Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 53 Finnskir framverðir veturinn ’39.1 fyrstu lotu sneri óvænt harka Finnanna og nístandi vetrarkuldinn sókn upp í flótta. hann væri reiöubúinn aö hefja árás í vestri. Jafnframt var honum ekki á móti skapi að sjá Sovétríkin bíöa hnekki og hann fékk hættulega rangar hugmyndir um getu Rauöa hersins af því aö fylgjast með bardögunum í Finnlandi. Þýski sendiherrann í Helsinki, Wipert von Blucher, átti drjúgan þátt í aö efla þetta neikvæöa álit. 11. janúar skýröi hann frá því — meö réttu — aö Rauði herinn biöi hvern ósigur- inn af öörum þrátt fyrir margfaldan mannafla og herbúnaö. Síöan bætti hann viö meö nokkrum ákafa: „Meö tilliti til þessarar reynslu þarfnast skoöanir á Rússlandi bolsévismans gagn- gerrar endurskoöunar. Viö geng- um allir út frá fölskum forsendum þegar viö töldum Rússland fyrsta flokks herveldi. .. Reynslan í Finnlandi sýnir aö Rússland hefur ekki um nokkurt skeiö veriö ógnun viö stórveldiö Þýskaland. Meö tilliti til þessa kynni aö mega kveöa í öörum tón viö herramennina í Kreml en gert var í ágúst og september." Ákafi Churchills Bretar og Frakkar létu blekkjast á líkan hátt. í útvarpsræöu 20. janúar sagöi Churchill breskum almenningi aö vetrarstríðiö „heföi gert öllum lýöum Ijóst hernaöar- legt getuleysi Rauöa hersins." En flotamálaráöherrann lét ósagt aö þaö sem menn töldu vera mistök Stalíns haföi fært Bandamönnum gullna átyllu til aö grípa til örþrifa- ráöa Churchills. Augsýnilega var það hreint mannúöarverk aö senda fjölmennt liö til aöstoöar hinum aöþrengdu Finnum, og allir gátu séö aö eina leiöin til aö koma þeirri ógæfusömu þjóö til hjálpar lá um Noröur-Noreg og Svíþjóö. Á leiðinni til Finnlands myndu sveitir Bandamanna leggja undir sig járnnámurnar í Kiruna og Gallivare. Og þar meö heföu Þjóö- verjar misst málmgrýtiö sem þeir þörfnuöust svo mjög. Churchill lagöi til aö Bandamenn settu lið á land í Narvik, færu eftir járnbraut- inni til Svíþjóöar og settu upp bækistöövar í Luleá. Þegar staöan hefði veriö tryggö þar, héldi eitt fylki áfram förinni til Finnlands en tvö héldu svæöinu umhverfis Nar- vik og Luleá. Á fundinum 5. febrúar, þar sem Ironside hers- höföingi heyröi allt maliö, féllust yfirherstjórnir Breta og Frakka á þessa ráöagerö meö ánægju. For- ystumenn Bandamanna tóku þeg- ar aö feröbúa þrjár eöa fjórar herdeildir og byrjuðu á bresku herdeildunum tveimur sem ætlunin haföi veriö aö senda til Frakk- lands. „Þaö hvílir óraunveruleikablær yfir þessari ráöstefnu,“ skrifaði hreinskilinn áhorfandi. Og þessi raunsæisskortur varöandi aögerö- ir í Skandinavíu var ekki bundinn viö þaö ett aö beita liöi og hergögnum sem brýn þörf var fyrir annars staöar. Hann fól einnig í sér „vanmat á stjórnrænum erfiðleik- um slíkrar herferöar, kæruleysi gagnvart hættu á því aö vekja fjandskap Sovétmanna, misreikn- ing á getu og mætti Þjóöverja og þá óskhyggju sem horfir fram hjá óhvikulum vilja hlutlausra ríkis- stjórna aö viðhalda hlutleysi sínu.“ Og þaö var ekki allt og sumt. - Hin fyrirhugaöa herferð, er átti aö hefjast 20. mars, heföi vel getaö dregiö Þýskaland út í átökin í Finnlandi Rússa megin og gert Finnland aö vígvelli stórveldanna. Til allrar hamingju varö þó aldrei af henni. Áður en herdeildir Bandamanna voru tilbúnar aö stíga á skipsfjöl sigruöu Rússar Finna — eins og allir höföu búist viö löngu fyrr — og eyddu þar meö átyllunni til herferðarinnar. 1. febrúar dundi gífurleg stórskota- hríö á finnsku varnarlínunni á Kirjálaeiði, landræmunni milli La- doga-vatns og Finnska flóans. Síöan óö óvígur her sovésks fót- gönguliös og skriödreka yfir Finn- ana undir stjórn nýrra, harö- snúinna herforingja. Finnar höföu hvorki mannafla né skotfæri til að stööva sókn þeirra. Snemma í mars var öllu lokiö og auömýkt finnsk sendinefnd er stefnt haföi veriö til Moskvu neyddist til aö afhenda Stalín meira land en hann haföi upphaf- lega krafist. Þar á meöal var Viipuri, næststærsta borg lands- ins. „Svæöið sem látiö var af hendi var um 40.000 ferkílómetrar," sagöi Carl Gustav von Manner- heim yfirhershöföingi Finna, „og þar voru búsett 12% af íbúum landsins." Þetta var ægilegur missir fyrir Finna, er variö höföu land sitt af einstæöri hetjulund. „Húsið í Stóri^Skógum“, ný barnabók Setberg hefur gefið út bókina Húsið í Stóru-Skógum en hún er úr bókaflokknum „Húsið á slétt- unni“ sem sýndur er í íslenska sjónvarpinu. Höfundur er Laura Ingalls Wilder, en Herborg Frið- jónsdóttir íslenskaði. Ljóðin í bók- inni þýddi Böðvar Guðmundsson. Bókin er tæpar 200 blaðsíður skreytt um 70 teikningum. * Argerð 1980 komin! Beztu kaup sem þú gerir! Verð: 272.550.- Staðgreiðsluverð: 264.000,- Greiðslukjör: Ca. 130.000.- út og rest má deila á allt aö 5 mánuði. vlettasta tækið frá - CR0WN - 1) Stereo-útvarpstæki með lang-, mið- og FM-stereo bylgju. 2) Magnari 36 wött. Sem sagt nóg fyrir flesta. 3) Plötuspilari alveg ný gerö. Beltisdrifinn. Fyrir stórar og litlar plötur. 3 snúninga og 45 snúninga. Vökvalyfta. 4) Segulband mjög vandað, bæði fyrir venjulegar spólur og eins krómdíoxíðspólur, þannig að ekki er heyranlegur munur á plötu og upptöku. 5) Tveir mjög vandaðir hátalarar fylgja! í stuttu máli: Tæki með öllu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.