Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 39 Ásgeir og Jón að semja við íhaldið um uppbótarsæti Að sjálfsögðu var kjördæma- málið eitt helzta mál flokksþings- ins. Það var þá til meðferðar á Alþingi. Asgeir og Jón í Stóradal voru þá að semja við Sjálfstæðis- flokkinn um uppbótarþingmanna- kerfið og alla þá vitleysu. Eg var formaður í þeirri nefnd flokks- þingsins, sem fjallaði um kjör- dæmamálið og síðan framsögu- maður hennar. Asgeir var í þeirri nefnd og starfaði með henni. Hann hagaði sér að öllu leyti klóklegar en Tryggvi, þar sem hann tók þátt í störfum þingsins og reyndi með lagni að koma sínum tillögum fram. Nefndin flutti þessar megintillögur varð- andi kjördæmaskipan landsins: 1. Að núverandi landskjör verði lagt niður. 2. Að haldið verði núverandi rétti kjördæma til eigin fulltrúa- vals og tölu þingmanna í kjör- dæmum utan Reykjavíkur. 3. Að fjölga þingmönnum Reykjavíkur um 3. 4. Að landskjörnir verði 6 þing- menn utan Reykjavíkur og vara- menn þeirra á listum samtímis almennum kjördæmakosningum, og hljóti þeir þingflokkar lands- kjörssætin, er afskiptir verða við kjördæmakjörið. 5. Að tala þingmanna fari ekki fram úr 46. Geysimiklar umræður urðu um þetta mál. Ásgeir og hans menn reyndu að koma fram tillögum þeim, sem þeir voru þá að semja um við íhaldið, uppbótarþing- mannakerfinu, eins og síðar var samþykkt, en komu því alls ekki fram á flokksþinginu. Þessar til- lögur voru að lokum samþykktar svo að segja óbreyttar. Ég er sannfærður um það, að ef þeir Tryggvi og Ásgeir hefðu haldið sæmilega á þessu máli frá kosn- ingunum 1931, þá hefði verið hægt að ná samkomulagi um þessar tillögur. En hik þeirra, linka við Sjálfstæðismenn og alls konar vesalmennska olli því, að undan- haldið varð enn hraðara. Af hálfu þeirra Tryggva, Ásgeirs og Jóns í Stóradal var um fullkomin svik á samþykktum flokksþingsins að ræða, því að þeir vildu allt til vinna að tryggja sér Sjálfstæðis- flokkinn. Hörð gagnrýni á ríkisstjórnina Flokksþingið samþykkti all- harða gagnrýni á ríkisstjórnina, þ.e. samstarf Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna. Eðlilegt var, að Ásgeir og Þorsteinn ættu erfitt með að sætta sig við þá afgreiðslu, en þó var reynt að ganga ekki lengra en svo, að ekki þyrfti að valda fullum slitum. Okkar hug- mynd var sú, að fá samþykkta ákveðna viljayfirlýsingu um að leita eftir samstarfi við Alþýðu- flokkinnn, án þess þó að ganga svo langt, að flokkurinn klofnaði. Þetta heppnaðist á flokksþinginu, þótt allt færi upp í loft skömmu síðar. Hart deilt um skipulag flokksins Mestum deilum ollu þó skipu- lagsmál flokksins. Þau voru eitt helzta mál þessa flokksþings. Áð- ur höfðu engar fastar reglur gilt um skipulag flokksins. Nú var samþykkt lagafrumvarp eitt mik- ið. Miðstjórn flokksins sett á laggirnar, þar sem sæti áttu fulltrúar úr öllum kjördæmum. Glögg ákvæði sett um hvernig framboð skyldu ákveðin. Þá voru og ákvæði um hvernig skyldi að farið, ef mál væru gerð að flokks- máli, og væri þá þingmenn skyldir að fylgja málum, sem formlega væru gerð að flokksmálum. Loks voru svo ákvæði um að víkja mætti mönnum úr flokknum, sem brytu af sér gegn flokkslögum. „Handjárnin“ Það voru þessi síðustu ákvæði, sem ollu mestum deilum. Ásgeirs- deildin beitti sér af alefli gegn þeim, og ýmsum eldri þingmönn- mmm um var mjög lítið gefið um slíkar ákvarðanir. Voru þessi ákvæði nefnd „Handjárnin" og afar mikið notuð til árása á Framsóknar- flokkinn næstu ár. í engu var hvikað frá þessu og voru hand- járnaákvæðin samþykkt með miklum meirihluta. „Nú skulum við fara Sveinn frændi“ Varð þá æsing mikil, köll og háreysti. Má segja að legið hafi við ryskingum. Eg man, að mikill sláttur var á Jörundi bónda Brynj- ólfssyni, þegar atkvæðagreiðsl- unni lauk. Hann stóð upp, hnippti í Svein í Firði, er sat við hlið hans, og mælti fullum rómi: „Nú skulum við fara Sveinn frændi, við höfum ekkert lengur hér að gera á þessari handjárnasamkundu." Strunsuðu þeir síðan út. Hvorugur þeirra var þó Ásgeirsmegin, en Jörundur mjög tvíátta eins og ávallt, er flokksleg vandamál bar að. Þetta sýnir, hve viðkvæmt mörgum eldri þingmönnum var að beygja sig fyrir þeim flokksregl- um, sem þarna voru settar. Það var ekki friðvænlegt þetta kvöld og þessa nótt í herbúðum flokks- þingsins. Átök um miðstjórnina Þá kom að því að kjósa hina nýju miðstjórn flokksins, en sam- kvæmt hinum nýsamþykktu lög- um skyldi kjósa 15 menn í mið- stjórn úr Reykjavík og grennd — og svo sér í lagi einn úr hverju kjördæmi, utan Reykjavíkur, eða 20 menn. Skyldi miðstjórnin þann- ig skipuð alls 35 mönnum. Það skýrir allgreinilega hvernig straumarnir lágu þá innan flokks- ins, á hvern hátt var stillt upp til miðstjórnarkjörs á fulltrúunum 15 úr Reykjavík og grennd, og skal því greint frá því. Fram kom listi frá Jörundi Brynjólfssyni, Guðm. Ólafssyni í Ási, Arnóri Sigurjónssyni skóla- stjóra, Kristni Guðlaugssyni á Núpi og Hannesi Jónssyni á Hvammstanga, þar sem stungið var upp á þessum mönnum: 1. Ásgeir Ásgeirsson, forsætis- ráðherra 2. Tryggvi Þórhallsson, banka- stjóri 3. Kolbeinn Högnason, bóndi, Kollafirði 4. Þorsteinn Briem, ráðherra 5. Svavar Guðmundsson, bankaráðsformaður 6. Bjarni Ásgeirsson, alþm., Reykjum 7. Sigurjón Guðmundsson, gjaldkeri 8. Metúsalem Stefánsson, bún- aðarmálastjóri 9. Jónas Björnsson, bóndi, Gufunesi 10. Guðjón Guðjónsson, kennari, Hafnarfirði 11. Páll Zóphóníasson, ráðunaut- ur 12. Gísli Brynjólfsson, stud. theol. 13. Pálmi Loftsson, forstjóri 14. Þórður Pálmason, kaupfé- lagsstjóri, Borgarnesi 15. Dr. Björn Þórðarson, lög- maður Við athugun var vitað, að nr. 1-5, 7-9 og nr. 12, eða níu menn, voru allir ákveðnir í klíku þeirra Ásgeirs og Tryggva, og Dr. Björn að sjálfsögðu einnig, vegna tengsla við Þorstein Briem. Bjarni Ásgeirsson og Páll Zóphóníasson voru starfsmenn Búnaðarfélags íslands, og hefur Tryggvi reiknað með að þeir yrðu sér eftirlátir. Sérstaklega var vitað um Pál, að hann var þá mjög að hugsa um að ganga til fylgis við hinn væntan- lega bændaflokk og munaði sama og engu, hvoru megin hann lenti. Pálmi Loftsson hefur ævinlega verið tvíátta í pólitík, reynt að vera með meiri hlutanum, en nafn hans þarna gefur til kynna, að hann hefur þá haldið, að hin nýja hreyfing yrði sigursæl. Stríðsyíirlýsing Enginn af forsvarsmönnum meiri hluta flokksþingsins var tekinn á listann. Þetta var því hrein orrustuyfirlýsing og klofn- SJÁ NÆSTU SÍÐU Steingrímur Ni/culásson: Veitum Sjálfstœðis- flokki brautargengi Tilefni þessara tilskrifa minna er lítil grein sem vinur minn Skúli Einarsson skrifaði í Morgunblaðið nú á dögunum. Tilefni þeirrar greinar er augljóst, þar tekur hann fram sitt hjartans mál, baráttumál sitt og sinna félaga, sjómannanna. Að vísu er Skúli matsveinn eins og ég svo að kannski finnst mörgum að best sé fyrir hann að sitja úti í horni og þegja og lofa öðrum að tala. En málið er nú ekki svona auðvelt. Þetta er maður sem gjörþekkir hagsmunamál sjómanna, bæði á bátum, togurum og fragtskipum. Hann hefur blandað geði við alla þá menn sem starfa til sjós og það að ég best veit með miklum sóma, því maðurinn er þeim hæfileika gæddur að láða að sér fólk, þó ekki sé meira sagt. Skúli segir í sinni grein að Pétur sé kominn í öruggt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins nú í komandi kosningum. Það er ég viss um. Þó ég vilji ekki vanmeta nokkurn mann eða konu sem bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú í komandi kosningum þá veit ég eitt að Pétur Sigurðsson er með af- brigðum hreinskilinn maður, það eru nú mín kynni af honum. Úr því ég er farinn að ræða um menn og málefni í sambandi við pólitík, get ég ekki á mér setið að geta Geirs H., Alberts G. og Ragnhild- ar H. því að mínu mati er ekki kostur á öllu betra fólki til kjörs, þetta er fólk sem hefur sýnt og sannað að það vill gera sitt besta fyrir samborgara sína, en ef við stöndum saman og látum ekki glundroða og kjaftaþvælu um ágæti þessara eða hinnar stefn- unnar þá getum við lyft grettis- taki og gert Sjálfstæðisflokknum kleift að stjórna þessu landi næsta kjörtímabil, séð þá árangurinn og dæmt svo. Klögumál og kjaftæði breyta engu; hreint borð einu sinni. Gerum einu sinni skurk í þessari nápólitík og þá fyrst sést árangur. Það hefur margoft sýnt sig og sannast að þjóð sem lætur sig málefni einstaklings skipta, t.d. Bandaríkin sérstaklega, ná árangri. Ég held af eigin reynslu að hvergi á þessari jarðkringlu hafi fólk það betra. En lítum betur á hvernig málum er háttað þar í landi í stjórnmálum. Þar eru bara tveir flokkar og segir sig því sjálft að glundroða nápólitík þrífst ekki, enda skipta þeir um forseta eftir því hvernig hann hefur staðið í stykkinu, ótrúlegt en satt. Hvern- ig í ósköpunum eigum við, þessi litla þjóð sem teljum aðeins rúm tvö hundruð þúsund íbúa að vera með sjö flokka. Við hljótum að sjá að slíkt er hrein geðveiki. Þess vegna segi ég. Verum einu sinni samtaka, veitum eina flokknum sem hefur bestu möguleikana til sigurs, þ.e. Sjálfstæðisflokknum, brautargengi. Svo skulum við sjá hvernig til tekst. Við eigum í hans röðum menn úr öllum stéttum, gefum þeim tækifæri til að takast á við vandann. Við höfum nú séð hvernig til hefur tekist í þessari hundadagastjórn. Látum það ekki endurtaka sig. Steingrimur Nikulásson Yrsufelli 13. TOPPURINN frá Finnlandi Araerö 1980 komin 50 ara [íúúíHimi 3ara ábyrgð á myndlampa Serstakt kynningarverð f Verö kr. 739.980 - % Staðgr. 699.980- • 26 tommur • 60% bjartari mynd • Ekta vidur • Palasander, hnota • 100% einingakerfi • Gert fyrir fjarlœgdina • 2—6 metrar Greiðslukjör frá 250.000 Kt. út og rest á 6 mánf i aSiiÍftl • Fullkomin bjónusta illgpli Versliðisérverslun meó LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI ? 29800 BUÐIN Skiphotti19 — /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.