Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 Agdst frá Svalbarði, fyrsti pulsusalinn f Reykjavfk. Kristján: „Ekki langar mig til suðurlanda“. Eirfkur Hermannsson: „Það er nú eitthvert vit f þessu.“ Ljósm. Emilfa. „Guði sélof fyrir skugg- ann Alfreð Björn Gfslason sagði mest lftið. Erlingur jónannsson sundlaug- arvörður. „Þetta er met“. ÞEGAR Morgunblaðskonur komu að Sundlaug Vestur- bæjar, var þar löng biðröð út fyrir dyr. ,.Guði sé lof, að það er skuggi hérna," stundi lítil stúlka og tvísteig af óþolin- mæði eftir að komast ofan í laugina. Erlingur Jóhannsson laugarvörður sagði okkur að þetta væri metaðsókn, hann minntist ekki annars eins. Það var óvenjufámennt í heitu pottunum og á grasbal- anum austan laugarinnar flatmagaði olíuborinn fjöldi fólks, lítil börn voru I eltingar- leikjum á bökkunum og flest- ir er ekki allir prisuðu sólina og hitann „Þetta er alveg stórkost- legt, en það er ég viss um að það verður rigning á morg- un," sagði okkur frú, sem neitaði öllum myndutökum," það er óþarfi að auglýsa svona svartsýni," bætti hún við ** Undir vegg sólaði sig Skarphéðinn Þórisson lög- fræðingur, sagðist hafa kom- ið beinustu leið úr vinnunni. „Þetta er gott, en dularfullt, og væri ég hjátrú^fullur yrði ég dauðhræddur." Gísli Magnússon tók undir orð Skarphéðins. „Þetta er eitt- hvað skrýtið." Á leiðinni upp Hofsvalla- götu hittum við gamlan mann, sem sat í forsælunni og beið eftir strætó. Hann sagðist heita Páll Árnason og vera orðinn 82 ára, fæddur og uppalinn á Brekkugötu ; Vesturbænum. „Svona veður var oft þegar ég var ungur, ég held nú það. Víð strákarn- ir vorum vanir að sækja vatn í brunn, sem var í Baróns- portinu, þar sem Tjarnarbíó var, og hann þornaði oft upp í hitum." Úti í garðinum á horni Suðurgötu og Skothúsvegar sat Alfreð Björn Gíslason i vagninum sínum og skríkti og veifaði til vegfarenda. Skyldi það ekki vera í fyrsta sinn, sem hann.er berhöfðað- ur úti við? Niðri i bæ var mikið borðað af ís, mikið brosað og hlegið á götuhornum, á torginu var lögreglan að hnippa i tvo, sem séð höfðu ástæðu til að skála fyrir sumrinu, óg á bekk gegnt Landsbankanum sat mikilúðlegur maður og mundaði stafinn sinn að þeim, sem fram hjá gengu. Páll Árnason: „Svona veðrið oft í gantla daga“. Hann kynnti sig fyrir okkur. „Ég heiti Ágúst frá Svalbarði, ég var fyrsti maður í Reykja- vík, sem seldi pulsur úr vagni, það var árið 1 932. Og taktu ekki mark á gömlu fólki," bætti hann við, „veðr- ið var ekkert betra í gamla daga, það var bara upp og ofan rétt eins og núna." Á gamla Hótel íslands- planinu sat Eiríkur Her- mannsson upp á bílnum sín- um. „Það er eitthvað vit i þessu," sagði hann, „ég er að bíða eftir konunni minni og mér varð bara allt of heitt inni í bilnum." Og síðasta orðið fær Kristj- án, sem keyrir hjá Steindóri: „Ekki langar mig til sólar- landa." Ms. Skarphéðinn og Gfsli: „Þetta er eitthvað skrýtið“ LAXVEIÐIN þaS sem af er sumri er ennþá miklu lélegri en hún hefur verið undanfarin ár og raunar hvergi komið sá kraftur í göngur, sem menn voru að vonast eftir i sambandi við Jónsmessustraum inn. Eru ýmsir farnir að hafa þung- ar áhyggjur af að eitthvað hafi komið fyrir og laxinn skili sér ekki i jafnmiklum mæli og verið hefur. Menn hafa velt fyrir sér ýmsum skýringum. Við höfum heyrt talað um átuleysi, kulda i sjónum, og tveir gamalreyndir menn hafa sagt okkur að alltaf þegar páskar séu svo seint eins og i ár gangi laxinn seinna. Nú er aftur stórstreymt eftir helgipa og ef ekki kemur kraftur i göngur þá fer útlitið held- ur að dökkna. Hins vegar má lika segja það að við séum hugsanlega orðnir of góðu vanir. Hvert met- sumarið hefur rekið annað og það þökkum við stóraukinni fiskrækt i ánum. Áður en þessi fiskrækt kom til sögunnar i verulegum mæli voru veiðarnar alltaf háðar sveifl um i náttúrunni, ot} það er alls ekki óliklegt að viðæigum eftir að finna áfram fyrir þeim sveiflum. þótt það verði i minna mæli vegna þess hve við hjálpum ánum mikið Ef við lítum 30 ár aftur i timann kemur i Ijós að ársveiðin var um 15000 laxar. Hún er nú 4—5 sinnum meiri að meðaltali. Þvi er mjög liklegt, þótt stangveiðimenn fái eitthvað minni afla, að fjöldi veiddra laxa fari ekki undir 50—60 þúsund fiska eins og ver- ið hefur undanfarin 5 ár. En litum nú á fréttir frá nokkrum ám. Þverá Þverá er eftir sem áður eina áin sem hefur haldið sínum hlut. Ólafur á Guðnabakka sagði okkur, að á hádegi í gær hefði verið komnir á land af neðra svæðinu á 7 stengur 456 laxar og hann hélt að veiðin á efra svæðinu væri svipuð. Skv. því ættu um 900 laxar að vera komnir úr ánni. Ólafur sagði að veiðin hefði verið tregari undanfarna daga Gott vatn er í ánni og skilyrði eins og bezt verður á kosið Laxá í Aðaldal Þórður Pétursson veiðivörður við Laxá sagði okkur að á hádegi í gær hefðu verið bókaðir 302 laxar á svæði Laxárfélagsins, sem er mun minna en á sama tíma í fyrra Þórður sagði að vantað hefði kraftgöngur í Laxá, þótt neistar hefðu komið í göngurnar öðru hverju. Sagði hann að menn byndu nú vonir sínar við strauminn eftir helgina. Þórður sagði að mikill' hiti hefði verið fyrir norðan undanfarnar vikur og í gær- morgun var logn og 25 stiga hiti og áin 17—18 stig Sagði Þórður að hún væri óvenju vatnslítil og tölu- vert slý komið í hana, sem er mjög óvanalegt miðað við þennan árs- tíma Þórður sagði að aðeins hefðu verið komnir 9 laxar á land á hádegi í gær á svæði þeirra Árnesmanna og úr Reykjadalsá 1 7 laxar. Sagði Þórð- ur að ekki virtist mikill lax kominn í uppána, helzt að hano sæist á efra og neðra Hólmavaði Stærstu fisk- arnir eru 2 tuttugupunda, sem Ár- mann Örn Ármannsson og Jón Árnason veiddu. Sagði Þórður að stóru hængirnir væru enn ekki farnir að láta sjá sig Miðfjarðará Elsa Jónasdóttir sagði okkur að veiðin hefði verið hálftreg það sem af væri og engin stórganga komið i ána Um 220 laxar eru komnir á land á 9 stengur og sá stærsti 1 7 pund 1 2 laxar komu á land frá því á hádegi í fyrradag til hádegis í gær Víðidalsá 100 laxar eru komnir á land i Viðidalsá að sögn Gunnlaugar ráðs- konu, sem er helmingi minna en á sama tima í fyrra. Sagði Gunnlaug að veiðin væri mjög treg, en eitt- hvað virtist vera að byrja að ganga af fiski þótt ekki væri það mikið ennþá Laxá á Ásum Haukur á Röðli sagði okkur að veiðin i þessari mestu laxá heims Framhald á bls. 31. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.