Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 51 íslenzku sendiherrahjónin i London, Sigurður Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir, sátu boð sendiherra Kina í London á 30 ára byltingaraf- mæli kínverska alþýðulýðveldisins fyrir skömmu. Hér hitta þau sendiherrann, Ke Hua og Jiang Nanxiang, menntamálaráðherra Kina. Sigurður Bjarnason var eins og kunnugt er fyrsti sendiherra íslands i Kina árin 1973—1976. Myndin hér að ofan birtist í tímariti í London. Kabarett á Egilsstöðum TÓNKÓRINN og leikfélagið á Egilsstöðum munu laugardag- inn 1. desember n.k. standa fyrir skemmtikabarett í Vala- skjálf og verður hann með svipuðu sniði og kabarett sá sem þessi félög stóðu fyrir 1977, þ.e. söngur og gamanmál ýmiss konar. Frægasta fatafella Austur- lands mun mæta á staðinn og draugar munu ríða húsum. Að- standendur kabarettsins sjá því ekki fram á annað en almennt kvöldbann verði látið gilda, þ.e. unglingum innan fjórtán ára aldurs verði ekki hleypt inn nema í fylgd með fullorðnum. Gleðin hefst klukkan 9, en síðan verður „dansur aftan við“ og mun Slagbrandur stjórna honum. KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS ÉG SPÁI: Fjöldi þingmanna 78-79 Spá Alþýðubandalag 14 /V Alþýðuflokkur 14 8 Framsóknarflokkur 12 // Sjálfstæöisflokkur 20 Aðrir flokkar og utanflokka 0 i Samtals 60 60 Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! + RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Austurbæjarbió: Þegar Guð þurfti að tala við mennina AUSTURBÆJARBÍÓ hefur hafið sýningar á bandarísku gamanmynd- inni „0 guð“ (Oh, God) sem byggð er á sögu Avery Corman. Framleiðandi er Jery Weintraub en leikstjóri er Carl Reiner. Handritið er eftir Larry Glebar er tónlistin er eftir Jack Elliot. Með aðalhlutverkin fara George Burns, John Denver, Teri Garr og Donald Pleasence. Myndin greinir frá því þegar Guð fór í vinnufötin og skrapp til jarðar til þess að koma lagi á ýmsa hluti. Hann velur sér milligöngumann, Jerry Landers, aðstoðarforstjóra vörumarkaðar í Kaliforníu, mætan borgara sem ekki má vamm sitt vita, á fallega konu og tvö börn, son sem gengur með gleraugu og dóttur sem verður að hafa spengur. En Jerry gengur illa að bera mönnum boðskap Guðs þar sem fæstir trúa því að Guð tali við hann í raun og veru. Sveitasöngvarinn frægi, John Denver, fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni „Ó Guð“, hlutverk Jerry Landers, aðstoðarforstjóra vörumark- aðar í Kaliforniu. Konu hans leikur Teri Garr. Phiiips ryksuga hef- ur 850 W mótor og mikínn sogkraft. Snúningstengsl sem gera hana lipra og þægilega í meöför- um. Hún er hfjóölát og fyrirferöalítil í geymslu og þar aö auki mjög falleg í útliti. Fæst í fjórum mis- munandi gerðum og litum. Philips ryk- sugur henta bæði heimilum og vinnu- stööum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.