Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 Vilhjálmur A rna- son — Minning Fæddur 27. maí 1896. að aldrei vanhagaði um nokkurn Iláinn 4. júlí 1976. hlut, sem vit var i að hafa til „Ég valdi sjómennskuna að æfi- staðar, og svo forbillvildi hann starfi — það var mín gæfa," sagði Vilhjálmur Arnason í viðtali við Morgunblaðið 27. mai 1966 þá sjötugur, síðan eru liðlega 10 ár og þó árin séu þetta mörg, hugsa ég að allir sem til hans þekktu hafi lesið hans ummæli og muni að miklu leyti. Hann gerði þess- um hluta æfiferils síns svo góð og glögg skil að það er ekki á færi minu að telja upp störfin, við- fangsefnin, eða rekja hans ættar- bönd betur en í þessu viðtali kem- ur fram. Það er lika af nógu að taka þegar minnst er svo mæts og merks manns sem Vilhjálmur var. Ég var svo lánsamur að forlögin leiddu mig til starfa undir hans stjórn, þegar ég gerðist starfsmað- ur hjá fiskveiðihlutafélaginu Venus árið 1959. Síðan og fram á hans síðasta dag, fann ég að þar átti ég hollvin, sem vildi mér og mínum allt gott gera. Já, þeir eru ábyggilega margir sem geta tekið undir með mér. Hans drenglund var siík, að öllum vildi hann götu greiða. Oft koma upp f hug minn og eiga örugglega eftir að koma, við- tölin og samræðurnar við Vil- hjálm, hans heilsteyptu skoðanir á þjóðmálum, trúmálum og tilver- unni. F’ann ég kannski aldrei bet- ur en þá sannieik orðskviðarins sem segir:„í hörðustu skelinni vex fgursta perlan.“ Þógviti að mörgum sem ekki þekktu mikið til hans fyndist hann harður eða hrjúfur, sló hið innra hjarta, sem ekki þoldi að nokkur maður væri órétti beittur. Kom það svo glöggt fram nú seinustu árin eftir að skelin fór að fúna og kraftarnir að þverra, að klökkur varð hann þegar honum fannst réttu máli hallað eða einhver órétti beittur. Sá þáttur í lífi og starfi Vil- hjálms, sem ég þekkti best, var framkvæmdastjórn hans hjá fisk- veiðihlutafélaginu Venus i Hafnarfirði. Þar nutu sin í ríkum mæli hæfileikar og kunnugleiki hans á öllu sem fiskverkun og útgerð varðaði. Hann gaf sér líka tima til að hugsa um sitt starf, annað gat beðið síns tíma. Ég held að ef ég ætti að velja honum einkunnarorð um framkvæmda- stjórastarfið yrðu þau. „í upphafi skal endirinn skoða." Svo gjör- hugull var hann um alla hluti sem verkunina og útgerðina varðaði t HREFNA BÖÐVARSDÓTTIR. frá Laugardalshólum, lézt í Sjúkrahúsi Selfoss, 8 þ m / Fyrir hönd vandamanna. Börnin. vera að mörgumvar hægt að lið- sinna um ýmsa hluti sem þá van- hagaðium. Þetta kunnu líka marg- ir að meta og sögðu: Það er ekki ónýtt að geta leitað á náðir slíkra manna. Þetta var kannski hans lifs- nautn að geta orðið öðrum til hjálpar hvort heldur var i stóru eða smáu. Líka vissi ég að svo mikið orð fór af orðheldni Vil- hjálms að það sögðu allir sem til hans leituðu að betri væru velyrði hans en skjalfestir samningar margra annarra. Þó að Vilhjálmur hefði ákveðn- ar skoðanir á hlutunum, var hann ávallt reiðubúinn til að hlusta á hugmyndir annarra, viðurkenndi að það væru oft margar leiðir að sama marki og væru rökin nógu sterk til að benda á aðra leið en hann hafði hugsað sér, réð skyn- semin að sú leið skyldi farin sem til mestrar hagsældar yrði. Nú seinustu árin þegar kraft- arnir þurru, dró Vilhjálmur sig að mestu í hlé frá dagsins önn, helg- aði heimilinu allt sitt líf, naut ástríkis og umhyggju góðrar eiginkonu, barna og barna-barna, gat nú notið unaðssemdana heima við sem fyrr á árum voru ekki allt of margar sakir sjómannsstarf- anna. Alla tíð mun Vilhjálmur bók- elskur hafa veríð, líka lesið mikið sér til skemmtunar og fróðleiks enda um margt fjölfróður. Ég hef í þessum fáu orðum reynt að endursegja sem minnst af þvi, sem áður hefur á prent komið um líf og störf Vilhjálms Árnasonar fyrrum skipstjóra og framkvæmdastjóra. Ljóst er mér að þessi mín fáu minningarorð, eru sem dropi í hafi alls þess góða sem hægt væri að segja um jafn merkan mann og með honum r genginn. Veit það líka að fleiri finna sig knúða til þakkarorða, en þakklæti er mér efst i huga fyrir alla góðvildina sem ég og fjöl- skylda mín nutum hjá honum og hans fjölskyldu. Bið ég góðan guð að styðja og styrkja Guðríði Sigurðardóttur, hans góðu og hjartfólgnu eigin- konu, í þeim harmi sem aðskilnað- urinn við góðan eiginmann er, svo og börnin, barnabörnin og barna- barna-barnið sem nutu ástríkís t SÆMUNDUR HELGASON Bókhlöðustíg 7, andaðist í Landspítalanum 8 þ.m F h fjarstaddra barna, Gunnar Magnússon. Sonur minn EGILL ÞORSTEINSSON tollvörður er látinn Fyrir mina hönd og systkina hins látna Steinunn Guðbrandsdóttir. hans í svo rikum mæli. Þeirra missir er vissulega mikill. Verum staðföst í trúnni og minnug orða Krists, sem sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Magnús Þórðarson. I dag er Vilhjálmur Árnason kvaddur hinstu kveðju. Með hon- um er genginn einn merkasti skipstjóri, sem stýrt hefur togara fyrr og siðar. Hér er ekki ætlunin að rekja æfiferil Vilhjálms, það munu aðr- ir hæfari gera. Ég vil aðeins sem einn af fyrrverandi skipverjum hans, á nær 30 ára skipstjóra ferli, minnast hans nokkrum orð- um. Ég var svo lánsamur að fá skips- rúm hjá Vilhjálmi á Venusi sextán ára gamall, og var hjá hon- um næstu fimm árin. Það var ekki langur timi miðað við aðra skip- verja hans, því þeir sem voru komnir til hans á annað borð voru yfirleitt lengi og sumir öll þrjátiu árin. En þótt ég hætti á Venusi héldust kynni og vináttu hans og leiðsagnar naut ég alla tið, fyrir það fæ ég aldrei fullþakkað. Þegar Vilhjálmur varð áttræð- ur 27. maí síðastl. komum við til hans nokkrir gamlir skipverjar ásamt nánustu kunningjum. Þrátt fyrir vanheilsuna var hann kátur og skemmti sér vel við að rifja upp gamla og góða daga. Vilhjálmur er mér minnistæð- astur allra manna, sem ég hef verið með, fyrir mér er hann ímynd hins fullkomna skipstjóra og heiðursmanns. Vilhjálmur var einstaklega sjálfstæður bæði i orðum og athöfnum, og skeytti lítt um hvað aðrir sögðu eða gerðu. Oft fiskaði hann „einskipa" og því kunni hann ábyggilega bezt. í tregfiski stoppaði hann stutt á hverjum stað, síðan var stímað. Á stuttum stímum „fleygði" hann sér gjarnan í koju loft- skeytamannsins, og söng, oftast sálma. Alltaf hélt Vilhjálmur sinni ró og öryggi á hverju sem gekk. Venus var „blautur" og oft skol- aði múkka inn fyrir, þá gall við: „Bjargið þið fuglinum". Það varð að ganga fyrir öllu, og gerast með nærgætni, með því fylgdist Vil- hjálmur rækilega. Vilhjálmur var mikill aflamað- ur, alla tíð, eina vertíðina sem hann var með b/v Gylli fór hann sex saltfisktúra í apríl-mánuði. 1944 fór Venus 17 söluferðir til Englands, alltaf fullt skip, um 4000 kitt, eða 240 tonn, af hausuð- um og slægðum fiski, og þannig mætti lengi telja. Engum manni hef ég verið með eins vandlátum um meðferð afl- ans, og væri útaf brugðið gat hann orðið æði hvass. Vilhjálmur var veðurglöggur með afbrigðum og hafði um það sem fleira, skilningarvit umfram það sem almennt gerist. Sumum þótti Vilhjálmur kröfu- harður, og svo kann að hafa verið á stundum, en fyrst og fremst gerði hann kröfur til sjálfs sin. Oft var betur gert við menn en samningar sögðu til um og alveg sérstaklega ef veikindi eða slys Guðbjörg Jóns- dóttir—Minning F. 27.2.1887. D. 30.6. 1976. Laugardaginn 10. þ.m. verður jarðsungin frá Búrfellskirkju í Grimsnesi Guðbjörg Jónsdóttir. Hún lést 30. f.m. á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Kópavogi, en á því heimili hafði hún átt samastað síðustu tvo áratugi. Guðbjörg heitin var fædd á Hólmum í Landeyjum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, Jóni Bergssyni og Hallberu Jónsdótt- ur, sem þar bjuggu. Var Guðbjörg næst-yngst ellefu alsystkina og einn hálfbróður átti hún. Ferm- ingarár sitt fluttist Guðbjörg með foreldrum sínum að Skálholti í Biskupstungum, og þar átti hún heima til ársins 1914, er hún gift- ist Eiríki Ásmundssyni frá Neðra- Apavatni, en Guðbjörg var þ.á rjómabústýra þar. Þau Eiríkur og Guðbjörg bjuggu síðan lengst af sinum búskap á Stokkseyri. Varð þeim sex barna auðið og eru fjög- ur þeirra á lífi. Fyrir um tuttugu árum brugðu þau búi og fór Eirík- ur þá til Ásmundar sonar síns og Sigriðar konu hans að Ásgarði í Grímsnesi, þar sem hann átti síð- an heimili þar til er hann lést árið 1972. En Guðbjörg fór til dóttur sinnar og tengdasonar og átti sitt heimili hjá þeim og börnum þeirra, fyrst í Reykjavík, siðar í Kópavogi, þar til yfir lauk. Barna- börn þeirra Eiriks og Guðbjargar eru 28, og barnabarnabörnin fylla því nær tuginn. Þannig er i mjög stórum drátt- um æviferill Guðbjargar heitinn- ar. En inn í þá sögu langar mig að bæta fáeinum orðum sem vikja að persónulegri viðkynningu minni við Guðbjörgu, eða ,,ömmu“, eins t Þökkum af heilum hug samúð og vinarhug sem okkur hefur verið sýndur við andlát og útför, JÓHANNESAR ÓLAFSSONAR, fyrrv. skrifstofustjóra, Þrúðvangi, Seltjarnarnesi. Steinunn Finnbogadóttir, Baldur Jóhannesson, Elfnborg Kristjánsdóttir, Gerður Jóhannesdóttir. Flemming Thorberg, Bragi Jóhannesson, Elfsabet Erla Gisladóttir, og barnaborn + Þökkum af alhug öllum er auðsýndu okkur samúð við andlát og + jarðarför Þökkum innilega sýnda samúð vegna fráfalls SIGURJÓNS RUNÓLFSSONAR BJÖRNS M. BJORNSSONAR, frá Dyrhólahjáleigu í Mýrdal. bókbindara Þorsteinn Sigurjónsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Aðstandendur Halldóra Sigurjónsdóttir. komu til. I þvi sem öðru voru þeir samhentir félagarnir Vilhjálmur og Loftur Bjarnason. Margir túrar voru gerðir við Austurlandið, þá fóru þeir sem ekki sigldu, heim í bil, það voru hreinar lúxusferðir og i þeim naut Vilhjálmur sín vel, hvar sem komið var krafðist hann alls þess bezta, sem til var, fyrir sína menn, og þannig veitti hann sjálf- ur ef hann var heimsóttur á sitt hlýlega heimili. Vilhjálmur var ekki aðeins frá- bær skipstjóri, hann var umfram allt stórbrotinn höfðingi i orðsins fyllstu merkingu. Hann rétti viða hjálparhönd og var ávallt stórtæk- ur, en um slíkt vildi hann engin orð. Nú þegar Vilhjálmur kveður, vil ég votta honum virðingu og þökk, og allri fjölskyldu hans innilega samúð. Ólafur Björnsson Vilhjálmur Árnason var fædd- ur að Stokkseyrarseli við Stokks- eyri þann 27. mai 1896. Foreldrar hans voru Árni Vilhjálmsson bóndi og sjómaður á Stokkseyri og kona hans Sigríður Þorkels- dóttir. Vilhjálmur missti móður sína 8 ára og föður sinn af slysförum á sjó 14 ára. Hann ólst upp hjá Lénharði Sæmundssyni, söðla- smið og útgerðarmanni í Nýja- Kastala á Stokkseyri til 16 ára aldurs, en var í sveit á sumrin. I Nýja-Kastala kynntist Vilhjálmur sjósókn og því sem henni var tengt. Hann byrjaði róðra á opn- um róöraskipum 14 ára gamall og á skútu var hann fyrst 15 ára gamall. Stundaði hann síðan róðra á skútum þar til hann fór í Stýrimannaskólann. Lauk hann þaðan farmannaprófi 1919, 23 ára að aldri. Er Vilhjálmur hafði lokið prófi frá Stýrimannaskólanum réðst hann fyrst á togara. Hann segir svo frá fyrstu kynnum sínum af og við kölluðum hana oftast okkar á milli. Mér verður þá fyrst fyrir að rifja upp ótaldar stundir, er ég sat inni hjá henni og spjallaði við hana um liðna tíma. Við ferðuð- umst þá stundum í huganum aust- ur í Landeyjarnar, og hún lýsti fyrir mér, ókunnugum, staðhátt- um þar af slíkri innlifun, að auð- heyrt var, hver bernskuheimilið í Hólmum var henni kært. Þá er mér og minnisstætt, þegar hún var að segja mér frá dvöl sinni á Hvitárvallaskóla og kaupstaðar- ferðum þaðan niður í Borgarnes. Frásögn hennar’var svo lifandi, og hún hafði sjálf svo mikla ánægju af að rifja upp þessa löngu liðnu tíma. Og í gegnum þessar frásagnir hennar og fjöl- margar aðrar, fannst mér ég sjá fyrir mér greinda alþýðustúlku, sem lærði snemma að taka hverju því sem að höndum bar með æðrulausri þolinmæði, enda hygg ég að oft hafi reynt á þá eigin- leika í fari hennar á lífsleiðinni. Fyrir þessar samræðustundir vil ég að leiðarlokum flytja inni- lega þökk. Böðvar Guðlaugsson. útfaraskreytingar btómoual Groðurhusið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.