Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 23. tbl. 69. árg. 1‘RIÐJUDAGUR 2. FEBRUAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dozier vill vera áfram í Verona Kóm, 1. ÍVbrúar. Al*. JAMES L. Iíozier hers- höfðingi vill taka aftur við starfi því sem hann gegndi í Verona áður en Rauðu her deildirnar rændu honum, en yfirmenn hans telja það of hættulegt. Dozier telur að taki hann ekki aftur við fyrra starfi jafngildi það því að NATO láti Rauðu herdeild- irnar segja sér fyrir verkum, sagði bandarískur embættismaður í gær. En yfirmenn hans segja að Rauðu herdeildirnar muni leggja kapp á að myrða hann ef hann fer aftur til Verona. Dozier mun fara til Bandaríkjanna þegar hann hef- ur haldið blaðamannafund á morgun, þriðjudag. P’élagar úr Rauðu herdeildunum hafa sagt lögreglunni frá íbúð þar sem Aldo Moro fyrrum forsætis- ráðherra kann að hafa verið í Þetta er tjaldið þar sem Rauðu her- deildirnar höfðu James Dozier hers- höfðingja í haldi haldi áður en hann var myrtur 1978 að sögn Virginio Rognoni í dag, mánudag. Lögreglunni var sagt að íbúðin væri í útborginni Eur. Rognoni sagði líka að lögreglan hefði fundið felustaðinn þar sem Rauðu herdeildirnar höfðu iðnrek- andann Giuseppe Taliereio í haldi. Honum var rænt 21. maí 1981 og hann var myrtur 44 dögum síðar. Ráðherrann neitaði því afdrátt- Fara ekki frá Líbýu Kóm, 1. febrúar. Al*. NOKKRIK Bandaríkjamenn í Líbýu hafa hundsað áskorun Bandaríkja- stjórnar um að flytjast þaðan og lí- býsk yfirvöld hafa hjálpað þeim að hafa að engu bann við ferðum Bandaríkjamanna þangað sam- kvæmt fréttum frá Tripoli. Flestir þeirra 1.500 Bandaríkja- manna, sem voru í landinu, fóru þaðan þegar bandaríska utanrík- isráðuneytið hvatti þá til þess, ör- yggis þeirra vegna, í kjölfar frétta um að líbýskar morðsveitir hefðu verið sendar til Bandaríkjanna til að myrða forsetann. En nokkrir Bandaríkjamenn eru tregir til að láta af vellaunuðum störíum eða rífa fjölskyldur sínar upp með rótum. Minnst 12 aðrir Bandaríkja- menn ætla að verða um kyrrt og ef til vill fleiri. arlaust að nokkur verðlaun hefðu verið veitt fyrir upplýsingar sem leiddu til björgunar James L. Doziers hershöfðingja. Ónefnd samtök vina Doziers höfðu boðið tvær milljónir líra fyrir upplýs- ingar sem leiddu til björgunar hans. Lögreglan kveðst hafa fundið þrjá nýja felustaði í Róm í nótt og handtekið fimm meinta hryðju- verkamenn, þannig að alls hafa 29 verið teknir höndum síðan Dozier var bjargað. Fimmmenningarnir eru úr „hernaðarvæng" Rauðu herdeildanna, sem lýsti sig ábyrg- an á ráni Doziers, og eru grunaðir um skotárásina á Nicola Simone, annan æðsta mann hryðjuverka- deildar Rómarlögreglunnar, 8. janúar. Vopnabirgðir fundust í einum felustaðnum í verkamanna- hverfi í Róm. Emilia Libera og Giovanni Ci- ucci, tvö þeirra sem höfðu Dozier í haldi, hafa veitt upplýsingar um fyrri aðgerðir sínar á vegum Rauðu herdeildanna. Blaðið „II Giorno" í Mílanó segir að þau „tali eins og uppljóstrarar". Tvö önnur blöð segja að Antonio Savasta veiti lögreglunni mikilsverðar upplýsingar. Savasta mun hafa yf- irheyrt Dozier þegar hann var í haldi. Jóhannes Páll páfi II sagði liðs- foringjum frá NATO-ríkjum og fjölskyldum þeirra þegar hann tók á móti þeim í Páfagarði að björg- un Doziers væri sönnun þess að hægt væri að sigrast á hryðju- verkastarfsemi. Læknar og sjálfboðaliðar hjá líkum þriggja skólanemenda sem biðu bana í snjóskriðu i Werfenweng skammt frá Salzburg. Tólf fórust, fjórum var bjargað. Hópurinn kom frá Berchtesgaden í Vestur-Þýzkalandi. Sjá frétt á bls 19. Lækni meinað að heim- sækja hvíta- sunnukonu Nloskvu, 1. fcbrúar. Al'. SOVÉZK yfirvöld sögðu í dag, mánudag, að hvíta* sunnukonan Lydia Vashch- enko væri ekki lengur í hættu og líðan hennar góð eftir atvikum, en meinuðu bandarískum sendiráðs- mönnum annan daginn í röð að heimsækja konuna. Sovézkur læknir, sem annast konuna, sagði í síma að hún neytti matar, en ættingjar hennar, sem eru enn í sendiráðinu, sögðust neita að trúa því. Lydia var flutt í Botkin-sjúkrahúsið á laugardag og þá lofaði hjúkrunarkona John Schadler sendiráðslækni og Curt Struble sendiráðsstarfsmanni því að þeir fengju að heimsækja hana kl. 10 f.h. á morgun, þriðjudag. „Eg vona að þeir (Rússar) skipti ekki aftur um skoðun. Auðvitað höfum við áhyggjur af henni,“ sagði systir Lydiu og talsmaður fjölskyldunnar, Lobov. Sendiráðið sendi Lydiu í sjúkra- hús rúmum mánuði eftir að hún hóf mótmælasvelti þar sem það óttaðist um líf hennar. Warren Zimmermann sendifulltrúi sagði þá að sovézka utanríkisráðuneytið hefði neitað að ábyrgjast að Lydiu yrði aftur leyft að fara í sendiráð- ið. Fjölskyldan leitaði þar hælis fyrir 43 mánuðum vegna trúarof- sókna í Síberíu. Innflutningur takmarkaður: Nýr vöruskortur í kjöl- far hækkana í Póllandi Narsjá. 1. febrúar. Al*. HÆKKANIR urðu á matvælum og eldsneyti í Póllandi í dag, hinar mestu frá stríðslokum, og ríkisfjölmiðlar vörudu við nýjum vöruskorti. Tilkynnt var að dregið yrði úr innflutningi á ávöxtum og matvöru og kjúklingabirgðir minnkuðu um 50% í síöasta mánuði. Pólverjar virtust taka hinum nýju verðhækkunum með þolin- mæði þótt verðhækkanir hafi jafnan leitt tii mótmæla til þessa. Kyrrt var á götum Varsjár og mótmæli virðast ekki hafa verið höfð í frammi í verksmiðjunum í úthverfunum. Innflutningur á tei á að minnka um 1.000 lestir og inn- flutningur á kaffi um 20—30.000 lestir. Bananar, rúsínur, appel- sínur og sumar kryddtegundir munu hverfa úr verzlunum og pappírsbirgðir munu minnka. Síðustu verðhækkanirnar nema 200 til 500 af hundraði og í dag var því fátt fólk í verzlunum, enda hillur þeirra nær tómar. En vegna einangrunar Varsjár af völdum fjarskiptabanns er ekki vitað um viðbrögð fólks á lands- byggðinni. I Gdansk, þar sem unglingar áttu í átökum við lögreglu á laug- ardag, var aftur hert á herlögum, en opinberir fjölmiðlar birtu eng- ar nýjar fréttir um ástandið í borginni. Bandaríski landbúnaðarfull- trúinn í Varsjá segir í skeyti til Washington að bændur neiti að selja herforingjastjórninni nóg af korni og kjöti, þrátt fyrir lán sem þeir fá til að kaupa vélar og neyzluvörur. Kornframleiðslan í fyrra nam 19,7 milljónum lesta og var 4,5 milljónum lesta meiri en 1980, en 2—4% minni en meðalframleiðsla síðustu tíu ára. Parísarblaðið „Le Monde“ birti í dag orðsendingu frá Lech Wal- esa sem staðfesti að hann hefði verið opinberlega handtekinn. Birt er afrit af tilskipun nr 182 um handtöku hans 12. desember er hann kveðst ekki hafa fengið fyrr en 28. janúar og hann bað vini sína að smygla úr landi. Walesa sagði að pólsk yfirvöld blekktu almenning með því að halda því fram að hann hefði ekki verið handtekinn og sagði hand- tökutilskipunina upphafið að hægri útrýmingu sinni. „Það kæmi mér ekki á óvart þótt þeir færu að bera mig fjarstæðu- kenndum sökum, auðvitað upp- lognum," sagði hann. Hann sagði að pólsk yfirvöld „hefðu og yrðu aldrei heiðarleg. Þess vegna (megum við) aldrei hörfa. Þið megið ekki láta þá komast upp með að útrýma nokkrum, því það er þeirra aðferð. Ég bið ykkur um að birta þetta opinberlega.“ Lm óeirðirnar í Gdansk, sjá bls 19. Armena stefnt fyrir morðid í Los Angeles li«s Angeles, 1. (Vbrúar. Al’. LÖGREGLAN í Los Angeles og alríkislögreglan, EBI, sögðu í dag að farið yrði fram á að armenskur unglingur yrði ákærður fyrir morðið á tyrkneska aðalræðismanninum, Kemal Arikan, á fimmtudagimi. Talsmaður lögreglunnar sagði kvæmt alríkislögum. Akvörðunar að sterkar líkur bentu til þess að Harry Sassounian væri morðing- inn. Nokkrar sannanir og lýsingar sjónarvotta lægju fyrir. Farið verður fram á að bæði dómsyfirvöld Kaliforníu og alrík- isins ákæri Armenann fyrir morð. Samkvæmt Kaliforníulögum eiga menn dauðarefsingu á hættu fyrir morð, en ævilangt fangelsi sam- er að vænta á morgun. Að minnsta kosti eins manns er enn leitað vegna morðsins. Tals- niaður lögreglunnar segir að ekki hafi fundizt tengsl milli Sassouni- ans og armenskra samtaka, sem segjast bera ábyrgðina á verknað- inum. Hann sagði að tilræði af þessu tagi krefðist talsverðs und- irbúnings og ákæra um samsæri gæti komið fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.