Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 UPPLAUSN OG ENDURREISN ingstilkynning og verður að telja, að þeir hafi ætlað okkur að kveða upp úr um algjör friðslit. Mesta furðu vakti, að Jörundur skyldi láta hafa sig til þess að bera fram slíka uppástungu, hann hlýtur að hafa trúað meir en lítið á hina nýju hreyfingu. Guðmundur Ól- afsson var undir áhrifavaldi Jóns í Stóradal. Kristinn á Núpi hefur borið fram listann að beiðni Tryggva, sem hann trúði á. Svo hlaut Arnór að lenda þarna vegna þeirrar eðlisávísunar sinnar, að vera ævinlega öfugu megin, þegar hann lætur stjórnmál til sín taka. Okkar tillögur Nú urðum við að svara með öðrum tillögum um val miðstjórn- arinnar. Við óskuðum ekki eftir að flokkurinn klofnaði algjörlega þarna á flokksþinginu, eða vildum alls ekki láta líta svo út, að við ættum upptökin. Okkar tillögur voru því við það miðaðar, að nokkrir af helztu mönnum Ás- geirssinna yrðu valdir, en þó Sr. Þorsteinn Briem öruggur meirihluti úr hinum arm- inum. Á þessum grundvelli bárum við sr. Sveinbjörn Högnason, Magnús Torfason og Hólmgeir Þorsteinsson fram þessar tillögur um val á mönnum í miðstjórn: 1. Ásgeir Ásgeirsson, forsætis- ráðherra 2. Eysteinn Jónsson, skattstjóri 3. Gísli Guðmundsson, ritstjóri 4. Guðbrandur Magnússon, for- stjóri 5. Eyjólfur Kolbeins, bóndi, Bygggarði 6. Hannes Jónsson, dýralæknir 7. Hermann Jónasson, lögreglu- stjóri 8. Jónas Jónsson, skólastjóri, frá Hriflu 9. Jón Árnason, framkvæmda- stjóri 10. Páll Zóphóníasson, ráðunaut- ur 11. Sigurður Kristinsson, for- stjóri 12. Sigurþór Ólafsson, bóndi, Kollabæ 13. Tryggvi Þórhallsson, banka- stjóri 14. Vigfús Guðmundsson, veit- ingamaður, Borgarnesi 15. Þorsteinn Briem, atvinnu- málaráðherra Allir kjörnir af okkar lista Síðan fór fram óbundin kosning milli allra, er upp á var stungið. Voru allir kjörnir, sem á okkar lista voru, en enginn af hinum nema þeir, sem voru á báðum listunum. Sigurður Kristinsson var svo kosinn formaður mið- stjórnar og um leið formaður Framsóknarflokksins. Eðlilegast hefði verið að Jónas Jónsson væri til þess valinn, en það þótti óhyggilegt vegna minnihlutans, kosning Jónasar hefði verið ný ögrun í þeirra garð, sem óheppi- legt þótti að hafa þá í frammi af þeim, sem höfðu alger undirtök á flokksþinginu. Flokkurinn klofnaði þá í raun Með þessu lauk hinu sögulega og róstusama flokksþingi 1933. Flokkurinn klofnaði raunverulega þá. Þótt engar formlegar tilkynn- Magnús Guðmundsson ingar væru um það gefnar og það kæmi ekki strax í ljós, hvernig hinir ieiðandi flokksmenn skipt- ust, og eins hvort þetta leiddi beinlínis til nýrrar flokksmyndun- ar. Leitast var við að sporna gegn því og fá menn til að standa saman í kosningum þeim, er framundan voru. Eins og að líkum lætur fylgdust andstæðingar okk- ar vel með því, sem þar átti sér stað, sérstaklega glöddust Sjálf- stæðismenn mikið og töldu sér vísan vinning úr þrotabúi Fram- sóknarflokksins, sem þeir álitu að væri fram undan. Stjórnarskrár- breyting samþykkt Skömmu eftir flokksþingið af- greiddi svo Alþingi stjórnarskrár- frumvarp Ásgeirs Ásgeirssonar og félaga. Þar var lögleitt hið fráleita uppbótarkerfi, sem mest hefur orkað til ills í íslenzkum stjórn- málum síðan. Þingslit fóru fram 3. júní. Fáum dögum síðar var Al- þingi rofið, frá 16. júlí að telja, vegna stjórnarskrárbreytingar- innar, en þó einnig vegna þess, að enginn starfhæfur meirihluti var þá til á Alþingi. Hermann Jónasson Eysteinn Jónsson Tryggvi Þórhallsson Jörundur Brynjóifsson Ásgeir Asgeirsson Gísli Guðmundsson Síðustu bindi Almanaks Ólaf s Thorgeirs- sonar komin Bókaverslunin Edda á Akur- eyri hefur endurprentað siðustu 26 bindin af Almanaki ólafs Thorgeirssonar. Árni Bjarnason sá um útgáfuna. Edda hóf að gefa út Almanakið fyrir tæpum tveimur árum, en alls eru þetta 60 bindi og ná yfir árin 1895 til 1954. Verk þetta hefur að geyma safn sögu íslendinga úr vesturheimi. Sá þáttur, sem fjall- ar um landnám Islendinga vestra, er um 2336 bls. eða 10 bindi. Auk þess er í Almanakinu að finna dánarskrá vesturfara á hverju ári, rakin er ætt þeirra og hvenær og hvaðan þeir hafi flutt frá íslandi. Um 500 myndir eru í Almanakinu. Árni Bjarnason bókaútgefandi á Akureyri hefur séð um útgáfu á Almanaki ólafs Thorgeirssonar. Ljósm. ól.K.M. Jónas Jónsson, einn stjórnarmanna Málfrelsissjóðs, afhendir Sigurði A. Magnússyni styrkinn. Ljósm. Emilía. Málfrelsissjóður styrkir Sigurð A. Magnússon Stjórn Málfrelsissjóðs hefur sam- kvæmt beiðni, afhent Sigurði A. Magnússyni rithöfundi fjárstyrk að upphæð 903.800 kr. til að standa straum af kostnaði við mál sem höfðað var gegn honum vegna ummæla hans i grein i Þjóðviljanum 25. júni 1974 og i greinargerð hans sem birt var i Þjóðviljanum 27. febrúar 1975. Sigurður er þriðji rithöfundur- inn sem hlýtur styrk frá sjóðnum en alls hafa nú sjö einstaklingar verið styrktir af Málfrelsissjóði. Að undanförnu hefur sjóðurinn safnað fé með því að rithöfundar árita bækur sínar í Bókabúð Máls og menningar gegn frjálsu fram- lagi til sjóðsins. Mun þessi háttur vera hafður á áfram til jóla. Meðal rithöfunda sem þannig ætla að vinna fyrir Málfrelsissjóð eru: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Auð- ur Haralds, Arni Bergmann, Ása Sólveig, Egill Egilsson, Guðmund- ur Steinsson, Guðrún Helgadóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Svava Jakobsdóttir, Thor Vilhjálmsson og Tryggvi Emilsson. Steinaríki — ný ljóðabók Baldurs Óskarssonar ÚT ER KOMIN ljóðabókin Steinaríki eftur Baldur Ósk- arsson. Þetta er fimmta ljóða- bók Baldurs en áður hafa komið út, Svefneyjar 1966, Krossgötur 1970, Gestastofa 1973 og Leikvangur 1976. Út- gefandi er Ljóðhús, Reykjavík. Bókin er prentuð í prentsmiðj- unni Odda. Röð ljóðanna og heiti er: Grundin milli þín og mín ..., Ádrykkja, Mynd úr veiðitúr með NN, Vorvísa, Tokkata, Svif, Fiskur undir steini, 0 nýja Babýlon!, Gatan, Nótt — þrjú mannspil, F.G.L., Gamalt stef, í hlaðvarpanum, Miðaftann, Brot, Largettó, Botnfall, Vetrarmorg; unn, Þréttándi dagur jóla, í þessu ljóði, Þetta er okkur sýnt, Nekt, þrírifað í stúf, Orð af orði, Afeyrt beggja, Helsi, Stöð, Veggspjald, Stöð II, Nótt á jörðu, Höfuð, Sigur, Rós, Spegl- Baldur Óskarsson — skáld og fréttamaður. Hann hefur gefið út sína fimmtu ljóðabók. un, Aukatekið orð, það lifir, Útnári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.