Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10 JULÍ 1976 £•'' j okveii*/ar Laiiti búiiaöur 1 'J(>3 64 (& 66 67 6tí 6(j önnur {ijor.usta Vfci zi uii ot viíök'ii.úi .■)ani{;6iii' ui' Pafv., vatnsv* u. bytSKiJ-i.ar 'if r;.ai.iiv ^ iKjai;».r6 Ai.nar i<*.naí.ui' Skipting mannaflans I atvinnugreinar á Norðurlandi vestra og Ströndum, þegar á heildina er litið, strjálbvli og þéttbvli. stætt áætlunarverk. Sömu sögu er að segja um athuganir ein- stakra staða, sem upp hafa komið og krefjast úrlausnar." 0 Efnis- þættir Skýrsla sú, sem út er komin, er nánast staðreyndasafn um viðkomandi landshluta: náttúrufar (landmótun, lands- lag, veðurfar, gróðurfar, vist- fræði, orkulindir, nýting jarð- efna), mannfjölda (almenn mannfjöldaþróun, flutningur fólks milli sveitarfélaga, aldursdreifing, atvinna, at- vinnuleysi, nýting mannafla, tekjusamanburður o.fl.), sem og byggðavandamál almennt, tilgang og forsendur verksins og helztu markmið. 1 inngangi er fjallað um forsendur, tilgang og helztu markmið áætlunar verksins. Hér á eftir verður lauslega getið örfárra staðreynda um Norðurland vestra og Strandir, sem er að finna í þessari „al- mennu byggðaþróunaráætlun", aðallega varðandi mannfjölda — þróun, tekju- og atvinnu- skiptingu. Norðurland vestra og Strandir: Byggðaþróunar áætlun -1. hluti „Almenn byggðaþróunaráætlun, 1. hluti, fyrir Norðurland v’estra og Strandir" hefur séð dagsins Ijós hjá Framkvæmdastofnun ríkis- ins, áætlanadeild. Hlutverk slfkra byggðaáætlana er sagt að skýra og skilgreina atvinnu — og félagsástand ákveðinna landssvæða og þá þróun, sem valdið hafi þessu ástandi. Síðan verður reynt að ráða í það, hvað þurfi að gera til þess að breyta þróuninni þann veg, að hún verði hagstæðari og geti skapað viðkomandi íbúum Iffskjör á landsmælikvarða. Þannig verður í síðari þáttum þessarar áætlunar spáð í vöxt atvinnugreina á svæðinu og hverrar fyrirgreiðslu sé þörf til að ná æskilegri þróun í landshlutanum. 0 Framhald verksins Sem fyrr segir er þessi áætl- un unnin af Framkvæmda- stofnun ríkisins, áætlanadeild, og hafa þar einkum lagt hönd að verki Sigurbjartur Jóhannesson bygginga- og skipulagsfræðingur og Sigurð- ur Guðmundsson áætlana- og skipulagsfræðingur. Um framhald byggðaþró- unaráætlunar fyrir Norðurland vestra og Strandir, eftir útgáfu þessa frumramma, segir i for- mála: „Tekið verður til óspilltra málanna við athugun einstakra málaflokka sam- kvæmt vinnuramma áætlunar- verksins. Niðurstöður þessara athugana verða væntanlega fyrst gefnar út sem smáriti til umfjöllunar á végum hlutaðeig- andi aðila og síðan sem heild- Samsvarandi skipting í Siglufirði, eina þéttbýlinu á svæðinu, sem er í litlum sem engum tengslum við aðliggjandi landbúnað- arhéruð, atvinnulega séð. 100 önnur þjónusLa Verziun ot1 viöskipti Saintíön^ur Rafv., vatrisv. o.fl. Uýi&iuc&r oí; manrivirkjau;er6 Annar iönaöui* Fiskiönaöur Fiskveiöar 0 Árstíða og stað- bundið atvinnu- leysi Atvinnuleysi hefur um nokk- urt árabil verið óþekkt fyrir- brigði á Islandi, á heildina litið. Engu að siður hefur verið stað- og árstiðabundið atvinnuleysi í stöku landshlutum og hefur Norðurland vestra verið þar efst á blaði. Samkvæmt upplýs- ingum „Byggðaþróunaráætlun- ar fyrir Norðurland vestra og Strandir“, vóru 18% af öllum skráðum atvinnulausum á land- inu árið 1968 búsettir á þessu landssvæði. Sama hlutfall var hinsvegar 37.7% árið 1973. Hinsvegar urðu greiðslur at- vinnuleysibóta á svæðinu hlut- fallslega minni en þetta vinnu- leysishlutfall sýnir. Hlutur Norðurlands vestra í tiltæku at- vinnuleysi hefur því farið veru- lega vaxandi. Samkvæmt sömu heimíld hafa meðalbrúttótekjur ein- staklinga á þessu svæði verið mun lakari en á landinu i heild á tímabilinu 1963—1972, eða á Framkvæmdastofn- un ríkisins, áætlana- deild, sendir frá sér fyrsta hluta ráðgerðrar byggða- þróunaráætlunar fyrir byggðirnar umhverfis Húnaflóa og Skagafjörð og Siglufjörð, sem hefur nokkra byggð- arlega sérstöðu á þessu svæði. bilinu 76 til 82% af Iandsmeðal- tekjum. Lægst var hlutfallið á árunum 1966 og 1967 eða 76.4%, en hæst árin 1964 og 1972 með 81.6% og 81.5%. Aðeins einn þéttbýlisstaður á þessu svæði, Blönduós, var með hærri meðalbrúttótekjur á ein- stakling en landsmeðaltal árið 1972, eða 104.7%. Hofsós var hinsvegar með 60.6%, Siglu- fjörður 87.1%, Sauðárkrókur 90.4%, Skagaströnd 85.4%, Hvammstangi 94.1% og Hólma- vík 91.1%. Lægstu meðal- brúttótekjur á framteljanda ár- ið 1972 vóru i Skagahreppi í Austur-Húnavatnssýslu eða 49.9% af landsmeðaltali. A heildina litið hafa atvinnutekj- ur verið lægstar á svæðinu um árabil. 0 — Mannf jölda- þróun I Strandasýslu bjuggu 1288 manns árið 1970 en 109 færri 1974, eða 1179. Þó hafði fjölgað um 25 í þéttbýlisstöðum sýsl- unnar en fækkað þeim mun meir í sveitunum. 1 V- Húnavatnssýslu bjuggu 1423 1974 og hafði fjölgað um 34 frá 1970, þrátt fyrir fækkun i sveit- um um 51 á þessu tímabili. 1 A-Húnavatnssýslu fjölgaði um 110 frá 1970 til 1974, þrátt fyrir u.þ.b. 50 manna fækkun í sveit- um sýslunnar. í Skagafirði fjölgaði um 118 á þessu timabili og töldust þar til heimilis 4.153 árið 1974. 1 þéttbýli fjölgaði úr 1934 í 2111 en fækkaði í sveit- um úr 2101 í 2042. í Siglufírði fækkaði ibúum úr 2161 árið 1970 i 2080 1974. Fæstir urðu ibúar þar 1972, 2050, en hefur siðan fjölgað um 30. Milli áranna 1972 og 1973 fækkaði í nær öllum sveita- hreppum á þessu landssvæði. Mest í Bæjarhreppi í Stranda- sýslu, Kirkjuhvammshreppi í V-Húnavatnssýslu, Fells- Hofs og Lýtingsstaðahreppum i Skagafirði. Fækkað hefur á Hofsósi en nokkur vöxtur orðið í öðrum stærri þéttbýlisstöðum. Milli áranna 1973 og 1974 urðu breytingar með öðrum hætti. Fækkun hafði orðið í nokkrum sveitahreppum: Bæjarhreppi, As- og Torfalækjar- og Svina- vatnshreppum í A-Hún., Haga- nes- og Fellshreppum i Skaga- firði. Hins vegar fjölgaði nú í allmörgum sveitahreppum. Vöxtur smærri þéttbýliskjarna, kauptúna, varð hins vegar meiri en kaupstaðanna. Þetta á þó ekki við um Hvammstanga, þar sem fjölgun var óveruleg. Sé til lengri tíma litið hafa fólksflutningar frá Norð- urlandi vestra verið meiri en gengur og gerizt um önnur heildstæð strjálbýlissvæði. A áratugnum 1961—70 flytjast frá Norðurlandi vestra 3.579 manns, þar af 139 til útlanda, eða ár hvert um 3 til 4% mann- fjöldans. Á sama tíma flytjast til kjördæmisins 1911 manns, þar af 66 frá útlöndum, eða árlegur innflutningur 1,5 til 2% mannfjöldans sem fyrir var. Frá 1970 hefur flutninga- tíðni á báðar hliðar aukizt veru- lega. 1973 lækkaði þó brott- fluttratíðni og varð í fyrsta skipti lægri en tíðni aðflutn- inga í þessi kjördæmi — frá því talning fólks í innanlandsflutn- ingum hófst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.