Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 7 Tvennir samningar við Breta — og Alþýðu- bandalagið Hamagangur Alþýðu- bandalagsins gegn ný- gerðum skammtíma veiði- samningum við Breta hef- ur nú hjaðnað niður í ekki neitt. Útifundur, sem efnl var til, í samvinnu við tvo aðra stjórnmálaflokka, og I nafni Alþýðusambands íslands, beraði svo Ijós- lega, að ekki þurfti lengur vitnanna við, að andstaða við þessa samninga var mjög takmörkuð með þjóðinni. Þetta verður þeim mun skitjanlegra þegar bornir eru saman þessir samningar og samningarnir frá 1973, sem gerðir voru i sjávarút- vegsráðherratið Lúðviks Jósepssonar, og þing- menn Alþýðubandalags ins stóðu að allir sem einn. Samningarnir frá 1973, sem Alþýðubandalagið bar ábyrgð á, náðu til tveggja ára, á annað hundruð brezkra togara og samtals 260 þúsund tonna af þorski, ef allt er talið. Þeir fólu þó hvorki í sér viðurkenningu á út- færslu fiskveiðilandhelg- innar I 50 sjómilur, sem þá var slegizt um, né neina tryggingu fyrir þvi, hvað við tæki að samn- ingstima loknum, sem reyndist nýtt þorskastríð, eftir útfærsluna ( 200 sjó- milur. Þeir fólu heldur ekki í sér þau tollfríðindi innan EBE, sem að var stefnt og komu fyrst til framkvæmda 1. júli á lið- andi ári. Og samningur um svo mikla veiðisókn Breta var gerður EFTIR AÐ fundur Norðaustur- atlantshafsráðsins hafði talið veiðisókn I þorsk- stofninn helming umfram það, sem æskilegt væri, haustið 1972. Samningurinn 1976 náði aðeins til sex mán- aða (einn fjórða af tíma- lengd fyrra samnings), 24 togara veiði að staðaldri (i stað 60—70 áður), heild- arveiðimagns 30 til 35000 tonna (í stað 260.000). Hann fól í sér fulla viðurkenningu á 200 milna fiskveiðilandhelgi okkar (sem var ekki siður þýðingarmikið fyrir sam- herja okkar um rétt s.iondrikja á lokaáfanga hafréttarráðstefnunnar siðar á þessu ári en okkur sjálfa), tryggingu þess að herskipaihlutun á íslands- miðum er i eitt skipti fyrir öll útilokuð, algjöra stjórnun okkar á veiði- sókn innan landhelginnar að samningstima loknum, að íslenzkar reglur um veiðarfæri og friðuð svæði (hrygningar- og uppeldis- svæði) verða virt á samn- ingstímanum og þau toll- fríðindi á Evrópumarkaði, sem að var stefnt. Siðast en ekki sizt tryggði samn- ingurinn skerta veiðisókn og aflamagn og frið á mið- unum, en átökin höfðu þróast að mun hættulegri punkti en í fyrri þorska- stríðum, sem og gátu hvenær sem er leitt til mannskaða. ísland, Ítalía — og Alþýðu- bandalagið Þegar þessir tveir samningar og afstaða Alþýðubandalagsins til þeirra er borið saman, má Ijóst vera, að andstaða þess nú nálgast helbera hræsnina. Ósköp svipuðu máli gegnir. ef grannt er skoðað, um meinta and- stöðu þess gegn Natoað- ild og varnarstöð hér á landi. Þrátt fyrir áratuga hávær mótmæli, ráðstefn- ur, Keflavikurgóngur, heitstrengingar og há- stemmd loforð, sat Al- þýðubandalagið i tveimur vinstri stjórnum, árum saman, innan Nato og i sátt við „völlinn". Og sé horft um öxl — hvert má þá rekja upphaf og allan undirbúning að samning- um við Union Carbide um málmblendið annað en i ráðuneyti Alþýðubanda- lagsins i siðari vinstri stjórninni? í þvi efni breytir það engu þó „kar- biturinn", sem svo er af sumum nefndur, hafi dregið sig sjálfur i hlé. Það, sem skiptir máli, er, að orð og efndir fóru ekki saman þar frekar en i öðr- um grundvallarmálum hjá Alþýðubandalaginu. Komið í stjórnarand- stöðu á ný hóf Alþýðu- bandalagið gauragangs- herferð — með brauki og bramli — gegn Natoaðild og varnarfiði. Gömul slag- orð voru dregin fram, svardagar og sviðsetning- ar. En þá kom ann úr óvæntri átt. Sjálfur italski kommúnistaflokkurinn lýsir því yfir í kosninga- stefnuskrá — anno 1 976 — „hinni sögulegu mála- miðlun", sem vakti al- heimsathygli, að ítalia skyldi ótvirætt vera áfram I Nato, af tveimur megin- átæðum: öryggi landsins væri þar bezt tryggt — og úrsögn landsins úr varnar- bandalagi vestrænna rikja myndi raska valdajafn- væginu i heiminum. Og jafnframt lýstu þeir itölsku þvi yfir að þeir vildu stjórnarsamstarf til hægri. Og nú er spurning- in: er Alþýðubandalagið enn á skoðanalegum vegamótum? Eða hvort vegur þyngra hjá þvi: frjálshyggjuafstaða italska kommúnista- flokksins eða sú gamla gerzka, sem það geymir við hjartarætur? iílfðsur á morgutí Guðspjall dagsins: Luk. 6. 36—42. Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunn- samur. Litur dagsins: Grænn. ( Táknar vöxt, einkum vöxt hins andlega Iffs. Hallgrímsprestakall. Messa kl. 11 árdegis. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Neskirkja. Messa kl. 11 árdegis. Sr. Frank M. Halldórsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11 ár- degis. Sr. Þórir Stephensen. Háteigskirkja. Messa kl. 11 ár- degis. Sr. Arngrimur Jónsson Breiðholtsprestakall. Sumar- ferð safnaðarins. Messað í skál- holtskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Lárus Halldórsson. Árbæjarprestakall. Guðsþjón- usta í Árbæjarkirkju kl. 11 ár- degis. (siðasta messa fyrir sum- arleyfi) Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. Bústaðakirkja. Messa kl. 11 ár- degis. Sr. Ólafur Skúlason. Dómkirkja Krists Konungs í Landakoti. Lágmessa kl. 8 ár- degis. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14.00. Frfkirkjan Reykjavík. Messa fellur niður vegna sumarferðar safnaðarins. Safnaðarprestur. Ffladelffukirkja. Síðustu tjald- samkomurnar verða laugar- dagskvöld kl. 20.30 og sunnu- dag kl. 16.00. Landspftali: Messa kl. 10 árdeg- is. Sr.Ragnar Fjalar Lárusson. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Messa kl. 2 e.h. Sr. Frank M. Halldórsson. Grindavfkurkirkja. Messa kl. 11 árdegis. Sóknarprestur. Hallgrfmskirkja f Saurbæ. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr Jón Einarsson. Oddakirkja. Messa kl. 2 siðdeg- is. Sr. Tómas Guðmundsson Hveragerði messar. Stefán Lárusson. Skálholtsdómkirkja. Messað verður kl. 17.00. Prestur er sr. Eirikur J, Eiríksson. Sóknar- prestur. 0RÐ í EYRA Heimsósómi Oft var hér forðum yfrið margt erfitt og laust f reipum; veðurfar jafnan voða hart. Vfða sauð þá á keipum. Gengu þá skykkjum leiti og laut; lýðurinn gerðist mæddur. En okkur lagðist þó Ifkn með þraut; Lúðvfk var ekki fæddur. Mörg reyndist plágan mönnum frek. Mjög dró úr andans krafti. Pappfr skorti, penna og blek. og prýðimenn héldu kjafti. Allt er núna með öðrum brag: Allir jafnan á máli. A lýðnum skellur hvern laugardag lopinn úr Heiðari Páli. Margt finnst oss núna miður gott þótt menningarvitar skfni og bissnessmenn þykist býsna flott f blikandi dollaragrfni og spekingar sit ji þjóðarþing — og þjófsbykkjum fáir rfði— og aðall, kenndur við uppmæling, um Afrfkustrendur skrfði. Óáran hörð um tsaláð ógnaði daga og nætur, kreisti úr fólki dug og dáð. Þó drattaðist það á fætur til þess að elta eldstyggt fé upp eftir reginheiðum. En hvorki var hérna Klúhbur né kokkteildrengir að veiðum. Haulað var gamalt rímnastef er rökkrið lagðist á skjáir.n, Þá tfðkaðist hvorki stanslaust stref né strekkingur út f bláinn, né hátfð f Bakkusarhofunum með hrundum af þjórdönsku kyni. Menn koma ei að tómupi'kofunum hjá Kristni Finnbogasyni. Aatt - sunnudaQ laugafdafl SÝNINGIN ER OPIN FRA 2—7 I DAG SUMARHUS fullbúin, hagstætt verð. HJÓLHÝSI, MONZA verð frá 695 000 FELLIHYSI amerlsk m. hita og kæliskáp TJALDVAGNAR þýzk.rá stálgrind og 1 3" felgum Gísli Jónsson & Co h.f. Sundaborg — Klettagarðar 11. — sími 86644. ÍCkIo] r»_._ ■ K * **v uregio var i ^ Happdrætti St. Georgsgilda á íslandi 23. 6. 76 og upp komu þessi númer: 14757 FerS fyrir 2 til Kaupmannahafnar kr. 114.500 3962 Ferð til Sólarlanda 57 500,- 1 2586 Vöruúttekt hjá Guðna Jónssyni og Co. " 60.000,- 9806 Tjald og 2 svefnpokar frá Belgagerðinni h.f. 34.300.- 12534 Adamsföt frá Adam h.f. 23 000. 1 1 054 Vöruúttekt i Skátabúðinni 20 000 9794 Vöruúttekt í Skátabúðinni 20 000 8670 Vöruúttekt í Skátabúðinni 20 000 4129 Vöruúttekt í Skátabúðinni 20 000 1 3083 Vöruúttekt hjá Stefáni Thorarensen Heildverslun 20 000,- 8621 Vöruúttekt hjá Friðrik Berthelsen 20.000,- 278 Armbandsúrfrá Franck Mikaelsen 15 000 631 3 Ritsafn Jakobs Thorarensen Almenna Bókafélagið 13 000,- 1334 Vöruúttekt hjá Davíð S. Jónssyni 10 000,- 7522 Vöruúttekt hjá Email 10 000.- 1 2880 Postulinsstytta frá Blómabúðinni Dögg 10 000 6771 Vöruúttekt hjá Álafoss h.f. 10.000,- 9758 Sjónauki frá Hans Petersen 8 000,- 6315 Sjónauki frá Hans Petersen 8 000,- 1441 Útigrill frá versluninni Geysir 7 500.- Vinningshafar geta vitjað vinningana hjá Þorsteini Magnússyni Laufásveg 41, Reykjavík sími 24950. St. Georgsgildin á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.