Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976 17 Hvernig Teng missti völdin Eftir Victor Zorza NVJAR upplýsingar um það sem liggur á bak við valdabar- áttuna í Kfna eru farnar að sjá dagsins ljðs. Teng Hsiao-ping, sem vikið var úr stöðu varafor- sætisráherra, hefur verið bor- inn þeim sökum f útvarpssend- ingum á landsbyggðinni að halda fram „hreinum hern- aðarsjónarmiðum" í kappræð- um valdaforystunnar um varnarmálastefnuna. Alit bend- ir til þess, að deilan f Peking sé óútkljáð og að málefni hersins séu undirrót þeirrar baráttu, sem nú er háð að tjaldabaki. Þeir „hernaðarlegu“ glæpir, sem bornir eru á Teng i út- varpssendingunum, eru raunar stjórnmálalegir. Hann er sagð- ur hafa haldið því fram, að til að sjá fyrir þörfum hersins verði Kínverjar að efla iðnað sinn, einkum stáliðnað. Hann „lagðist gegn hugsunum Maos formanns um alþýðustríð," með öðrum orðum hugmyndum Maos um að treysta á illa búna heri, sem aðeins geta háð skæruhernað. Teng hélt í þess stað fram „kenningu vopn- anna“, það er að sjá eigi herafl- anum fyrir dýrum nýjum vopn- um. Hann hélt því fram, að herinn væri ekki fær um að gegna hlutverki sfnu eins og skipulagningu hans væri háttað. Á það var ekki minnzt í út- varpssendingunum, að sú áætl- un um breytingar f nútímahorf, sem hann hafði á prjónunum og herinn hefði átt að fagna fljótt á litið, fól einnig í sér gífur- lega fækkun hermanna. Næsta valdabarátta á undan, sú sem varð til þess að Lin Piao reyndi að flýja til Sovétríkjanna 1971 og týndi lífi, hafði það í för með sér, að herútgjöld Kinverja voru skorin niður um fjórðung. Bandariskir leyniþjónustusér- fræðingar, sem öfluðu sér þess- ara upplýsinga, komust að þeirri niðurstöðu, að þessi niðurskurður væri ein af ástæð- unum til þess, að Kínverjar hægðu á smíði kjarnorkuvopna. Enn nýrri upplýsingar banda- rískra leyniþjónustustarfs- manna sýna, að alvarlegar um- ræður hafa farið fram í Kina að undanförnu um stærð hersins og að Teng og stuðningsmenn hans hafa hvatt til þess, að fækkað verði í honum um eina milljón manna. Hann er nú skipaður þremur og hálfri milljón manna, þannig að fækk- unin yrði næstum því þrjátiu af hundraði. I engum nútíma her hefur svo gifurlega mikil fækkun átt sér stað á friðartím- um. 1 Kína hefur herinn lengi verið einn helzti máttarstólpi ríkisstjórnarinnar og deilan hlaut að verða bitur og blóðug — og hún leiddi að lokum til falls Tengs. Utvarpssendingarnar með árásunum á Teng sýna ljóslega, að tilgangur hans var raunar sá að efla herinn, ekki veikja hann. Fækkun sú, sem hann lagði til, hefði náð til mikils fjölda hermanna, sem fást við pólitisk störf, margra gamalla manna, sem hafa fengið að vera Teng Hsiao-ping Hua Kuo-feng. Andstæðingar Teng Hsiao-pings bera mynd af Mao á Torgi hins himneska friðar 1 Peking. Chou En-Iai hylltur á Torgi hins himneska friðar f Peking. I hernum siðan striðinu lauk, og „einkaherja", sem yfirmenn herstjórnarumdæma hafa á að skipa. Teng Hsiao-peng hafði beitt sér fyrir þessum umbótum að minnsta kosti siðan 1974 og í fyrrasumar hafði hann fengið til liðs við sig meirihluta yfir- stjórnar heraflans, sem leizt vel á loforð hans um nýtízkuvopn og endurskipulagningu, sem gæti gert herinn faglegri. Stefna Tengs fór einnig að hafa áhrif á öðrum sviðum í fyrra- sumar, þannig að meiri áherzla var lögð á framleiðslu og skyn- samlegri skipulagningu iðn- aðarins þrátt fyrir mótstöðu róttækra. Margar mikilvægar breytingar, sem þá áttu sér stað í Kína, má rekja til þess, að Teng hafði tryggt stuðning yfir- manna heraflans við stefnu sína. Nú er vitað, aó eftir andlát Chou En-lais forsætisráðherra í janúar háði yfirstjórn hersins harða baráttu fyrir því, að Teng Hsiao-peng yrði tryggð staðan. En róttækir gripu tækifærið, sem þeim bauðst þegar Chou lézt, og á miðstjórnarfundi, sem var haldinn til að greiða at- kvæði um eftirmanninn, tókst þeim að fá til liðs við sig yfir- menn herstjórnarumdæmanna, sem töldu umbætur Tengs stofna hagsmunum sínum í voða. Kinverski heraflinn hefur lengi verið klofinn eins og póli- tíska forystan. „Miðstjórnar- sinnar" í yfirherstjórninni hafa yfirleitt verið hlynntir áætlun- inni um nýtlzkubreytingar, sem mundu tryggja þeim betri stjórn á betri her. En yfirmenn margra herstjórnarumdæma hafa verið hrifnari af hugmynd Maos um skæruhernað, sem réttlætir þann mikla fjölda her- manna, sem þeir vilja hafa und- ir sinni stjórn. Á miðstjórnar fundinum studdu yfirmenn herstjórnarumdæma róttæka með þeim afleiðingum, að for- ystan klofnaði í næstum því tvær jafnstórar fylkingar. Þannig var komið í veg fyrir, að Teng yrði skipaður forsætisráð- herra, og til skjalanna kom nýr forsætisráðherra, Hua Kuo- feng, sem.ætlazt var til að sæti til bráðabirgða og fallizt var á sem málamiðlunarlausn. En Hua var hófsamur fremur en róttækur. Málamiðlunar- lausnin var hagstæðari hófsöm- um fyrir áhrif hins 76 ára gamla varnarmálaráðherra, Yeh Chien-ying marskálks, sem hrundi atlögu róttækra eins og nú er vitað. Þegar miðstjórn- inni tókst ekki að ná samkomu- lagi, var málinu aftur vísað til stjórnmálaráðsins, sem hins vegar var álíka klofið. Þegar róttækir reyndu að knýja fram úrslit í málinu, gekk Yeh mar- skálkur einfaldlega af fundi stjórnmálaráðsins. Þar með var ljóst, að skipun róttæks manns naut ekki stuðnings yfirher- stjórnarinnar. Fundur mið- stjórnarinnar leystist upp og Hua tók við. En í hinni form- legu tilkynningu var hann aðeins kallaður „starfandi for- sætisráðherra." Yeh marskálkur hefur lengi verið frá störfum, en kom nú aftur fram í dagsljósið, og allt bendir til þess að hann hafi fengið vilja sínum framgengt að mestu leyti. BlÖðin eru að miklu leyti undir stjórn rót- tækra og halda áfram að ráðast á „örfáa“ stuðningsmenn Tengs. En sú stefna, sem nú er fylgt, bendir til þess að róttæk- ir hafi litil áhrif á hana. Þar sem útvarpsstöðvar á landsbyggðinni hafa aftur tekið fyrir málefni hersins bendir það til þess, að baráttan sé aft- ur farin að snúast um það sem er orðinn kjarni deilunnar í Peking. Þar með er ekki sagt, að önnur mál, stjórnmálaleg og efnahagsleg, séu veigaminni. En herinn er mál málanna vegna þess, að hann er ennþá verkfærið, sem ræður úrslitum um valdabreytingar i Peking- forystunni og mun gegna úr- slitahlutverki þegar Mao, sem er orðinn 82 ára og lætur stöð- ugt meir á sjá, yfirgefur þenn- an heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.