Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 Pétur Pétursson þulur: Báðir bestir — Enginn sérstakur Mér verður tíðum hugsað til vinar míns Hauks Guðmundsson- ar er nefndur var pressari. Ekki hvað síst þegar flokksforingjar og þjóðmálaskörungar bíta í skjald- arrendur, skipa fólki í fylkingar og draga í dilka. Haukur hafði þann einstæða diplómatíska hæfi- leika er hann átti úr vöndu að ráða og var krafinn sagna um álit á málsaðilum er deildu og spurður um hvor væri betri, að víkja sér undan vandanum með véfréttar- svari og segja: Báðir bestir. Þá var nú ekki Lási síðri ef leitað var fregna hjá honum þegar flaggað var í hálfa stöng og Lási spurður: Hver er dáinn? Lási svaraði með sakleysislegri ein- lægni: Enginn sérstakur. Full ástæða er til að geyma í minni snjöll tilsvör og gildir þá einu hvort þau féllu í tali alþýðu eða af vörum mælskusnillinga á fjöldafundum. í kosningabaráttu þeirri sem senn tilheyrir sögunni, má eflaust gera ráð fyrir að fallið hafi mörg orð er eiga eftir að geymast í minni og verða höfð yfir þá er frá líður. Pistli þessum er einkum ætlað að fjalla um orð og atburði í kosningabaráttu fyrri ára og þá er komu við sögu með einhverjum hætti. Eigi verður fylgt neinni fastri reglu en látið ráðast hvað í hugann kemur jafnóðum og skráð er. í forsetakosningum þeim er fram fóru árið 1952 var hart sótt af meginfylkingum tveimur er skipuðu sér um þjóðkunna menn, þá Ásgeir Ásgeirsson og séra Bjarna Jónsson. Flokksforysta Framsóknar og Sjálfstæðismanna skipaði sér nær einhuga að baki séra Bjarna. Alþjóð veit með hvaða hætti þeirri orrahríð lauk. Áður en úrslit mála réðust var efnt til mannfunda margra. Saga ein er sögð af fundi er Framsókn- armenn í Reykjavík efndu til í Breiðfirðingabúð. Hermann Jón- asson hóf mál sitt með eindreginni áskorun til fundarmanna um að fylkja sér einhuga um þann fram- bjóðandann er Framsóknarflokk- urinn styddi. Til áherzluauka lét Hermann þess getið, að það væri ekki oft sem hann og ólafur Thors væru einhuga og sama sinnis, en svo væri að þessu sinni. Væri það samdóma álit þeirra, sem og flestra annarra forystumanna þessara flokka, að styðja séra Bjarna til forsetakjörs. Að lokinni ræðu Hermanns kvaddi sér hljóðs Jóhannes Kr. Jóhannesson. Var hann kunnur maður á sinni tíð, hinn gjörvulegasti á vöxt og áhugamaður mikill um friðsemd og vináttu, gaf út blað er hann nefndi Friðarboðann og Vinar- kveðjur og taldi sig eiga tilkall til ríkis. Var ræða hans stutt en sköruleg og inntak það eitt, að hann sæi ei nauðsyn þess að aðrir væru nefndir til embættis en sá er þar stæði á palli og hefði á liðnum árum tjáð sig reiðubúinn að taka þá miklu ábyrgð á herðar sér að setjast á friðarstól þjóðhöfðingja- embættisins. Varð nú kurr í salnum en upp spratt sá meðal áheyrenda er eigi gnæfði sakir hæðar sinnar, en leyndist þó engum og fór sá eigi með veggjum en stikaði á ræðu- pall. Var þar kominn Selsvarar- kappi, Pétur Hoffmann. Hóf mál sitt af djörfung og svall móður. Kvaðst njóta fulltingis bestu manna og hafa því til staðfestu vottfest skjöl og skilríki þeirra er svarið hefðu sér trúnaðareiða. Færi þar flokkur vaskra sveina er hvergi hopaði þótt svarraði á súðum og syngi í rá og reiða. Jókst nú enn ókyrrð í fundarsal en upp spratt Jóhannes Kr., sá er áður hafði kvatt sér hljóðs. Hróp- ar til fundarstjóra: Hvernig er það eiginlega með þennan fund. Eru það tóm fífl sem eiga að tala hér í kvöld? Eigi verður rakin að sinni saga vígaferla, sóknar og undanhalds er fylkingar fóru í héraðsátökum þeim er urðu á því herrans ári. Er sigurvegari settist að í búi á Bessastöðum leið að því að hann heimsækti héraðshöfðingja. Var Ásgeiri fagnað vel þar sem hann fór um sveitir og minntist við fylkisstjóra og fremdarfólk. Sem títt er meðal Frónbúa var ýmsum úr flokki andstæðinga tamt að halda á loft köpuryrðum er fallið höfðu í orrustugný á fólkvangi. Sannast hér hið fornkveðna, að fár bregður hinu betra ef veit hið verra og mælt er fleira en stutt sé rökum. Sá skapgerðarþáttur Ás- geirs Ásgeirssonar að sneiða hjá stóryrðum en mæla af hógværð og klæðast sáttakufli var af ýmsum talinn merki marglyndis og þóttu svör hans sum óljós og afstaða loðin. Undirgefni við flokksaga engin þá er annað hentaði betur. Enda kveðið um hann í þingvísu fyrr á árum: Hann er að brölta i bárunum bólar á nokkra lokka. Hann er að fara úr hárunum. Hann er á milli flokka. Það gilti einu hvort Ásgeir Ásgeirsson bauð sig fram í flokki eða utan, honum veittist það auðvelt að tala um fyrir kjósend- um í Vestur-ísafjarðarsýslu, allt frá þeim degi er hann leitaði stuðnings þar. Á dögum viðreisn- arstjórnar, er svo var nefnd, sátu stjórnmálaforingjar eitt sinn hóf á Bessastöðum. Gerðu menn það sér til gamans að rifja upp viðbrögð kjósenda við sinnaskipt- um þá er Ásgeir hafði vistaskipti og flutti sig milli flokka. Gylfi Þ. Gíslason er borinn fyrir sögunni. Ásgeir vitjar kjósenda í kjördæmi sínu. Vitjar bónda eins er lengi hafði verið í hópi öruggra fylg- ismanna. Heimafólk segir bónda að iðju sinni í mógröf, skammt frá bænum. Ásgeir gengur til hans. Tekur bónda tali og falast eftir fylgi hans. Segir: Heldurðu ekki Guðmundur minn að þú styðjir mig nú sem fyrr. Bóndi spyr: Fyrir hvern ætlar þú að bjóða þig fram núna. Ásgeir svarar: Ég verð í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn. Bóndi þegir stundarkorn. Segir síðan eftir íhugun nokkra: Ætli maður fylgi þér ekki hringinn. Þeir sem heyrðu söguna í Bessastaðastofu hlógu dátt. Ásgeir forseti á þó að hafa sagt: Saga þessi er eigi allskostar sönn. Guðmundur var ekki í mógröf. Þar kemur sögu í yfirreið Ás- geirs forseta að hann gerir för sína í Árnesþing. Sýslunefnd Ár- nessýslu fagnar göfugum gesti og höfðingja á Kambabrún. Var þar samankomið frítt föruneyti. Oddviti héraðsbúa, Páll Hall- grímsson sýslumaður, í farar- broddi héraðshöfðingja. Heilsar hann forseta með ávarpi og beinir sjónum manna að blómlegri byggð og búsældarlegum héruðum Suð- urlands er liggja frá fjallsrótum allt til sjávar, jökulelfur tvinna skrautband sitt milli gróinna valllendisbakka, brunasanda og iðgrænna engja en postulínshvítir jöklar gnæfa við himin. Þóttust viðstaddir kenna þar skrautbílæti það og landslagsmynd er þrælar Ingólfs dáðu hvað mest þá er húsbóndi þeirra greikkaði spor til vesturs í leit að öndvegissúlum. Séra Helgi Sveinsson Hvera- gerðisklerkur skráði heimsókn forseta á Kambabrún með eftir- farandi orðum: Hér má lita á heiðarbrún hefdarmenn í löngum rööum, loðin engi, loöin tún og loöinn greifa af BessastöÖum. Pétur Pétursson. En víðar standa höfðingjar en á heiðarbrún Kamba við Austurveg. Sagt er að allar leiðir liggi til Rómaborgar. Marmarahvít hvolfþök suðrænna trúarmustera gnæfa þar við himin og minna með ýmsum hætti á norræna jökla í tign sinni og fegurð. íslendingar fyrri alda iðkuðu suðurgöngur. Til Rómaborgar lá eitt sinn leið séra Bjarna Jónssonar. Þótt hann lyti í lægra haldi í forsetakjöri var honum gamansemin ofar í huga en tregasöngvar og sút í brjósti. Lifir enn fjöldi sagna um meitluð til- svör hans og sögur ýmsar er hann átti hlut að. Ein segir frá för hans í Páfagarð. Hans heilagleiki Pí- us páfi tekur kirkjubróður sínum með virktum þá er hann heimsæk- ir Vatikanið. Býður honum með sér út á svalir Vatikansins. Á torginu neðan við svalirnar standa tugþúsundir Rómverja og að- komumanna og bíða þess að páf- inn blessi mannfjöldann. Nú taka þeir sér stöðu við svalahandrið, séra Bjarni og páfinn. Þá heyrir séra Bjarni mann einn í hópi viðstaddra segja svo hátt, að vel má greina orðaskil: Hvaða maður er þetta sem stendur við hliðina á honum séra Bjarna? Eigi fer sögum af því að séra Bjarni hafi farið halloka í um- ræðu þá er gamanmál bar á góma. Þó eru í minnum höfð orðaskipti nágranna hans þá er hann sótti rakarastofu þeirra feðga, Árna Nikulássonar og Óskars Árnason- ar, við Kirkjutorg. Herma sagnir að Árni rakari hafi verið miðlungi vel fyrirkallaður þá er séra Bjarni vitjaði hans árla morguns og bað um snyrtingu og rakstur. Vildi Árna það óhapp til að bregða rakhníf sínum á vanga viðskipta- vinar með þeim afleiðingum að blóð vætlaði úr smáskeinu. Þá er mælt að séra Bjarni hafi sagt: Þetta gerir alkóhólið. Árni svaraði án tafar: Já, það er rétt. Húðin verður svo stökk. í hverri kosningasennu er fram- bjóðendur leiða saman hesta sína er jafnan rætt um kosningaloforð flokkanna og hversu til hafi tekist um framkvæmd. Veltur þá á ýmsu um efndir. Nú má telja víst að flestum sé ljúft að efna það er lofað er af skynsemi og fyrir- hyggju. En jafnvel skýrustu mönnum getur skotist um gang mála og torvelt að sjá fyrir þróun peningamála og myntsláttu. Saga er sögð af áhyggjum Hauks Guðmundssonar, þess er fyrr var getið. Haukur sýndi staðfestu mikla í dagfari. Grædd- ur er geymdur eyrir hefði Haukur getað sagt, líkt og bankinn aug- lýsti. Því var það að hann ól áhyggjur miklar er hann heyrði að mönnum varð tíðrætt um minnkandi verð- gildi og fall krónunnar. Gekk Haukur á fund Bjarna Benedikts- sonar ráðherra og lýsti áhyggjum sínum. Bjarni tók máli Hauks vel og hlýddi á hann með þolinmæði. Segir að fjárgæzlumönnum sé vandi á höndum og margt er áhrif hafi á gengisskráningu svo sem verð á afurðum og viðskiptakjör. En, bætir Bjarni við. Einu skal ég lofa þér Haukur minn. Krónan skal alltaf verða fjórir tuttugu og fimmeyringar. Haukur fór hinn ánægðasti af fundi ráðherrans. Enn fer sem fyrr, að þjóðin mun skipa sér í flokka og deila um menn og málefni. Langt er nú liðið síðan Árni Pálsson, síðar prófess- or, og frú Theodóra Thoroddsen skáldkona deildu um afstöðu til Bakkusar. Upphaf þess var í glöðu samsæti nokkru eftir aldamótin. Árni fór þar með þessar stökur: Ennþá gerist Kaman nýtt; gnótt er i kjallaranum. Nú er geðið glatt og hlýtt hjá gamla svallaranum. Oft um marga ðgurstund á andann fellur héla. en hitt er rart hve hýrnar lund. ef heyrist gutla á pela. I>að er eins og leysist lönd úr lœðing margra ára. þegar hnlgur heim að strönd höfug vinsins bára. Síðan sneri Árni sér að frú Theodóru Thoroddsen og sagði: „Og bættu nú við.“ Þegar Árni heimsótti Theodóru nokkrum dögum síðar hafði hún framhaldið á reiðum höndum: Bacchus kónKur kann þad la^, þá köld ok myrk er lundin, aÖ breyta nótt í bjartan dag og brúa dýpstu sundin. Bjart er skúraskinið þá, og skjólin mjúk og fögur. En skelfing vill oft skella á, er skroppinn er uppi lögur. Augum gerast vot og veik, vitinu sumir farga; svona eftir sælan leik svikur Bacchus marga. Er hér var komið sögu greip Árni fram í og sagði: „Nei, hættu nú, hættu nú. Ég vil ekki timbur- mennina." Undir það geta víst flestir tekið. Ljósmyndasýning í Fossnesti BRÆÐURNIR Björn og Eiríkur Jónssynir frá Vorsabæ á Skeiðum opnuðu nýlega ljósmyndasýningu í veitingastaðnum Fossnesti á Selfossi. Myndirnar sem eru 40 að tölu eru allar í hvítum og svörtum lit. Þær eru flestar teknar á hestamótum sl. sumar og eru af kunnum gæðingum og knöpum þeirra. Þeir bræður hafa tekið ljósmyndir í nokkur ár og hafa birst myndir eftir þá, einkum í dagblaðinu Vísi. Eflaust mun hægt að gagnrýna þessar myndir frá listrænu sjónarmiði, enda eru þeir nýlega byrjaðir í faginu, en það er ekki ætlunin að gera hér. Þeir eiga þakkir skilið fyrir fram- takið og halda vonandi áfram á sömu braut, að mynda hestinn í fjölbreyttu umhverfi. Hesturinn er ætíð gott myndaefni, hvort heldur í leik, starfi eða frjáls úti í náttúrunni. Myndasýningin í hin- um vistlega veitingasal Fossnestis rifjar upp minningar frá hesta- mótum liðins sumars þegar setið er þar að snæðingi. Og ekki sakar að minnast á góða veitingaþjónustu Gunnars Friðþjófssonar matsveins og hans föngulega kvennaliðs. Sýningin mun standa fram að jólum og er kjörið tækifæri fyrir Árnesinga og aðra sem leið eiga um Selfoss í jólainnkaupunum að líta á mynd- irnar um leið og þeir fá sér hressingu. Fögur mynd er æ til yndis, ekki síst af hestum. Sigurður Sigmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.