Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 18
1/lÆ KOSNINGAR 79 5 0 A * ■* MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 Fylgi SFV VERT er aö geta þess, að Samtök frjálslyndra og vinstri manna (SFV), sem ekki bjóða fram nú, hlutu 5 þingmenn í kosningunum 1971, tvo í kosn- ingunum 1974 en engan kjörinn 1978. Atkvæðamagn SFV var sem hér segir í fyrrgreindum kosningum: 1971: Reykjavík 4017 atkv., Reykjanes 1517, Vesturland 602, Vestfirðir 1229, Norður- land eystra 1389, Austurland 336 og Suðurland 305, samtals 9395. 1974: Reykjavík 1650 atkv., Reykjanes 764, Vesturland 246, Vestfirðir 711, Norðurland vestra 312, Norðurland eystra 772, Austurland 491 og Suður- land 299, samtals 5245. 1978: Reykjavík 1942, Reykja- nes 574, Vesturland 310, Vest- firðir 85, Norðurland vestra 278, Norðurland eystra 448, Austurland 218 og Suðurland 218, samtals 4073. Þá má geta þess að listi Karvels Pálmasonar fékk 776 atkv. á Vestfjörðum 1978. Fylgi flokkanna 1942-1959 TÖFLUR þessar sýna ann- ars vegar hlutfallslegt fylgi stjórnmálaflokkanna frá sumarkosningum 1942 til vorkosninga 1959, er kjördæmabreytingin varð. (Kosið var eftir hinni nýju kjördæmaskipan í fyrsta sinn haustið Í959). Þá sýn- ir fyrri taflan einnig þing- mannafjölda, en á þessum árum voru alþingismenn 52. Síðari taflan sýnir hlutfallslegt fylgi stjórn- málaflokkanna í Reykja- vík á þessum tíma, en Reykjavík er eina kjör- dæmið, sem hefur ekki breytzt. 1942 Sumar 1942 haust 1946 1949 1953 1956 1959 vor SjálístæÖisflokkur 39,5% - 17 38,5-20 39,6 - 20 39,5 -19 37,1 - 21 42,4 - 19 42,5 - 20 Framsóknarflokkur 27,6% - 20 26,6 -15 22,5 -13 24,5 - 17 21,9 - 16 15,6 - 17 27,2 -19 Sósíalistaflokkur 16,2%- 6 18,5 -10 19,6 -10 19,5 - 9 16,1 - 7 Alþýðuflokkur 15,4% - 6 14,2- 7 17,8- 9 16,5- 7 15,6 - 6 18,3- 8 12,5 - 7 Þjóðveldismenn 1,1% - 0 2,2- 0 Frjálslyndir vinstri menn 0,2% Utan flokka 0,6- 0 Þjóðvarnarflokkur 6,0- 2 4,5- 0 2,5- 0 Lýðveldisflokkur 3,3- 0 Alþýðubandalag 19,2- 8 15,3 - 6 REYKJAVÍK 1942 1942 1946 1949 1953 1956 1959 sumar haust vor Sjálfstæðisflokkur 45,5% 41,3% 47,1% 44,8% 38,6% 49,0% 50,3% F ramsóknarf lokkur 4,7% 4,7% 5,8% 10,3% 8,3% 0,4% 12,5% Sósíalistaflokkur 27,6% 29,8% 28,4% 28,1% 21,1% Alþýðuflokkur 17,1% 16,5% 18,6% 15,2% 15,5% 18,2% 13,1% Þjóðveldismenn 3,2% 6,4% Frjálslyndir vinstri menn 0,5% Þjóðvarnarfiokkur 8,6% 5,7% 4,1% Lýðveldisflokkur 6,2% Alþýðubandalag 23,8% 18,5% Hvemig er uppbótar- sætum úthlutað? í LÖGUM um kosningar til Alþingis, XIV. kafla 121. grein, segir svo um úthlut- un uppbótarþingsæta: „Til þess að finna, hvern- ig uppbótarþingsætum ber að skipta milli þingflokka, skal fara þannig að: Skrifa skal atkvæðatölur hverja aftur undan annarri í sömu línu og deila í þær hverja um sig tölu þingmanna hlutaðeigandi þingflokks, kosinna í kjördæmum, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o.s.frv. Útkomurnar skal skrifa í röð niður undan atkvæðatölunum. Uppbótarþingsætum skal úthluta til þingflokka eftir tölum þessum þannig að fyrsta uppbótarþingsætið fellur til þess flokks, sem hæsta á útkomuna, annað til þess flokks, sem á hana næsthæsta og síðan áfram eftir hæð talnanna, unz 11 uppbótarþingsætum hefur verið úthlutað. — Nú eru úthlutunartölur þingflokka jafnar, og skal þá varpa hlutkesti eftir reglum 113. gr. um það hverjir þeirra þingflokka skuli hljóta þingsæti og (eða) í hvaða röð þeir skuli hljóta þing- sæti, eftir því sem við á. —“ í 113. grein, sem hér að ofan er vitnað til, segir: „Hafi tveir frambjóðendur eða fleiri jöfn atkvæði og geta ekki báðir eða allir náð kjöri sem þingmenn, varpar yfirkjörstjórn hlut- kesti á þann hátt, að hún ritar nöfn þeirra frambjóð- enda, sem jöfn hafa at- kvæði, á sams konar seðla hvert um sig, lætur seðlana samanbrotna í hylki og breiðir yfir og kveður til einhvern af óviðkomandi áhorfendum að draga einn seðil úr hylkinu, og segir nafnið á seðlinum til, hver sé kosinn." I 122. grein kosningalag- anna segir síðan: „Til þess að finna, hverjir frambjóð- endur þingflokks hafa hlot- ið uppbótarþingsæti sem aðalmenn, skal fara þannig að: Fyrst skal gera flokkn- um landskjörlista, þannig að rita skal á lista í stafrófsröð nöfn allra frambjóðenda flokksins, er eigi hafa náð kosningu í kjördæmum, því næst skal skrá við nafn hvers fram- bjóðanda þann atkvæða- fjölda, er sæti því, sem hann skipar á framboðs- listanum að kosningu lok- inni, ber samkvæmt 109. gr. Ef þá eru á listanum tveir eða fleiri, sem í kjöri hafa verið í sama kjördæmi, skal að svo stöddu nema þá alla burt, nema þann einn fyrir hvert kjördæmi, sem hæsta hefur atkvæðatölu. Því næst skal raða þeim fram- bjóðendum, sem eftir eru á listanum þannig, að sá sem hæsta atkvæðatölu hefur, verði efstur, sá, sem að honum frágengnum hefur atkvæðatölu, er nemur hæstri hundraðstölu gildra kjörseðla í kjördæmi sínu, næstefstur o.s.frv. á víxl. — Nú fær þingflokkur ekki með þessari aðferð þau uppbótarþingsæti, sem honum ber, og skal þá raða á landskjörslista flokksins á nýjan leik, þannig að þeir frambjóðendanna, er næst- hæsta hlutu atkvæðatölu af þeim, sem ekki náðu kosn- ingu í kjördæmum, komi á listann og hljóti þeir síðan uppbótarsæti eftir sömu reglu og greinir í 1. mgr. — Þeir, sem nú standa efstir á landskjörslista hvers þingflokks, hafa náð kosn- ingu sem landskjörnir þingmenn, svo margir af hverjum landskjörlista sem hlutaðeigandi þingflokki hafa hlotnazt uppbótar- þingsæti.“ í þessari síðustu grein var vitnað til 109. greinar kosningalaganna. Þar seg- ir: „í kjördæmi skal telja saman, hver margir hafi kosið hvern lista, og er það atkvæðatala listanna hvers um sig.— Til þess að finna, hver margir frambjóðend- ur hafa náð kosningu af hverjum lista, skal skrifa atkvæðatölur listanna hverja fyrir neðan sinn bókstaf, þá helming taln- anna, þá þriðjung þeirra, þá fjórðung o.s.frv., eftir því, hve marga á að kjósa og hverjum lista getur mest hlotnazt, þannig að útkomutölur þessar standi í röð fyrir hvern lista. Síðan skal marka hæstu útkomutölurnar, jafnmarg- ar og kjósa á þingmenn, og fær hver listi jafnmarga þingmenn kosna sem hann á af tölum þessum. — Standi ekki svo mörg nöfn á lista sem honum ber fulltrúar eftir útkomutöl- um, skal taka þau, sem vantar, af hinum listunum eftir sömu reglu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.