Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 29 íþróttasamband íslands 70 ára Frá hátíðar- sýningu í Þjóðleik- húsinu ÍÞRÓTTASAMBAND ís- lands efndi til hátíðarsýn- ingar í Þjóðleikhúsinu sl. laugardag í tilefni af sjötíu ára afmæli sambandsins, en það var stofnað 28. janúar 1912. Mikið fjölmenni var viðstatt hátíðarhöldin. Dagskráin var fjölbreytt, m.a. sýndi þar fjöldi íþrótta- fólks leikfimi og æfingar ýmiskonar. Meðfylgjandi myndir tók Ól.K.M. á hátíð- inni. Séð yfir þéttskipaðan sal Þjóðleikhússins. Vilhjálmur Einarsson, siirurverðlaunahafi á Ölympíuleikunum í Melbourne, og Gísli Hall- dórsson, heiðursforseti ÍSÍ, ræðast við. Valsmaðurinn Albert Guðmundsson ásamt konu sinni, Brynhildi Jóhannsdóttur, og Víking- urinn Geir Hallgrímsson og kona hans, Erna Einnsdóttir (lengst t.v.). Frá vinstri: Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Gils Guðmundsson rithöfund- ur, sem nú skrifar sögu sambandsins, og I’álmi Jónsson ráðherra. Tveir forsetar, Vigdís Finnbogadóttir, for seti íslands og verndari ÍSÍ, og Sveinn Björnsson, forseti ISÍ. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra flyt- ur ræðu. Eitt af fjölmörgum dagskráratriðum hátíðarsýningarinnar. Stúlkur sýna leikfimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.