Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 41 Allan Thornton talsmaður Greenpeace-samtakanna: „Komuitt aftur næsta sumar nema Islendingar hætti hvalveiðum44 Vlð HöFUM ákveðið að koma aftur til íslands á næsta ári nema svo fari, að íslendingar ákveði að hætta hvalveiðum, sagði Allan Thornton, talsmaður Green- peace-samtakanna, í samtali við Morgunblaðið, en hann er nú staddur hér á landi. Ætlaði hanr Allan Thornton að ræða við íslenzk stjórnvöld um hvort breytingar væri að vænta á stefnu íslendinga í hvalveiðimál- um, en fyrir því sagðist hann hafa rökstuddan grun. Þá sagði Stórmark- aðurinn eftir Ib H. Cavling BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefur sent frá sér bókina Stórmark- aðurinn eftir Ib. H. Cavling 1 þýðingu Skúla Jenssonar. Bókin er 188 bls. í fallegu bandi. Stórmarkaðurinn er ástarsaga og segir m.a. á kápu bókarinnar: Utávið er Stórmarkaðurinn ' risa- vaxið verzlunarfyrirtæki með mörgum deildum sem gengur eins og vel smurt hjól í vél. Aðalsögu- hetjan, Birta, er ráðin einkaritari yngsta forstjórans og skilst henni fljótt að bak við tjöldin er á ferðinni hættulegt laumuspil, sem hún og ást hennar komast ekki hjá að blandast í. Þá segir að þessi bók sé ein litríkasta og skemmtilegasta bók höfundar en yfir 20 bækur hafa komið út á íslenzku eftir Ib. H. Cavling. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810 hann, að Greenpeace krefðist þess, að islenzk stjórnvöld sæju um að senda tæki Greenpeace og báta þeirra til Englands, en bátarnir voru teknir í sumar, en Greenpeace var fyrir nokkru tilkynnt að samtökin gætu hirt bátana og tækin. Næsta ár ætlum við þó ekki aðeins að beina spjótum okkar að veiðum Islendinga, heldur einnig að veiðum Norðmanna á hval í N-Atlantshafi, sagði Thornton. Hvort aðgerðir okkar verða svip- aðar næsta ár og í sumar fer eftir því hvort stefna íslendinga í hvalveiðimálum breytist með nýrri ríkisstjórn. Ef ný ríkisstjórn verður fús til að styðja bann við hvalveiðum þurfum við ekki að koma aftur, en það ætti að vera öllum ljóst, að hvalveiðar verða bannaðar innan tveggja ára. Ef hins vegar verða leyfðar óbreyttar veiðar munum við að sjálfsögðu koma aftur. Rainbow Warrior verður þá send- ur á miðin vestur af landinu og við væntum þess að fá báta okkar og tæki send til Bretlands. Þar sem stjórnvöld leggja ekki lengur hald á þessi tæki finnst okkur og krefjumst þess að þau verði send til Bretlands. Tækin voru tekin af okkur á ólögmætan hátt, að okkar mati, og því viljum við fá tækin í okkar hendur okkur að kostnað- arlausu. Við höfðum vonast til þess að geta átt fund með einhverjum fulltrúa ríkisstjórnarinnar, en vegna kosninga um næstu helgi hefur það ekki tekist. Ég gæti því þurft að koma aftur til að ræða ýmis mál við stjórnvöld. Með aðgerðum okkar teljum við að verulegur árangur hafi náðst. Fólk hefur fengið upplýsingar um hvalastofninn og hvað er að gerast á miðunum, þannig að tekist hefur að vekja athygli á þessu alvarlega máli. Stjórnvöld hafa ákveðið að auka rannsóknir á hvölunum og þó þær rannsóknir hefði átt að gera fyrir 20 eða jafnvel 50 árum þá miðar þetta allt í rétta átt. Við höfum frétt að stjórnvöld hafi endurskoðað afstöðu sína til hvalveiði og viljum fá að vita hvort Islendingar muni stöðva hvalveiðar á næsta ári eða ekki. Það eru einnig önnur mál, sem við höfum áhuga á að sinna og þá t.d. háhyrningarnir i Sædýrasafn- inu. Við teljum dýrin illa haldin og greinileg kalsár er að sjá á dýrunum. Þó þetta hafi ekki verið aðaltilgangur ferðarinnar hingað, þá er nauðsynlegt að vekja athygli á þessu, sagði Allan Thornton. 500 BILASTÆÐI eru viö stærstu yfirbyggöu verzlunargötu á íslandi. í Sýningarhöllinni hafa 28 kaupmenn opnaö stórverzlun og bjóöa fjölbreytt úrval af góöum vörum. ---- ^ --- í kvöld koma á SKEMMTIPALL Tóti truöur eftirlæti barnanna kl. 7 Baldur inu SÝNINGARHÖLLINNI BILDSHOFÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.