Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULl 1976 19 Slagsmálasveit stúd- enta reiðir til höggs í Morgunblaðinu birtist hinn 1 júlí greinarkorn eftir Magnús Ásgeirsson stud. oecon, sem ber yfirskriftina „Slagsmálasveit stúdenta'' — en er þó að stærstum hluta helgað lítilsháttar ærunarti í minn garð Af lestri þessarar greinar er Ijóst, að seint mun hún þoka höfundi sínum á bekk með ritsnilldar- mönnum íslands. Greinin er sannast sagna hin mesta böslusmíð, og vissu- lega er mér Ijúft að votta Mbl virðingu mína fyrir þá hárnæmu smekkvisi sem blaðið sýnir, með því að setja grein Magnúsar stað með erlendum skemmtifregnum En vegna þeirrar venju sem mér var bernskum innrætt, að skipa sannleikann ætið til öndvegis, get ég ekki látið hjá liða, að hnýta samvægilega í Magnús, með því að í grein hans er margt ofsagt, sumt van- sagt en flest missagt HIN ÞÖGULA EYMD Lesendum Mbl til upplýsingar skal þess getið, að Magnús þessi hefur um hríð setið í Stúdentaráði Háskólans fyrir félagsskap sem kallar sig Vöku- félag lýðræðissinnaðra stúdenta, en vont fólk kallar stundum útibú sjálfstæðisflokksins í Háskólanum í Stúdentaráði fara fram umræður um margvísleg málefni, og tíðúm gerist það, að mönnum hitn- ar í hamsi. Einn er þó sá maður sem af stakri geðprýði situr fundi ráðsins og sýnir mikla stillingu, reyndar svo mikla, að hingaðtil hefur hann stillt sig um að segja aukatekið orð. Má af því marka, hversu vel hann vinnur stúd- entum Þessi orðfái maður er Magnús Ásgeirsson. Slíkir skoðanaleysingjar eru stundum nefndir atkvæðadýr. Þeir eru jafnan vel rækir í flokki og telja trúmennsku og auðsveipni við hús- bændur sína þá dyggð sem best dugir til metorða Það kom því fáum á óvart, þegar Magnús var sendur fram á ritvöllinn, er dró að kosningum í Háskólanum á vetri nýliðnum, og aurkasts var þörf. Vinstri sinnar reyndu þá sem endranær að heyja kosningabaráttu á málefnaleg- um grunni En slíka þolraun stóðst Vaka ekki frekar en fyrri daginn Þegar leið að kosningum þvarr kjarkur íhalds- stúdenta, örvænt þótti um nýja sigur- vinninga og þá var gripið til þess haldreipis sem jafnan hefur þótt traust- ast í þeim herbúðum; að nota Mbl. og viðfræga útbreiðslu þess til að dreifa röngum upplýsingum, að sjálfsögðu i bland við sannleikann eins og hin göbbelska teória ráðgerir. Sem fyrr segir féll hið ömurlega hlutskipti blekk- ingarmeistarans í skaut Magnúsi. Vaka þarf nú enn að koma viðlíka boðskap á framfæri, og aftur er Magn- ús fenginn til að handfjalla staðreynd- irnar jafn frjálslega og áður. Ekki veit ég hvað honum gengur til með athæfi sínu, má vera að ráðgátur viðskipta- fræðinnar hafi lagst svo þunglega á sinni hans, að hann beri ekki lengur skilning á mun góðs og ills og er honum þá fyrirgefið Þó tel ég senni- legra, að með þessu sé Magnús að slá sig til riddara í augum félaga sinna í Vöku, slá ryki yfir hina þögulu eymd sina og meint skoðanaleysi á fundum Stúdentaráðs og baða sig ögn í þeim dýrðarljóma sem mönnum af hans sauðahúsi þykir leika um þá sem ber- ast nokkuð á Slíkan veikleika kunna þeir forsprakkar Vöku að notfæra sér, sem stýra liði að tjaldabaki, en dirfast ekki sjálfir fram fyrir skjöldu TIL HVERRA ER LEIKURINN GERÐUR? íhaldsmenn i Háskólanum komu ekki fram með gagnrýni á þinghúsföi námsmanna fyrr en á fundi Stúdenta- ráðs 28. júní sl Þá voru fimm vikur liðnar frá því hún var farin. Ekki kom neinum á óvart, að þeir skyldu gagn- rýna þennan þátt námsmanna í eigin kjarabaráttu, þar sém í honum fólst hörð árás á þau öfl, sem Vaka hefur tengst traustustum böndum í tímanna rás. Það þótt einungis sanna, sem fyrir var þekkt, að sú taug sem liggur milli Vöku og föðurtúnanna er að miklum mun rammari en það afl, sem knýtir hana v*ð þorra stúdenta og hagsmuni þeirra Hitt sætir furðu, hversu seint sú gagnrýni er fram komin, einkum sé haft í huga: 1) Meir en fimm vikur líða frá þinghús- förinni, áður en íhaldsstúdentar skræmta, og stóð þeim Morgunblaðið vafalaust opið til árása sem fyrr. 2) Einn Stúdentaráðsfundur hafði liðið, án þess að nein gagnrýni kæmi fram á aðgerðirnar í sölum Alþingis Því er ekki nema eðlilegt, að í hugum margra stúdenta kvikni spurningin,: Hvers vegna biðu Vökumenn svo lengi með gagnrýni sína, fyrst þeir töldu hennar þörf á annað borð? Og hvers vegna hasla þeir gagnrýni sinni völl á síðum Mbl en ekki á vettvangi Stúd- entablaðsins, sem væri þó eðlilegast? Fyrir þá sem hafa fylgst með stúd- entapólitík á íslandi undanfarin ár, er svarið augljóst innritun nýstúdenta til Háskóla íslands er hafin, og hér er sumarbomba Vöku á ferðinni Nú skal strax byrjað að innræta nýstúdentum mun góðs og ills, hverjir séu góðir menn og vondir í Háskóla íslands Til þess hefur Vaka hin síðustu ár haft þann hátt á að blása upp litskrúðuga sápukúlu, þar sem grimmileg vonska hinnar „fámennu öfgaklíku'' sem ræð- — Opinberir starfsmenn Framhald af bls. 12 í efnahagsmálum landsins er orðið skelfilegt, svo að ekki sé meira sagt. í apríllok var því lýst yfir að greiðsluhalli á fjárlögum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs næmi um 214 milljónum sterl- ingspunda. Rúmlega 60% af þessu fé runnu til launa- greiðslna einvörðungu. Þessum halla var að mestu leyti mætt með því að prenta nýja peninga og kynda þannig enn undr verð- bólgubálinu, en árlegur ver- bólguvöxtur í Argentínu er um 400%. Ríkisstjórninni er vita- skuld mjög umhugað um að hægja á verðbólgunni og i þeim efnum á hún vart annars úr- kosti en að draga úr opinberri eyðslu með því að segja upp hundruðum þúsunda opinberra starfsmanna. ur ferð í Stúdentaráði, er spegluð í mörgum litbrigðum. Á þann hátt nota þeir Morgunblaðið og sannverðugleik þess til að beipa skoðunum nýstúdenta í réttan farveg Eða hver trúir, að bláber tilviljun valdi því, að birting hinnar furðulegu ritsmíðar Magnúsar beri upp á fyrsta dag innritunar? En svo virðist, sem þessi sápukúla muni nú springa í andlit þeirra sem hana blésu og þá getur sviðið í aug- um lítilla Vökustráka. GETSAKIR OG DYLGJUR Grein Magnúsar ber yfirskriftina „Slagsmálasveit stúdenta' og siðar i greininni talar hann um „fylkingu stúd- enta", er beiti lögreglu landsins of- beldi, og hnýtir mér þar rækilega við Hér vakir greinilega tvennt fyrir Magnúsi. Annars vegar skal nú blásin út sú lygi að vinstri menn í Háskólan- um skipuleggi nú sveit áflogaseggja, sem séu reiðubúnir til allskyns óhæfu- verka, — þá væntanlega í nafni heims- kommúnismans—, og hins vegar skal það brýnt fyrir lýðnum, að sé formaður Stúdentaráðs ekki forkólfur þessa meinta hryðjuverkahóps, þá sé hann amk. í mjög nánum tenglsum við hann. Magnús mun þá væntanlega kalla mig Össur Baader { næsta skáld- verki sínu. Þrátt fyrir að hér liggi leið greinar- höfundar sem fyrr utan endimarka sannleikans, er þetta ekki í fyrsta sinn, sem Vökumenn láta slíkan óhróður frá sér fara Einn af forsprökkum Vöku — Kjartan Gunnarsson — gerði þetta ma. að umtalsefni á síðasta fundi Stúd- entaráðs í grein sinni hefur Magnús orðrétt eftir Kjartani „þessi hópur virð- ist vera einskonar stormsveit " Hér líkja þeir kumpánar möo. íslensk- um stúdentum og skólasystkinum sín- um við þá herflokka , sem mestri ógn og skelfingu hafa valdið í sögu mann- kynsins, stormsveitir Adolfs Hitlers. Hvílík smekkvísi. Til frekari vitnis um þann grunn, sem nefndur Kjartan reisir mál sitt á, má nefna, að hann vék að því, að „stormsveitin" hefði byrjað feril sinn með töku á skrifstofu Nató hér f borg Af því tilefni sagði hann*ma. að „grunur léki á, að formaður Stúdenta- ráðs væri einn af forsprökkum þessa hóps " Þetta leyfði Kjartan sér, þrátt fyrir þær staðreyndir málsins — sem hann hefði betur kynnt sér áður en hann hóf geipan sitt — að formaður stúdentaráðs og smiður þessarar grein- ar kom þar hvergi nærri Reyndar virð- ist svo, að helstu afleiðingar þeirrar „skrifstofutöku" hafi orðið, að sá skjálfti er hljóp í taugar hjartveiks lög- fræðings við þetta atvik, hefur nú færst yfir í taugakerfi Sjálfstæðismanna í Háskóla íslands og slævt allverulega eðlilegan hugsanagang Að öðru leyti vil ég segja við Kjartan og kumpána hans eins og Jón úr Vör við M Johannesen ritstjóra Svona málflutning gef ég ekki háa einkunn' SAMSTARF VÖKU OG NASISTA Á 4. TUGNUM Einn af áherslupunktum greinar sinnar setur Magnús í frásögn af „skrýddum sveitum Nasista og komm- únista,, sem voru að sögn hans áber- andi þáttur í menningarlífi bæjarins á 4 tugnum Og eðli sínu trúr reynir hann að vekja til skyldleika milli þeirra og þess hóps, sem mótmælti náms- lánafrumvarpinu af pöllum Alþingis. En Magnúsi væri hollt að bregða Ijósi yfir sögu Vöku — síns eigin félags Þá myndi hann komast að því, að Vaka var stofnuð sem breiðfylking gegn öfgahópum af ýmsu tæi, þám. Nasist- um Skömmu eftir stofnun Vöku fóru fram kosningar í Háskólanum Vaka hlaut þá 4 menn kjörna, vinstri menn 4 en Nasistar 1 Nú væri rökrétt að álykta, að Vaka hefði þegar gengið til samstarfs við vinstri menn í því skyni, að kveða niður hinn nasíska öfgahóp og vinna þannig að uppfyllingu stofn- markmiða sinna En hvað gerðist? Jú- Vaka gerði bandalag við Nasista til að ná meirihlutaaðstöðu, og stuðlaði þannig að framgangi þeirra málefna, sem Nasistar í Háskólanum höfðu á stefnuskrá sinni. Með því að snúast til fylgis við hinn nasíska öfgahóp, vó Vaka að upphaflegum markmiðum sín- um, sem er ömurlegasta hlutskipti er nokkurt félag getur öðlast. Samt líkir . Magnús vistri mönum við stormsveitir. Býr nokkur í glerhúsi? RANGFÆRSLUM HNEKKT Hér ætla ég að hrekja beinar rang- færslur sem greinarhöfundur prýðir ritsmíð sína með Hann talar ma. fjálglega um, að „nokkrir stúdentar með Össur Skarphéðinsson í broddi fylkingar " hafi staðið að þinghús- förinni. Hér er mjög orðum hallað Stúdentar voru í minnihluta á þingpöll- um, en mikill meirihluti mótmælenda var úr öðrum framhaldsskólum. En með því að aflaga þennan atburð og kenna stúdentum um, leggst greinar- höfundur á sveif með þeim öflum, sem hafa frá valdatöku vinstri manna í Há- skólanum lagt allt kapp á að sverta stúdenta í augum alþýðu Hann kennir því augljóslega upprunans Þá staðhæfir Magnús, að námsmenn hafi „beitt þingverði og lögregluþjóna ofbeldi' Þetta er rangt Við ræðu mína var mikil þröng námsmanna á þing- pöllum. Það olli því glundroða, er fjórar eða fimm óeinkennisklæddar verur hófu að ryðjast inn eftir pöllun- um með stunum og blæstri, og veltu ma bekk um koll i æði sínu Mjög var þvi erfitt um vik, að víkja fyrir þessum óróamönnum, auk þess sem sú sið- venja ríkir á íslandi, að þæfast sem best fyrir þeim sem með ofbeldi hyggj- ast ryðja sér braut. Og hið eina sem þessum mönnum var gert til óhægðar, var að fólk þæfðist fyrir þeim, enda erfitt að víkja i slíkum þrengslum. í annan stað fullyrðir Magnús, að þarna hafi „likamsmeiðingar' átt sér stað Hér er um mjög alvarlega ásökun að ræða, og ég skora á hann að finna þessum ummælum stað, en reynast ella sá maður að biðjast afsökunar á orðum sinum Þá fullyrðir hann, að námsmenn hafi raskað starfsfriði Alþingis með athacíi sínu Hér er ein rangfærslan i viðbót. Þegar ræðuhöld okkar hófust, hafði þingforseti slegið í bjöllu sína, til merk- is um frestun þingfundar Þingsköp voru því ekki rofin, og því ekki framið lögbrot. Og þar eð lögbrot var ekki framið, er sýnt, að löggæzlumenn voru ekki hindraðir í starfi Magnús bítur þarna í skottið á sjálfum sér í rökleiðslu sinni, og sýnir enn á ný, að lögmál rökvísinnar er í höndum hans undir- orpið sama stirðleika og beiting sann- leikans. Þá er að geta, að greinarhöfundur telur, að atburðirnir í þinginu hafi gerst i óþökk alls þorra stúdenta og „hnekkt áliti þjóðarinnar á stúdentum" Nú er mér ekki fullkunnugt um „álit þjóðar- innar á stúdentum ", en tel vist, að vaði „þjóðin" í þeirri villu, að stúdentar séu flestir af kalíber Magnúsar og fylgifiska hans, þá sé það álit heldur óburðugt Eitt af markmiðum þessarar greinar er einmitt að forða slíku Hitt er jafnvist, ef marka má ummæli fólks, að mót- mæli okkar i sölum Alþingis mæltust vel fyrir meðal almennings, vafalitið vegna þess álits, sem þingið hefur aflað sér fyrir starfshætti sina Og væri vinsældum þessa atburðar og réttmæti skotið undir atkvæði innan Háskólans má heita öruggt, að fylgjendur hennar næðu langt út fyrir flokkslinur vinstri manna TILDRÖG MÓTMÆLANNA Það, sem orsakaði mótmæli náms- manna á pöllum Alþmgis hinn 1 7. maí sl. var í fyrsta lagi, að mjög erfitt var um vik að framkvæma „hefðbundin" mótmæli Það stafaði af þvi, að rikis- valdið hafði af kænsku sinni frestað Framhald á bls. 25 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM SONUR okkar gekk f söfnuð, þar sem menn trúa ekki á frelsandi kraft Krists. Við höfum reynt að sýna honum fram á, að honum hafi orðið á mistök, en hann skellir skollaevrum við orðum okkar. Hvað eigum við að gera? Ungt fólk trúir oft öðruvísi en foreldrar þess — og oft varir þettu um stundarsakir. Ástæður til þessa eru margvíslegar — og stundum er engin sýnileg ástæða. Það kemur fyrir, að það fer annan veg en foreldrarnir, af því að það sér, að þá skortir einlægni og sannan áhuga. Oft er orsökin hin venjulega uppreisn æskunnar gegn erfðavenjum og löngunin til að verða ,,frjáls“ undan handarjaðri foreldranna. Þá kemur fyrir, að um er að ræða einlæga löngun til þess að finna það, sem er satt og gott, sanna trú. Mörg heimili hafa sundrazt vegna ólíkra viðhorfa í trúmálum. Þetta er sorglegt, því að markmið sannr- ar kristinnar trúar er öðrum þræði að efla kærleika og skilning á heimilunum. Þegar þetta gerist, er alveg víst, að annar hvor aðilinn hefur rangt fyrir sér, foreldrarnir eða barnið. Þér teljið, að sonur yðar hafi á röngu að standa þó að svo kunni að vera, skulið þér ekki þylja langar rollur yfir honum. Ávítið hann ekki. Umfram allt skulið þér halda áfram að elska hann og biðja fyrir honum. Tíminn er mikill læknir, einkum ef allir þeir, sem hlut eiga að máli, hafa opinn huga gagnvart sannleikanum. Ef afstaða hjarta yðar er rétt og þér eruð trúr i bæninni, efast ég ekki um, að sonur yðar snýr aftur. „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.“ (Orðskviðirnir 22,6). — Orgland Framhald af bls. 13 grein í Aftenposten um „Islandsk dikt“ 17. febrúar 1976. Hann gefur Orgland hæstu einkunn fyrir þýðingarnar og tel- ur hann afburðamann í list sinni, raunar sé ekki hægt að sjá að þetta séu þýðingar, svo ósvikin sé gáfa Orglands. Hann fagnar útkomu þessarar stóru bökar, fleytifullrar af ljóðlist íslendinga. Eft- ir það segir hann orðrétt: „Ekki er hægt að finna neinn allsherjar sam- nefnara fyrir þá ljóðlist, sem lesa má í úrvali Org- lands. Til þess er breidd- in í innihaldi bó^arinnar of mikil og sérkenni ein- stakra skálda i stíl og efn- isvali of fjölbreytileg. Eitthvað sér-íslenzkt (typisk islandsk) er ekki hægt að benda á. En það sem í heild vekur athygli manna er, að öll þessi ljóðskáld — bæði eldri og yngri — hafa samt sem áður, að meira eða minna leyti, visst sameiginlegt svipmót. Og þetta sameig- inlega svipmót er þjóð- ernisleg meðvitund þeirra. Henni má ekki rugla saman við þjóðern-; isstefnu eða þjóðerniá1 rómantík. Það sem hér er átt við er tilfinning skáld- anna fyrir nánum tengsl- um — í blíðu og striðu — við landið og þjóðina. Þessa sjást gleggri merki hér en i skáldskap flestra annarra þjóða." Þessi kjallaragreinar- höfundur, Steinar Wiik, finnur áhrif frá Norð- manninum Obstfelder í „Dropatali" Guðmundar Guðmundssonar. Sem dæmi um róttæk skáld nefnir hann séra Sigurð Einarsson.(Sordavala) og Jóhannes úr Kötlum, en fremstan módernistanna telur hann Stein Stein- arr, — einnig tilnefnir hann Jón úr Vör. Gagnrýnandinn Tor- björg Solberg skrifar i Telen 22. janúar 1976 ú „Islandske dikt“. Meðal annars gerir hún saman-, burð á þeim llnni Bjark- lind (Huldu) og Nínu Björk Árnadóttur, og birtir kvæði eftir báðar. Þær eru ólíkar, eitthvað tengir þær þó saman. Kannski er það trúin — Guð? Ef ef til vill er það þó Ingimar Erlendur Sig- urðsson, sem hæsta eink- unn fær hjá Torbjörg Sol- berg: „Hann hefur verið að leita og virðist hafa fund- ið fótfestu. Litum á kvæði hans Guð,“ segir hún: „Som ein blind mann kjenner regnet fell pá hendenesine i mörkret og ikkje ser himmelen Som ein blind mann kjenner angen ströyma mot sansane sine i mörkret og ikkje ser blomen ser vi ditt ásyn (iud.“ Eréttir hafa borizt um margar fleiri greinar þekktra norskra gagnrýn- enda um þýðingar Org- lands og er hvarvetna lokið á þær miklu lofs- orði. Sjálfur hef ég ekki miklu við þetta að bæta. Aðeins vænti ég þess af skáldum íslands, að þau kunni þýðanda sínum, dr. Ivari Orgland, þakkir fyr- ir bókina „Islandske dikt". Útgefandinn, Fonna Forlag, ætti held- ur ekki að gleymast. Og i þetta sinn ætla ég að taka ofan hattinn fyrir bók- menntafræðingunum — þeim norsku. Guðmundur Danlelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.