. Ree, Guðmundur, Kuraica, Friðrik, Gipsils, Donner, Szabó, Böhm, Ivkov 2 v., 14. Velimirovic 1,5 15. Sax 1 v. og biðsk., 16. Lange- weg 0 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.