Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 43 LAGIÐ Á MÓTI slíks fyrirtækis í Hvalfirði. Mál þróuðust þann veg, að norskt fyrirtæki, Elkem Spigerverket, kom inn í myndina í stað þess bandaríska. Alþýðubandalagið snérist gegn þessu máli, þrátt fyrir frumkvæði Magnúsar Kjartanssonar, bæði er það kom fyrir Alþingi 1974—75 og einnig 1976. í efri deild lagði Alþýðubandalagið til í nefndar- áliti að frumvarpið yrði fellt og í neðri deild að því væri vísað frá með rökstuddri dagskrá. Nú hefur járnblendiverksmiðj- an hafið starfsemi. Þar vinna nú um 140 starfsmenn. A móti Fríverzlunar- samtökum Evrópu Þjóðartekjur hvíla annars vegar á framleiðslu þjóðar en hinsvegar á viðskiptakjörum, þ.á m. mark- aðsöryggi. Aðild íslands að EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, var viðleitni til að tryggja við- skiptahagsmuni þjóðarbúsins út á við. Alþýðubandalagið tók afstöðu gegn aðild íslands að EFTA. Það fullyrti í nefndaráliti á Alþingi, er málið var til umfjöllunar þar, að aðildin myndi „raska högum þjóð- arinnar svo stórlega, að fráleitt væri að stíga þetta skref“. Nú er hægt að skoða þessa andstöðu í ljósi nokkurrar reynslu. Á móti 200 mílunum Þegar Sjálfstæðisflokkurinn kunngerði stefnumörkun um út- færslu fiskveiðilandhelgi í 200 mílur (þá í stjórnarandstöðu 1972/73) sýndi Alþýðubandalagið dræmar undirtektir, jafnvel and- stöðu. Lúðvík Jósepsson sagði í viðtali við Þjóðviljann (ágúst 1973): „Hitt er allt annað mál, hvort við íslendingar tökum okkur 200 mílna landhelgi einhvern tíma í framtíðinni, þegar slíkt er heim- ilt samkvæmt breyttum alþjóða- lögum eða að aflokinni hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna." Þjóðviljinn birti ritstjórnar- grein 30. ágúst 1973, þar sem reynt er að gera lítið úr 200 mílna stefnumörkun Sjálfstæðisflokks- ins. Þar stóð m.a.: „Einangrun Morgunblaðsritstjórans á sjón- varpsskerminum var að vísu eftir- tektarverð, en skoðuð í saman- burði við viðhorf allrar þjóðarinn- ar í landhelgismálinu í dag er einangrunin alger. 50 mílurnar eru dagsverkið. Þær heyra ekki fortíðinni til nema í gerviheimi ritstjóra Mbl..“ Þetta var ritað aðeins þremur árum áður en síðasti brezki togar- inn fór út úr 200 mílna íslenzkri fiskveiðilandhelgi á ríkisstjórnar- árum Geirs Hallgrímssonar. Al- Á móti frí- verzl- unar- sam- tökum Áburðarverksmiðjan: starfsmenn um 100, fyrsta stóriðjufyrirtækið. þýðubandalagið stóð í raun gegn 200 mílna stefninu meðan því þótti stætt á. Á móti kísilmarkaði Framleiðsla kísilgúrs við Mý- vatn hófst á miðju ári 1968. Undirbúningur að byggingu verk- smiðjunnar og lítils gufu-raforku; vers, er hún nýtir, hófst 1965. I ágúst 1966 var undirritaður samn- ingur milli ríkisstjórnar Islands og bandaríska fyrirtækisins Johns Manville Corporation um bygg- ingu og rekstur verksmiðjunnar. Sá samningur tók mið af því að markaður fyrir slíka framleiðslu var afar þröngur og erfitt að komast inn á hann. Johns Man- ville hafði hinsvegar sterka mark- aðsstöðu og samstarf af því tagi, sem hér var um samið, var í raun forsenda þess, að hægt væri að tryggja slíku fyrirtæki hér rekstr- argrundvöll. Alþýðubandalagið og forveri þess reis upp á afturfætur gegn starfssamningnum við Johns Manville, sem tryggði sölumögu- leika framleiðslunnar. Þessi fram- leiðsla hefur undanfarið lagt til um 1% heildarútflutnings okkar, verið stór atvinnugjafi, og haft mikið að segja fyrir viðkomandi sveitarfélög, bæði Húsavík og Mý- vatnssveit. Og fyrsta gufuraforku- verið var merkilegt frumkvæði. Andstaða Alþýðubandalagsins gegn þessu fyrirtæki mun hins- vegar ekki í hávegum höfð þar nyrðra núorðið. Á móti f jármögnun áburðarverksmiðju Lög um áburðarverksmiðju eru frá 1949, 1969 og 1971. Bygging verksmiðjunnar var að drjúgum hluta fjármögnuð af svokölluðu Marshallfé, bæði í formi hag- stæðra lána og óafturkræfs fram- lags. Fyrirtækið var í upphafi hlutafélag þar sem ríkissjóður átti meirihluta en var síðar, að eignar- hluta til, breytt í ríkisfyrirtæki. Hér var stigið merkilegt skref til innlendrar áburðarframleiðslu, sem hefur gefist vel. Fyrirtækið hefur byggt sig upp, stendur rekstrarlega dável að vígi; og þrátt fyrir síðari stækkun mun það nú vera talið of smátt í sniðum. Ekki þarf að tíunda gjald- eyrissparnað af slíkri framleiðslu, né þýðingu slíks fyrirtækis, þjóð- hagslega. Hjá áburðarverksmiðj- unni munu nú starfa um 100 manns. Sósíalistaflokkurinn, forveri Al- þýðubandalagsins, var andvígur þeirri fjármögnun, Marshallfé, sem gerði áburðarverksmiðjuna mögulega, og hamaðist gegn henni sem hann mátti. Á móti út- færslu- í 200 mílur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.