Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULI 1976 13 Guðmundur Daníelsson: Orgland og íslenzku skáldin AUSTUR í Noregi situr skáldið ívar Orgland á bókmenntalegum hástóli og horfir i norðvestur — út til íslands. Hann þekk- ir þetta land — hörku þess og mildi — og þjóð- ina sem þar býr, sundur- lynda og þó samstæða, ellefu hundruð ára gamla, agnarsmáa mælda á mergðartölvu jarðar- búa, samt jafnoka heims- veldanna á sinn hátt — í góðsemi og grimmd i gáf- um — vegin á vogarskál- ar einstaklingsatgerfis. Undirritaður veit ekki af hvers konar völdum skáldið ívar Orgland frá Osló braut sér ungur að árum menntaveg inn í ís- lenzkan menningarheim, einangraðan, langt úr al- faraleið, yfir torfærur tungu og fjarlægðar, en hann gerði það. Og vissu- lega er eins og hann hafi gert það í andstöðu við heilbrigða skynsemi, án fyrirheits um ávinning, án samnings um umbun: fé og frama. Ég freistast til að nefna hér orðið köllun, sem er nafn á dul- arfullri sálrænni hvöt. Ég held að Orgland hafi fengið köllun, til að verða postuli islenzkrar nútímaljóðlistar í Noregi, boðbera hennar, túlkur. Og sá sem kallaður er verður að hlýða, ella bíða tjón á sálu sinni. ívar Orgland er fæddur i Osló 1921. Hann mun fyrst hafa komið hingað 1948, á námskeið í is- lenzku og bókmenntum i Háskóla íslands. Næstu árin var hann við háskólanám ýmist i Noregi eða á Islandi. Árið 1952 varð hann lektor í norsku við Háskóla ís- lands og gegndi þvi embætti í átta ár. Að öllu samanlögðu hefur hann eytt meira en heilum ára- tug ævi sinnar á islandi. Og nú þekkir hann okk- ur og skilur betur en all- flestir útlendingar, og sýnir það í verki svo stór- mannlega, að efamál er hvort hann á sér nokkurn jafningja á þvi sviði. Forsendan fyrir þessu afreki er þó alls ekki þekking hans á máli og bókmenntum islendinga, enda eru sjálfsagt fáeinir útlendingar jafn lærðir og hann í faginu, jafnvel lærðari. Forsendan er skáldgáfa hans sjálfs, sem gerir afrekið mögu- legt — ólæknandi og ólm sköpunarástríða hans. Því að sá sem vill út- leggja gott ljóð á aðra tungu, hann verður sjálf- ur að vera jafngott skáld og höfundur frum- textans, ella skemmir hann ljóðið í þýðingunni. Þýðandinn verður að iklæðast höfundinum, til- likjast honum, og ekki að- eins kunna tungumálin tvö, sem hann er að glima við, heldur einnig hafa á valdi sinu viðkvæmustu og fíngerðustu blæbrigði þeirra beggja. Góð þýðing er ekki alltaf það sama og orðrétt þýðing. Orðrétt þýðing er ekki alltaf það sama og góð þýðing. Fullkomnust er sú þýðing skáldverks, sem bezt flytur form, efni og andblæ þess af einu tungumáli á annað. Þýðandinn verður með öðrum orðum að yrkja frumtextann upp, enda heitir þetta á norsku „omdikting" eða að „om- setja“. Til eru skáld, sem ekki yrkja, að sagt er. Til eru frábærir þýðendur sem lítið yrkja (Magnús Ás- geirsson, Helgi Hálfdan- arson). Og til eru frábær- ir þýðendur, sem sjálfir yrkja mikið. Einn þeirra er ívar Orgland. Fyrsta ljóðasafn hans: „Lilje og Sverd“ kom út i Noregi 1950. Núna — 1976 — eru frumsamin ljóðasöfn hans orðin ellefu, en þýddu ljóðasöfnin tiu, öll eftir íslenzk skáld, öll gefin út af Fonna Forlagi I Osló. Niu af þýddu ljóðasöfnunum hafa hvert um sig inni að halda úrval ljóða eftir eitt skáld, og er bezt ég nefni þau með nafni i þeirri röð, sem þau komu út: 1. Eg sigler i haust (Davíð Stefánsson), 1955 2. Frá lidne dagar (Stefán frá Hvitadal), 1958 3. Enno syng várnatti (Tómas Guðmundsson), 1959 4. Pá veglaust hav (Steinn Steinarr), 1966. 5. Kyrstallar (Hannes Pétursson), 1965 6. Sjudögra (Jóhannes úr Kötlum), 1967 7. Lyng og krater (Snorri Hjartarson), 1968 8. Stilt vaker ljoset (Jón úr Vör), 1972 9. Sá flöder havet inn (Hannes Sigfússon) 1974. Allar eru þessar bækur vænar að vöxtum og vandaðar að frágangi. En hvað er hver og ein þeirra í samanburði við 10. bindið: „Islandske Digt frá várt hundreár“ gefið út af Fonna Forlagi 1975? — Svo sem ein sól- skríkja við hliðina á svani. „Islandske Digt“ er yfir 430 blaðsiður stór- ar og þéttprentaðar, og hér kynnir Orgland 76 ljóðskáld, — fleiri en ég vissi að til væru, þvi að sum þeirra eru enn korn- ung, ekki búin að gefa út nema eina eða tvær bæk- ur, hefur enn ekki gefizt tóm til að verða nafn- kunn i landinu. Verk Orglands er stór- kostlegt að magni, en eru gæðin í sama hlutfalli? Ekki get ég betur séð. Vissulega mætti þó hugsa sér að ágæti bókarinnar hefði að nokkru leyti orð- ið augljósara, ef úrvalið hefði verið knappara. Við skulum gægjast í álit Norðmanna sjálfra. Þeir eru mikið heimsveldi og mergð miðað við okkur, yfir fjórar milljónir að tölu, og þess vegna ekki jafn nærsýnir og við- kvæmir hver fyrir öðrum og við, — í tvö hundruð þúsund manna fjölskyld- unni okkar. Ég grip niður i Arbeid- erbladet útgefið 23. janúar 1976. Þar skrifar Odd Solumsmoen, einn virtasti og þekktasti rit- dómari Norðmanna, grein um „Islandske dikt“ og Orgland. Kannski nenni ég ekki að þýða alla greinina, en i henni stendur að minnsta kosti þetta: „Safnritió, sem hér á að fjalla um, kom út fyrir jól, og hefði átt að fá rit- dóm sinn þá. En það er nú svo með einstaka bæk- ur, að þær lifa jafnvel af jólin! „Islandske dikt frá várt hundreár“ er ein þeirra. Elzta ijóðskáldið, sem þarna er kynnt, er fætt 1874, hið yngsta 1953. Þar af leiðandi verður slik þan-spenna i tímanum og um leið í listastefnum og boðskap (retninger og tendenser) og gagnrýnandinn — kynnirinn — fær andköf. Hversu mörgum sjónar- miðum getur hann komið á framfæri í frásögn sinni, stuttri og snögg- felldri, í dálki dagblaðs, þegar hlutverkið er að skýra frá, hvað 76 skáld hafa notað mestan hluta ævi sinnar til að segja? Þar við bætist einnig, að þessir 76 höfundar eru þýddir — með öðrúm orð- um: málið snýst um þess konar afrek, unnið bak við fullmótaða frumgerð verkanna, að brattgeng- ustu menn snarsvimar. Svo les maður þessa bók, ekki frá upphafi til enda, heldur frá hughrif- um til hughrifa, liggur mér við að segja. Og sér, að á margvíslegan máta er hægt að ferðast til ís- lands. Þetta er ein aðferð- in. ívar Orgland, þýðandi (gjendikteren) hinna430 blaðsíðna hefur sjálfur ort og sent frá sér fjöl- mörg ljóðasöfn, þar sem formfestan hefur ekki sízt verið varðveitt. Orðið snilld (virtuositet) verð- ur ekki sniðgengið. Lit- um til dæmis á sonnett- una eftir Jakob Jóh. Smára. Slíkt er aðeins á færi þess manns, sem er svo nákominn því, sem hann er að þýða, að það er eins og frá sjálfum honum komið. Önnur sonnetta, frá allt annarri skáldakynslóð, „I logne kvelden" eftir Matthías Johannessen, deyfir ekki þessa tilfinningu. „Klerk- en í Mödrudal" — ljóð eftir Stefán frá Hvftadal — er áhugavert ekki sizt vegna formfestunnar. Nú er það flestum ljóst, að formið eitt er ekki það sama og andagift, öllu heldur iklæðist andagift- in formi — ef hún er þá ekki af þeirri alkunnu tegund, sem týnist í ruslahaug málskrúðs. Hjá Orgland sleppum við að mestu við tilfinninguna af innantómu formprjáli. Ef til vill á ljóðamálið sem hann notar þátt í þvi. Orgland beitir nýnorsk- unni af dirfsku og list. Hér eru hálýrisk ljóð, ljóð um ástina og dauð- ann, um einmanaleik- ann, óttann og þrána. Hér eru hins vegar fá ljóð af því tagi, sem við erum fljótir til að líta á sem sjálfsagða hluti, þegar fjallað er um íslenzka ljóðlist: það sem kalla mætti myndríkar lýsing- ar á óblíðri náttúru lands- ins og harðri lífsbaráttu fólksins. Við höfúm heyrt, að Is- lendingar séu svo ofsa- lega bókmenntalegir, að næstum allir geti ort. ís- lenzku skáldin gera sjálf gys að þessari barnatrú okkar. Dæma um það má finna hjá Hannesi Pét- urssyni, sem beitir afar fimlegu skopi sömuleiðis hjá Böðvari Guðmunds- syni. Hér eru einnig skáld, sem vitna í höf- unda allt frá Catullas til Baudelaire. Þetta eru sem sé engir heimalning- ar. Skiljanlega er maður ekki sizt forvitinn að kynnast allra yngstu skáldunum. í hópi þeirra eru nokkrar konur, sem verulega láta að sér kveða, í myndríku máli og með annars konar lifs- vióhorf en Orgland er vanastur að kynna okkur i fjöldamörgum fyrri þýð- ingum sínum--------“ Gagnrýnandinn Stein- ar Wiik skrifar kjallara- Framhald á bls. 19 Ármenn Laxinn er kominn í Kálfá, bæði stórlaxar úr Kollafirði og göngufiskur. Örfá veiðileyfi á 2.500 kr. enn óseld. Veiðihús fylgir. AÐEINS FYRIR ÁRMENN. SPORT Laugavegi 13 Sími 13508 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l (íLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 ÍMtöif illræmda er komin á kreik i nýju reifi.óböðuð samkvæmt úrskurði hæstaréttar, feitari en fyrr og hefur allt á hornum sér. Skrafað og skrifað við hinn heimsfræga lystamann Ergo. Auk alls þessa: Rósa svarar bréfum lesenda, Stjörnuspáin sem allir fara eftir, Lesenda- þjónusta, og svo auðvitaðallt hitt. Meðal óefnis er: Ófölsuð bréfaskipti gæslufanganna í Síðu- múla, birt fyrir sérstaka „greiðu" vikni ónefnds Ólafs!!! Áriðandi myndskreytt fyrirspurn frá greyinu honum Birni Jónssyni. NÝJUNG: Ókindarmyndagáta. Glæsileg verðlaun, Sagt frá því er móttökunefnd Ólistar ótiðar fór út á flugvöll að taka á móti Hundrað- vatna. Ómissandi ráðleggingar til þeirra sem virkilega vilja njóta sumarleyfisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.