Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 A þessum degi fyrir fjórum áratugum réðust Sovétmenn inn í Finnland Síðastliðinn sunnudag sagði hér í blaðinu irá nokkrum Islendingum sem gerðust sjálfboðaliðar á finnsku vígstöðvunum þegar Sovétmenn fóru með her á hendur Finnum þann 30. nóvember 1939. í dag eru semsagt réttir fjórir áratugir liðnir frá hinum afdrifaríka degi þegar vetrarstríðið, sem svo var kallað, braust út. 1 „Leifturstríð: Heimsstyrjöldin 1939—1945“, sem Almenna bókafélagið gefur út, ber einn kaflinn heitið „Skandinavía í járngreip- um“, og er þar m.a. að finna lýsingu á hinum ójafna leik. Morgunblaðið birtir hana hér með góðfúslegu leyfi útgefanda. „Brauókörfurnar MolotovsM Þrítugasta nóvember 1939 réö- ust Rússar á hínn smávaxna ná- granna sinn, Finnland. Ætla mátti aö Stalín heföi gert þetta aö lítt hugsuöu ráöi, en í rauninni var þetta lokaathöfnin í röö allmargra aögeröa sem hann haföi hafiö jafnskjótt og Eystra- saltssvæðiö haföi aö mestu veriö lýst áhrifasvæöi hans í griðasátt- mála Sovétmanna og nasista. Hann haföi brugðiö á þaö ráð að bjóöa æöstu mönnum Lett- lands, Litháen og Eistlands til Moskvu, halda þá stórfenglega meö styrjuhrognum, vodka og ballettsýningum og leggja síöan fyrir þá úrslitakosti: Látiö Rauöa herinn og flotann fá bækistöövar í löndum ykkar, annars ... Gestirnir höföu enga aöstööu til aö sannfrétta hvaö „annars“ kynni aö þýöa, lönd þeirra voru lítil og varnarlaus og þeir skrifuöu undir í skyndi. Og þegar kom fram í október fannst Stalín kominn tími til þess, aö Finnar létu Sovétríkjun- um einnig eftir nokkurt land. Finnar reyndust hins vegar þrjóskari en vænst haföi verið. Þeir reyndu samningaleiö í staö tafarlausrar uppgjafar. Samningar drógust á langinn þangaö til Stalín missti þolinmæöina. 26. nóvember kallaöi sovéski utanríkisráöherr- ann, Vyatjeslav Molotov, finnska sendiherrann í Moskvu á sinn fund og afhenti honum yfirlýsingu þar sem Finnar voru sakaöir um aö hafa skotið á sovéska þorpið Mainila á Kirjálaeiöi, drepiö fjóra hermenn úr Rauöa hernum og sært níu. Þetta var gert í „ögrun- arskyni“, sagöi Molotov. Aö sögn Rússa héldu finnskir hermenn síöan inn í Rússland í dögun 30. nóvember. Klukkan 8 árdegis hóf Rauöi herinn stórsókn á landi, sjó og í lofti gegn Finn- landi, sem svar viö þessum yfir- gangi er svo var kallaöur. Þrjátíu herdeildir og sex skriödrekastór- fylki sóttu inn í Finnland; orrustu- og sprengjuflugvélar flugu meö miklum gný yfir Heisinki og aörar aöalborgir Finnlands. Þær komu frá nýjum flugbækistöövum í Eist- landi. Sprengjuflugvélum er varpa skyldu farmi sínum á járnbraut- arstöövar, flutningamiöstöövar, orkuver og hafnir tókst aö sleppa honum yfir íbúöahverfum og olli þaö verulegu manntjóni. Fréttum Finna af þessum árásum var vísaö á bug í sovéska útvarpinu, voru þær taldar uppspuni og því haldið fram aö rússneski flugherinn heföi ekki varpaö sprengjum heldur brauði til soltins almennings í Finnlandi. Finnarnir glottu meöan þeir böröust viö eldana og kölluöu sovésku sprengjurnar „brauökörf- urnar hans Molotovs“. í fyrstu var umheimurinn högg- dofa yfir áras Sovétmanna á friö- samt smáríki og síöan furöu lost- inn. Gagnstætt því sem vænta hans mátti hopuðu Rússar brátt á hæli fyrir Finnum og fóru mjög halloka. Sovésku hermennirnir reyndust vera illa búnir til striös í vetrar- myrkri. Þar aö auki var forysta þeirra í molum, aöallega vegna þess aö meirihlutinn af foringjum hersins hagöi verið skotinn af leynilögreglu Stalíns í hreinsunun- um seint á fjóröa áratug aldarinn- ar. Ennfremur var finnskt land torsótt til árása — freömýrar og þéttir skógar meö óteljandi vötn- um. Umfram allt ofmátu þó Rússar eigin styrk. Stalín virtist hafa álitið aö Finnar myndu gefast upp og leggja niöur vopn, jafnskjótt og þeir ættu mikium herafla aö mæta. Hugrekki og hugkvæmni Honum skjátlaöist hrapallega. Finnar höföu fámennum, harö- snúnum landher á aö skipa, 300.000 mönnum, og böröust meö hugkvæmni sem tók styrk þeirra langt fram. Þeir höföu ekki skriödrekabyssur en fundu brátt upp skætt vopn gegn brynsveitum Sovétmanna. Þaö var flaska, full af kalíumklórati og steinolíu, meö kveikju í stútnum og kallaöist Molotovkokteill; nafniö var mynd- að af sömu tilfyndni og brauðkörf- urnar hans Molotovs, sem áöur voru nefndar. Hugrakkur skíða- maöur geröi skriödreka fyrirsát og kastaöi þessari einföldu en öflugu handsprengju aö turni hans eöa vél. Flaskan sundraöist og logar stigu upp, skriödrekinn stöövaöist og áhöfn hans neyddist til aö leggja á flótta. Þessi óvænta harka og nístandi vetrarkuldinn uröu Rússunum erf- iö; þeir húktu kaldir og svangir í sköflunum og voru murkaöir niöur í hrönnum. Heilar herdeildir Sovét- manna hurfu meö þessum hætti, stráfelldar í næturstaö. Finnskar vélbyssuskyttur lágu í leyni og þynntu raðir rússnesku her- mannanna er köfuöu snjóinn. Þeir sem féllu stálfrusu oft á fáeinum mínútum. Leland Stowe, fréttarit- ari Daily News í Chicago, dró upp lýsandi mynd af líkunum sem lágu á dreif meðfram veginum. „í þess- ari hryggilegu einsemd hvíla hinir dauöu,“ skrifaöi hann, „ótalin þús- und dauöra Rússa. Þeir liggja eins og þeir hnigu niöur — undnir, | snúnir, meö hendur á lofti... undir miskunnarríkri blæju úr nýföllnum snjó.“ Rússar höföu um 2500 flugvélar er þeir sendu gegn Finnum og vörpuöu um 150.000 lestum af sprengjum á landiö þennan vetur, en samt heldu finnskir borgarar ró sinni og kjarki, ekki síöur en hermennirnir á vígstöövunum. Bandarískur blaöamaöur skýröi frá því aö þegar loftvarnaflautur fóru í gang heföi þjónustustúlka í hótelinu hans kallaö á bjagaöri ensku: „Hér kemur Molotov!" og haldið áfram starfi sínu eins og ekkert heföi í skorist. Hetjulegt viönám Finna og vesæl frammistaöa Rússa vakti mikinn áhuga og stuöning viö málstaö Finna víöa á Vesturlönd- um. Svíar sendu verulegt magn herbúnaöar, þar á meöal 25 flug- vélar, 104.000 loftvarnabyssur, 84.000 riffla meö 50 milljónum skota, 85 skriödrekabyssur og 112 fallbyssur og sprengjuvörpur. Átta þúsund sænskir sjálfboöaliðar hrööuöu sér til finnsku vígstööv- anna. Aö auki söfnuöu Svíar and- viröi 100 milljóna dollara, aöallega meö almennri söfnun, til aö sjá Finnum fyrir sjúkragögnum, fatn- aöi, matvælum og öörum varningi. Bandaríkin buöu 30 milljón dollara lán, meö því skilyrði aö því yrði eingöngu varið til almennings- þarfa, og setti bann á sölu stríösgagna til Sovétríkjanna. Stóra-Bretland og Frakkland lof- uöu aö senda tæknimenn, flugvél- ar og vopn til Finnlands; Danmörk og Noregur leyföu sjálfboöaliöum aö bjóöa liðsinni sitt. Þótt Þýskaland heföi stutt Finna í stríöi þeirra viö kommúnista 20 árum áður, afréö Hitler aö hafast ekki aö í þetta skipti. Hann þarfnaöist hráefn.a t.d. korns og olíu, er hann fékk í stórum stíl frá Rússlandi, og hann þarfnaöist velviljaös hlutleysis Rússlands til þess aö hafa frjálsar hendur þegar Sjálfstæðis- flokkurinn eða vinstra tríó Páll V. Daníelsson skrifar: Eftir að hafa hlustað og horft á „Setið fyrir svörum" í sjónvarpinu kemur sitt hvað í hugann. Það var merkilegt hvað Alþýðubandalags- mennirnir, sem báðir eru vel máli farnir, lögðu mikið ofurkapp á að fá sem fæstar spurningar með því yfirleitt að eyða löngu máli í að svara sömu spurningunni. Það var engu líkara en þeir treystu ekki hvor öðrum eða þá að þeir óttuð- ust að spurningar kæmu, sem væru þeim óþægilegar og þeir þyrftu að fara að ræða eigin stefnu. Við það sluppu þeir og þar með fyrir horn. Fulltrúar Alþýðuflokksins töl- uðu mest um það, hvernig hlutirn- ir ættu að vera en vörðuðu ekki veginn til þess að ná því marki. Það kom þó skýrt fram hjá þeim, að það væri óraunhæft í stefnu Sjálfstæðisflokksins að ætla að lækka skatta, sem svara bráða- birgðaskattahækkun vinstri stjórnarinnar og þar með jarð- settu þeir í eitt skipti fyrir öll þá stefnu, sem þeir settu fram fyrir kosningarnar 1978 en þá ætluðu þeir að lækka skatta og draga úr ríkisútgjöldum. Nú er vinstri- stjórnarstefnan orðin þeirra ær og kýr, hún sé það eina rétta. Framsóknarmenn áttu bágt og engu líkara en þeir hefðu aldrei séð konu fyrr en orð hennar komu þeim algerlega úr jafnvægi. Töl- uðu þeir af hita miklum og jafnvel hvor upp í annan. Öll stefnumörk- un þaut út í veður og vind en þeim mun meiri harmur að því kveðinn að Lúðvík Jósepsson skyldi ekki verða forsætisráðherra. Var engu líkara en það hafi verið flokknum hjartans mál að geta stutt að því fyrstur flokka að kommúnistar, sem vilja stjórnskipulag okkar feigt, fengju forystu í ríkisstjórn íslenska lýðveldisins. Lýðræðisást það. Sjálfstæðismenn höfðu mest að ræða og gafst þeim nokkur kostur að gera grein fyrir stefnu flokks- ins. Stefna hans er það góð, að allir flokkarnir kepptust meira við að ræða hana en sína eigin. Athygli vakti fyrirspyrjandi Framsóknarflokksins fyrir mikla fákunnáttu, þegar hann var að tala um atvinnuleysi, sem af stefnu Sjálfstæðisflokksins leiddi. Var hann bæði með fáránlegan útreikning, enda þegar honum var á það bent, sagði hann frá manni út í bæ, sem reiknað hefði. Sýnir fátt betur hið fullkomna úrræða- leysi. En grundvallaratriði er þó fyrirlitning framsóknarmanna á einstaklingunum og trúleysi á framtaki þeirra. Eða halda þessir menn að fjármagn í ríkissektorn- um skapi meiri atvinnu en fjár- magn í einkasektornum? Mætti t.d. reikna með því að það fjár- magn, sem er í höndum SÍS- hringsins skapi meiri atvinnu ef það væri flutt til ríkisins? Sann- leikurinn er sá, að þótt skatt- heimta minnki þá hverfur ekki féð. Það er líklegra að það skapi miklu fleiri atvinnutækifæri í höndum einstaklinga og fyrir- tækja þeirra en það mundi gera í höndum þess opinbera. Ótti vinstri flokkanna við Sjálfstæðis- flokkinn er ekki ástæðulaus. Stefna hans er skýr. Óeiningin og upplausnin innan fráfarandi vinstri stjórnar sannar betur en flest annað, að flokkarnir, sem að henni stóðu, eru stefnulausir og geta ekki leyst vandann. Eina úrræðið er því stefna og stjórn Sjálfstæðisflokksins. Sósíalkapí- talisminn dugar ekki frjálsborinni þjóð. Páll V. Daníelsson. cJVHAMI SEACH Á sólskinslandínu Florida Miamí ber af flestum sólarstöðum í Ameríku og Evrópu. Þar er sjórinn notalega hlýr og ómeng- aður, og hressandi golu leggur frá Atlantshafinu. Flugleiðir, bjóöa nú ferðir tíl Florida á 3ja vikna fresti allt árió. Flogið er um New York og þar geta menn staldrað við í bakaleið og lengt ferðina ef þá lystir. Dvalið er á lúxus hótelum eða í íbúðum á sjálfri Miami ströndinni. Þaðan er ekki nema örskot í iðandi borgarlífið. Erá hótehnu bjoóast skoðunarferðir tiL Ðisney World - heims teiknimyndapersónanna, Seaquarium - staersta sædýrasafns heims. Safari Park - eftírmyndar frumskóga Afriku, Everglades þjóógarðsins, sem á engan sínn lika og fjölmargra annarra áhugaverðra staóa í Miamiborg eru konsertar, leíkhús, diskótek, íþróttakeppnír, hesta-og hundaveð- hlaup og frumsýningarbió margs konar verð er að ræða. t.d. getum vió boðið gistingu i tvibylis- herbergi og f'eröir fyrir kr. 443.000.* en ódýrari gisting er einnig fáanleg búi t.d. 5 fullorðnir saman i ibúö. Kr.419.00Q-pr.mann, Fyrir börn er verðið rúmlega helmingi lægra.v NÆSTU 3JAVTKNA FERDIR VERDA! 13 des .3 jan 24 n ían FLUGLEIÐIR ** Nánari upplysingar: Sölusknfstofur okkar Uekiargótu 2 og ilótel Esju Simi 27800, Buið er á lúxus hóteli , Konover Og i farskrárdeild. simi asioo, skrifstofur okkar Flamingo Ciub hótel-íbúöum. Um úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstolur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.