Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 63 UM 20 verkstjórar og vélstjórar i niðursuðuverksmiðjum um allt land sátu á skólabekk hjá Sölu- stofnun lagmetis tvo fyrstu daga vikunnar. Tilgangur þessa nám- skeiðs hjá Sölustofnuninni var að kynna meðferð dósa í niðursuðu- verksmiðjum með það í huga að auka vöruvöndun. Kennarar á námskeiðinu voru Norðmaðurinn Per Ryst og Þorsteinn Karlsson matvælaverkfræðingur hjá Sölu- stofnun lagmetis. Einnig kynnti Ragnhildur Þórarinsdóttir, mat- vælafrseðingur hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, nýjar starfsreglur í þessari atvinnu- grein, en þar er um samræmingu að ræða. Að sögn Þorsteins Karlssonar er fyrirhugað að halda annað slíkt námskeið í marz á næsta ári og verður þá fjallað um matvæla- Landleiðir verða að skerða þjónustuna — ef ekki kemur til heimild til veru- Nýstárleg dægrastytt- ing fyrir jóla- mánuðinn ÍS AFOLD ARPRENTSMIÐ J A hefur sent frá sér nýstárlega barnabók eftir hinn góðkunna barnabókahöfund, Herdísi Egils- dóttur. Bók þessi nefnist Við biðum eftir jólunum, og hefur hún að geyma margvíslegt efni til þess að stytta börnum stundir fyrir jólin. í bókinni er ákveðinn kafli fyrir hvern dag desembermánaðar fram að jólum. Hafa þeir að geyma ýmist sögur, gátur og föndurverk- efni, og er allt efni ríkulega myndskreytt. Er bókin bæði hugs- uð sem dægrastytting fyrir börnin á meðan jólin nálgast og jafn- framt sem jóladagatal. — En hún getur að sjálfsögðu átt við hvaða tíma ársins sem er, og er tilvalin jóla- og tækifærisgjöf, — að því er segir í fréttatilkynningu frá útgef- anda. Bókin, Við bíðum eftir jólunum, er 95 blaðsíður í stóru broti. AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTA Aóalstræti 6 simi 25810 Þorsteinn Karlsson og Per Ryst að loknu námskeiðinu hjá Sölustofn un lagmetis um meðhöndlun dósa í niðursuðuiðnaði. (Ljösm. Kristjin). 20 manns á námskeiði um meðhöndlun dósa fræði almennt. Það námskeið sækja væntanlega verkstjórar, eftirlitsmenn í verksmiðjum og framleiðslustjórar. Þorsteinn sagði að nauðsynlegt væri að gera átak í fræðslumálum innan þess- arar atvinnugreinar og hefði hann mikinn áhuga á að meðal nám- skeiða, sem Fiskvinnsluskólinn byði upp á, yrði valnámskeið um niðursuðu- og lagmetisiðnaðinn. Per Ryst hefur í mörg ár starfað í Noregi við verkefni tengd niður- suðuiðnaðinum, en hann er menntaður vélaverkfræðingur. Til ársins 1953 starfaði hann við fyrirtæki í N-Noregi sem m.a. var með niðursuðu, 1953—1966 kenndi hann vélateikningar við Niður- suðuskóla Noregs, 1966—68 starf- aði hann á vegum FAO í Bombay, 1968 var hann við kennslu og frá 1969 hefur hann starfað hjá Nobl- ikk — Sannem a.s. í Noregi. BAÐMOTTU SETT gerð Lugano 2ja stykkja á kr. 17.395 3ja stykkja á kr. 22.755 Viö höfum ný fyrirliggjandi glæsilegt úrval af baömottusettum. Verö viö allra hæfi. Póstsendum um land allt. SKIPHOLTI 17A. SÍMI 12323 SKIPHOLTI 17A. SÍMI 12323 legrar hækkunar á fargjöldum „MÁLUM er nú þannig komið hjá okkur, að ekki verður hjá því komist að skerða þjónustu strætisvagna okkar á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, ef frekari dráttur verður á afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á beiðni okkar um hækkun fargjalda. Núverandi fargjöld voru grundvölluð á verðlagi i aprilmánuði s.l., þó að frádregnum 8%, er þau voru afgreidd i júní s.l., þannig að það liggur í augum uppi að staðan er virkilega slæm,“ sagði Agúst Hafberg framkvæmdastjóri Landleiða h.f. i samtali við Mbl. i gærdag. „Sem dæmi um hversu þróunin hagstætt fyrir þjóðfélagið að láta hefur verið óhagstæð undanfarna mánuði get ég nefnt, að í dag hafa laun hækkað um 26% umfram það sem þau voru í apríl og hækka trúlega um 13% um næstu helgi, þannig að hlutfallið er orðið 42% frá því í apríl s.l. — Það er því ofar mínum skilningi ef það er I greipum dauðans Hörpuútgáf an gef- ur út nýja bók eft- ir Gavin Lyall HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur gefið út nýja bók eftir enska metsöluhöfundinn Gavin Lyall. Nefnist hún „í greipum dauðans“ og er þýdd af Skúla Jenssyni. Hilmar Þ. Helgason gerði káputeikningu. Bókin er 211 bls., prentuð í Prentverki Akraness h.f. og bundin í Arnar- Bergi h.f. Hörpuútgáfan hefur áður gefið út eftirtaldar bækur eftir Gavin Lyall: Teflt á tæpasta vað, Lífshættuleg eftirför, Við sigrum eða deyjum. Lyall var flugstjóri í brezka flughernum í 2 ár. Hann hefur hlotið „Silfurrýtinginn", sem eru verðlaun samtaka æsisagnahöf- unda. Bækur hans hafa verið þýddar á 12 tungumál. Bókatíðindi Iðunnar ÚT ERU komin Bókatíðindi Iðunn- ar. Þetta er bæklingur sem hefur að geyma upplýsingar um útgáfubækur forlagsins á þessu ári, ásamt skrá um eldri bækur sem fáanlegar eru. Þar eru þó ekki taldar námsbækur, handbækur og fræðirit, enda var gefin út um þær sérstök skrá fyrr á árinu. — Skráin um nýjar bækur er flokkuð eftir efni: Frumsamin rit sögulegs efnis, íslenskar skáldsögur, ljóðabækur, þýddar skáldsögur, bækur fyrir unglinga, barnabækur, teiknimyndasögur, loks bækur um ýmis efni, frumsamdar og þýddar. Alls gefur Iðunn út um níutíu bækur á árinu, að meðtöldum endurprent- unum, og er þá ótalin hljómplötuút- gáfa forlagsins. — í Bókatíðindum Iðunnar eru myndir af kápusíðum allra nýrra bóka, auk stuttorðra upplýsinga um efni þeirra, svo og er tilgreint verð jafnt eldri bóka sem hinna nýju. Aftast í heftinu er pöntunarseðill. — Bókatíðindi Ið- unnar eru 32 blaðsíður. Ábyrgðar- maður er Valdimar Jóhannsson. Prisma prentaði. fyrirtæki eins og þetta sitja uppi með óbreytt verðlag og hlaða upp skuldum. Verðlagsnefnd hefur þegar gert tillögu til ráðherra um að við fáum að hækka fargjöldin um 13%, sem dugir auðvitað skammt, en bætir þó nokkuð. Ég ræddi þau mál við núverandi viðskiptaráð- herra, sem sagðist mundu athuga málið fljótlega, en róðurinn yrði erfiður hvað varðaði frekari hækkanir umfram þessi 13%. Síð- an er nú liðinn allnokkur tími án þess að nokkuð hafi gerst. Okkar fyrstu aðgerðir til að mæta þessum vandræðum voru að hætta að gefa okkar föstu við- skiptavinum afslátt á fargjöldum væru keypt stór farmiðakort, sem er auðvitað afleitt. Þeir fengu yfirleitt á bilinu 21—22% afslátt. Með þessum látalátum er fyrst og fremst verið að skemma fyrir framtíðinni því svona lagað gerir okkur algerlega ókleift að endur- nýja bílaflotann sem er nauðsyn- legt með ákveðnu millibili. Það var t.d. hugmyndin að endurnýja eitthvað af vögnunum á þessu ári en það er útséð um það,“ sagði Ágúst Hafberg að síðustu. RUMTEPPI Vorum aö taka upp nýjar sendingar af rúmteppaefnum og rúmteppum. Meðal annars fyrirleggjandi: í metratali: Þykk acryl efni breidd 250 cm. verð pr. m. kr. 15.530 Ofin ítölsk teppi, Ijósir litir, verð pr. m. 7.540 Tilbúin: acryl 250x210 cm á kr. 41.805 ítölsk ofin 225x245 cm á kr. 26.665 Póstsendum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.