Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 57 fclk f fréttum i *»£$*-* Æ w SILHMHiHEðL v h » li |1 m HL |r B í ^ Myndin er tekin við opnun sýningarmnar. Islandsvinir að verki + DAGANA 26. október til 23. nóvember s.l. stóð yfir íslandskynning í Mainz í V-Þýzkalandi, en Mainz er „höfuðborg" fylkisins Rheinland-Pfalz. Sýndar voru í afgreiðslu- sal aðalbyggingar „Spar- kasse Mainz" ljósmyndir í litum af íslensku lands- lagi og þjóðlífi. Myndirn- ar eru teknar af Franz- Karl Freiherr von Linden. Einnig voru sýnd nokkur sýnishorn af iðnaðarvör- um, þ.á m. ullarvörum og bókum. Sýningin var opn- uð af borgarstjóranum í Mainz, en einnig fluttu ávörp aðalforstjóri Spari- sjóðs Mainz, Dr. Frank og ræðismaður íslands í Hamborg, Oswald Drey- er-Eimbecke. Aðalhvata- maður að kynningunni var íslandsvinurinn Dr. G. Martin. Áætlað er að sýninguna hafi séð um 30 þús. manns. + SÆNSKA óperusöng- konan fræga, Birgit Nilsson, hlaut góðar móttökur um daginn í New York er hún söng í einni Wagner-óperu. Jafnvel þeir elstu meðal óperugestanna, töldu sig tæplega minnast slíkrar hrifningar í þeirri frægu óperuhöll, Metropolitan-óperunni í New York. Gestirnir hylltu Birgit að leiks- lokum með dynjandi lófataki, sem stóð óslit- ið í 15 mínútur. — í tímaritinu Time var komist m.a. svo að orði um söng hennar: Doll- arinn okkar er í lægð, póstsamgöngur í rusli, Muhammed Ali er hættur að geta barið frá sér. — En söngrödd Birgit Nilsson er enn heimsins bezta. — Óp- erusöngkonan hafði þá ekki sungið opinberlega í Bandaríkjunum frá því á árinu 1975. Hansen heilsar í sendiráðinu + MYNDIN er tekin í líf bandarísku gíslanna, sendiráði Bandaríkja- sem þar hafa verið í haldi manna í Teheran á dögun- undanfarnar vikur. — um, þegar ameríski þing- Hér heilsar Hansen maðurinn George Hansen þingmaður skeggjuðum kom í sendiráðið til þess Irana, einum af þeim, sem að kynna sér aðbúnað og halda vörð yfir gíslunum. Auglýsingar í símaská 1980 Skilafrestur auglýsinga í símaskrá 1980 rennur út 1. desember n.k. Nánari upplýsingar í síma 29140. Símaskrá, Auglýsingar, Pósthólf 311, 121 Reykjavík. Nýkomið 3ja sœta sófar. 2ja sæta sófar. Fjölbreytt úrval. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1a, sími 86112. Hamraborg 3, Kópavogi. Sími42011. Borö meö 4 stólum. Kr. 173.400.-. Boröiö er 95 cm þvermál. Stækkanlegt um 40 cm. Hilluveggir úr furu. FJÖIbreytt úrval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.