Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 Hátíðarhöld stúdenta 1. des ember með breyttu formi Hátíðarhöld um daginn í Félagsstofnun stúdenta og útvarpsþáttur um kvöldið HÁTÍÐARDAGSKRÁ stúdenta l..desember n.k. verður með öðrum hætti en tíðkast hefur undanfarin ár. Að þessu sinni skiptast hátíðahöldin i tvennt, annars vegar verður flutt há- tiðardagskrá í þremur sölum i Félagsstofnun stúdenta og hins vegar verður um kvöldið út- varpað þætti sem stúdentar hafa unnið. Yfirskrift hátíða- haidanna i ár er frelsi. Hátíðardagskráin í Félags- stofnuninni hefst kl. 13.55 með lúðrablæstri. I upphafi verður efnið flutt í aðalsal hússins en því komið til skila í minni salina gegnum hátalara. Síðan verður flutt svokölluð hreyfidagskrá sem er byggð upp á því að þeir sem fram koma færa sig milli salanna og flytja efni sitt í þeim öllum. Jakobína Sigurðardóttir flyt- ur aðalræðuna að þessu sinni. Alþýðuleikhúsið leggur til dagskrá, tónlistarefni verður flutt af kór Sigursveins D. Kristinssonar undir stjórn Sig- ursveins Magnússonar. M.a. verður frumflutt verk fyrir strengjasveit og baritónrödd eftir Elías Davíðsson. Þá syngur Gúanóbandið um farandverka- fólk, Böðvar Guðmundsson slær á létta strengi, Hjördís Bergs- dóttir syngur ljóð við eigin lög og Rauðsokkasöngsveitin syng- ur. Eftirtalin skáld munu lesa úr ljóðum sínum á samkomunni: Þorsteinn frá Hamri, Einar Bragi, Einar Ólafsson, Jónas Svafár, Steinunn Sigurðardóttir og S. Jón. Þá mun Auður Haralds lesa upp úr eldri verk- um. Að auki verður barnagæsla á staðnum og sjá fóstrunemar um að hafa ofan af fyrir börn- unum. Um kvöldið verður dansleikur í Sigtúni þar sem Þursaflokkur- inn leikur fyrir dansi. Á blaðamannafundi sem 1. des.-nefndin hélt kom það fram að nokkrum erfiðleikum var bundið að fá útvarpsráð til að samþykkja flutning útvarps- þáttarins þar sem kosningar eru fyrir dyrum. I þættinum verður að sögn nefndarmanna reynt að gera hugtakinu frelsi þokkaleg skil, m.a. eru vegfarendur spurðir hvað sé frelsi og lesið er úr mannréttindayfirlýsingu S.Þ. Þá gefa stúdentar út blað í tilefni 1. desember og fjallar það einnig um frelsið. Blaðið hefur verið sent áleiðis til stúdenta um allt land. Engar auglýsingar eru í blaðinu og sögðu nefnd- armenn að dansleiknum í Sig- túni væri ætlað að fjármagna hátíðahöldin. Stolt páfuglsins BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefur gefið út bókina Stolt páfuglsins eftir Victoria Holt í þýðingu Skúla Jenssonar. Bókin heitir á frummálinu „The pride of the peacock“, og er 216 blaðsíður. í bókinni segir frá Ópal Jessicu, ungri stúlku sem uppgötvar að ættartengsl- um hennar er öðru vísi varið en hún hafði haldið. Hún lendir í margvíslegum ævintýrum og þar kemur að hún hefur fulla ástæðu til að óttast um líf sitt. 1. des. nefnd stúdenta. Talið frá vinstri: óskar Sigurðsson, Jóhanna Þórhallsdóttir, Eiríkur Guðjónsson og Elsa borkelsdóttir. Á myndina vantar Ævar Kolbeinsson, Ásgeir Bragason og Björn Guðbrandsson. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Karlmannaföt frá kr. 16.900 Hettuúlpur kr. 17.750.-. Kuldajakkar kr. 16.900,- og 18.700.-. Terelynebuxur kr. 8.670.-. Terelynefrakkar kr. 9.900.-. Velourbolir lítil nr., kr. 3.800.-. Ullarpeys- ur kr. 5.700.- o.fl. ódýrt. Opið föstud. til kl. 7 og laugard. Andrés Skólavörðustíg 22 Landssmiðjan SÖIVHOISGÖTU IOI REYKJAVIK-SÍMI 20680 TELEX 2207 Vantarþig hillur-hirslur á lagerinn, verkstæðid, í bílskúrinn eða geymsluna 0DEXION Landssmiðjan hefur ávallt fyrirliggjandi allar gerðir af Dexion og Apton hillum. Uppistöðurnar eru gataðar og hillurnar skrúfaðar á eða smellt í. Það getur ekki verið auðveldara. oxil Kjörstaóir Við alþingiskosningarnar í Reykjavík 1979 verða þessir: Fyrri kjördag 2. desember. Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Austurbæjarskóli, Brelöageröisskóll, Breiöholtsskóli, Fellaskóll, Lang- holtsskóli, Laugarnesskóli, Melaskóli, Miöbæjar- skóli, Sjómannaskóli, Ölduselsskóli, Elliheimiliö Grund, Hrafnista D.A.S. og Sjálfsbjargarhúsiö Hátúni 12. Seinni kjördag 3. desember. Austurbæjarskóli, Breiöageröisskóii, Fellaskóii, Langholtsskóli, Melaskóli og Sjálfsbjargarhúsiö Hátúni 12. Heimilisfang 1. desember 1978 ræður kjörstaö. Á öllum kjörstööum eru nákvæmar upplýsingar um kjörsvæöi og kjördeildaskiptingar. Athygli er vakin á heimild yfirkjörstjórnar til að ákveða lok kosninga eftir fyrri kjördag 2. desember, hafi 80% kjósenda eöa fleiri neytt atkvæðisréttar síns. Reykjavík, 28. nóvember 1979. Skrifstofa borgarstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.