Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULl 1976 29 VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 ‘kl 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Öræfaferðir Ferðalangur mikill kom að máli við Velvakanda og vildi koma á framfæri hugleiðingum sínum um ferðalög um hálendið, i öræf- um og óbyggðum íslands. Hann hafði þetta að segja: , ,,Það eru ekki mjög mörg ár siðan ferðalög hófust í rikum mæli upp í óbyggðir okkar. Ég man að ég fór um Sprengisand fyrir tíu árum eða þar um bil og tók sú ferð nokkra daga. Hún hafði verið lengi í bígerð og tók nokkrar vikur að skipuleggja hana og hafa ökutækin tilbúin og slíkt, sem allt þarf að vera í full- komnu lagi til öræfaferða. Þegar við ókum svo sem leið lá yfir Sprengisand þá var það segin saga að i hverf sinn sem við mætt- um einhverjum bil eða urðum vör við aðra ferðalanga sem var mjög sjaldan að upphófst mikil spjall um vegi og færð, bilana og svo framvegis. „Vegirnir", sem ekið var eftir, voru eins og við mátti búast, ekki upp á marga fiska, aðeins slóðir, sem ruddar höfðu verið og hver og einn reyndi e.t.v. að lagfæra eftir getu þegar þurfti. Afar sjald- an var þó farið út af hinni eigin- legu ökuleið, einstaka sinnum þurfti að taka smá krók fyrir keldu. % Nýliðar En nú bregður svo við hin síðari ár að þegar ferðir taka að gerast algehgari, að á hverri éinustu há- lendisslóð má sjá svo og svo mörg útskot og aukaleiðir, að stór og mikil landsspjöll eru að. Það er engu líkara en menn með jeppa- dellu eða einhvern álíka lasleika geri sér serstakt far um að fara ekkí troðnar slóðir. Nú er svo komið að manni finnst eiginlega lítið gaman að ferðast um landið, hvar sem litið er má sjá hjólför sem skera sund- ur viðkvæman gróður og eru þar með upphaf að uppblæstri og gróðureyðingu. Náttúruverndar- ráð og aðrir velunnarar náttúr- unnar standa ráðþrota gagnvart svona akstri, það er of kostnaðar- samt að senda heilu löggæzlu- sveitirnar á vettvang. Ég vil taka fram að ég á hér ekki við þessa svokölluðu torfæruakstursmenn. Þeir eru alveg sérflokkur og þeir stunda sinn akstur oftast á einhverjum eyðisvæðum þar sem enginn gróð- ur er fyrir. Það sem ég hef séð til þeirra manna er að minnsta kosti ekki ámælisvert, en það getur verið að aðrir hafi séð eitthvað misjafnt hjá þeim. En þeir sem aka upp um öll öræfi og spilla gróðri það eru samvi/.kusamlega og honum var unnt lýsingu Malins á andrúms- loftinu og atburðunum á Hall og bætti við nokkrum ályktunum frá eigin brjðsti. — Eins og ég sagði áðan var þetta dálftið furðuleg útför. Fvrst og fremst vegna framkomu Andreasar' Hallmann. Ég hafði vinsamlega beðið aila um að troð- ast nú ekki nálægt og allir hlýddu og komu I hvlvetna prúðmann- lega fram, en hann þaut eins og versta fúría yfir kirkjugarðinn og lét konuna sína ganga einsamla langt að baki sér. Malin er á þeirri skoðun eins og ég hef sagt ykkur, að hann sé gersamlega nið- urbrotinn af sorg, en það virkaði nú þannig á mig að hann væri reiðari en sorgbitinn og hryggur. — Nú, já, sagði Christer rólega — ef hann á erfitt með að sætta sig við að koma á almannafæri og finna manneskjur glápa á hann, getur útför sem hefur að auki persónulega djúp áhrif á hann, tæpast verið auðveld fyrir hann. — Það er dálftið sem ég fæ ekki botn f, tautaði Swennung og það er hvers vegna fólk hefur þennan feiknalega áhuga á að glápa á mann eins og Hallmann. Látum menn, sem hafa nýlega uppgötvar að það er hægt að ferðast annað en til sólarlanda eða annarra út- landa, þeysa þvi upp á hálendið og gera það að takmarki sínu að komast yfir sem mest svæði á stytztum tima. Þvi þurfa þeir að aka svo mikið út fyrir venjulegar slóðir þar sem hinn venjulegi öf- æfaferðamaður mundi hiklaust ganga. Það er af sem áður var að menn nenni að ganga eitthvað, allir fara á bílum sinum og hreyfa sig helzt ekki út úr þeim. Það er lika horfinn sá ævintýrabragur, sem var á öræfaferðum, enda eru þær ekki slíkt voðafyrirtæki og var, vegna betri vega og hins að alltaf má sjá til ferða annarra og þvi yfirleitt hægt um aðstoð ef eitthvað bjátar á.“ Þessi var saga hins gamal- reynda ferðalangs, hann tók það þó fram sjálfur að hann væri eng- inn véfrétt i ferðamálum, en þetta væri aðeins þær hugleiðingar, sem bærzt hefðu með honum, þeg- ar hann hefir verið á þessum flækingi upp á öræfum eins og hann orðaði það. 0 Umgengni á ferðamanna- stöðum Fleiri hafa verið á ferðinni ný- lega og greint frá sinum ferðum: „Ekki er beint hægt að segja að umgengni á vinsælum ferða- mannastöðum hafi verið með bezta móti, hvorki i ár eða þau hin allra síðustu. Fjöldi ferðamanna virðist fara sívaxandi, ekki sizt i Þórsmörk og fleiri stöðum og það er eins og flestum sé sama um hvernig umgengnin er. Maður fer að haida að fólk fari i ferðalög til að losa úr ruslatunnum sínum, svo rammt hefur kveðið að þessu. Önnur skýring, sennilega öllu réttari er sú að fólk er svo klaufa- lega útbúið til ferðalaga, sérstak- lega hvað varðar nesti sitt. Menn geta verið að burðast með niður- suðudósir og svo verða þeir að henda þeim bak við næstu hæð, þvi ekki nenna þeir að grafa dós- irnar. Þó er rétt að taka hér fram að mjög víða er farið að hafa góða þjónustu í þessum efnum, rusla- tunnum er komið fyrir, en sumir hafa ekki hugmynd um til hvers þær eru. Vita borgarbúar kannski ekki lengur hvernig ruslatunna litur út? Annað atriði, sem svo rammt kveður að á þessum stöðum, er söfnuður fólks, sem kemur þang- að í þeim eina tilgangi að tæma innihald úr vinflöskum ofan í sjálft sig og dreifa þeim síðan á viðavang. Nýlega hafa borist ein- hverjar fréttir af drykkjulátum ungmenna i Þórsmörk, þar sem þau munu hafa legið úti við ófær um að hreyfa sig vegna of- drykkju. 1 þessu sambandi langar mig að nefna að sífellt er að færast i vöxt að fyrirtæki fari i ferðir með starfsfólk sitt og þá hefur maður séð í hvaða tiigangi sumt fólk fer í þær ferðir, sem sagt þann, að finna nýjan stað til að drekka á. Ekki finnst manni það nú beint virðing við náttúru landsins." Þar með lýkur ferðasögum að sinni og virðist vera misjafn sauð- ur meðal hinna mörgu ferða- manna og tilgangur ferðalaga hinn fjölbreyttasti. HÖGNI HREKKVÍSI 777___ Bifreiðaeigendur Eigum fyrirliggjandi frá DUALMATIC í Banda- ríkjunum: DRIFLOKUR STÝRISDEMPARA VARAHJÓLSHETTUR BENSÍNBRÚSAHETTUR TÖSKUR INNAN Á BLÆJUHURÐIR GÓLFTEPPI í BRONCO, BLAZER OG SCOUT BLÆJUHÚS HJÓLBOGAHLÍFAR VARAHJÓLS OG BENSÍNBRÚSAGRINDUR Tökum að okkur að sérpanta varahluti í vinnuvélar og vörubifreiðar. VÉLVANGUR HF. Hamraborg 7. — norðurhlið Kópavogi — sími 42233. Umboð til sölu Til sölu er umboð fyrir „KOSMOS” tilrauna- og vísindaleikföng, en það er einn stærsti framleiðandi sinnar tegundar í heimin- um. Lager fylgir með upp á ca. 1 000,000.— Gott tækifæri fyrir duglegan mann sem vildi aukastarf. hafa þetta fyrir Til sölu trésmíöavélar og fleira: Verð. 1. Stór bandsóg 14", 280.000 — 2. Plötuveggsóg, tveggja ára gómul. 300.000 — 3. Nýr þurrkofn fyrir timbur. 405.000 — 4. Kantllmingapressa sex strokka loftdrifin. 310.000 — 5. Loftpressa 200 lítra (vantar á hana þjoppuh ) 6. Útihurð með munstruðum kopar. Sýnishorn. 65.000.— Stærð 100 cm.B x 210 cm.H 135.000 — 7. Álstillansar sem hægt er að breyta I palla, 3 x 5 m. og I lengd 50 cm.x lom. á hjólum. Sýnishorn. 1 2% afsláttur frá verði. 8. Takonharðplast vesturþýsk gæðavara, til I 1.046.000.— 18 litategundum. Nýkomin sending, verð pr. Ifm Greiðsluskilmálar: Útb ca 65—70%. 700 — Uppl. gefur Guðjón Pálmason á laugardag 10/ 7 frá kl 4 — 7 og aðra daga á skrifstofutíma. Trésmiðja Austurbæjar Sfmi 83755

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.