Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 30. nóvember Bls. 33-64 UPPLAUSN 0G ENDURREISN Fyrra bindi sjálfsævi- sögu Steingríms Stein- þórssonar, fyrrum forsætis- ráðherra, er komið út und- ir heitinu Steingríms saga. Örn og Örlygur gefa bókina út og hefur Morgun- blaðið fengið leyfi útgef- enda til að birta eftirfar- andi kafla úr bókinni og heitir hann Upplausn og endurreisn, en þess skal geta, að kaflinn er þó ekki birtur í heild. Upplausn og endurreisn Alþingi 1932 skyldi hefjast 15. febrúar eins og þá var föst venja, ef þingrof eða annað þvílíkt trufl- aði ekki. Ég fór með strandferða- skipi frá Sauðárkróki, vestur um. Með skipinu voru nokkrir þing- menn frá Austur- og Norðurlandi. Skipið kom ekki til Reykjavíkur fyrr en að kvöldi þingsetningar- dagsins, svo að við vorum ekki þar við. Næsta dag voru forsetar kjörnir og kosið í nefndir. Einar Arnason var nú kosinn forseti sameinaðs þings, en Ásgeir hafði að sjálfsögðu látið af því starfi þegar hann varð ráðherra. Kreppan mikla skellur á Brátt urðum við, sem komum utan af landi, varir við, að sam- komulagið hafði ekki batnað. Úfar milli Jónasar og Ásgeirs höfðu enn farið vaxandi, var fullur fjandskapur orðinn þar í milli eins og raunar áður, en virtist þó enn biturri. Nýir erfiðleikar höfðu bætzt við. Hin mikla kreppa var skollin á. Stórkostlegt verðfall á öllum framleiðsluvörum, bæði til iands og sjávar, svo að atvinnu- vegirnir römbuðu á barmi gjald- þrots. Djarft hafði verið siglt hjá þeim Jónasi og Tryggva undanfar- in ár. Miklar framkvæmdir á vegum ríkisins — skólar, vegir, brýr o.fl. — Þar við bættist svo alþingishátíðarárið 1930. Þá var allt í háspennu. Nú var hins vegar ljóst, að við vorum í miklum öldudal með fjármál ríkisins og afkomu atvinnuveganna. Þegar þessir erfiðleikar bættust við þau vandræði, er stöfuðu af ósam- komulaginu innan flokksins, var ekki við góðu að búast. Leynimakk Ásgeirs og Jóns í Stóradal Flokksfundir fóru svipað fram og á sumarþinginu næst á undan, sífelldar deilur og illindi. Ekkert hafði þokazt á leið um að ná samkomulagi í kjördæmamálinu. Til þess var ætlazt af okkur flestum, að Tryggvi beitti sér fyrir því milli þinga, að leitað yrði að leiðum til samkomulags, sem Framsóknarflokkurinn gæti sætt sig við. Nú kom í ljós, að Tryggvi hafði ekkert gert í þessu efni. Mér er næst að halda að hann hafi naumast reynt það. Hann gafst algjörlega upp við jjetta mál. Hins vegar voru þeir Ásgeir og Jón í Stóradal í einhverju leynimakki við Sjálfstæðisflokkinn og höfðu margir okkar megnustu vantrú á því pukri. Jónas var á hinn bóginn eins og kargur klár, neitaði hverri tilslökun, en var þó algjörlega vanmegnugur og manna ólíkleg- astur til að ná samkomulagi. Pólitísk lífs- barátta Jónasar Það kom brátt í ljós, að stjórn- arandstæðingar ætluðu að beita stjórnina þrælatökum, ef ekki drægi til samkomulags í kjör- dæmamálinu, neita að samþykkja nauðsynleg tekjuaukafrumvörp og fjárlög. Lengi fram eftir stóð í þessu þófi og var engin lausn sjáanleg. Tryggvi hafði sama hátt- inn á, þega'r deilt var um þessi mál innan flokksins, sat og þumbaðist, lagði sjálfur sama og ekkert til málanna. Hann hefir sjálfsagt gert sér ljóst, að hans þáttur í þessum leik væri að enda og nýir menn yrðu að taka við. Hins vegar barðist Jónas Jónsson fyrir sínu pólitíska lífi af meiri ofsa en nokkru sinni áður. Dómur Magn- úsar Torfasonar Það brast og ískraði í öllum samskeytum flokksins og birtist það á margvíslegan hátt. Eitt sinn á flokksfundi, þegar öldurnar risu hátt, kom Magnús Torfason inn. Hann hafði ekki mætt á síðustu flokksfundum. Lýsti hann því með nokkrum orðum, að hann hefði aldrei þekkt jafnauman og úr- ræðalausan flokk og aldrei kynnzt jafn óhæfri flokksforustu, kvaðst hann ekki geta tekið þátt í slíkum skrípaleik lengur og taldi sig ekki framar bundinn af samþykktum flokksins. Það stóð gustur af Magnúsi, þegar hann gekk út, eftir að hafa gefið þessa yfirlýsingu. Þögn sló á alla viðstadda. Tryggvi bað okkur að láta þetta ekki vitnast, en bráðlega barst þó þessi frétt milli þingmanna. Ungir áhrifamenn Að sjálfsögðu kynntist ég ýms- um mönnum utan þingflokksins þessi fyrstu þingár mín, mönnum sem höfðu mikil áhrif á starfsemi flokksins. Mér eru sérstaklega minnisstæðir tveir ungir menn, sem allmjög létu til sín taka og urðu síðar mjög riðnir við stjórn- mál hér á landi. Það voru þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson. Hófst nokkur kynning með okkur á sumarþinginu 1931, en þó í ríkari mæli á þessu þingi. Raunsætt þrekmenni og sprettamaður Hermann er Skagfirðingur að ætt, frá Syðri-Brekkum í Skaga- firði. Hann hafði lokið lögfræði- prófi um það bil, sem Framsókn- arstjórnin tók við völdum 1927, eða litlu fyrr. Var hann fulltrúi hjá Jóhannesi Jóhannessyni bæj- arfógeta. Jónas gerði Hermann að lögreglus'tjóra 1929. Var embætt- isframi hans því mjög skjótur. Þá mun hann hafa verið 33 ára að aldri. Hermann er glæsilegur maður að vallarsýn. Með hærri mönnum á vöxt, þrekinn og mikill um herðar, mikið andlit, ljós yfirlitum. Andlitsfallið ferkantað og allir drættir einkennilega bein- ir. Allt fas Hermanns lýsti þrótti og sjálfsöryggi. Andstæðingar hans hafa löngum viljað telja hann montinn og lítið gefinn. Hvort tveggja er öfugmæli. Hitt er rétt, að Hermann fann þá og finnur enn talsvert til sín. Hreyf- ingar hans og útlit allt ber því vitni. Þegar þar við bætist að hann hefur gaman af að segja sögur af sjálfum sér, mátti túlka slíkt sem mont, en af langri kynningu við Hermann veit ég, að það er ekki rétt. Hitt er það, að sjálfstraust hefur hann mikið. Hermann er miklum hæfileikum gæddur, og það einmitt þeim hæfileikum er að gagni koma. Hann er raunsær og klókur, þrek- maður mikill, áhlaupamaður við störf, en latur með köflum, sem flokksformann vantar hann hina sívökulu athygli. Hermann fékk nokkur efni með konu sinni og ávallt vakandi um eigin hag. Metnaðargjarn var hann eins og er eðlilegt var um ungan hæfi- leikamann. „Brauðmála- ráðherrann“ Eysteinn Jónsson var kornung- ur maður þá, um 25 ára að aldri, Austfirðingur að ætt, sonur séra Jóns Finnssonar á Djúpavogi. Hann hafði gengið í Samvinnu- skólann og var þá starfsmaður hjá Jónasi í stjórnarráðinu, eitthvað varðandi skipaútgerð ríkisins eða innkaup fyrir hana. Sjálfstæðis- menn kölluðu hann í skopi brauð- málaráðherra. Árið 1932 varð hann svo skattstjóri. Eysteinn er ekki mikill fyrir mann að sjá við fyrstu sýn. I minna lagi á vöxt, með stórt höfuð, fremur ófrítt, stór, útstandandi eyru, rangeygð- ur og kringluleitur. Svipurinn í senn gáfulegur og góðlegur, svo að Sjá bls. 38. Kafli úr Stein- gríms- sögu Steingrímur Steinþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.