Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 61 D ^ ^ VELVAKANDI SVARAR j SÍMA OIOOKL 10— 11 _ FRÁ MÁNUDEGI heift að einsdæmi er í allri heimssögunni. Víetnamar, sem ráða mestu í Kampútseu, æpa nú á hjálp frafvestrænum þjóðum en þeir hafa komið í veg fyrir að sveltandi flóttafólk við landamæri Kampútseu og Thailands fái nokk- uð af þeirri hjálp. Það á bara að útrýmast á einu bretti. Komið er í veg fyrir flutning matvæla og sjúkrahjálpargagna gegnum Thai- land en sú leið er bæði fljótlegust og hagkvæmust. Nú var nýlega í fréttum sagt frá bresku flutningaskipi hlöðnu mat- vælum til flóttafólksins. Komm- únistarnir gerðu skipstjóra tvo kosti, annaðhvort að sigla með farminn til baka eða greiða gífur- lega upphæð fyrir leiðsögn skips- ins um Mekongfljótið. Kommún- istar neyta allra bragða til að ná í vestrænan alvörugjaldeyri. Fræg- ust er þrælasala þeirra á austur- þýsku fólki. Austur-Þjóðverjar hafa boðið vestrænum stórfyrir- tækjum rekstraraðstöðu gegn helmingaskiptum ágóðans. Þetta, með öðru, sannar hin miklu efna- hagsvandræði sem þessar þjóðir eiga við að etja, en reynt er að fela fyrir umheiminum. Eftir á mannhaturslista komm- únista eru Bandaríkjamenn. En hverjir eru fljótastir og stórtæk- astir til hjálpar þegar hörmungar dynja yfir, jafnt í löndum komm- únista sem öðrum? Og hverjir taka við flestum flóttamönnum, eða hvert vilja flóttamenn helst fara? ER þetta það sem koma skal yfir okkar land? • Alls staðar sér í úlfshárin Allir vita að vesaldómur frá- Þessir hringdu . . • Þakkir Nokkrar húsmæður úr Hafn- arfirði hringdu til Velvakanda og vildu koma á framfæri þakklæti til Gunnars Björnssonar fyrir frábær útvarpserindi. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétríkjunum í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Zakharovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Petrushins. 27. Bxh7! (Þessi leikur tætir í sundur kóngsstöðu svarts. 27. ... Kxh7 yrði nú svarað með 28 Dg2) - Dc7, 28. Bc2 - Haf8, 29. Hg3 - Hh4, 30. Hdgl - e4, 31. Dg2 - Dc8, 32. Hh3 og svartur gafst upp. farandi stjórnar var alger, enda lítil von um góðan árangur þegar mestur tíminn fór í hörkurifrildi milli stjórnmálaflokkanna. Nú segja þessir menn að svona skuli þetta ganga áfram hvað sem tautar og raular. Sem sagt, óða- verðbólga í fullum skrúða áfram og ekkert lát þar á fyrr en gengið er af íslenskum peningum dauðum og sparifjáreigendur reyttir inn að skinni. En stórskuldakóngarnir (braskararnir) verða þá orðnir stóreignamenn því enginn þarf að greiða núllskuldir. Það er sama hvar skyggnst er um í vinstrifylkingunni, alls stað- ar gægjast úlfshárin undan sauð- argærunni. Allt fólk sem eitthvað hugsar er löngu búið að fá nóg af öllu kjaftæðinu um umhyggjuna fyrir hinum lægstlaunuðu og öldr- uðum. Það er sannarlega aumur maður sem ekki sér í gegnum þessa augljósu hræsni því verka- lýðsforystan virðist vinna fyrst og fremst að hagsmunum hálauna- hópa, bæði innan og utan Alþýðu- bandalagsins. Launamismunur og fleira misrétti fer stöðugt vax- andi, nægir þar að minna á lífeyrismálahneykslið. Margt fleira mætti upp telja, til dæmis gífurleg laun uppmælinga- aðalsins sem gerir láglaunafólki næstum því ókleift að eignast þak yfir höfuðið. Að lokum, hvenær hættir láglaunafólkið að efla hina svonefndu verkalýðsforingja í einu og öllu? Ingjaldur Tómasson. • Barnavinna Hafið þið nokkuð leitt hugann að því að hundruð barna fara á fætur eldsnemma á hverjum morgni, mörg hver til þess að bera út blöð. Jafnt Morgunblaðið sem önnur blöð. Það hefur líklega ekki HÖGNI HREKKVlSI Höfum fyrirliggjandi olíu- sigti í sjálfsskiftingar. Skiftum á staðnum. farið framhjá neinum, að nú eru kosningar um mánaðamótin sem hafa m.a. valdið því, að blaðið hefur verið tvöfalt oft í nóvember. I allri annarri vinnu myndi þykja sjálfsagt að greiða tvöfalt gjald fyrir tvöfalda vinnu, ætlið þið að gera það nú á barnaári? I fyrra greidduð þið af rausn nokk- uð hærra fyrir blaðið til blaðburð- arbarna í desember af því að blaðið var nær alla daga tvöfalt að þyngd. Við hrósum okkur af því að hér er ekki barnavinna, en hverjir fara á fætur upp úr 6 á morgnana til þess að koma blöðunum* til áskrifenda áður en skóli byrjar kl. 8? Jú, það eru börnin sem fá 20 kr. á blað að meðaltali núna þegar áskriftin er kr. 4.000. Hverjir aðrir en börn og þeir sem verða að lúta að litlu fá svo litla greiðslu fyrir næturvinnu dag eftir dag? Gætuð þið ekki að minnsta kosti komið til móts við börnin nú á barnaári og greitt þeim hærra fyrir tvöfalt blað? Gætuð þið ekki umbunað þeim sem standa í skil- um með blöðin fyrir kl. 8 hvern dag — flestir aðrir vinnuveitendur reyna að gera betur fyrir gott verkafólk — hvers vegna ekki börn? Af því að við þorum aldrei að skrifa — eða segja neitt í heimi fullorðna fólksins? Nú getið þið sýnt í verki að þið metið störf okkar nokkurs. Einnig ættu áskrifendur að hætta að senda börn burt þegar þau koma að rukka köld og þreytt. Þetta verða þau að gera á kvöldin annars eru engir heima. Þeir sem fara á fætur kl. hálf sjö eru áreiðanlega orðnir þreyttir og syfjaðir á kvöldin svo þetta er engin skemmtivinna. Það ætti ekki að vera ofverkið áskrifenda að hafa tilbúna greiðslu þegar barnið kemur. Sýnið í verki BARNAÁR, ekkert mas lengur. Kristjún Árnason 12 ára. R J. SVEINSSON & CO. Hverfisgötu 116 — Reykjavík. Herrasloppar ogjakkar frá Finnwear Glæsilegt úrval af velour-, ullar- og frotteherra- sloppum. Margir litir. GEísiP H Nýtt á íslandi PPNUM I DAG Ljúfmetisverzlun „delikatesse" á áningastöð SVR á Hlemmi 53? SIGGA V/öGA £ ‘ÍiLVERAN HÖFUM Á BOÐSTÓLUM M.A. NÝJA ÁVEXTI — GRÆNMETI OG FLEIRA GÓMSÆTT VERIÐ VELKOMIN Ljúfmetisbúöin Áningastöðinni, Hlemmi, sími 19760.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.