Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 15 Rússar skjóta til að þrýsta á Norðmenn ELDFLAUGAÆFINGAR Rússa á Barentshafi eru túlkaðar í norsk- um bloðum sem tilraun til að neyða Norðmenn til samninga um skiptingu landgrunnsins á þessum slóðum. Viðbrögð norsku stjórnar- innar við æfingunum hafa þótt veik og ástæðan sögð sú að hún vilji ekki stofna samningi um skiptingu landgrunnsins í hættu. Æfingarnar fara fram á svæði sem Norðmenn gera kröfu til í viðræðun- um um skiptingu landgrunnsins, um 300 sjómilur norður af Murmansk, og eru miklu víðtækari en svipaðar æfingar Rússa á þessum slóðum 1 6. til 2 7. september í fyrra Æfing- arnar hófust 1 júli og standa i 40 daga. Johan Jörgen Holst, ráðuneytis- stjóri í norska varnarmálaráðuneyt- inu, segir i viðtali við Dagbladet að gera megi ráð fyrir að Rússar séu að reyna langdrægar eldflaugar og vandséð sé hvers vegna þeir þurfi að halda æfingarnar einmitt á þessum slóðum þvi að þeir geti haldið þær annars staðar. Rússar tilkynntu um æfingarnar með aðeins fimm sólarhringa fyrir- vara. Tveimur vikum áður höfðu Norðmenn boðað tíu vikna mæling- ar til undirbúnings leit að olíu á Barentshafi, meðal annars á æfinga- svæðinu. Norska mælingaskipið Seisearch varð að endurskipuleggja starf sitt vegna æfinganna en því tókst að Ijúka mælingunum nokkrum tímum áður en þær hófust að sögn Aften- posten Norsk blöð gagnrýna harðlega æf- ingarnar og afstöðu norsku stjórnar- innar, sem aðeins hefur sent sovét- stjórninni orðsendingu þar sem hún lætur í Ijós „áhyggjur" vegna þess að Rússar noti þetta svæði til slíkra æfinga. Dagbladet spyr: „Hvenær lærir stjórn okkar að þetta hefur ekki minnstu áhrif í Moskvu?" og telur að æfingarnar geti verið bending um að Rússar „vilji ekki láta Norðmenn njóta nokkurra sérréttinda á þessum svæðum." Aftenposten talar um „illa dul- búna tilraun af Rússa hálfu til að þrýsta á Norðmenn meðan fram fari viðræður um Ifnuna sem eigi að skipta landgrunninu einmitt á Bar- entshafi „Blaðið talar um „eld- flaugapólitík" Rússa og segir: „Stærð og máttur landsins og hern- aðarmáttur þess á að ráða úrslitum um hvar línan verði dregin " Sovézkur eldf laugabátur af gerðinni „Osa ir* Rigningu fagnað í Evrópulöndum London 9. júlí —NTB. HITABYLGJAN I Evrópu, sem þegar hefur slegið öll met, virtist vera að byrja að ganga niður f dag, og meira að segja féllu sval- andi rigningardropar á nokkrum svæðum. En hitinn er engu að sfður enn þá brennandi, sérstak- lega fyrir bændur sem hafa orðið fyrir þungum búsifjum af hans völdum. „Hitinn eyðileggur til- verugrundvöll okkar,“ sagði þýzk- ur bóndi f dag. Regn féll f allrfk- um mæli f ýmsum héruðum Eng- lands í dag, og einnig f Danmörku þótt f minni mæli væri. Spáð er regni um helgina í fleiri löndum. Hitinn hefur einnig þokazt niður síðasta sólarhring. Hann komst hæst f 23 stig f London f dag, en hefur verið undanfarnar þrjár vikur yfir 30 stig. Hins vegar er þvf spáð að hitinn muni aftur hækka á Bretlandseyjum yfir helgina. í hinum láglendu löndum við Ermasund er þurrkurinn hvað verstur. I Hollandi hafa skógar- og lyngbrunar herjað á um 18.000 hektara lands á þessu ári, en fyrra met frá árinu 1968 var 16.700 hektarar. I Austurríki hafa stjórnvöld bannað reykingar á mestu þurrkasvæðunum. 1 Portúgal er rafmagnsskömmtun í gildi vegna þess að vatn er upp urið við margar stíflur. Að meðal- tali fá raforkuverin núna aðeins um 37% af venjulegu vatnsmagni fyrir þennan árstíma. Flest bend- ir þó til að franskir og þýzkir bændur hafi orðið fyrir mestu tjóni vegna þurrkanna. „Kálfarn- ir öskra eftir ferskri drullu," seg- ir þýzkur bóndi. „Kýrnar mjólka nærri því 30% minna en venju- lega.“ Ávaxtabændur hafa einnig orðið illa úti, og i einu stærsta ávaxtaræktunarhéraði Vestur- Þýzkalands eru um 70% uppsker- unnar fyrir þetta ár ónýt. I Rúðu- borg i Frakklandi eru bændur byrjaðir að fóðra búpening með banönum, þvi fóður fæst ekki annað. Allt gras er sviðið upp vegna sólarhitans. Juan Carlos gefur Suarez ráðleggingar Madrid, 9. júlí. AP. JUAN Darlos konungur skoraði á hina nýju stjórn Adolfo Suarez forsætisráðherra í dag að beita áhrifum sinum til þess að Spán- verjar gætu lifað saman í friði og frelsi. Hann bað nýju stjórnina að ráð- færast við alla þá sem hefðu áhuga á að stefna að sameiginlegu marki og hét því að afhenda völd- in meirihlutastjórn þegar þar að kæmi. Konungur sagði þetta á fyrsta formlega fundi hinnar nýju stjórnar Suarez. Hann bað stjórn- ina að taka ákvarðanir sínar þannig að þær efldu einingu þjóð- arinnar og konungdaéhiið og skor- aði á alla Spánverja að styðja nýju stjórnina. Leifar Ugandaflugvéla sem eyðilögðust í árás Israelsmanna á Entebbe-flugvöll. __ Israelsmannanna er vel gætt í Montreal en munu samt hafa eigin (iryggisverði GÍFURLEGUR viðbúnaður var f Montreal f Kanada á föstudaginn er Ólympfulið tsraelsmanna kom til borgarinnar. Hermenn gráir fyrir járnum voru um alla flug- stöðvarbygginguna, og úti á vell- inum voru fjölmargar brynvarðar bifreiðar. Eftir að fsraelsku fþróttamennirnir komu til Ólym- pfuþorpsins var engu lfkara en að lögreglumenn og hermenn væru að gæta hættulegra glæpamanna, þar sem þeir slepptu tsraels- mönnunum aldrei úr augsýn. — Eftir atburðina sem áttu sér stað í Míinchen 1972, get ég ekki annað sagt en að ég er ánægður að sjá hvernig Ólympíuþorpsins er gætt, sagði Shmuel Lalkin, for- maður ísraelsku Ólympíunefndar- innar, sem er aðalfararstjóri Isra- elsmannanna i Ólympíuferð þeirra að þessu sinni, — en allir þessir hermenn og lögreglumenn eru ekki hér okkar vegna. Við þörfnumst ekki slíkrar gæzlu sagði hann. lsraelsmenn senda allfjölmenn- an hóp til leikanna f Montreal, og vekur athygli hversu fararstjór- arnir eru margir. Er álitið að Isra- elsmenn treysti ekki öryggisgæzl- unni í Kanada alltof vel og hafi því eigin gæzlumenn með kepp- endum sínum meðan á leikunum stendur. Alls munu 28.000 menn verða við gæzlustörf i Montreal meðan á leikunum stendur og eru 16.000 þeirra einkennisklæddir lögreglu- menn og hermenn. Allir eru lög- reglumennirnir og hermennirnir mjög vel vopnum búnír, eru með skammbyssur og sjálfvirka riffla, auk þess sem þeir hafa yfir að Róm 9. júlí — AP. ALDO Moro, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra á Italíu til bráðabirgða, baðst f kvöld lausnar fyrir sig og ráóuneyti sitt. Þar með getur Giovanni Leone forseti hafið formlegar viðræður við flokksleiðtoga um stjórnar- myndun í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði. Gert er ráð fyrir þvi að Leone hefji viðræður sínar á mánudag og á grundvelli þeirra útnefna nýjan forsætisráðherra sem reyna mun stjórnarmyndun. Pólitískar heimildir i Róm segja einkum þrjá menn liklega i það ráða vel búnum bifreiðum, vél- hjólum og þyrlum. Ákveðið hefur verið að efna til minningarathafnar í Montreal um þá 11 Israelsmenn er hefndar- verkamenn myrtu í Miinchen og mun forsætisráðherra kanada, Pierre Trudeau og ísraelski am- bassadorinn í Kanada, Mordechai Shalev, taka þátt í þeirri athöfn. hlutverk. Þeir eru Giuleo Andre- otti, fjármálaráðherra, Arnaldo Forlani, varnarmálaráðherra og Francesco Cossiga, innanrikis- ráðherra fráfarandi stjórnar, — allt forystumenn innan Kristilega demókrataflokksins. Andreotti er 57 ára, fyrrum forsætisráðherra, og hefur náið samband við páfa- garð, Forlani er 50 ára, fyrrum aðalritari flokksins, og Cossiga er 47 ára, Sardiníumaður og frændi Beriinguers, leiðtoga kommún- istaflokksins, sem vakti fyrst á sér athygli i björgunaraðgerðun- um vegna jarðskjálftanna á Norð- austur-Italíu í maí s.l. Leone byrjar við- ræður eftir helgi Þráskák í viðræðum Norðmanna og Rússa HÖRÐ afstaða Rússa f viðræð- unum við Norðmenn um skipt- ingu landgrunnsins á Barents- hafi hefur vakið furðu vest- rænna stjórnmálafréttaritara. Síðan síðasti viðræðufundur var haldinn hafa Rússar hafið miklar eldflaugaæfingar á því svæði sem um er deilt og þær eru túlkaðar sem tilraun til að neyða Norðmenn til aó ganga að kröfum Rússa. Tilkynning sem var gefin út eftir síðasta fundinn er al- mennt túlkuð þannig að Rússar hafi ekki Hvikað hársbreidd frá þeirri upphaflegu kröfu sinni að Norðmenn falli frá tilkalli sin" þess svæðis sem um er dent er 155.000 ferkílómetr- ar. Munurinn stafar af því að Norðmenn vilja láta miðlfnu ráða en Rússar vilja svæða- kerfi. Undirrótin er talin sú að auðugar olíulindir kunna að leynast á hafsbotninum, svo auóugar að sumir rússneskir vísindamenn segja að þær geti skákað olíulindunum i Araba- Odvar Nordli: boðar „sveigjan- Ieika“ löndunum þótt norskir vísinda- menn séu varkárari. Samkvæmt Genfar- sáttmálanum frá 1958, sem bæði Norðmenn og Rússar eru aðilar aó, skal ákveða land- grunnsskiptingu með samn- ingaviðræðum og miðlína ráða nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi. Norðmenn neita því að sér- stakar aðstæður séu fyrir hendi á Barentshafi og telja að með því hafi til dæmis verið átt við eyjar á yfirráðasvæði annars lands og slíku sé ekki til að dreifa. Hins vegar telja Norðmenn sig hafa sýnt samkomulagsvilja með því að ræða við Rússa, en telja að ekki blási byrlega fyrir framhaldsvióræður sem eiga að fara fram f haust ef engin breyting verði á þeirri afstöðu Rússa að beita þvingunum, að því er dálkahöfundurinn Mich- ael Grundt Spang segir í Verd- ens Gang. Odvar Nordli forsætisráð- herra sagði nýlega á blaða- mannafundi að báðir aðilar yrðu að vera sveigjanlegir, en hins vegar yrðu samningahorf- ur lítt uppörvandi ef báðir aðil- ar hédu fast við afstöðu sfna. Nordli sagði að viðræðurnar yróu að fara fram i andrúms- lofti sem mótaðist af samkomu- lagsvilja beggja aðila. Hann vildi ekki útskýra hvað hann átti við með sveigjanleika f ljósi þess að krafa Norðmanna er sú að miðlínureglan verði látin ráóa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.