Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 Löngubrekku: Sumarhúsum L.Í.Ú. á Skjald- artröð ákveð- inn staður Lðngubrekku, 28. nóv. EINS og áður hefur komið í fréttum, keypti Landssamband islenskra útvegsmanna jörðina Skjaldartröð í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi á árinu 1978, þar sem hreppsnefnd Breiðavíkur- hrepps og Náttúruverndarráð höfðu afsalað sér forkaupsrétti til jarðarinnar. Jarðanefnd Snæfells- og Hnappadalssýslu setti þá það skil- yrði fyrir sölunni, að jörðin yrði leigð ábúanda til lífstíðar og gekk L.I.Ú. að því. Ungur og efnilegur maður hafði hug á að kaupa jörðina og búa á henni, en hafði ekki bolmagn til að ganga inn í kaupin með sömu kjörum og L.Í.Ú. Hann samdi því við L.Í.Ú. um ábúð og var honum leigð jörðin til lífstíðar, frá síðustu fardögum að telja. Nú hefur L.Í.Ú. fengið tekna spildu úr landi jarðarinnar til útilífsnota og sumarbústaðabygg- inga, með leyfi löglegra aðila, það er: Landnáms ríkisins, Jarða- nefndar Snæfells- og Hnappa- dalssýslu og landbúnaðarráðu- neytisins. Land þetta er í úthaga jarðar- innar Skjaldartraðar, vestan við Hellnahraun, neðan þjóðvegar. Þá hefur Bjarni Óskarsson byggingarfulltrúi sýslunnar og byggingarnefnd Breiðavíkur- hrepps samþykkt bústaðina á áð- urnefndu landsvæði. Þetta er mjög vinalegur og fagur staður, sem valinn hefur verið fyrir sumarhúsin. Mjög mikilsvert er, að búskap- arhæfni jarðarinnar skerðist alls ekki og vel takist til um skipulag og að samskipti íbúa þessarar friðsælu, litlu byggðar á Hellnum í Breiðavíkurhreppi á Snæfells- nesi og íbúa sumarhúsanna verði sem best. Ekki hefur þessi niðurstaða fengist með öllu átakalaust og mætti í því sambandi benda þeim, sem hugsuðu til landa- eða jarða- kaupa undir sumarbústaði eða sumarbústaðahverfi, á að afla sér í tíma samþykkis réttra aðila. — Finnbogi. Kosninga- útvarp á stuttbylgju Fjarskiptastöðin i Gufu- nesi hefur nú valið fleiri bylgjulengdir fyrir kosn- ingaútvarp á stuttbylgju. Áður var búið að tilkynna að kosningaútvarpið yrði sent út á 12175 kHz (24,6 metr- ar). Auk þess verða eftir- taldar bylgjulengdir notað- ar: 7657 kHz (39.18 metrar) 9115 kHz (32.19 metrar) 13950 kHz (21.50 metrar) (sérstaklega til U.S.A.) Stuttbylgjuútvarpið hefst klukkan 19:00 gmt. mánudag- inn 3. desember en kosninga- útvarp hefst ekki fyrr en klukkan 23:00 um kvöldið og verður haldið áfram um nótt- ina og fram á þriðjudag eftir því sem ástæða þykir til. Við alþingiskosningarnar 1978 heyrðist kosningaút- varpið víða um Evrópu á stuttbylgju. Nauðsynlegt er að hafa góð tæki og loftnet til þess að ná útsendingunni. Stefnumörkun sjálfstœðismanna: Hafsbotnsréttindi og JAN MAYEN Ummæli, sem höfð voru eftir Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra í norska sjónvarpinu um mánaðamótin janúar/febrúar s.l., varðandi norska efnahags- lögsögu við Jan Mayen, urðu tilefni harðra umræðna bæði í efri deild Alþingis og í Samein- uðu þingi 5. og 7. febrúar s.l. Ummæli þessi voru af ýmsum túlkuð á þann veg, að ráðherrann teldi Norðmenn hafa heimild til að lýsa einhliða yfir 200 mílna norskri efnahagslögsögu við Jan Mayen. Eyjólfur Konráð Jónsson al- þingismaður kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild 5. febrúar s.l., og spurðist fyrir um: hvaða áform utanríkisráðherra og ríkisstjórn hefðu uppi til að tryggja íslenzka hagsmuni við Jan Mayen, utan 200 mílna landhelgi okkar; hvað ríkisstjórnin hefði gert til að hraða rannsóknum á landgrunni íslands, — hvað hún hefði gert til að gæta íslenzkra réttinda þegar ytri landgrunns- mörk til suðurs yrðu ákvörðuð og hvort leitað hefði verið samstarfs við Færeyinga um sameiginlega réttargæzlu þjóðanna. íslenzkir hagsmunir og Jan Mayen Varðandi Jan Mayen benti Eyj- ólfur Konráð á eftirfarandi rök- semdir: • 1. Jan Mayen er á íslenzka landgrunninu. • 2. Jan Mayen má teljast óbyggð smáeyja. • 3. Eignarhald Norðmanna á Jan Mayen hefur aðeins var- að fáa áratugi. • 4. Jarðfræðilega hefur Jan Mayen ætíð verið talin til- heyra „íslenzku hásléttunni." • 5. Hagsmunir íslendinga eru allt aðrir og mun meiri en Norðmanna. Eyjólfur Kenráö Jónsson • 6. 200 sjómílna efnahagslög- saga Noregs umhverfis Jan Mayen myndi skerða hafs- botnsréttindi íslendinga. • 7. Engar alþjóðareglur, hvorki „de facto" né „de jure“ heim- ila Norðmönnum einhliða aðgerðir, án samþykkis íslendinga." Réttindi utan 200 mílnanna Eyjólfur Konráð vakti athygli á þeim hagsmunum, sem Island varða, er hafréttarráðstefna S.Þ. fjallar um skiptingu hafsbotnsins utan 200 mílna. Þar muni ýmis jarðfræðileg atriði geta haft meg- inþýðingu. Að því er ísland varði séu þýðingarmestu atriðin: • 1. Að tryggja réttindi okkar á Jan Mayen-svæðinu. • 2. Að rannsaka gaumgæfilega hvaða réttindi við kynnum að eiga suður af landinu (og suðvestur af Færeyjum, þar sem sé að finna sokkið land og eitt elzta úthafsdýpi N-Atlantshafsins). • 3. Réttindi okkar umhverfis Reykjaneshrygginn, sem raunar ættu ekki að leiða til hagsmunaárekstra við aðra. Eyjólfur Konráð hafði þegar og þing kom saman haustið 1978, ásamt fleiri þingmönnum sjálf- stæðisflokksins, flutt þrjár tillög- ur til þingsályktunar, sem í þing- önnum fyrir jól var vísað til ríkisstjórnar, í samkomulagi við stjórnarliðið. Sú fyrsta fjalli um að taka nú þegar upp samninga við Norðmenn um fiskveiðiréttindi og hagnýtingu auðæfa landgrunns utan 200 mílna efnahagslögsögu íslands í norðurhöfum, umhverfis Jan Mayen. Önnur um ráðningu sérfræðinga, innlendra og er- lendra, til að afla sem ítarlegastra upplýsinga um landgrunn íslands og stöðu til landgrunns nálægra ríkja. Þriðja um að ríkisstjórnin mótmælti, þegar öllum tilraunum Breta til að slá eignarhaldi á klettinn Rokk (Rockall) — og lýsti yfir, að ákvörðun ytri land- grunnsmarka íslands til suðurs miðaðist við, að engri þjóð beri tilkall til Rokksins. Meðferðin á tillögum Eyjólfs Konráðs Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra tók fram, bæði í umræðu í efri deild og í Sameinuðu þingi, að ummæli sín í norska sjónvarpinu bæri ekki að skilja sem neins konar viðurkenningu á rétti Norð- manna til fiskveiðilögsögu við Jan Mayen. Benedikt taldi sig hafa fyrirheit Norðmanna þess efnis, að þeir færðu ekki út fiskveiði- landhelgi við Jan Mayen án þess að ræða það mál fyrst vandlega við Islendinga. Varðandi meðferð á tillögum EKJ, sem vísað var til ríkisstjórn- ar, vitnaði ráðherra til 42. gr. þingskapa: „Þyki þingdeild eigi ástæða til að gera ályktun um eitthvert málefni, getur hún vísað því til ráðherra...“ Þá vitnaði hann til Ólafs Jóhannessonar í ritinu Stjórnskipun íslands. Þar stæði um slíka vísun tillagna til ríkisstjórnarinnar: „Þetta þykir vægari aðferð til að koma máli fyrir kattarnef en að fella það.“ Margir urðu til að mótmæla þessum ummælum ráðherra, varð- andi tillögur Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Þeirra á meðal var Stefán Jónsson (Abl). Hann sagði m.a.: „Ég vil minna á það með hvaða hætti þingsályktanir þær voru afgreiddar í fjárlagaönninni í desember hér á Alþingi, sem hæstv. utanríkisráðherra telur að nánast hafi verið felldar, vegna þess að þeim var vísað til ríkis- stjórnarinnar... Fallist var á það af hálfu 1. flutningsmanns að vísa þessum tillögum til ríkisstjórnar. Það var sátt af hans hálfu. Það var komið að lokadegi í afgreiðslu fjárlaga. Hann hótaði því þá, þingmaður Eyjólfur K. Jónsson, og hafði raunar stuðning þing- manna úr fleiri flokkum á bak við þá hótun, að ef þessar þingsálykt- unartillögur þeirra sjálfstæð- ismanna hlytu ekki afgreiðslu fyrir jól, vegna þess hve brýnt væri að afgreiða þær, þá skyldi verða haldið uppi þess háttar umræðum um einstaka liði fjár- laga, að fjárlagaafgreiðslan dræg- ist fram yfir jól af þeim sökum... En forystumenn stjórnarflokk- anna sömdu um það við 1. flutn- ingsmann tillögunnar, að þær yrðu afgreiddar með þessum hætti. Það var það sem kallast á enskri tungu „gentlemen’s agree- ment,“ sem var á vitorði ég vil segja allra þingmanna og hann féllst á í því trausti, að með tillögurnar yrði farið eins og þær hefðu hlotið þinglega meðferð..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.