Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 MEP M OBöJK/- KAff/nu Við leitum að manni, sem kann að nota hvert tækifæri sem gefst — hvenær sem er! Eru þessar sveiflur á skermin- um stillimynd eða línurit yfir skattstigana? Rödd norrænna ólympíunef nda gæti haft úrslitaþýðingu BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Mjög fullkomin aðstaða gerði úrslitaleik heimsmeistarakeppn- innar skemmtilegan á að horfa. Tvö sýningartjöld voru í notkun svo að fylgjast mátti með gangi hvers spils á báðum borðum. Eftir því sem á leikinn leið jókst spennan. í 7 spilum höfði ítalarn- ir náð inn 45 stigum og aðeins 20 stig voru eftir af forskoti Banda- rikjanna. Og þá kom spilið að neðan á tjöldin. Sjá mátti, að Bandaríkja- mennirnir höfðu ekki farið í game á spil austurs og vesturs en norður gaf og austur-vestur voru á hættu. Norður S. K7 H. DG109 T. 1085 L. ÁK82 Vestur S. ÁDG864 H. 8753 T. D62 L. - Austur S. - H. ÁK6 T. ÁKG7 L. D76543 COSPER Ökuskírteinið? — Já, en ég verð að fá það aftur, því að ég á það ekki! Fyrir alllöngu skrifaði ég dálitla grein hér í blaðið að gefnu tilefni. Var það í sambandi við stuðning íslendinga við málstað andófs- manna austur í Sovétríkjunum. Var þá hafinn undirbúningur að þátttöku íslands í Ólympíuleikun- um í Moskvu á næsta ári. Beindi ég máli mínu til Ólympíunefndar íslands um að hún tæki það mál upp innan Ólympíunefndanna á Norðurlöndum. Þessi skrif leiddu allir hjá sér, sem ég beindi orðum mínum til. Því minni ég á þetta, að ég fæ ekki betur séð en að hægt sé að taka þetta mál upp. Sem kunnugt er af fréttum blaða og ríkisfjölmiðla hefur einn frægasti maður skák- íþróttarinnar, Victor Kortsnoj, leitað til íslendinga, beðið þá að hjálpa sér og fjölskyldu sinni í skiptum hennar við stjórnvöld í Sovétríkjunum, sem í áraraðir hafa bannað eiginkonu hans og syni að fara frá Sovétríkjunum, svo fjölskyldan gæti sameinast. Hlutur íslendinga á væntan- legum Ólympíuleikum verður vart sögulegri nú en endranær. En íslendingum gefst af því tilefni tækifæri til stuðnings við þá mannréttindabaráttu, sem Kortsnoj og fjölskylda hans hefur háð árum saman. Því skora ég á Ólympíunefnd íslands að taka mál skákíþróttamannsins sem fyrst upp við Ólympíunefndirnar á öll- um hinum Norðurlöndunum. — Ef þar næðist samstaða um hjálp til handa Kortsnoj fyrir atbeina okk- ar Íslendinga, gæti slík rödd Norðurlandaþjóða í máli þessarar fjölskyldu haft úrslitaþýðingu í baráttunni gegn því ómanneskju- lega harðræði sem Kortsnoj og fjölskylda hans hafa átt við að búa af hendi yfirvaldanna í Sovétríkj- unum. Sverrir Þórðarson • Vinstri stjórn skal það vera Nú hefur þjóðin hlustað á eindregnar yfirlýsingar helstu forystumanna Framsóknarflokks- ins um að þeir muni vinna að myndun fjórðu vinstri stjórnar á íslandi ef þeir fá fylgi og aðstöðu til þess eftir kosningar. Ég verð að segja, að þetta eru einhver verstu tíðindi sem heyrst hafa í íslenskri kosningabaráttu. Er það mögulegt að stór hluti íslenskra bænda og samvinnu- manna eigi þá ósk heitasta að ganga í fóstbræðralag við íslenska kommúnista, þegar fullljóst er hverjar hörmungar þessi helst- efna hefur leitt yfir þær þjóðir sem hafa látið blekkjast af lyga- áróðri þeirra. Ég minni aðeins á „komma- eða sósíalsæluna" í Kamputseu sem nú er augljós öllum heimi. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur nýver- ið lýst því yfir, að þarna sé að gerast einhver hryllilegasta harm- saga veraldarsögunnar. • Kommúnistar berja á kommúnistum Það er löngu augljóst, að alls staðar þar sem kommúnistar hafa tekið völdin er þeim nákvæmlega sama þótt fólkið í þessum löndum líði hinar ótrúlegustu þjáningar og virðast þeir nú hafa sett sitt heimsmet í Kampútseu. Nú mætti ætla, að þarna væru kommúnistar að berjast við bannsetta gamla íhaldið. En það er nú eitthvað annað. Þarna berjast kommúnist- ar við kommúnista af þvílíkri Suður S. 109532 H. 42 T. 943 L. G109 í lokaða herberginu spilaði Bandaríkjamaðurinn í vestur 3 spaða og fékk 140 fyrir eftir að norður spilaði út hjartadrottn- ingu. En í opna herberginu renndu ítalarnir sér í gameið. Norður Austur Suður Ve8tur 1 Lauf 1 TIkuII pass 2 Lauf pass 3 Lauf pass 3 Spaðar pass 3 Grðnd pass 4 Spaðar Lausnargjald í Persíu 127 Kftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku allir pass. Áhorfendur biðu spenntir. Tæk- ist ítalanum að fá 10 slagi þrátt fyrir slæma legu í trompinu. Norður spilaði út laufkóng, sem vestur trompaði og spilaði tromp- ás og drottningu. Norður skipti í hjarta, sem tekið var í blindum og lauf trompað heima. Hefðu nú báðir fylgt þegar sagnhafi tók á trompgosann hefðu 10 slagir verið öruggir. En þegar norður fylgdi ekki tók sagnhafi þrjá slagi á tígul, hjartaslaginn, sem eftir var og trompaði síðan lauf heima. 10 slagir mættir og 620 fyrir, sem þýddi að munurinn var orðinn 10 impar og 8 spil eftir. komulag mitt við Japani við eftirmann Khorvans ráðherra. Það getur ekki leikið neinn vafi á einlægni okkar.og áhuga á því að ganga frá samningnum við iranska oiiufélagið. Við þurfum Imshan, herra. Þörfnumst þess meira en ég reyni að lýsa. Þér vitið það kannski betur en nokkur annar, vegna þess að ég í er bara kaupsýslumaður, en ekki stjórnmáiamaður. En ef þér viljið leyfa mér að gefa út opinbera yfiriýsingu um að við ætlum að hætta við Imshan, þá myndi kona mín vera látin Iaus úr haldi. — Ég skil ekki tiilögu yðar, herra Field. — Leyfið mér að láta svo sem ég gangi að skilmálunum. Þá er kona mín frjáls og við getum tekið upp þráðinn og rekið smiðshöggið á frágang samningaviðræðnanna. Það gæti verið spurning um nokkra daga. — Þér eruð sem sagt að æskja þess, sagði keisarinn — að opinberlega látið þér í veðri vaka að þér hafi gefið frá yður Imshan og svo verði hafist handa á ný, þegar einkamál yðar eru leyst? Hann hristi höfuðið og tók ofan reyklituð gleraugun rétt andartak. Augun voru dökk og þau voru mjög köld. — Mér þykir það leitt, herra Field, en þetta er óframkvæm- anlegt. Ég get ekki einu sinni íhugað að leyfa nokkru vest- rænu fyrirtæki að rjúfa samn- ingaviðræður við okkur og koma svo aftur. Það er ekki í samræmi við stefnu mina. Ég hef fulla samúð með vanda yðar, en ég verð að ráðleggja yður að aðskilja fullkomlega allar persónulegar vangaveltur frá samningaviðræðum við iranska oliufélagið. Hann reis upp, kæruleysisleg- ur i fasi og rétti Logan höndina. — Ég gleðst yfir því hversu vel tókst til með samninga yðar við Japani sagði hann. Svo sneri hann sér að Kelly og sagði: — Mér var ánægja að hitta yður. Áheyrninni var lokið. Þeir gengu fram og hliðarvörðurinn fylgdi þeim til dyra. Þeir gengu niður þrepin og hvorugur mæiti orð af vörum. Þegar þeir komu út að hliðunum sá Logan biáa Rolls Roycebílinn. í aítursæt- inu sat Janet. — Ég reyndi, sagði hann skyndilega við James. — Það var möguleiki á þvi að hann hefði samþykkt það. — Það var enginn möguleiki á því, sagði James. — Því í ósköpunum hefði hann átt að bjarga þér úr klípunni. Þetta var þitt eigið val. Við förum nú til skrifstofu Arlanda. Ég sagði þeirn að koma með bílinn minn. Ég kem á eftir þér. Janet tók utan um Logan og kyssti hann. — Elskan mín. Guði sé lof að þú ert kominn aftur! Hvernig gekk? — Vel, sagði Logan. Hann færði sig frá henni. — Hann hefur fengið það sem hann vildi. Hann vildi ekki tala um það. Hans val. Keliy hafði hamrað á því frá byrjun. Val milli olíu- svseðisins og Eileen. — Elskan mín, sagði Janet bliðlcga. — Ég verð að segja þér slæmar fréttir. Ardalan heldur að Eileen kunni að vera látin. — Hvað þá? Hann sneri sér snöggt að henni — hvað áttu við? — Homsi dó í yfirheyrslu eftir pyndingar, sagði Janet. — Ar- dalan heldur að þeir hafi drepið Eileen nú. Ef það er satt hafa þeir gert það vegna þess þeir hafa vitað að Homsi myndi koma upp um málið. Svo að það er ekki þín sök. Þú þarft ekki að ásaka sjálfan þig. Hún tók um hönd hans og þrýsti hana, en hann dró hana til sín og starði út um glugg- ann. — Við förum á skrifstofuna og hlustum á upptöku. Ég er hrædd um að það sé bara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.