Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 55 TaflalII. Erlend verðlagsáhrif, 1974 A B C Danmörk 9,4 15,2 1,6 Finnland 2,7 16,6 0,5 Noregur 8,4 9,4 0,9 Svíþj 65 7,0 9,9 0,8 Belgía 2,1 12,7 0,3 Bretland 10,9 16,0 2,0 Frakkland 2,1 13,7 0,3 Holland 6,7 9,6 0,7 ítalía 1,4 19,1 0,3 Sov|tríkin+ 9,5 151 16,3 Vestur Þýskal. 12,1 7,0 1,0 Bandaríkin 7,9 10,0 1,0 J apan 2,7 24,3 0,7 Astralía 5,3 15,1 0,9 Samtals 88,2 27,3 +:01ía, A: Hlutfall innflutnings í %, B: Vísitölu fíeysíuvöru, C: áhrif til hækkunar á vísit. innflv.(í erl • gj.) Sigurgeir Þorgeirsson: Óheillaframboð Jóns G. Sólness — Vonar- neisti Framsóknar útreikningi á vísitölu erlendra verðlagsáhrifa. í fyrsta dálk (A) er skráður hundraðshluti viðkom- andi lands í innflutningi (sbr. Hagtíðindi), síðan neysluvöru- vísitala þess lands (úr alþj. skýrsl- um) í næsta dálk, þ.e. hækkun frá fyrra ári. Með því að margfalda þessa vísitöluhækkun í dálki B með hlutfalli tölunnar í dálki A af samtölu alls dálksins, þá fæst hlutdeild viðkomandi lands í vísi- töluhækkun erlendra verðlags- áhrifa, sem er skráð í dálk C, en summan af tölum í C er þá hækkun þessarar vísitölu og um leið liður í hækkun vísitölu inn- flutningsverðs (VIVE). Einhverju smáræði gæti munað á því, að vísitalan í dálki B gefi rétta mynd af eðlilegri verðhækk- un á innkaupum frá viðkomandi landi, vegna þess að vörur þaðan séu ekki í sömu hlutföllum og í vísitölugrunni landsins. Ég hef þó ekki trú á því að munurinn sé umtalsverður nema í tilfelli Sov- étríkjanna, en þaðan kemur mest- öll okkar olía og annar innflutn- ingur þaðan varla nefnandi í samanburði. Svo vill einnig til, að Sovétríkin er eina landið með veruleg viðskipti við okkur, sem ekki skráir hjá sér verðbólgu, sennilega er verðbólga bönnuð þar með lögum. Þetta gerir semsagt ekki til, við skráum olíuverðs- hækkanir sem verðbólgu hjá Sov- étríkjunum. í töflu III má því setja jafnaðarmerki milli Sov- étríkjanna og olíu (bensín, gasolía og hráolía), að öðru leyti en því að við notum verðmæti innflutnings frá Sovétríkjunum til að skekkja ekki samtöluna í A. Að lokum hef ég sparað mér vinnu með því að sleppa óverulegum innflutningi frá mörgum löndum, en eins og sést af summunni undir dálki A er 88,2% innflutnings með, þannig að þetta veldur óverulegri skekkju. I töflu IV birtast svo niðurstöð- urnar. í línu 1 eru skráðar hækk- anir á vísitölu erlendra verðlags- áhrifa, sem skilgreind er hér að framan og reiknuð út eins og fram kemur í töflu III fyrir öll árin. í Iínu 2 er skráð sú hækkun VIVE vísitölunnar (í línu 4), sem orsak- ast af hækkun umboðslauna. Tal- an í línu 2 er fengin með því að margfalda saman tölurnar í línum 6 og 7 og deila með 100. Athugið, að í 7 er tekið hlutfall umboðs- launa af öllum innflutningi (sif), þ.e. sama verðmæti og notað er af Hagstofunni til útreiknings VIVE vísitölunnar í 4 og er því um annað hlutfall að ræða en í töflu II. Nú eru settar þær tölur í línu 3, sem gera summuna af þrem efstu línunum jafna VIVE tölunni í línu 4. Tölurnar í línu 3 eru túlkaðar sem hlutdeild lakari innkaupa (þá betri ef tölurnar eru neikvæðar, með - fyrir framan), þar sem við sjáum enga aðra hugsanlega ástæðu, sem geti skýrt frávik summu lína 1 og 2 frá línu 4. Við birtum einnig niðurstöðurnar af útreikningi okkar á olíuverðs- hækkunum milli ára í línu 5, vegna sérstöðu þessarar vöru. Olíuverðshækkunin 74 sker sig úr, hún er óveruleg næstu árin og meir að segja kemur til lækkunar 78. Nú blasir við, að innkaupin verða virkilega lakari 74 um það sem nemur 5,6% af innflutningi ársins á undan. Hinsvegar fara innkaupin batnandi öll næstu árin og þá mest 75, um 7,1%, enda er svigrúmið til að bæta sig mest þá. Við sjáum því að innflutnings- verslunin hefur flutt aukalega verðbólgu inn árið 74, en út næstu árin. Ástæðuna er varla að finna í duttlungum . verslunarmanna, heldur aðbúnaði viðskipta og verslunar. í línu 8 eru innkaupa- tölurnar í línu 3 umreiknaðar yfir í milljarða króna á verðlagi ársins 1978, til að allar upphæðirnar séu samanburðarhæfar. Ef við reikn- um fyrst ut krónurnar á verðlagi hvers árs, þá verður að gæta þess, að tölurnar í línu 3 gefa hundraðs- hluta af verðmæti útflutnings ársins á undan í erlendum gjald- eyri (miðgengi). Við getum samt notað verðmæti innflutnings árs- ins á undan í krónum (þess árs), margfaldað það með hundraðasta hluta tölunnar í línu 3 og marg- faldað þá útkomu með gengishlut- falli áranna tveggja, en þá er upphæðin komin í krónum á verðlagi ársins. Síðan er fram- færsluvísitalan notuð til að fá upphæðina á verðlagi ársins 78. Niðurstöðutölurnar í línu 8 sýna verulega stórar upphæðir. Árið 1974 tapast 7,3 milljarðar króna vegna óhagkvæmri innkaupa en árið á undan, en árið 1975 högn umst við um 14,5 milljarða króna vegna hagkvæmari innkaupa. Til samanburðar má geta þess, að allar niðurgreiðslur ríkisins árið 1978 voru tæpir 12 milljarðar. Ég læt lesendum mínum eftir að leggja frekar út af þessum tölum. Ég vil aðeins nefna þá bjargföstu trú mína, að með virkilega frjáls- um viðskiptaháttum gætum við hagnast um langtum stærri upp- hæðir, en hér hafa verið nefndar. Við gætum látið verslunarfólkið virkilega vinna fyrir sínum laun- um eins og sagt er, og það betri launum en það hefur nú. Seltjarnarnesi 25.11. 79 Halldór I. Elíasson. Sjálfstæðisflokkurinn eygir nú meiri sigurmöguleika í komandi kosningum en nokkru sinni fyrr í sögunni. Er það sízt að undra, þegar hafður er í huga óhugnan- legur viðskilnaður Ólafs Jóhann- essonar og félaga hans, sem hafa nú öðru sinni á þessum áratug yfirgefið efnahagslíf þjóðarinnar í rústum. Sá skuggi hvílir þó á kosningabaráttunni, að í tveimur stærstu dreifbýliskjördæmum þessa lands skuli Sjálfstæðis- flokkurinn ganga klofinn til kosn- inganna. Ekki skal sundrungin í Suðurlandskjördæmi rædd hér, heldur hyggst ég fara nokkrum orðum um klofninginn á Norður- landi eystra, þar sem oddviti flokksins frá síðustu tvennum kosningum kaus nú að reisa sverð gegn fyrri samherjum heldur en víkja sæti fyrir sér yngri mönnum, svo sem honum bar þó öll siðferðileg skylda til. Vitna ég þar til skrifa Gísla Jónssonar fyrr í haust svo og nýlegs viðtals við Halldór Blöndal í Morgunblaðinu, þar sem rakin er upphafleg mála- leitan Jóns Sólness um framboð 1974 og orð hans þá og aftur 1978, að hann myndi alls ekki æskja þess að fara oftar fram. Mikið hefur verið um það ritað, hvers vegna prófkjör var ekki háð, og hefur kjördæmisráð flokksins skýrt sína afstöðu svo og ástæð- una fyrir því, að Jón Sólnes var ekki valinn til framboðs nú. Hann átti einfaldlega engan stuðning innan ráðsins. Fylgifiskar Jóns, og hann sjálfur, hafa þyrlað upp miklu moldviðri af þessum sökum og básúna það, að Jóni hafi verið bolað burt á ólýðræðislegan hátt. Þeir kalla baráttu sína baráttu fyrir lýðræði, gegn flokksræði. Það má vel vera, að prófkjör hefði leyst ágreininginn í þessu tilfelli; þó má draga það í efa. Eftir því sem eðli Jóns hefur skýrst upp á síðkastið, finnst mér ekki endilega víst, að hann hefði unað niður- stöðum prófkjörs, hefðu þær orðið honum óhagstæðar. Staðreyndin er sú, að þessi sami Sólnes hefur, á undanförnum árum, verið próf- kjöri andvígur, þ.e. meðan kjör- nefndir og kjördæmisráð studdu hann til framboðs. Lýðræðisástin ristir ekki dýpra. Hvað þá um tryggðina við flokkinn. í blaðavið- tali fyrr í haust lýsti Jón Sólnes því fjálglega yfir, að hann myndi það eitt aðhafast í framboðsmál- um, sem Sjálfstæðisflokknum væri fyrir beztu. Um svipað leyti lét hann eftir sér hafa, að yrði hann látinn víkja, skyldu fleiri falla. Má þar af ráða heilindin. Enda vita þeir, sem til þekkja, að fyrir Jóni vakir nú fyrst og fremst að fella Halldór Blöndal og hefna þannig óþæginda, sem hann telur, ranglega, Halldór hafa bakað sér. Skal vikið að þeim málum síðar. Lái mér hver sem vill, en mark- miðið tel ég hvorki göfugt né stórmannlegt, né heldur ber það vott pólitískum þroska. Hvað um það, Jón Sólnes kaus að kljúfa flokkinn og láta á sér st.eita. Aðstandendur framboðs hans hafa margítrekað, að ekki sé um að ræða málefnaágreining við Sjálfstæðisflokkinn, heldur sé kosið um leiðtogann Jón Sólnes. Það verður því ekki umflúið að hugleiða persónu hans nokkuð nánar. Flestir munu sammála um, að maðurinn sé með eindæmum drifinn og atorkusamur, og bera mörg verk því vitni, ekki sízt frammistaða hans við Kröflu- virkjun, sem hann hefur þó oft hlotið ósanngjörn ámæli fyrir. Þá verður og þekking hans á fjár- málasviðinu ekki dregin í efa, og hefur mér líkað flest vel, sem Jón hefur skrifað og talað um efna- hagsmál, en þar er hann jafnan einarður talsmaður frjálsra við- skiptahátta, og er sízt vanþörf á. Um hans stutta þingmannsferil verður þó ekki sagt, að sérstök reisn sé yfir, og átti ég von á, að hann reyndist þar harðari bar- áttumaður, en raun varð á. Það sem í mínum augum, og margra annarra fyrrum stuðningsmanna Jóns Sólness, skyggir á hann sem hæfan forystumann, er sá óhrein- leiki, sem sveipar hans eigið fjár- málasýsl. Er það skemmst að minnast símreikningamálsins, sem upp komst á yfirborðið nú í haust, þegar fram kom, að Jón hafði stundað þá iðju um nokk- urra ára skeið, sem þingmaður og framkvæmdastjóri Kröflunefnd- ar, að láta sama sjóðinn tvígreiða sér sömu reikningana. Sízt skal ég fullyrða, að hann hafi endanlega ætlað að stela því fé, sem hann hafði ranglega látið greiða sér, enda mun því nú öllu skilað. Engu að síður er þessi hegðun manns í opinberri ábyrgðarstöðu ósvífin og ber vitni skelfilegri siðblindu, auk þess að gefa frekari grunsemdum byr undir báða vængi. Sú afsökun Jóns, að hann hafi átt þetta fé inni vegna annars kostnaðar, er hald- laus. Hann er þaulvanur banka- maður og á að vita, hvernig reikningar innheimtast að siðaðra manna háttum. Þá opinberaði Jón virðingarleysi sitt fyrir íslenzkum lögum ekki alls fyrir löngu, þegar hann viðurkenndi að eiga ólögleg- an bankareikning í Kaupmanna- höfn. Aðspurður sagði Jón þá: Ég setti ekki þessi lög og er á móti þeim. í svarinu felst, að hann telur sig óháðan þeim lögum, er hann hefur ekki sjálfur sett. Myndu ekki slík sjónarmið mörgum henta? Vafalaust hugsar nú einhver, að seint ætli að linna ómaklegum árásum á Sólnes, og víst er það æskilegra að heyja kosningabar- áttu á málefnalegri grundvelli. Deilan stendur bara ekki um málefni. Jón Sólnes kaus að láta á sér brjóta sem persónu, og hann hlýtur því öðrum fremur að dæm- ast af eigin verðleikum og athöfn- um. Andstaða fjölda fólks við framboð hans byggist 4 ofan- greindum atriðum, og því geta þau ekki legið í þögninni nú. Ég hefði talið það óverjandi með öllu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bjóða upp á Jón Sólnes á lista sínum, ekki sízt, þar sem fram hefur komið á Alþingi, að frekari rannsókn eigi sér nú stað á málum hans. Við getum ekki gert vægari siðferð- iskröfur til frambjóðenda okkar en tíðkast manna á meðal í daglegum samskiptum. Nóg um það. Fjölmargar greinar hafa birzt í blöðum að undanförnu frá stuðn- ingsmönnum Sólnes-listans, nú seinast eftir Friðrik Þorvaldsson í „ÞESSI aðferð hefur ekki verið stunduð af félagsmönnum hér að mér vitar.úi,“ sagði Jónas Þór Steinarsson framkvæmdastjóri Fé- lags íslenzkrá stórkaupmanna er Mbl. innti hann eftir því hvort félagsmenn *i FÍS stunduðu þau viðskipti að láta viðskiptavini sina greiða ákveðinn hluta kaupverðs af hlutum sem sérstaklega eru pantað- ir til landsins, sem væri óafturkræf- ur væri hluturinn ekki sóttur innan ákveðins tíma, en varahlutaverzlun Sambands islenzkra samvinnufé- Morgunblaðinu á sunnudaginn var. Var sú grein málefnaleg, eins og Friðriks var von og vísa, þótt ekki sé ég sammála honum að sinni. Önnur grein birtist síðasta föstudag, eftir Viktor Guðlaugs- son. Viktor hefur í skrifum sínum og tali höfðað mjög til heima- byggðasjónarmiða og hyggst þannig laða fólk til fylgis við sig. Það er góðra gjalda vert að vilja sínu héraði vel, en Viktor er ekki einn um það, og heldur fannst mér allt hans tal um Víkurskarðsveg- inn og uppbyggingu Stóru-Tjarna í sjónvarpskynningu á dögunum bera keim af viðhorfum, sem oft eru nefnd „músarholusjónarmið". Þar með er engin rýrð lögð á mikilvægi þeirra framkvæmda. Mér finnst bara nóg komið af þeim starfsháttum Alþing- ismanna að lofsyngja sparnað og aðhald í sölum þingsins, en keyra síðan út um kjördæmin og hæla sér af því við kjósendur, að enn hafi þeim tekizt að merja út meira fé í þessa eða hina framkvæmdina en kolleginn í næsta kjördæmi. Aðhalds verður ekki gætt í með- förum opinberra fjármuna, fyrr en menn sjá upp úr sínum dölum. Þá reynir Viktor, í grein sinni að andmæla aðvörunum sjálfstæð- ismanna í kjördæminu þess efnis, að atkvæði greidd S-listanum séu vatn á myllu Framsóknarflokks- ins. Þau andmæli falla dauð og ómerk. Heilindi hans í þessum efnum verða einnig dregin í efa, þar sem hann harmar í greininni, að Guðmundi Bjarnasyni skyldi ekki tryggt öruggt sæti á lista Framsóknar. Það er borin von S-lista-manna að fá Jón Sólnes kjörinn á þing þessu sinni. Þetta vita þeir sjálfir, enda er markmið- ið annað, eins og fyrr var á bent. Hitt liggur ljóst fyrir, að í síðustu kosningum munaði aðeins níutíu atkvæðum, að Lárus Jónsson, 2. maður D-lista, félli í stað 3ja manns Framsóknar. Enda þótt nú blási byrlega fyrir Sjálfstæðis- flokknum um land allt, er ljóst, að Íisti hans í Norðurlandskjördæmi eystra má ekki við miklum skakkaföllum nú, ef 2. sætið á að haldast. Þetta sæti skipar nú Halldór Blöndal, sem hefur bæði hæfileika og kjark til að vinna vel landi sínu og kjördæmi. Ég treysti því og trúi, að sjálfstæðismenn, svo og allir aðrir, sem skilja vanda þessa lands, leggi metnað sinn í að tryggja kjör Halldórs og þá von- andi einnig Vigfúsar Jónssonar sem landskjörins þingmanns. Þetta er verðugra verkefni en að skjóta hækjum á ská undir Fram sóknarflokkinn og hylla þannig væntanlega uppstigningu Ólafs Jóhannessonar „til æðra veldis", þá er hann boðar í Vísi í dag. laga hefur nú ákveðið að taka þessa aðferð upp. Jónas sagðist ekki geta tjáð sig frekar um málið á þessu stigi þar sem hann hefði ekki kynnt» sér það til hlítar. Aðspurður um lagalega heimild fyrir viðskiptum þessum sagði Ingvi Olafsson lögfræðingur viðskipta- ráðuneytisins að viðskipti sem '£fe»ssi væru að sjálfsögðu lögleg ef um þau væri samið fyrirfram milli kaup- anda og seljanda, en ekki væru til sérstök lög einmitt um þetta afni. 26. nóvember 1979 Sigurgeir Þorgeirsson Innborgunarfé af innfluttum vörum: „Ekki gert upptækt hjá félögum í FISU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.