Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 Áburðarverksmiðjan, sem reist var fyrir Marshallfé, var fyrsta skrefið til orkufreks iðn- aðar hérlendis, Kísil- gúrverksmiðjan, ásamt fyrsta gufuorkuverinu hér á landi, það næsta. — Búrfellsvirkjun og Sig- ölduvirkjun tengdust, um orkuafsetningu, álveri í Straumsvík og járn- blendiverksmiðju á Grundartanga. Þessi þróun stórvirkj- ana og orkufreks iðnaðar hefur mætt eindreginni andstöðu Alþýðubanda- lags, og forvera þess, Sósíalistaflokks, sem hafa í aldarf jórðung staðið gegn hverju skrefi, sem stigið hefur verið til atvinnuöryggis, aukinn- ar verðmætasköpunar og þjóðartekna, á vett- vangi innlendrar orkunýt- ingar. Afstaða þess hefur alltaf verið sú sama: Á MÓTI. Á móti Búrfellsvirkjun Frumvarp til laga um Lands- virkjun var lagt fram á Alþingi 1964—65. Þýöingarmesta ákvæði frumvarpsins var heimild til að reisa 210 KW raforkuver í Þjórsá við Búrfell. Þessi stórvirkjun tengdist orkusölu til þá ráðgerðs álvers í Straumsvík, hvar nú vinna 670 starfsmenn. Alverið hefur lagt til 14—17% af heildarútflutningi þjóðarbúsins á síðustu árum. Talið er að álverið greiði um orkuverð og framleiðslugjald stofnkostnað Búrfellsvirkjunar á 25 árum. Alþýðubandalagið tók afstöðu á móti Búrfellsvirkjun, þ.e. 210 þús KW raforkuveri. I minnihlutaáliti þingnefndar, sem Lúðvík Jóseps- son undirritar, stóð m.a.: „Við teljum því, að nú eigi aðeins að veita heimild til 70 þús. KW virkjunar í Þjórsá við Búrfell sem fyrsta áfanga fyrir íslendinga eina, en síðan eigi að halda áfram og fullvirkja Búrfell stig af stigi, eftir því sem þarfir landsmanna segja til um. Við Alþýðubanda- lagsmenn erum algerlega andvígir fyrirhugaðri raforkusölu til alúm- ínverksmiðjunnar og viljum því ekki standa að virkjunarheimild, sem notuð yrði til raforkufram- leiðslu í því skyni." Á móti stór- virkj- unum Álverið í Straumsvík: starfsmenn 672, mánaðarlegar launagreiðslur rúmlega 700 m.kr.. útflutningsverðmæti 14 — 17% heildarútflutninj?s. Á móti álverinu Lúðvík Jósepsson undirritaði einnig minnihlutaálit þingnefndar um frumvarp um álver í Straums- vík. í því áliti segir hann m.a.: „Ég legg því eindregið til að frumvarpið verði fellt. Verði frumvarpið eigi að síður sam- þykkt, legg ég til, að lögin öðlist ekki gildi fyrr en fram hefur farið þjóðaratkvæðagreiðsla um þau og ekki nema meiri hluti þeirra, sem atkvæði greiða, samþykki lög- in...“ Er viðaukasamningur var gerð- ur um álverið (1975), sem fól í sér stækkun þess og rýmkun samn- ingsákvæða, íslendingum í vil, snerist Alþýðubandalagið enn gegn frumvarpi á Alþingi um staðfestingu samningsins. Stefán Jónsson undirritar flokksafstöðu, sem kom fram í minnihlutaáliti í þingnefnd. Þar segir m.a.: „Með þessum viðbótarsamningi yrði einungis ítrekuð skyssa, sem upp- runalega var gerð með frumsamn- ingum við svissneska auðhringinn, og jafnframt kórónuð afglöpin, sem framin voru með stofnun járnblendifélagsins...“ í Álverinu starfa nú um 670 einstaklingar og það leggur til 14—17% af útflutningsfram- leiðslu okkar. Á móti Sigölduvirkjun Árið 1969 er flutt frumvarp til breytinga á lögum um Landsvirkj- un. I 3. gr. þess var heimild til að reisa allt að 170 MW raforkuver í Tungnaá við Hrauneyjafoss, ásamt aðalorkuveitum, og 170 MW raforkuver í Tungná við Sigöldu, ásamt aðalorkuveitum, auk 210 MW raforkuvers í Þjórsá við Búrfell. Alþýðubandalagið lagðist ekki beinlínis gegn þessum virkjunum en gerði sitt til að smækka þær. Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósepsson báru fram breytingar- tillögu, sem m.a. fól eftirfarandi í sér: „.. .Nú tekst ekki nægilega snemma að tryggja eðlilegt sam- hengi milli orkuframleiðslu frá stjórnvirkjunum og orkunotkunar, og er Landsvirkjun þá heimilt að reisa allt að 30 MW raforkuver í Brúará við Efstadal...“ Á móti járn- blendiverksmiðju Afsetning raforku frá Sigöldu- virkjun tengdist járnblendiverk- smiðju á sama hátt og afsetning raforku frá Búrfellsvirkjun álveri. Orkuráðherra Alþýðubandalags, Magnús Kjartansson, hóf viðræð- ur við bandarískt fyrirtæki, Union Carbide, um hugsanlega sameign Á móti orku- frekum iðnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.